Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT John Glenn heldur aftur út í geim í sögulegri för Discovery-geimflaugarinnar í kvöld Tilraunadýr í rannsóknum á ferli öldrunar Ef allt gengur samkvæmt áætlun heldur John Glenn aftur út í geiminn í kvöld eftir þrjátíu og sex ára fjarveru. För hans þykir um margt söguleg, segir Davfð Logi Sig- urðsson, enda Glenn orðinn 77 ára gamall. BÚIST er við ágætum veður- skilyrðum í dag þegar áætlað er að bandaríski öldungadeild- ai-þingmaðurinn John Glenn haldi aftr ur út í geim, ásamt sex manna áhöfn geimskutlunnar Discovei’y. Virðast allar aðstæður fyrir geimskotið, sem áætlað er um klukkan 19 í kvöld að ís- lenskum tíma, hinar bestu og vona menn því að ekki þurfi að fresta skot> inu, eins og gerðist þegar Glenn fór síðast út í geim. Glenn varð fyrstur Bandaríkja- manna til að fljúga umhverfis gufu- hvolf jarðar árið 1962 en ferðalag hans nú er ekki síður sögulegt enda er Glenn sjötíu og sjö ára gamall, elstur allra til að yfirgefa gufuhvolf jarðar. í þetta sinn er Glenn einung- is farþegi, tilgangur farar hans nú er að gefa vísindamönnum tækifæri til að rannsaka öldrunarferli mannsins, en þær breytingar sem verða á lík- amsstarfsemi geimfara úti í geimn- um þykja um margt minna á það sem gerist er ellin færist yfir fólk. Geimskotið hefur vakið gífurlega athygli vestra og er reiknað með að um fjögur þúsund fréttamenn verði við Kennedy-geimferðamiðstöðina í Flórída þegar Discovery, sem kost- aði um hundrað milljarða ísl. króna í byggingu, verður skotið á loft og talið er að allt að þrjú hundruð þús- und ferðamenn muni einnig vilja fylgjast með. Öllum 635 þingmönn- um Bandaríkjaþings hefur verið boð- ið að vera viðstaddir geimskotið og einnig hyggst Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fylgjast grannt með. Pað er ekki að ástæðulausu sem för Glenns vekur eftirtekt. Eftir far- sælan feril í bandaríska hernum - Glenn gegndi herþjónustu bæði í seinni heimsstyrjöldinni og Kóreu- stríðinu - gerðist hann tilraunaflug- maður við flugskóla bandaríska sjó- hersins og var seinna valinn til að taka þátt í leiðangri Mercury-geim- flaugarinnar árið 1959. Árið 1962 varð Glenn fyrstur Bandaríkja- manna til að fljúga umhverfis gufu- hvolf jarðar. Ferð sú vakti svo mikla eftirtekt í Bandaríkjunum að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, ákvað að Glenn væri of verðmætt þjóðartákn til að hægt væri að senda hann aftur í varasama geimferð. Varð Glenn því að sætta sig við að fylgjast með af jörðu er sporgöngu- menn hans héldu starfinu áfram og tóku t.d. fyrstu skref mannkyns á tunglinu árið 1969. Glenn snéri sér í staðinn að stjórn- málum og var kjörinn til öldunga- deildar Bandaríkjaþings árið 1974. Hann reyndi fyrir sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forseta- kosningamar árið 1984 en framboð hans beið skipbrot og sat Glenn eftir í skuldasúpu sem hann hefúr enn ekki náð að greiða að fullu. Hann hyggst nú í haust hætta þingmennsku eftir tuttugu og fjögurra ára farsælan feril og setjast í helgan stein. Gamall draumur rætist Glenn hætti að vísu aldrei að láta sig dreyma um tækifæri til að snúa aftur út í geim þótt árin færðust yfir hann. Sú ákvörðun NASA í janúar á þessu ári að senda Glenn út í geim kom honum þess vegna skemmtilega á óvart, en hann hafði reyndar sjálf- ur stungið upp á því við yfirmenn NASA að senda hann út í geim til að hægt væri að gera rannsóknir á öldr- un líkamans. Þær breytingar sem verða á starf- semi líkamans í þyngdarleysi geims- ins þykja um margt líkjast þeim er verða þegar líkaminn eldist nema hvað breytingar á geimförum eru ekki varanlegar (sjá kort). Nú vilja menn rannsaka hvort e.t.v. sé að finna vísbendingar í þyngdarleysinu um hvað veldur öldrun og hrakandi ástandi líkamans - og hvort hægt sé að hægja á því ferli eða snúa því við. Þær gagnrýnisraddir heyrðust hins vegar strax í janúar að markmið NASA með ákvörðuninni væri ein- ungis að efla almannatengsl því áhugi almennings vestra á geim- ferðaáætluninni hefur minnkað á síð- ustu árum, enda nýjabrumið farið af, og þá hafa