Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
MITCH, sem hér sést við Júkatanskaga, var næstum kyrrstæður um
miðjan dag í gær og ekki vitað hvaða stefnu hann tæki.
Gífurleg úrkoma
fylgir fárviðrinu
Chetumal. Reuters.
HELDUR hefur dregið úr vindstyrk
í fellibylnum Mitch en um tíma var
hann einn sá öflugasti á Karíbahafi á
þessaiá öld. Var vindhraðinn kominn
í gær niður í 120 km á klukkustund
en þá var hann úti fyrir ströndum
Hondúras. Fylgir bylnum gífurleg
úrkoma og hefur hann orðið 14 að
bana að minnsta kosti.
Óttaslegið fólk flýði í gær frá
strandhéruðum í Hondúras, Gu-
atemala og Belize en úrkoman, sem
fárviðrinu fylgir, er allt að 50 sm á
sólarhring. Wally Barnes, veður-
fræðingur í fellibyljamiðstöðinni í
Miami, sagði um miðjan dag í gær,
að þá hefði Mitch verið næstum
kyrrstæður í um 50 km fjarlægð frá
Hondúrasströnd en vind.styrkurinn
minni en áður. Var þá búið að færa
Mitch niður í þrjá á Saffir-Simpson-
kvarða. Prátt fyrir það er hann enn
öllu meiri en fellibylurinn Georg,
sem varð 500 manns að bana fyrr í
þessum mánuði.
Urkoman er eftir sem áður óskap-
leg og getur valdið miklu tjóni og
hörmungum í Hondúras og Belize
þar sem mikið er um lélegt húsnæði
og hálfgert hrófatildur. Barnes kvað
ei*fitt að segja fyrir um hvaða stefnu
Mitch tæki. Stefndi hann fyrst beint
í vestur en gæti tekið upp á því að
fara í norður eða suður.
í Mexíkó hefur verið lýst yfir
hættuástandi í þremur fylkjum á
Júkatanskaga og öllum höfnum þar
og annars staðar á þessum slóðum
hefur verið lokað. Engin skipa- eða
flugumferð er í námunda við fellibyl-
inn. í Belize-borg, höfuðborg Belize,
hafa næstum allir íbúanna, 75.000
manns, flúið burt og lengra inn í
landið. Fréttii' eru um gífurlega
eyðileggingu á tveimur eyjum við
Hondúras, Roatan og Guanaja.
ERLENT
Skýrsla sannleiks- og sáttanefndarinnar lögð fram í dag
Umdeildum kafla
um de Klerk sleppt
Reuters
DESMOND Tutu leggur áherslu á mál sitt á fréttamannafundi í gær.
Bonn. Reuters.
F.W. DE KLERK, fyrrverandi for-
seti Suður-Afríku, vann í gær
áfangasigur í baráttu sinni um að
hreinsa nafn sitt af áburði um að
hafa tengzt ofbeldi sem beitt var í
nafni aðskilnaðarstefnunnar í land-
inu, með því að sannleiks- og sátta-
nefndin svokallaða samþykkti að
fjarlægja - að minnsta kosti um
sinn - kafla um hann úr lokaskýrslu
sinni sem leggja á fyrir Nelson
Mandela forseta í dag.
í þessum kafla skýrslunnar er De
Klerk, sem hleypti Mandela úr
fangelsi á sínum tíma, sagður hafa
vitað um voðaverk sem framin
hefðu verið í stjórnartíð aðskilnað-
arstefnunnar, en hann hefði leynt
þessari vitneskju sinni. Lögfræð-
ingar de Klerks eru enn að reyna að
fá sett lögbann við því að skýrslan
verði birt með þessum kafla
óbreyttum.
Desmond Tutu, formaður sann-
leiksnefndarinnar, sagðist í gær
hafa gefið prenturum skýrslunnar
fyrirmæli um að sleppa þessum
kafla um de Klerk úr því eintaki
skýrslunnar sem formlega verður
lagt í hendur forsetans í dag. Tutu
sagði að nefndin hefði ákveðið þetta
eftir vandlega íhugun að ráði lög-
fræðinga hennar, þar sem þeir teldu
sig þurfa meiri tíma til að undirbúa
sína hlið á málinu. Þeir hafa farið
fram á frestun á því að beiðni lög-
fræðinga de Klerks um lögbann
verði tekin fyrir, þannig að hugsan-
lega yrði kaflanum bætt inn í
skýrsluna aftur síðar.
