Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 4f* Ég vil biðja góðan Guð að styrkja fjölskyldu hennar í þessari miklu sorg. Minningin lifir um elskulega konu. Góða ferð, elsku Hera. Linda Katrín Urbancic. Þótt andlát vinkonu minnar, Heru Newton, kæmi ekki á óvart fór ekki hjá því að þegar fréttin barst var eins og napur haustdagurinn missti alla birtu sína. Kona í blóma lífsins er kölluð frá okkur. Aðeins fyrir nokki-um misserum hefði okkur, vin- um hennar, þótt sjálfsagt að hún ætti eftir að lifa mörg góð æviár og njóta þeirra með eiginmanni sínum, börnum, barnabörnum, vinum og öðrum vandamönnum. En mennirnir vita að Guð ræður. Erfiðri sjúkdómsbaráttu Heru er lokið. Góð kona er gengin á vit Guðs, hefur hlotið líkn frá þeim miklu þrautum sem á hana voru lagðar eft- ir að hún greindist með þann sjúk- dóm sem dró hana til dauða. Éftir stöndum við, sem þekktum hana og unnum, með sorg í hjarta, en minn- ing hennar mun lifa meðal okkar; minningar um margar góðar og skemmtilegai’ stundir á þeim tæp- lega hálfa þriðja áratug sem leiðir lágu saman. Engii- munu þó geyma dýrmætari minningar um Heru en eiginmaður hennar, Stanley P. Páls- son, og dætur þeirra þrjár, Sigríður Rut, Aslaug og Sif. Umhyggja Stan- leys fyrir Heru í veikindastríði henn- ar var einstök. Baráttan var ekki síð- ur hans en hennar allt fram til hinstu stundar. Þessi umhyggja, ástúð og samstaða var spegill alls sambands þeirra hjóna, en því kynntist ég fljót- lega eftir að fundum okkar bar fyrst saman. Oft heyrði ég Stanley segja orð, sem karlmönnum eru kannski ekki töm í munni, þegar hann talaði um eiginkonu sína, - að hún væri hamingja sín, að hann væri óendan- lega þakklátur fyrir að hafa eignast hana og væri tilbúinn að leggja hvað sem væri á sig til þess að hún mætti líka vera hamingjusöm og líða vel. Þegar fundum okkar Stanleys og Heru bar fyrst saman vorum við ungt fólk, sem var að taka þau mik- ilsverðu skref í lífinu að koma þaki yfir höfuðið. Saman byggðum við St- anley, ásamt fleirum, eitt stigahús í fjölbýlishúsi. Fyrir ungt og efnalítið fólk var og er slíkt mikið átak og ýmsu varð að fórna til þess að tak- markið næðist. En þrátt fyrir hálf- gert basl þessara frumbýlisára okk- ar er mér minnisstætt hversu Heru var það eðlislægt að vera glæsileg og smekkleg til fara og þeirri smekkvísi hennar átti ég eftir að kynnast enn betur á heimili þeirra hjóna. Vinátta og samskipti okkar Stan- leys jukust og efldust með árunum. Við þær framkvæmdir, sem ég hef staðið í, hefur hann verið bæði verkfræðingur og aðalráðgjafi. Eðli þeirra verkefna, sem hann tók að sér fyrir mig, voru þannig að oft þurfti vinnudagurinn að vera lang- ur og til þurfti að koma bæði út- sjónarsemi og þolinmæði. Við slik tækifæri varð ég oft var við hversu dýrmæt Hera og heimilið voru fyrir Stanley. Hvort sem meðbyr var eða stormur í fangið vissi hann alltaf, og lét mig og aðra skilja það, að hann ætti sér öruggt skjól, sem gott væri að koma í, en það var heima. Og þótt samskipti okkar St- anleys tveggja væru meiri en með eiginkonum okkar þá gáfust samt margar góðar stundir með þeim hjónum utan vinnutíma og í góðra vina hópi. Eftir að þau Hera og Stanley stofnuðu heimili var Hera heima- vinnandi húsmóðir. Verk hennar og athygli beindust þvi fyrst og fremst að heimilinu, eiginmanni, dætrunum þremur og síðar