um leið sennilega aukist líkurnar á því að dregið verði úr Reuters JOHN Glenn (t.h.) siær á létta strengi með Chiaki Mukai frá Japan og Steve Lindsey, flugmanni Discovery, í gær. Svona líkir geimferö eftir öidrun líkamans Öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn, sem er 77 ára, snýr aftur út í geim í dag til að taka þátt í rannsóknum NASA á áhrifum geimferða og öldrunar á mannslíkamann. Áhafnir geimskipa fá jafnan að kynnast ýmsum breytingum á starfsemi líkamans sem þykja minna á þær breytingar sem eiga sér stað þegar maður eldist. Munurinn er hins vegar sá að þessar breytingar eru ekki varanlegar hjá geimförum. Breytingar á starfs. hjarta- og æðakerfis Almennu ásigkomulagi hjarta- og æðakerfis hrakar í geimförum. Svefntruflanir Starfsemi „líkamsklukkunnar“ ruglast öll eftir geimferð Jafnvægisskyn truflast Heilinn notar áhrif aðdráttarafls á skynfæri í innra eyranu til að stýra jafnvægisskyninu Pegar geimfarar snúa aftur til jarðar verða þeir ott tyrir trufl- unum á startsemi taugaskyn- færa - finna fyrirsvima, samstill- ing hreyfinga augna og handa fer úr skorðum, þeir eiga erfitt með að stýra líkamsstöðu sinni sem og jafnvægi og göngulagi Vöðvarýrnun Vöðvar sem halda uppi þyngd líkamans rýma vegna lítillar notkunar Beinarýrnun í heilbrigðum líkama á sér stað stöðug og jöfn endurnýjun á beinmassa Þar sem spenna, sem stjómað er af aðdráttaraflinu, virðist stýra endumýjun á beinmassa líkamans þá telja vísinda- menn afar áhugavert að sýna fram á hvernig líkaminn ákveður beinabygg- ingu þvi það gæti orðið til þess að gefa vísbendingu um hvernig líkamsæfingar eða lyfjagjöf geta aðstoðað við að koma í veg fyrir beingisnun Heimild: Geimferðastolnun Bandarikjanna (NASA) Samdráttur í ónæmisviðbrögðum Fækkun á nýjum frumum í ónæmis- kerfinu sem berjast gegn sýkingu er líkleg til að vera að baki þessu ástandi Erfitt er aö finna skipulag á breytingum i starfsemi ónæmiskerfisins sem tengjast öldrun líkamans - þess vegna gæti þyngdarleysi ígeimnum skapað réttar aðstæður til að hægt sé að auka þekkingu manna á feriinu fi’amlögum úr ríkissjóði til hennar. Við bætast þær gagnrýnisraddir sem segja að h'tið sé hægt að græða á því að senda einn öldung út í geim, senda þyrfti fjölda gamalmenna í geimferð til að nokkuð væri að marka rannsóknir af þessu tagi. Á hinn bóg- inn hefur verið bent á að menn viti í raun lítið við hverju má búast úr þess- ari rannsókn en öll vísindi hljóti að hefjast á einfóldum athugunum. I geimferðinni verða tekin reglu- leg blóð- og þvagsýni af hinu mann- lega tilraunadýri og að auki mun lík- ami Glenns verða þakinn rafskautum til að hægt sé að fylgjast vel með hjartslætti hans. Glenn mun gleypa töflu á stærð við kóktappa en inni i henni verður örsmár hitamælir og sendir sem gefur upplýsingar um líkamshita hans. Ólíkt því er Glenn sat fyrir þrjátíu og sex árum í fjórar klukkustundir í þröngu geimhylki og gat sig varla hreyft mun hann nú stunda allar daglegar athafnir í geimflauginni Discovery í því augna- miði að hægt sé að rannsaka áhrif þyngdarleysis á líkama hans. En þrátt fyrir að Glenn sé einung- is farþegi í þessari ferð, og að sex aðrir geimfarar muni sjá um hin hefðbundnu störf geimfara, þurfti hann að gangast undir erfiðar æfing- ar og undirbúning fyrir förina, enda margt breyst á þeim tæplega fjöru- tíu árum sem liðin eru síðan Glenn Æviferill Johns Glenns 1921 Fæddist 18. júlí í Cambridge í Ohio-ríki 1942 Gekk í bandaríska herinn og þjónaði sem árásarflugmaður bæði í seinni heimsstyrjöldinni og Kóreustríðinu 1953 Hefur störf sem tiiraunaflugmaður við flugskóla sjóhersins 1957 Setur hraðamet í flugi stranda á milli í Bandaríkjunum, flaug á milli Los Angeles og New York á 3 klst. og 23 mín. Var fyrstur flugmanna til að rjúfa hljóðmúrinn í slíku flugi 1959 Valinn til að taka þátt í leiðangri Mercury-geimflaugarinnar fór síðast út í geim. Tækninni hefur fleygt fram en fyrst og fremst hafa hinar sögulegu aðstæður breyst. Kalda stríðið var í hámarki árið 1962 og geimferðakapphlaup risaveldanna snerist um það að lifa af í viðsjálum heimi. Sannarlega