Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
BOEING 737-þota í eigu íslandsflugs flutti farþega til Egilsstaða.
> _______________________________________________________________
Þota Is-
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
landsflugs á
Egilsstaða-
flugvelli
Egilsstaðir - Farþegar Islandsflugs,
á leið til Egilsstaða, komu með
Boeing 737 þotu félagsins, til Egils-
staða eftir að hafa beðið í sólarhring
í Reykjavík vegna ófærðar.
íslandsflug ætlaði að fljúga tvær
ferðir á sunnudag með stóran hóp
austur en varð að hætta við þar sem
flug lá niðri þennan dag. Það var því
ákveðið að sameina farþega þessara
tveggja véla í eina stóra og farþeg-
um því vísað til Keflavíkur en þaðan
var flogið til Egilsstaða.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
VERSLUN Hraðkaups á Egilsstöðum mun verða staðsett á jarðhæð í
þessu nýja húsnæði í Miðvangi 1.
Hraðkaup verslunar
keðja til Egilsstaða
Egilsstöðum - Verslunarkeðjan
Hraðkaup hefur gert samning við
Bæjarás ehf. um leigu á 440 fm hús-
næði undir matvöruverslun. Stað-
setning verslunarinnar er í Mið-
vangi 1, en það er nýtt hús sem hef-
ur verið í byggingu í nokkur ár.
Að sögn Jóns Sch. Thorsteinsson-
ar, forsvarsmanns Hraðkaupsversl-
ana, er stefnan sett á að opna búð-
ina eins fljótt og auðið er og helst
fyrir jól. Jón segir að áhersla verði
lögð á að bjóða ferska vöru, að það
verði fljótlegt fyrir viðskiptavininn
að versla og svo að verslunin verði
opin lengur en þennan hefðbundna
opnunartíma. Jón segir að boðið
verði upp á gott vöruúrval og gott
verð þannig að viðskiptavinurinn
sjái sér ekki hag í að leita annað.
Einhverjar vörutegundir verða
„gular vörur“ eða vörur á sérstak-
lega lágu verði.
Gert er ráð fyrir að 8-12 manns
muni starfa við Hraðkaupsverslun-
ina á Egilsstöðum
Vegur um Búlandshöfða
Héraðsverk með
lægsta tilboðið
Grundarfirði - Héraðsverk ehf. á
Egilsstöðum var með lægsta tilboð
í lagningu nýs vegar um Búlands-
höfða á Snæfellsnesi.
Tilboð í vegkaflann sem liggur
milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar
voi-u opnuð 13. október sl. Kostn-
aðaráætlun vegagerðarinnar hljóð-
aði upp tæpar 294 milljónir.
Alls bárust 17 tilboð í lagningu
vegarins og var aðeins eitt þeirra
yfir kostnaðaráætlun. Það var til-
boð Jörva hf. á Hvanneyri, 310
milljónir. Héraðsverk bauð tæpar
185 milljónir í verkið, sem er um
63% af kostnaðaráætlun. Næst-
lægsta tilboð áttu Hjarðarnes-
bræður Homafirði, þeirra tilboð
var upp á 199 milljónir, eða 67% af
kostnaðaráætlun.
Verið er að yfirfara tilboðin en
að því loknu verður gengið til
samninga við verktaka. Stefnt er
að því að framkvæmdir við lagn-
ingu vegarins hefjist þegar í haust
en þeim á að vera lokið að fullu í
október árið 2000.
Hinn nýi vegur verður mun ör-
uggari en sá sem nú liggur um
Höfðann með tilliti til grjóthruns
og snjóflóða þar sem fyrir ofan
hann verður svokölluð grjótrenna
sem taka mun við hruni og snjó-
spýjum úr höfðanum. Vegagerð um
Búlandshöfðann er fjármögnuð af
stórframkvæmdasjóði.
Morgunblaðið/KVM
HINN nýi vegur verður mun öruggari en sá gamli.
Gefðu barniau
þínu forskot á _
framtíðifia
Framtíðarbörn og Síminn Intemet bjóða bömum á aldrinum 5 -14 ára upp á nytsamleg og spennandi tölvunámskeið fyrir aðeins
3.900 krónur á mánuði. TOboðið gildir aðeins fyrir viðskiptavini Símans Internet.
Tölvuskólinn Framtíðarbörn sérhæfir sig í tölvukennslu fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-14 ára. Námið sjálft er byggt upp í kringum
tíu ákveðna þætti tölvunotkunar, m.a. ritvinnslu, töflureikni, myndvinnslu, margmiðlun og hagnýtingu tölvunnar og kennt er hvemig
tölvan nýtist við lausnir ýmissa verkefna og vandamála. Markmiðið er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir
ákveðnu þema á hverju námskeiði.
Næstu námskeið hefjast 2. - 7. nóvember. Gert verður hlé á kennslu 14. desember, byrjað aftur 4. janúar og haldið áfram fram í
miðjan maí.
Skráning fer fram á skrifstofum Framtíðarbarna á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík, Grensásvegi 13 (Pfaffhúsinu), sími: S53 3322
Akureyri, Skipagötu 16, sími: 4613328, Anna
Akranes, Kirkjubraut 17, sími:43i 3350, Borghildur
ísafirði, Mánagötu 6, sími: 456 3168 eftir kl. 20, Bergljót
Selfossi, Tölvuskóla Suðurlands, sími: 482 3937
SÍMINN internet
FRAMTÍÐARBÖRN
sími 553 3322