bai-nabörnunum. Þau áttu ást hennar, um þau snerist líf hennar og störf. Þótt við, vinir Heru og Stanleys, söknum hennar sárt þá er missir þeirra mestur. Hjá þeim er fráfall hennar hjartasár sem minningin ein um góða eiginkonu, móður og besta vin, megnar að . græða. Ég bið Guð almáttugan að blessa minningu Heru og veita St- anley, vini mínum, Sigríði Rut, Ás- laugu og Sif, dætrum þeirra, og öðr- um nánum aðstandendum hennar, líkn í þraut. Magnús Ilreggviðsson. GUÐRÚN JÖR UNDARDÓTTIR + Guðrdn Jörund- ardóttir fæddist í Reykjavík 21. des- ember 1916. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 20. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jör- undur Brynjölfsson kennari, bóndi og alþingismaður, f. 21. febrúar 1884 á Starmýri í Álfta- firði, d. 3. desember 1979, og Þjóðbjörg Þórðardóttir kenn- ari og húsmóðir, f. 20. október 1889 í Reykjavík, d. 4. júní 1969. Systkini Guðrúnar eru: 1) Haukur, f. 11. maí 1913. 2) Guð- leif, tvíburi Guðrúnar, f. 21. desember 1916. 3) Þórður, f. 19. febrúar 1922. 4) Auður, f. 16. júní 1923. Auk þess átti Guðrún tvö hálfsystkini samfeðra: 1) Unni, f. 9. apríl 1929. 2) Gauk, f. 24. september 1934. Hinn 12. maí 1951 giftist Guð- rún Árna Örnólfssyni rafvirkja- meistara, f. 22. desember 1921 á Suðureyri við Súgandafjörð, d. 4. desember 1992. Foreldrar hans voru hjónin Ömólfur Jó- hannesson og Margrét Þórlaug Guðnadóttir. Guð- rún og Árni eignuð- ust ekki barn en ólu UPP °S ættleiddu systurdóttur Áma, Helgu Sigurbjörgu rekstrarfræðing, f. 4. desember 1965, er móðir hennar lést. Eiginmaður Helgu er Helgi Freyr Kristinsson rekstrarfræðingur, f. 7. apríl 1967. Þeirra barn er Árni Freyr, f. 1. júlí 1994. Guðrún stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1932-1934, sótti námskeið í ensku sumarið 1947 á vegum skrifstofu breska ræðismannsins hér á landi. Hún starfaði á skrifstofu Mjólkur- samsölunnar frá 1939 til 1965 og við afleysingar sex sumur eftir það. Hún vann síðan á Bæj- arskrifstofu Kópavogs frá 1973 til 1991, þá tæplega 75 ára. Guðrún var einn af stofnend- um FEB í Kópavogi og sat í stjórn þess. Utför Guðrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Veiztu, ef vin þú átt, þannerþúveltrúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og göfam skipta, fara oft að finna. Þetta erindi úr Hávamálum kom upp í huga mér þegar ég ákvað að skrifa eftirmæli um elskulega mág- konu móður minnar sem kvödd er hinstu kveðju í dag. í hugann leitar bernskuminning, þegar Arni, uppáhaldsfrændi minn, kom með konuefni sitt inn á heimili afa og ömmu í Kleppsholtinu. Rúna vann hug og hjörtu allra í fjöl- skyldunni frá fyrstu kynnum, enda var hún slík mannkostakona á allan hátt og reyndist þeim sem kynnt- ust henni góður vinur og mikill gestgjafi. Hún var mjög vel gefin, hlédræg, lítillát og glaðvær og ávann sér virðingu samferðafólks síns. Þau hjónin voru einstaklega samhent, þó skoðanir þefrra færu ekki alltaf saman, en að öllu sem sneri að okkar stóru fjölskyldu, svo sem stórviðburðum í gleði og sorg, var hún stoð og stytta eiginmanns síns. Þar voru þau ávallt fremst í flokki, hugulsöm og stórtæk. Minn- isstæð eru jólaboðin hjá þeim á Sólvallagötunni, þegar stór hópur okkar systkinabarnanna kynntist gestrisni þeirra og glaðværð í leik og kræsingum. Hún stóð sem klett- ur við hlið Árna