Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 21

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 21 ERLENT Reuters MENEM Ieggur blómsveig að minningartöflu um bresku hermennina, sem féllu í Falklandseyjastríðinu. Argentínuforseti heiðrar minningu breskra hermanna Upphaf að bættum samskiptum ríkjanna London. Reuters. CARLOS Menem, forseti Argentínu, lagði í gær blómsveig að minningar- steini um þá 252 bresku hermenn, sem féllu í stríði Breta og Argentínu- manna um Falklandseyjar 1982. Er atburðurinn talinn marka upphaf betri samskipta milli ríkjanna. Sveiginn, skreyttan bláum og hvít- um blómum, fánalitum Argentínu, lagði Menem að minningarsteini í Pálskirkjunni í London en hann er fyrsti þjóðhöfðingi Argentínu, sem kemur til Bretlands síðan ríkin háðu blóðuga styrjöld um Falkiandseyjar. Viðstaddir athöfnina voru einnig Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, nokkrir foringjar í herafla beggja ríkjanna auk fyrrverandi hermanna, sem þátt tóku í hildar- leiknum. Þar var einnig Andrés prins, sem var þyrluflugmaður í átökunum, en Menem gékk á fund móður hans, Elísabetar drottningar, síðar í gær. Það vakti hins vegar at- hygli, að Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra í Falklandseyjastríðinu, var fjarverandi en hún er í einkaer- indum í Bandaríkjunum. ítreka tilkall til eyjanna Mikil viðskipti eru með Argentínu og Bretlandi en breska stjómin hef- ur lagt áherslu á, að í heimsókn Menems verði ekkert rætt um breyt- ingar á stöðu Falklandseyja. Deilur um ummæli, sem höfð voru eftir Menem í síðustu viku, urðu til að varpa nokkrum skugga á heim- sóknina. Þá sló dagblaðið The Sun því upp á forsíðu, að hann hefði beðist afsökunar á innrás Argentínu- hers í Falklandseyjar en hann kvaðst aðeins hafa harmað stríðið en ekki beðist afsökunar. Guido Di Tella, utanríkisráðherra Argentínu, sagði í gær, að lausn ætti að geta fundist á ágreiningnum um Falklandseyjar en tók fram, að Menem myndi ítreka tilkall Argent- ínu til þeirra á fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Sagði hann, að ríkin yrðu að sættast á, að þau væru ekki á sama máli um þetta og snúa sér síðan að öðru. Menem sagði við komuna á þriðjudag, að Bretar hefðu getað sæst við sína fyrri fjandmenn, Þjóð- verja, Japani og ítali, og það ætti ekki að verða erfíðara með Argent- ínumenn. að vera auðmaður Castro neitar því Havana. Reuters. FÍDEL Castro, leiðtogi Kúbu, vísar á bug fullyrðing- um um að hann hafi rakað saman auði á þeim nær fjórum áratugum sem hann hefur verið við völd á eynni. Castro átti um liðna helgi fund með 32 ritsljórum bandarískra dagblaða, og voru í gærmorgun sýnd brot úr viðtölum þeirra við hann í sjónvarpi. Leiðtog- inn réðst þar á tímaritið Forbes, sem setti hann ný- lega í ellefta sæti á lista yíír ríkustu konunga, drottn- ingar og einræðisherra í heimi. I tfmaritinu var auður hans metinn á 100 milljónir dollara, eða um sjö millj- arða íslenskra króna. „Þeir hafa sakað mig um ýmis- legt... en aldrei þetta ... Hvaða rétt hafa þeir til að birta slíkar lygar?" spurði Castro, sem var næstur á eftir Elísabetu Bretadrottningu á listanum, og þrem- ur sætum neðar en Saddam Hussein, forseti Iraks. Castro sagði að hvorki hann sjálfur, ættingjar hans, né háttsettir embættismenn ættu bankareikn- inga á erlendri grundu. „Við höfum ekki þörf fyrir neina reikninga í útlöndum, því við erum staðráðin í að deyja með sæmd hér í skotgröfúnum,“ sagði hinn 72 ára gamli leiðtogi. Kynning á nýju snyrtivörulínunni SENSAI CELLULAR PERFORMANCE í Evitu, Kringlunni, í dag og á morgun. Snyrtisérfræðingur verður með húðgreiningartölvuna og veitir faglega ráðgjöf. Kanebo ÍUJll Jólin á Kflnfli rí með Heimsferðum frá1 s.- Nú bjóðum við einstakt tilboð á örfáum sætum til Kanaríeyja um jólin. Brottför út í sólina 14. desember og komið heim 28. desember, þannig að þú nýtur jólanna úti og áramótanna heima. Fyrri vikuna gistir þú á Las Arenas, sem er í hjarta ensku strandarinnar, og síðari vikuna í Tara- smáhýsunum, fallegum smáhýsum í Maspalomas. Bókaðu strax, aðeins 6 gistieiningar í boði. Verð kr. 59.960 Verð frá kr. 49.975 M.v. 2 í studio/smáhýsi, M.v. hjón með bam, 14..des, 2 vikur. 2-14 ára, 14. des, 2 vikur. Aðeins 6 gistíeiníngar í boði HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is GSM SIMAR ERU ÚRELHR! Þessi fiillyrðing stenst líklega ekki ennþá, en þróunin í upplýsinga- og fjarskiptatækni er svo ör að sú gæti orðið reyndin fýrr en okkur grunar. Það vita sérfræðingar hlutabréfasjóða ACM sem sérhæfa sig í fjárfestingum í nýjum og spennandi hugmyndum með frábærum árangri. Leitaðu nánari upplýsinga um erlenda hlutabréfasjóði ACM hjá ráðgjöfúm Landsbréfa. LANPSBRfeFHP,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.