Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 29
Landkönn-
uður í lok-
uðum heimi
KVIKMYMDIR
lláskólalmí og
Laugarásbíó
TRUMAN-ÞÁTTURINN
„THE TRUMAN SHOW“ ★ ★ ★ ★
Leikstjóri: Peter Weir. Handrit:
Andrew Niccol. Aðalhlutverk:
Jira Carrey, Ed Harris.
BANDARÍSKA bíómyndin
Truman-þátturinn eða „The Trum-
an Show“, sem frumsýnd var um
síðustu helgi, hefur einhverja
frumlegustu hugmynd til að vinna
úr sem nokkur bandarísk bíómynd
getur státað af í áraraðir. Hún er
um mann sem lifír óafvitandi í
beinni sjónvarpsútsendingu og er
vinsælasta efnið á risastórri sjón-
varpsstöð. Líf hans hefur verið al-
mannaeign frá því hann fæddist.
Því er sjónvarpað 24 stundir sólar-
hringsins, sjö daga vikunnar, 365
daga ársins og hann er kominn á
fertugsaldurinn. 5.000 kvikmynda-
vélar fylgjast með honum dag og
nótt. Hann býr í stærsta kvik-
myndaveri sem byggt hefur verið
og er svo stórt að líkt og annað
mannanna verk, Kínamúrinn, sést
það utan út geimnum.
Maður þessi heitir Tniman og
allt hans líf er eitt gríðarlegt plat.
Fjölskylda hans, vinir, kunningjar,
samstarfsmenn, fólkið á götunni,
kallinn sem selur honum blöðin á
hverjum morgni; allir í bænum
hans eru leikarar. Hið kaldhæðnis-
lega í lífí Trumans er að langbesti
vinur hans er einnig langbesti leik-
arinn. Húsin eni leikmyndir, göt-
urnar, trén. Heimur Trumans er
ákaflega takmarkaður en hann hef-
ur verið alinn þannig upp að hann
hræðist ferðalög og hann hefur
ekki farið úr smábænum frá því
hann fæddist. Allir í kringum hann
vita hvernig er í pottinn búið. Allur
heimurinn utan kvikmyndaversins
hefur fylgst með honum frá fæð-
ingu. Sá eini sem ekki veit að allt í
kringum hann er gerviveröld, er
aumingja Truman sjálfur.
Aumingja Truman, segir maður,
því honum er vorkunn eins og þeim
sem einir vita ekki það um sig sem
allir aðrir vita og er hafður að
leiksoppi. Truman er nákvæmlega
eins og hann á að sér að vera, allir
aðrir eru að þykjast. Þannig fá
áhorfendur samúð með honum.
Hann er einnig hrein og ómenguð
afurð sjónvarpsaldarinnar. Trum-
an-þátturinn er lífið sjálft, bæði
falskt og raunverulegt. Það skrifar
enginn handrit þáttanna. Það þarf
enginn að muna textann sinn. Samt
er leikstjóri yfír öllu saman, eins
konar guð, maðurinn sem stýrir
sýndarveruleikanum, maðurinn
sem stjórnar lífi Trumans frá því
hann vaknar á morgnana og þar til
hann sofnar á kvöldin.
Það eru ákveðnir kostir sem
fylgja því að búa í kvikmyndaveri
og Ti-uman er gott sjónvarpsefni.
A einhvem furðulegan hátt bland-
ast raunveruleiki tilverannar og
sýndarveraleiki sjónvarpsins í eitt
og það sama. Allt sem fyrir Trum-
an kemur er raunveralegt, ekki er
hægt að neita því. Allt sem hann
segir meinar hann frá hjartarótum,
hann er óspar á glampandi brosið
og alltaf snyrtilegur. Hann er eins
og ein af þessum broshýra og
kampakátu bandarísku sjónvarps-
fígúram frá sjöunda áratugnum.