í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, í félagsmálum sem öðru, og einnig með dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Þau Árni frændi áttu mörg áhugamál í gegnum tíðina, t.d. hestamennsku, ferðalög utanlands sem innan, spilamennsku og fleira. Eftir lát Árna hélt hún áfram stjórnarstarfi hans hjá eldri borgurum í Kópa- vogi og sinnti sínum áhugamálum. Ég man þegar þau áttu hestana og buðu mér með sér í reiðtúr í ná- grenni Reykjavíkur. Einnig þegar við þrjú gengum saman á Esju fyr- ir hartnær 40 árum, löngu áður en það komst í tísku. Þær voru ófáar ferðirnar, stuttar sem lengri, sem við mæðgurnar þrjár fórum með þeim hjónum. Ótrúlegt var minni Rúnu á heiti bæja, allt frá Suður- nesjum vestur á Barðaströnd, en þau þekkti hún og einnig heiti ábú- enda, vegna starfs síns á skrifstofu Mjólkursamsölunnar en þar vann hún um áratuga skeið þangað til þau hjónin tóku Helgu sína að sér. Hún útvegaði okkur Laufeyju syst- ur vinnu í Mjólkursamsölunni þeg- ar við vorum unglingar og kynnt- umst við henni vel sem vinnufé- laga. Oft var gaman var að rifja upp ýmsa atburði frá þessum vinnustað. Þegar Helga frænka, systir Árna, féll frá í blóma lífsins frá átta börnum, tóku þau hjónin að sér litla, nýfædda sólargeislann og ólu hana upp sem sína eigin dóttur. Engir voru betur til þess fallnir í fjölskyldu okkar en þau hjónin og almennt þakklæti ríkti í þeirra garð. Ég upplifði það með eigin augum að fylgjast með þeirri miklu breytingu sem varð á högum þeirra hjóna við þann atburð, þar sem ég dvaldi um það leyti hjá þeim. Aðdá- unarvert var að fylgjast með þeirri hamingju og lífsfyllingu sem Helga veitti þeim báðum alla tíð. Síðar, þegar Helga valdi sér lífsförunaut, var sömu sögu að segja. Helgi reyndist þeim hjónum sem hinn besti sonur og voru þau stolt af honum. Því miður auðnaðist Arna frænda ekki að fá að kynnast litla nafna sínum en Rúna naut samvista við hann og var hann henni mikill gleðigjafi. Þau þrjú umvöfðu Rúnu með kærleika sínum þar til yfir lauk. Ég naut þeirra forréttinda að njóta umhyggju þeirra hjóna frá bamæsku. Þau báru hag minn og fjölskyldu minnar mjög fyrir brjósti og ríkti sterkt samband og mikil vinátta á milli okkar. Við bjuggum sumarlangt á neðri hæð- inni hjá þeim á Hlíðarveginum í Kópavogi. Rúna var mér sem trún- aðarvinur og var gott að leita til hennar. Eftir lát Árna frænda hélt hún uppteknum hætti með hlýhug og gjöfum. Hún bar söknuð sinn í hljóði og sýndi fjölskyldu hans mikla tryggð og vináttu eftir sem áður. Rúna var heilsuhraust þar til eftir dauða Árna. Fór sjón hennar að daprast og aðrir kvillar að koma upp. Snemma sumars á þessu ári greindist hún með krabbamein og er henni var Ijóst að hverju stefndi með veikindi hennar, óskaði hún þess heitt að þurfa ekki að kveljast og var sátt við tilhugsunina að kveðja þetta líf. Hún bar veikindi sín með mikilli reisn og jafnaðar- geði til hins síðasta. Mikill söknuð- ur er kveðinn við fráfall hennar. Ekki síst hjá Helgu, Helga og Árna Frey en minning hennar lifir í huga okkar allra. Deyr fé, deyjafrændur, deyr sjálfúr ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Við Þórður og börnin okkar vott- um öllum hennar nánustu innilega samúð. Helga Magnúsdóttir Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Guð- rúnar Jörundardóttur. Guðrún, eða Rúna, lést þriðjudaginn 