Afríska þjóðaiTáðið (ANC), sem
fer fyrir núverandi ríkisstjórn Suð-
ur-Afríku, hefur líka mótmælt nið-
urstöðum tveggja ára starfs sann-
leiksnefndarinnar, sem skoðaði
bæði þátt kúgara og kúgaðra í rann-
sókn sinni á fortíðinni.
Samkvæmt upplýsingum sem
fram hafa komið um innihald
skýrslunnar mun ANC vera sakað
um að hafa borið ábyrgð á brotum á
borð við pyntingar og aftökur án
dóms og laga.
ANC gaf í gær út tilkynningu um
að það hefði skrifað sannleiksnefnd-
inni bréf til að „svara (...) hinum
staðlausu ásökunum og þeirri hróp-
andi ónákvæmni sem er að finna í
fyrirhuguðum niðurstöðum nefnd-
arinnar."
Þjóðarflokkurinn
mótmælir
Þjóðarflokkurinn, stærsti flokkur
hvíta minnihlutans í Suður-Afríku
og sá sem stjórnaði landinu fram til
ársins 1994, tilkynnti jafnframt um
það í gær að fulltrúar hans myndu
sniðganga hina hátíðlegu afhend-
ingarathöfn sannleiksnefndar-
skýrslunnar, þar sem nefndin hefði
ekki komið fram af sanngimi í garð
flokksins. Leiðtogi Þjóðarflokksins,
Martinus van Schalkwyk, kallaði
sannleiksnefndina í útvarpsviðtali
„ANC í dulargervi".
Vissu ekki
um eldinn
Afsögn Wales-málaráðherrans minnir á uppákomur í stjórnartíð Ihaldsflokks
Breska riTdsstjórnin segir
ráðherrann einan ábyrgan
London. Reuters.
BRESKA ríkisstjómin hefur þvegið
hendur sínar af allri ábyrgð á Ron
Davies, ráðherra í málefnum Wales,
en hann sagði af sér í fyrradag.
Hafði hann þá verið rændur eftir að
hafa slegist í fór með ókunnum
manni, sem hann hitti í skemmti-
garði.
Er Davies sagði af sér kvaðst
hann hafa gerst sekur um ófyrirgef-
anlegt dómgreindarleysi en
skemmtigarðurinn, sem hann lagði
leið sína um, er sagður fjölsóttur af
samkynhneigðum karlmönnum. Jack
Cunningham, ráðherra í bresku rík-
isstjóminni, viðurkenndi í viðtali við
breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, að
margt væri enn á huldu um þetta
mál annað en það, að hann hefði orð-
ið fyrir barðinu á glæpamönnum.
Talsmaður Tony Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, sagði í fyrradag,
að Davies neitaði
með öllu, að upp-
ákoman hefði
haft eitthvað með
kynferðismál að
gera og Cunning-
ham endurtók
það. Kvaðst hann
ekki hafa verið
viðstaddur fund
Davies og Blairs
á þriðjudag en vita þó, að hann hefði
verið mjög „tilfinningaþrunginn og
erfiður“.
Persónulegur
harmleikur
Cunningham sagði, að þetta mál
væri persónulegur harmleikur fyrir
Davies en lagði áherslu á, að hann
sæti ekki lengur í stjóminni. Kvað
hann pólitíska framtíð Davies vera
mál hans sjálfs og Verkamanna-
flokksins í Wales en ekki Blairs.
Vildi hann ekkert um það segja
hvort Davies ætti að skýra nánar frá
atburðinum í skemmtigarðinum en
bresku síðdegisblöðin eru ekki í
neinum vafa um, að hann hafi verið í
leit að karlmanni sem rekkjunaut.
Breska lögreglan hefur handtekið
þrjár manneskjur vegna þessa máls,
tvo blökkumenn og eina blökkukonu,
og haft uppi á bíl Davies.
Davies er fyrsti ráðherrann í
stjórn Blairs, sem segir af sér vegna
misbresta í einkalífinu, og líklegt er
talið, að afsögnin geri út um vonir
hans um verða forseti nýs þings í
Wales. Verður það kjörið á næsta
ári. Þykir málið minna á það, sem
ríkisstjórn Ihaldsflokksins átti við að
stríða á sínum tíma, en hún stóð oft í
ströngu vegna hneykslismála.
Tengdust þau ýmist kynlífs- eða
fjármálum og áttu jafnt ráðherrar
sem þingmenn í hlut.