Veðrið breytist nánast aldrei
(stundum bilar rigningarvélin) og
rétt eins og í raunveraleikanum
býr Traman við öryggi endurtekn-
ingarinnar. Hann er sólríkur
draumur miðstéttarinnar. Hver
dagur er eins: Þú vaknar, heilsar
nágrönnunum, ferð í vinnuna, tek-
ur til í garðinum og horfir á sjón-
varpið á kvöldin áður en þú ferð að
sofa. Er þetta eitthvað sem þú
mundir vilja breyta? Er þetta ekki
hið fullkomna líf, sem er þess virði
að sækjast eftir? Er þetta ekki
hreinlega betra en lífíð sjálft með
öllum þessum hörmungum í frétt-
um, ofbeldi á götum úti, náttúra-
hamförum og styrjöldum? Og hvað
með það þótt fólkið í kringum
mann sé leikarar? Era ekki allir að
leika hvort sem er?
Það eina sem guðinn í leikstjóra-
turninum reiknaði ekki með þegar
hann ættleiddi drenginn, gaf hon-
um nafnið Traman og gerði hann
að sjónvarpsefni, var að í stráknum
blundar landkönnuður. Hann ætlar
að vera eins og Magellan þegar
hann verður stór. Sem er erfítt
þegar maður býr í lokuðu kvik-
myndaveri. En þessi útþrá
Tramans á eftir að hleypa öllu í bál
og brand.
Truman-þátturinn, í leikstjóm
ástralska leikstjórans Peter Weir,
er glimrandi fín háðsádeila á sjón-
varpsveröldina og bandarískt
neyslusamfélag og veltir upp fjöld-
anum öllum af athyglisverðum
spurningum og athugunarefnum
en myndin er gerð eftir handriti
Ný-Sjálendingsins Andrew Niccol
og er óvenjulega bitastætt. Líta má
á útþrá Tramans sem útþrá allra
sem vilja losna úr viðjum vanans,
hverfa frá örygginu og út í óviss-
una. Guðshugtakið hefur ekki áður
verið skýrt með þeim hætti sem sjá
má í myndinni þar sem hin allt um-
vefjandi hlýja hönd leikstjórans
austan við sól og sunnan við mána
sér til þess að ekkert komi íýrir
Traman, sem yrði óbærilegt íýrir
hann eða áhorfendur. Hann er
skapari Tramans og ræður örlög-
um hans og verði hann reittur til
reiði með því að breytt sé gegn
vilja hans, gætu himnarnir sannar-
lega hranið. A einn hátt er myndin
um samband manns og guðs. Hún
gæti líka verið um samband barns
og foreldris. Hún er sannarlega um
sambands manns og umhverfis en
það er ekki nýtt umfjöllunarefni í
myndum Weir, sem oft hefur skoð-
að manninn í umhverfí sínu og ógn-
irnar sem að honum steðja af yfír-
náttúrlegum völdum eða tæknileg-
um.
Gamanleikarinn Jim Carrey fer
með hlutverk Tramans og gerir
það með mestum ágætum. Þetta er
fyrsta alvarlega hlutverk sprelli-
gosans í stórmynd og það er erfitt
að ímynda sér nokkurn annan í
rullunni. Hann er barnalegi sak-
leysinginn sem einn er í algjöra
myrkri um stöðu sína í lífínu,
heimsfræg sjónvarpsstjarna án
þess að vita af því, einstaklega
broshýr ljúflingspiltur eins og
klipptur útúr sjónvarpsþætti, sem
passar auðvitað. En hann er líka
landkönnuðurinn sem þráir að
komast lengra, sjá aðra staði, berj-
ast gegn takmörkunum sínum og
sjá hvað í hann er spunnið þótt
hann eigi á hættu að vekja reiði
guðanna og viti ekki hvað er hand-
an við úfið hafið. Carrey, undir
vökulu auga Weir, gerir öllu þessu
merkilega góð skil og sýnir hvað í
hann er spunnið sem kvikmynda-
leikara.
„TRUMAN-ÞÁTTURINN er glimrandi fín háðsádeila á sjónvarpsver-
öldina og bandarískt neyslusamfélag og veltir upp fjöldanum ölium af
athyglisverðum spurningum og athugunarefnum," segir í dómnum.