20. október síðastliðinn, eftir stutt en mjög erfið veikindi. Rúnu og manni hennar, Árna Örnólfssyni, kynntist ég þegar ég var að eltast við dóttur þeirra, hana Helgu. Fljótlega varð ég heimagangur á Hlíðarveginum enda var ég þar hjartanlega velkominn. Ég skynjaði strax að Helga var augasteinn Rúnu og Árna. Sam- bandið milli foreldra og dóttur ein- kenndist mjög sterkt af gagn- kvæmri ást og virðingu, enda hafði Helga komið með óvæntum hætti inn í líf þeiira hjóna eins og sann- kölluð Guðsgjöf. Þegar við Helga hófum búskap í kjallaranum á Hlíðarveginum kynntist ég Rúnu betur. Orlæti hennar var með ólíkindum. Hún var sífellt að koma færandi hendi til unga parsins í kjallaranum. Rúna var harðdugleg og ósérhlífin kona. Hún vann fullan vinnudag, og rúm- lega það, hætti ekki fyrr en hún varð sjötíu og fimm ára, til þess að geta notið lífsins með sínum manni. Það var henni mikið áfall þegar Ámi féll frá fyrir tæpum sex árum. Þau hjón- in höfðu verið afskaplega samrýnd en jafnframt mjög ólík. Arni var op- inn og glaðvær, gat eignast kunn- ingja á augabragði hvert sem hann fór. Rúna var hins vegar frekar óframfærin, var alls ekki vön að trana sér fram. Ég get ekld annað en dáðst að því hvemig hún tókst á við einmanaleikann, hellti sér enn frekar út í starf Félags eldri borg- ara í Kópavogi og tók að sér stjóm- arstörf þar. Ég held að tilkoma barnabams í kjallaranum, hans Árna Freys, hafi hjálpað henni í sorginni enda tók drengurinn strax miklu ástfóstri við Rúnu ömmu. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síð- an hún sat á herbergisgólfinu hjá stráknum í bflaleik. Það vildi nefni- lega gleymast að amma var kominn á níræðisaldurinn, svo vel bar hún sig þrátt fyrir að sjónin væri tekin að versna. Fyrir tveimur árum flutti Rúna í íbúðina sína í Gullsmáranum. Eðlilega tók það hana nokkum tíma að laga sig að breyttum aðstæðum. Hún var búin að gera íbúðina sína svo huggulega og var komin á fullt í félagslífið þegar hún veiktist. Mig grunar að hún hafi gengið með sjúk- dóminn í langan tíma áður en hún leitaði læknis. Hún var lítið fyrir læknastúss þegar hún átti sjálf í hlut, en var hins vegar fljót að reka okkur hin til læknis ef eitthvað bját- aði á. Rúna tók tíðindunum af mikilli stillingu, var bjartsýn þó svo að ljóst væri að um bata yrði ekki að ræða. Við gerðum okkur vonir um að hún myndi geta átt góðan tíma þrátt fyr- ir sjúkdóminn, en þær vonir urðu fljótlega að engu. Á spítalanum kom hugsunarháttur Rúnu mjög glöggt í ljós. Hún virtist hugsa minnst um eigin veikindi, var sífellt að hafa áhyggjur af öðmm sjúklingum sem hún kynntst. En svona var Rúna, hún hugsaði minnst um eigin hag. Elsku Rúna mín, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Það era forrétt- indi að hafa kynnst þér. Við munum sakna þín sárt, en minningarnar eigum við og mestu máli skiptir að þjáningum þínum er lokið. Guð blessi minningu þína. Helgi Freyr Kristinsson. Drengur góður. Það eru orð, sem venjulega era sögð um karlmenn, en eiga við um alla, sem þann eðliskost bera. Guðrún Jörandsdóttir eða Rúna eins og hún var ávallt kölluð var ein af föðursystrunum, sem komu í afmæli okkar bamanna. Það var ekkert afmæli nema þær mættu systumar Rúna, Leifa og Auður. Rúna kom mér alltaf fyrir sjónir sem hin traustasta og ábyggilegasta kona, sem hægt var að treysta fyrir