Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landlæknir skoðar málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Skýrslu skilað til
ráðherra flj ótlega
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
falið landlæknisembættinu að fara
vfír stöðu mála í Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, en ráðherra voru í gær-
morgun afhentar undirskriftir 1.402
íbúa umdæmisins, þar sem skorað
er á hann að taka nú þegar á vanda-
málum stofnunarinnar áður en
mejra tjón en nú sé orðið hljótist af.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sagði að embættið hefði þegar haf-
ist handa um athugun málsins og
hann vænti þess að fljótlega yrði
hægt að skila skýrslu til ráðherra
um efnið.
I bréfi sem afhent var með undir-
skriftunum segir að þetta sé gert
vegna þess að þeir sem þurfi að leita
til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
efth- læknishjálp séu „orðnir ugg-
andi vegna þess ófremdarástands,
að læknar og annað starfsfólk sem
starfað hefur við stofnunina um ára-
bil, helst þar ekki við lengur vegna
samskiptaörðugleika við fram-
kvæmdastjóra."
Heilbrigðisþjónusta skert við
Eyrarbakka og Stokkseyri
Ennfremur segir: „Vitað er að
stofnunin býr við fjársvelti, sem og
aðrar slíkar stofnanir, en það eitt
skýrir ekki þau dæmi sem þegar eru
orðin alltof mörg, að sjúklingum
með alvarleg veikindi er ekki sinnt
sem skyldi. Fjármagnsskortur ein-
göngu getur heldur ekki skýrt það,
að heilbrigðisþjónusta við Eyrar-
bakka og Stokkseyri hefur verið
skert svo alvarlega að óþolandi er
með öllu og óforsvaranlegt."
Ingibjörg Sigtryggsdóttir afhenti
undirskriftalistana. Hún sagði að í
kjölfarið hefði verið farið yfir málið
á stuttum fundi með ráðherra og
hefði hann lofað að ganga í málið.
Vonandi myndi það leysast á farsæl-
an hátt fyrir alla aðila.
Kroppurinn liðkaður í kuldanum
SÉRA Snorri Björnsson á Húsafelli á 18. öld var vel
syndur þótt sú íþrótt hefði lítið verið stunduð fram
eftir öidum. Snorri bar góðan skilning á almennt
gildi „kroppslegra þolrauna“ og hélt sér einnig í
þjálfun með því að reyna sig á Kvíahellunni sinni
við Húsafell. Svo virðist sem sundmaðurinn á
myndinni, Olafur Arsælsson, sem ljósmyndari
blaðsins hitti í Hveragerði hafi ekki síður skilning á
gildi íþrótta og skiptir þá engu hvort frost bíti kinn,
enda hraustir menn á ferð.
Morgunblaðið/B.Hj.
ÞVOTTABJÖRNIN í gámnum, örþreyttur, svangur og þyrstur,
skömmu áður en hann var aflífaður.
Endalok þvottabjarnarins hreyfa við fólki
Segja þörf á að
endurskoða lög
um gæludýr
SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir, for-
maður Sambands dýraverndun-
arfélaga Islands, segist aldrei á
ævinni hafa upplifað viðlíka við-
brögð almennings eins og þau
sem henni voru tjáð í gær, dag-
inn eftir að kanadískur þvotta-
björn var skotinn þar sem hann
lá á vörubretti með nuddpottum.
Hann hafði, eins og greint var
frá í fréttum, lokast inni í gámi í
Toronto og ekki séð dagsbirtu
aftur fyrr en í Hallarmúlanum
þegar gámurinn var opnaður eft-
ir tæplega mánaðarlanga ferð.
„Fólk krefst þess að vita hver
hafi tekið þá ákvörðun að skjóta
dýrið strax,“ sagði Sigríður. Hún
sagði að hægt hefði verið að
grípa til annarra úrræða, t.d. að
láta Samband dýraverndunarfé-
laganna hlutast til um að selja
þvottabjörninn í einangrun að
fengnu leyfi hjá yfirdýralækni.
„Þó að drápið á þvottabirninum
sé ekki lögbrot þá er hins vegar
líka í lögunum möguleiki til ann-
arra ráðstafana.“
Sigríður sagði að eftir að lög-
um um innflutning dýra var
breytt árið 1990 hefði orðið til
misræmi sem varðaði einkum
gæludýr, þ.e. dýr sem ekki til-
lieyra íslenskum landbúnaði.
„Fyrir 1990 gat fólk fengið leyfi
til að einangra dýr sjálft, ef það
uppfyllti sóttvarnarákvæði. Núna
verða hinsvegar öll gæludýr að
fara í sóttkví út í Hrísey og það
fínnst mér ill meðferð á þeim.
Misræmið í þessum Iögum felst
hins vegar í því að gæludýrabúð-
ir eru undanþegnar Hríseyjar-
reglunni og hafa leyfi til að ein-
angra dýrin á eigin vegum. Þá
eru ónefnd ýmiskonar dýr, sem
flutt eru til landsins til sýninga,
en þau eru alls ekki einangruð í
sóttkví."
Að mati Sigríðar er full þörf á
að endurskoða lög um gæludýr
því ófremdarástand ríki á því
sviði, ekki síst vegna þess að að-
skotadýr eins og þvottabjörninn
séu frekar skotin á þeim forsend-
um að ekki hafí verið Ieyfí fyrir
þeim, óháð því hvort hætta staf-
aði af dýrinu eða ekki.
