Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 1

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 1
246. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Handtaka Pinochets úrskurðuð ólögmæt Pinochet verður þó áfram í haldi London. Reuters. DÓMSTÓLL í Bretlandi ógilti í gær handtökuheimild á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, en gaf fyrirmæli um að hann yrði áfram í stofufang- elsi þar til afstaða hefði verið tekin til beiðni um áfiýjun. Rétturinn úrskurðaði að Pin- ochet nyti friðhelgi, þar eð hann hefði gegnt embætti þjóðhöfðingja á þeim tíma er glæpirnir sem hann er sakaður um voru framdir. Emb- ætti ríkissaksóknara hefur þegar áfrýjað úrskurðinum, og gæti málið komið til kasta lávarðadeildar þingsins í næstu viku, en hún er æðsta dómstig á Bretlandi. Utlægir Chilebúar komu saman fyrh’ utan dómhúsið í London í gær, og vonbrigði þeirra voru mikil er niðurstaða dómaranna var tilkynnt. Stjórn- völd í Chile og þarlend- ir stjórnmálaflokkar, sem hliðhollir eru Pin- ochet, fógnuðu hins vegar úrskurðinum í gær. Ólíklegt að tilraunir annarra beri árangur Auk Spánverja hafa stjórnvöld í Sviss lagt Augusto fram beiðni um framsal Pinochet Pinochets, og lögmenn í Frakklandi, Svíþjóð, Italíu og Bretlandi undirbúa málshöfðun gegn honum, í umboði ættingja fólks sem hvarf í Chile á valda- tíma hans. Niðurstaða hæstaréttar í gær þykir benda til þess að til- raunir í þá veru muni ekki bera árangur. Breska lögreglan handtók Pinochet á sjúkrabeði í London 16. október, sam- kvæmt beiðni spænsks rannsóknardómara, Baltasars Garzon, sem óskar eftir að hann verði framseldur til Spánar. Þar er fyrir- hugað að hann verði sóttur til saka fyrir morð, mann- rán og pyntingar. Fulltrúi rann- sóknardómarans mótmælti því fyrir réttinum að Pinochet ætti rétt á friðhelgi, enda gætu morð og pyntingar ekki talist hluti af starfsskyldum hans sem þjóðhöfð- ingja. Reuters Sfinx sóttur í sæ FRANSKIR kafarar hífa sfínx- styttu úr granítsteini upp af hafs- botni í Alexandríuflóa í gær. Franski sjávarfornleifafræðing- urinn Franck Goddio, sem stýrði aðgerðum, telur að styttan beri ásjónu Ptolemys XII, föður Kleópötru hinnar frægu, drottn- ingar Egyptalands á tímum Júlí- usar Sesars. Styttan er meðal muna sem fundizt hafa eftir þriggja ára fornleifarannsóknir í Alexandr- íuflóa, en borgin sem Alexander mikli stofnaði árið 331 f.Kr. sökk í hafið eftir röð jarðskjálfta og flóðbylgna fyrir rúmum 1.600 ár- um. Meðal annars hefur fundizt höll Kleópötru, sem nú er á um fimm metra dýpi. Borís Jeltsín afsalar sér stjórn efna- hagsmála Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hef- Stór hluti serbneskra öryggissveita farinn frá Kosovo Skæruliðar KLA varaðir ur afsalað sér yfirstjórn efnahags- mála til Jevgenís Prímakovs, forsæt- isráðherra landsins, að því er fram kom í viðtali við Oleg Sysujev, að- stoðarskrifstofustjóra forsetans, sem birtist í rússnesku dagblaði í gær. Mikilvægasta verkefni forsetans mun nú vera að sjá til þess að arftaki hans taki við stöð- ugu og traustu búi, að sögn Sysujevs. Forsetinn, sem dvelur nú á heilsu- hæli að ráði lækna, fær ekki lengur daglegar greinar- BORÍS Jeltsín BerðÍr um ástand efnahagsmála og hefur engin afskipti af þeim, að sögn Sysujevs. Jeltsín hefur þó ennþá með höndum yfirstjórn kjamorku- vopna Rússlands, utanríkismála og vamarmála. Varaforseti skipaður að nýju? Reuters LIÐSMENN Frelsishers Kosovo klífa kletta í Berisha-fjöllum í gær. Skæruliðar fínkembdu héraðið í leit að jarðsprengjum og eftirlegukindum úr herliði Serba. Rannsóknardómarinn stendur við framsalsbeiðni Heimildamenn innan spænska dómskerfisins sögðu að Garzon myndi standa við beiðni sína um að Pinochet verði framseldur til Spán- ar, þrátt fyrir úrskurðinn