leyndarmálum og vera bakhjarl, ef á þurfti að halda. Hún var mikill höfð- ingi í sér, sem oft kom fram í rausn- arskap hennai-. Rúna var nokkuð al- vöragefin kona, en kunni vel að gleðjast í glaðværam félagsskap. Hún var einstök kona. Það fór því vel á því, að Rúna ætti einnig ein- stakan mann, Ama Ömólfsson, sem hún missti fyrir nokkram áran®. Einnig hann var ómissandi maður í afmælum, þegar hann gat komið þvi við. Þau tóku oft í spil með okkur bömunum af kátínu og léttleika. Þau kenndu okkur að hafa fyrst og fremst ánægju af spilamennskunni. Það var mikill missir fyrir Rúnu og dóttur þeirra Helgu, þegar Árni dó. Rúna var efalaust undir gífur- legu álagi rétt áður og eftir að hann lést. Hún hafði lengi búið við, að hann gæti dáið þá og þegar. Slíkt hlýtur að taka á taugamar. Nokkru eftir það veiktist Rúna og méx^ finnst hún ekki hafa borið sitt barr síðan. Samt sem áður kom hún í af- mæli og leit inn til foreldra minna í kaffi öðra hverju og hittumst við þá stundum. Rúna starfaði hjá Kópavogsbæ. Eitt sinn átti ég erindi á bæjarskrif- stofurnar þar og spurði eftir Guð- rúnu og það var auðséð, að hún naut þar virðingar og velvildar. Ég var stoltur af frænku minni. Langt er síðan við elstu bræðum- ir fóram í sveit í Kaldaðames í Flóa. Þá fékk pabbi lánaðan bflinn þeirra hjóna til að keyra okkur í sveitina. Og það var svo sjálfsagt, en aldrei talað um það. Þannig vora þau. Enn minnist ég þess, þegar Rúj^) og Ámi keyptu gamalt lítið hús viö' Hlíðarveginn í Kópavoginum. Þetta var ekki stórt hús, svo að ekki leið á löngu áður en þau byrjuðu að reisa stærra steinsteypt liús á lóðinni. Mig undraði stóram, hve vel og hratt gekk, því að einhvem veginn vissi ég, að Ami gat ekki beitt sér eins og fullhraustur væri. Á loka- stigi, þegar farið var að vinna inni í húsinu, þurfti meðal annars að fara yfir pússninguna með steini. Voram við eldri bræðurnir fengnir til þess, því að við vorum ekki enn búnir * fá vinnu það sumarið. Þetta vildi Rúna náttúrlega borga í topp. Seinna, þegar húsið var fullbúið, nýttist litla húsið mörgum, m.a. bróður mínum og hans fjölskyldu, og þar voru óvenjulega skemmtileg og góð samskipti milli leigusala og leigjenda, enda varla von á öðra. Rúna var búin að vera mjög heilsulítil undanfarin örfá ár, en það var greinilega sterkt í þessari konu. Aldrei heyrðust æðraorð, þótt hún væri stundum kvalin. Hún var ekki aðeins „drengur góður", heldur hafði mikið sálarþrek. Mikil kona er gengin. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég votta systkinum hennar, Helgáf dóttur hennar, Helga tengdasyni og þeirra syni, Árna Frey, mína dýpstu samúð. En minningin lifir um drengskaparkonu. Egill Þórðarson. Mig langar að kveðja hana Rúnu með þessum línum: Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (D.Stef.) Ég minnist þess með einlægri gleði að hafa kynnst Rúnu og Árna og fengið að njóta samvista við þau. Lífsgleðin geislaði af þeim báðum og það duldist engum að þar voru samhent hjón. Það er nú huggun harmi gegn að vita að þau hafa ruir' sameinast og ég veit að Ámi hefur beðið með útbreiddan faðminn og gleðiglampa í augum að taka á móti Rúnu. Elsku Helga, Helgi og Árni Freyr. Drottinn gefi ykkur styrk í söknuði ykkar. Guð blessi minningu Guðrúnar Jörandardóttur. Sigríður Björk Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.