Tugir hringdu og mótmæltu
Tugir manna og kvenna
hringdu í Sigríði í gær og lýstu
yfir óánægju sinni vegna dráps-
ins og sagði hún að óneitanlega
hlýnaði sér um hjartarætur að
finna hversu mikla samkennd al-
menningur hefði með þvottabirn-
inum og málleysingjum almennt.
„Nú ríður á að fá svör frá Iög-
reglunni sem fyrst þar sem við
spyrjum einfaldlega hví hafi
þurft að aflífa dýrið strax? Þetta
var óttalega slysalegt og hefði
ekki þurft að fara svona."
Losunarkvóti jafróðurhúsalofttegunda á Islandi samkvæmt Kyotobdkuninni
Áætlað markaðsvirði
4,2-6,3 milljarðar
króna á ári
HEILDARÚTSTREYMI gróður-
húsalofttegunda á íslandi var árið
1996 áætlað um 2,7 milljónir tonna
af koldíoxlðsígildi og miðað við lík-
legt markaðsverð ef viðskipti með
losunarkvóta á gróðurhúsaloftteg-
undum verða gefin frjáls er „verð-
mæti“ íslenskrar losunar 3,8-5,7
milljarðar króna á ári. Samkvæmt
Kyotobókuninni um losun gróður-
húsalofttegunda frá því í desember
1997 var gert ráð fyrir að íslending-
ar mættu á tímabilinu 2008-2012
losa 10% meira en árið 1990, eða
samtals rúmlega 3 milljónir tonna.
Verðgildi þess kvóta er um 4,2-6,3
milljarðar króna á ári samkvæmt
sömu útreikningum.
Næstkomandi mánudag hefst
fjórða ráðstefna aðildarríkja
rammasamnings Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar í Bu-
enos Aires í Argentínu og verður
þar meðal annars til umræðu út-
færsla Kyotobókunarinnar frá því í
desember 1997 um losun gróður-
húsalofttegunda. í Kyoto var sett
það markmið að iðnvædd ríki
skyldu draga úr losuninni miðað við
árið 1990 um samtals 5,2% fram til
ársins 2010. Það er þó mjög mis-
munandi eftir ríkjum hver breyting-
in er, flestum var gert að draga úr
losuninnij en Norðmönnum, Áströl-
um og Islendingum var leyft að
auka hana, Islendingum mest, eða
um 10%. Miðað við ofangreinda út-
reikninga má áætla að verðgildi
þeirrar losunaraukningar sé 420-
630 milljónir króna á ári.
Það verður eitt af hlutverkum ráð-
stefnunnar í Buenos Aires að ákveða
hvemig háttað verður viðskiptum
með losunarkvóta. Samþykkt var í
Kyoto að þau ríki sem tækist að
draga úr losun umfram það sem
samningsbundið er gætu selt um-
framkvótann til annarra iðnríkja.
Ýmsar tölur hafa verið nefndar í því
sambandi um hvaða markaðsverð
muni myndast á kvótanum, allt frá 20
dollurum til 120 fyrir losun á tonni af
koltvísýringsígildi. Jón Ingimarsson,
skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu,
segir að algengast sé þó að rætt sé
um 20-30 dollara, eða um 1400-2100
krónur, og eru ofangreindir útreikn-
ingar miðaðir við það.
Austur-Evrópuþjóðir
hafa umframkvóta til sölu
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun, segir að gert
sé ráð fyrir að Austur-Evrópuþjóðir
og Rússland muni helst geta selt
kvóta. „Þar hafa orðið gífurlegar
tæknibreytingar í iðnaði fró 1990,
eða hreinlega að iðnaður hefur
hætt, þannig að í dag eru þeir að
losa kannski um 80% af því sem þeir
losuðu 1990. Þeir sjá fram á að geta
selt stóran hluta af þessum mis-
mun.“
Katrín segir að óformlegur sam-
starfshópur ríkja, sem í eru meðal
annars Bandaríkin, Ástralía, Nýja-
Sjáland, Japan, Úkraína, Rússland
og ísland, muni á ráðstefnunni beita
sér fyrir því að viðskipti með losun-
arkvóta verði sem frjálsust. Evr-
ópusambandið mun á hinn bóginn
beita sér fyrir meiri takmörkunum.
Eitt aðaldeiluefnið er hvort setja
skuli þak á það hvað hvert ríki geti
selt mikinn kvóta.
Iðnvæddu ríkin munu þó hafa
fleiri leiðir til að auka losunarkvóta
sinn heldur en að kaupa hann frá
öðrum samningsríkjum. Meðal ann-
ars er rætt um að samkvæmt regl-
um sem enn er eftir að móta verði
hægt að fá aukakvóta með því að
aðstoða þróunarlönd í því að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Einnig verður tekið tillit til bind-
ingar gróðurhúsalofttegunda með
skógrækt en ekki hefur verið full-
mótað hvernig bindingin verður
metin. Island og Marokkó hafa ósk-
að eftir að því að tekið verði tillit til
landgræðslu en ekki hefur verið
tekin afstaða til þess.
Islensk stjórnvöld hafa einnig
bent á að á Islandi séu endurnýjan-
legir orkugjafar notaðir til iðnaðar-
framleiðslu en væri samsvarandi
iðnaður rekinn annars staðar væri
hann líklega knúinn með kolum eða
olíu. Þau vilja einnig að tillit sé tekið
til mjög lítilla ríkja, þar sem bygg-
ing einnar verksmiðju geti haft mik-
il hlutfallsleg áhrif á losun.