Hin aðalpersónan er leikstjórinn
og framleiðandinn, sem Ed Harris
leikur ýmist eins og hann væri hinn
mildi guð, sem horfír niður úr há-
sæti sínu, eða sem hið umhyggju-
sama foreldri er vill ekki sjá á eftir
barninu sínu út í óvissuna. Harris
hefur farið með fjölda góðra auka-
hlutverka á undanfórnum áram og
er ansi magnaður hér á sinn hóf-
stillta máta. Flestir aðrir leikarar
era minna þekktir og fara galla-
laust með hlutverk fólks sem fer
með ákveðin hlutverk í lífí
Tramans.
Tæknilega er myndin hin
skemmtilegasta á að horfa og oft
snilldarlega úthugsuð. Kvikmynda-
bærinn er kostulegur staður og
Weir hefur þann kost að geta sett
upp myndavélar hvar sem honum
sýnist; ein er í rafmagnsyddara
Trumans. Allt er það gert til þess
að uppfýlla gægjuþörf áhorfenda,
sem er takmarkalaus.
Fellini lét þess getið einhvern-
tímann þegar talið barst að sjón-
varpinu að það setti allt undir sama
hatt og gerði úr því sama grautinn.
Það era engar hæðir og engar
lægðir, aðeins sama flatneskjan
sama á hverju gengur. 2.000 börn
létust úr hungri í Eþíópíu ... og þá
er komið að veðri. Þannig gerir
sjónvarpið okkur tilfmningasljó,
við hættum að geta greint á milli
þess sem skiptir máli og þess sem
er ónýti. Traman-þátturinn gerir
það sama. Hann fletur út lífíð í fal-
legar og þægilegar neytendaum-
búðir. Nema Traman hefur löngun
til þess að brjótast út úr sýndar-
veröld sjónvarpsins og verða frjáls
maður. Bara að það væra fleiri eins
og hann.
Arnaldur Indriðason
Sýningum
lýkur
Gallerí Fold
SÝNINGU Kjartans Guðjónssonar
á gvassmyndum lýkur í baksal gall-
erísins nú á sunnudag.
Gallerí Fold er opið daglega frá
kl. 10-18, laugardaga og sunnudag
til kl. 17.
MÍR, Vatnsstíg 10
Sýningu á olíumálverkum eftir
rússnesku listamennina Svetlönu
Kalashnik og Aleksandr Poplavsky
lýkur á sunnudagkvöld.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18.
---------------
Guðbergur
Bergsson gestur
Ritlistarhopsins
UPPLESTUR á vegum Ritlistar-
hóps Kópavogs verður haldinn í
Gerðarsafni í dag, fímmtudag, kl.
17. Gestur að
þessu sinni verð-
ur Guðbergur
Bergsson, rit-
höfundur, og
mun hann lesa
úr nýútkominni
bók sinni um
Sæmund Valdi-
Guðbcrgur marsson, mynd-
Bergsson listarmann.
Dagskráin tekur um klukkutíma
og er aðgagnur ókeypis.
------♦-♦-♦----
Barbara og
Úlfar í
hryllings-
hlutverkum
BARBARA og Úlfar munu á
„Splatter“-miðnætursýningu á
laugardagskvöldið, kl. 24, í Kaffi-
leikhúsinu, sýna á sér hlið sem
byggist á klassískum hi-yllings-
kvikmyndum, -bókmenntum og
-leikritum.
Persónur Barböra og Úlfars
leika Halldóra Geirharðsdóttir og
Bergur Þór Ingólfsson. Egill Ingi-
bergsson sér um ljós og hljóð.
Velkomin á opnun...
...kosningaskrifstofu
Þorgerðar
K. Gunriarsdóttur
aö Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði,
i dag frá kl. 17-19.
Skrifstofan verður opin
frá kl. 16 til 21 virka daga og
frá kl. 12 til 17 um helgar.
Síminn á kosningaskrifstofunni
er 565 4699.
Kjósum
Þorgeröi
í 3. sæti!
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi 14. nóvember 1998