Þáði heimboð
ókunns manns
í afsagnarbréfi sínu til Blairs seg-
ist Davies hafa gerst sekur um alvar-
legt dómgreindai'leysi. Hann hafi
gengið um Clapham Common, stórt,
opið svæði skammt frá heimili sínu,
og hitt þar að máli ókunnan mann.
Hafi hann boðið sér í kvöldverð og
viljað taka tvo vini sína með. Segir
Davies, að þeir hafi farið á bílnum
sínum og er hann hafði tekið upp vini
ókunna mannsins, karl og konu, hafi
þeir ógnað sér með hnífi og stolið
bflnum, veski hans og farsíma. Sjálf-
ur var Davies skilinn eftir í Brixton-
hverfinu, sem er alræmt fyi'ir eitur-
lyfjaviðskipti.
Toronto. Morgunblaðið.
NIÐURSTAÐA rannsóknar á or-
sökum flugslyss við Montreal í
Kanada í júní sl. hefur leitt í ljós að
flugmenn Fairchild Metroliner II-
vélar sem fórst með ellefu manns
vissu ekki hvar í vélinni eldur logaði
og gátu því ekki gert ráðstafanir til
að slökkva hann.
Eldurinn kom upp í einu af hjól-
húsum vélarinnar og er orsökin talin
hafa verið ofhitun í bremsubúnaði.
Viðvörunarljós í stjórnklefa og leið-
beiningalistar sem flugmenn styðj-
ast við gera ekki ráð fyrir þeim
möguleika að eldur kvikni þar.
„Þegar maður hefur ekki nægar
upplýsingar er ekki hægt að bregð-
ast rétt við,“ sagði Jean Desjardins,
sem stýrði rannsókn slyssins. Vélin
var í eigu flugfélagsins Propair og
var á leið frá Mirabel-flugvelli við
Montreal til Peterborough í Ontario-
fylki.
Vélin hafnaði á hvolfi utan brautar
og sprenging varð í henni. Sam-
gönguöryggismálanefndin leggur til
að leiðbeiningum um stjórn
Metroliner II verði breytt þannig að
viðvörun um ofhitun í hjólhúsi skuli
talin til marks um hugsanlegan eld.
Útflutningsbann
á portiígalskt kjöt
Brussel. Reuters.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins, ESB, mæltist í gær til
þess að útflutningur nautakjöts og
lifandi nautgripa frá Portúgal verði
bannaður, á þeirri forsendu að þar í
landi fari tíðni kúariðutilfella fjölg-
andi og að nauðsynlegum aðgerðum
til að hindra að þessi sýki, sem getur
borizt í menn, hafi ekki verið hrint í
framkvæmd með fullnægjandi hætti.
Þetta bann mun hafa mjög tak-
markaðar afleiðingar í viðskiptalegu
tilliti, þar sem mjög lítil af nautakjöti
er flutt út frá Portúgal. Á morgun,
fóstudag, kemur dýralæknanefnd
ESB saman til að ræða málið, og að
því loknu verður endanleg ákvörðun
um bann tekin. Augljóst þykir að
portúgölsk yfirvöld hafa ekki hrint í
framkvæmd þeim aðgerðum sem
ESB hefur krafizt til að vinna bug á
sýkingarhættunni. Samkvæmt skil-
greiningu alþjóðlega dýrasjúkdóma-
ráðsins sé Portúgal núna í hæsta
áhættuflokki. „Sterkur grunur" leiki
á því að gert hefði verið mjöl úr
nautgripum sýktum af kúariðu og
aðrir nautgripir og sauðfé verið gefið
mjölið sem fóður, segir í tilkynningu
framkvæmdastjórnar ESB.
Elding banaði
fótboltaliði
Kinshasa. Reuters.
ELDING varð 11 knattspyrnu-
mönnum að bana í Kongó um síð-
ustu helgi. Laust henni niður í
miðjum leik og svo undarlega
vildi til, að allir leikmenn annars
liðsins féllu fyrir henni en hinir
sluppu ósárir. Var skýrt frá
þessu í dagblaði í Kinshasa í gær.
Dagblaðið L’Avenir sagði, að
staðan í leiknum, sem fram fór í
bænum Basanga í Kasai-héraði,
hefði verið 1-1 þegar eldingunni
laust niður á völlinn. Á eftir
hefðu 11 manns, allt lið gestanna,
legið í valnum en heimaliðið
sloppið alveg. Segir blaðið, að
ýmsar kenningar séu á kreiki um
þennan atburð og gruni marga,
að einhver fjölkynngi hafi búið
að baki.