í gær. Stjórnvöld á Spáni sögðust hlíta niðurstöðu dómaranna. Ramon de Miguel, utanríkisráðherra Spánar, sagði fréttamönnum í gær að málið væri alfarið í höndum breska dóms- kerfisins. Nefnd spænskra dómara mun á morgun taka afstöðu til kæm nokk- urra saksóknara, þess efnis að spænskir dómstólar hafi ekki laga- heimild til að rannsaka grimmdar- verk sem framin vom í ríkjum Suð- ur-Ameríku á áttunda áratugnum. Talið er að niðurstaða nefndarinnar muni hafa töluverð áhrif á fram- vindu Pinochet-málsins. Með viðtalinu gefur Sysujev greinilega í skyn að ætlunin sé að halda Jeltsín við völd að nafninu til. Til þess að svo megi verða séu stjórnvöld reiðubúin að ræða breyt- ingar á stjórnarskránni, þar á meðal að embætti varaforseta verði tekið upp að nýju. Jeltsín mun að sögn Sysujevs vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar, og er reiðubúinn að boða til stjómlagaþings vegna breytinganna. Greinilegt er að fáir stjórnmála- menn æskja þess að forsetakosning- ar fari fram fyrir árið 2000, enda gæfist þá lítill tími til að undirbúa framboð. Kemur þetta skýrt fram í tillögu Viktors Tsjernomyrdíns, fyrrverandi forsætisráðherra, um að gerð verði lagabreyting sem geri Prímakov kleift að sitja út kjörtíma- bil Jeltsíns, neyðist forsetinn til að láta af embætti. ■ Komnir niður/37 við að hefna harma sinna Pristina, Brussel. Reuters. SKÆRULIÐAR Frelsishers Kosovo (KLA) hafa snúið aftur til margra svæða sem þeir vora hrakt- ir frá í sumar, eftir að stór hluti öryggissveita serbnesku lögreglunnar hefur verið fluttur á brott úr héraðinu síðustu daga. Vestrænir sendi- menn vöruðu skæraliðana við því í gær að færa sér brottflutninginn í nyt og hefna harma sinna á serbneskum íbúum Kosovo. Chris Hill, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að brottflutningur öryggissveita Serba síðustu daga hefði aukið horfur á friði í hér- aðinu til muna. Hann varaði einnig skæruliða KLA við því að þeir stefndu þeim árangri sem náðst hefði í hættu ef þeir færa með ófriði. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur fagnað brott- flutningi júgóslavneskra hersveita frá Kosovo, en lagt áherslu á að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, verði að standa við skuldbindingar sínar um að veita Kosovo-Albönum aukin stjórnmálaleg réttindi. Háttsettur embættismaður i rússneska utan- ríkisráðuneytinu lýsti í gær yfir ánægju með ákvörðun Atlantshafsbandalagsins (NATO) á þriðjudag um að grípa ekki til loftárása á skot- mörk í Júgóslavíu að sinni, þótt hún hefði ekki að fullu dregið úr áhyggjum Rússa vegna málsins. Eftirlit í undirbúningi Um 70 eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) eru nú við störf í Kosovo. Talsmaður stofnunarinnar sagði í gær að eftirlitsnefndin yrði „starfhæf1 er 20 menn bættust í hópinn á næstu dögum. Emb- ættismenn NATO og ÖSE segjast búast við að á næstu vikum muni eftirlitsmönnum fjölga í tvö til þrjú hundruð. Ekki er víst að til þess komi að tvö þúsund eftirlitsmenn verði við störf í hérað- inu, eins og Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, fékk Milosevic til að fallast á fyrr í mánuðinum. Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að ekki væri ráðlegt að senda svo marga óvopnaða eftirlits- menn á vettvang fyrr en búið væri að skipu- leggja varalið, sem hefði aðsetur í nágrannarík- inu Makedóníu, og gæti komið til bjargar ef hætta steðjaði að. Þúsundir Kosovo-Albana, sem flúið höfðu árásir serbneskra öryggissveita, hafa undan- farna daga snúið aftur til síns heima, og straumurinn hélt áfram í gær. Talsmenn hjálparsamtaka sögðu í gær að hörmungum hefði verið afstýrt, en mjög hafði verið óttast um afdrif flóttamanna ef átök héldu áfram í vetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.