þurfti að sanna að Bandaríkjamenn stæðu Sovétmönn- um ekki að baki og það tókst Glenn mætavel í för sinni þá. Fjölskyldan Iítið spennt Glenn sagði á mánudag, er hann kom til Flórída til lokaundirbúnings fyrir geimskotið, að það kæmi honum skemmtilega á óvart hversu mikinn áhuga fólk hefur á ferð Discoverys. Það á reyndar ekki við um fjölskyldu geimfarans aldna sem í fyrstu var af- ar mótfallin áformum Glenns. Eigin- kona hans, Annie, hafði horft með eft> irvæntingu til rólegri daga að loknum löngum þingmannsferli bónda síns og börn hans voru beinlínis andsnúin fórinni. Annie snérist hins vegar á sveif með manni sínum er hún sá hversu eftirvæntingarfullur hann vai’, og hversu mikla hamingju þetta tæki- færi veitti honum. Böra þeiira eru eftir sem áður lítið hrifin og dóttir hans, Lyn, minnist með skelfingu geimskots Challenger- geimflaugarinnar árið 1986 sem fórst skömmu eftir flugtak og allir sem um borð voru. Glenn hefur hins vegar áð- ur lagt líf sitt að veði og Lyn og systkin hennar þess vegna ekid alls óvön því að hafa áhyggjur af föður sínum. „Ég vona bara að pabbi geri þetta ekki aftur,“ sagði Lyn við blaða- menn í gær og hló óstyrk í bragði. Fyrsti starfsdagur nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna og Græningja í Þýzkalandi Lyklavaldaskipti í fímmtán ráðuneytum Bonn. Kcuters. DAGINN eftir skipun sína í embætti tóku hin- ir fjórtán nýju ráðherrar ríkisstjórnar þýzkra jafnaðarmanna og Græningja, auk kanzlarans Gerhards Schröders, í gær formlega við lykla- völdum í ráðuneytum sínum. Söguleg era umskiptin í ráðuneytum utan- ríkis- og innanríkismála. Með Otto Schily tók jafnaðarmaður í fyrsta sinn í sögu Sambands- lýðveldisins við stjórn innanríkisráðuneytis- ins og Græninginn Joschka Fischer tekur við stjórn ráðuneytis sem í nærri 30 ár hefur ver- ið í höndum Frjálsra demókrata (FDP). Schröder eyddi sjálfur fyrrihluta þessa fyrsta heila dags síns í embætti heima í Hannover, þar sem hann kvaddi formlega sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands, en því embætti gegndi hann undanfarin átta ár. Hann stýrði fyrsta ríkisstjórnarfundinum seint á þriðjudag, strax eftir að hann sór embættiseið sem sjöundi kanzlari Þýzka- lands eftir stríð. Hann er þriðji ríkisstjórnar- leiðtoginn úr röðum jafnaðarmanna á sama tímabili, eftir Willy Brandt og Helmut Schmidt. Forgangsverkefni hins nýja kanzlara er að fækka hinum fjórum milljónum atvinnulausra í landinu. Hann hefur lýst því yfir að hann verð- skuldi ekki að verða endurkjörinn eftir fjögur ár ef honum tekst ekki að lækka atvinnuleysis- hlutfallið verulega niður fyrir þau tíu pró- sentustig sem það er nú. Oskar Lafontaine, formaður SPD, tók við táknræna athöfn í fjármálaráðuneytinu í Bonn við risastórum lykli úr höndum fyrirrennara síns, Theos Waigels. Waigel varaði eftirmann sinn við því að reyna að þrýsta á hinn sjálf- stæða seðlabanka landsins, Bundesbank, og hinn nýja Seðlabanka Evrópu, að lækka vexti. Lafontaine hefur ítrekað mælzt til þess að slakað verði á peningamálastefnunni í því skyni að ýta undir hagvöxt og hjálpa til við fjölgun starfa. Er Joschka Fischer tók við lyklavöldum utanríkisráðuneytisins kom í ljós hvar þungamiðja þýzkrar utanríkisstefnu næstu misserin muni liggja. Fischer sagði áður en hann lagði upp í heimsóknir til höfuðborga Frakklands, Bretlands og Póllands, að hann myndi leggja sig fram um að halda stefnunni í sama horfi og verið hefur. En á orðum hans mátti merkja að hann varaði við of mikilli bjartsýni varðandi stækkun Evrópusam- bandsins til austurs. Að taka þau ríki Mið- og Austur-Evrópu inn í sambandið sem óskað hafa eftir aðild sé mjög mikilvægt, sagði Fischer, en hann hvatti til raunsæis. „Það eru erfið mál að kljást við, einkum á efna- hagssviðinu (...) sem einfaldlega er ekki hægt að líta fram hjá,“ sagði hann. „Óraunhæfar tímatakmarkanir eru ekki til neins gagns.“ Þau ríki Mið- og Austur-Evrópu, sem vænt- anlega verða fyrst til að hljóta inngöngu í ESB, gera sér vonir um að af því verði fljót- lega eftir aldamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.