Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________________________FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 57 f FRÉTTIR Athugasemd vegna kynningar á fræðsluriti Fjölsótt ráðstefna um rafmagnsöryggismál MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Tilefni þessarar athugasemdar er yfirskriftin yfir frétt í Morgunblað- inu 24. október sl. en þar er sagt frá kynningu á fræðsluriti um „Launa- jafnrétti í framkvæmd í dreifstýrðu launakerfi". Yfirskrift fréttarinnar er „Dreif- stýrt launakei'fi leiðir til launamis- réttis“. Hvergi kemur fram í ritinu að dreifstýrt launakerfi eins og það sem um var samið á milli aðildarfé- iaga BHM, ríkis og Reykjavíkur- borgar leiði tii launamisréttis. Slíkt var heldur ekki fullyrt á kynningar- fundinum með þessu riti sem hald- inn var af útgefendum fimmtudag- inn 22. okt sl. Hins vegar var getið um áhyggjur félagsmanna yfir því að launamisrétti gæti aukist eins og gerðist í Svíþjóð. Á fundinum var sérstaklega fjall- að um það hvernig kjarasamnings- aðilar vildu tryggja að dreifstýrt launakerfi myndi vinna að því að jafna þann launamun sem byggir á kynferði: 1. Með því að tryggja aðild og ábyrgð stéttarfélaga á stofnana- samningum. 2. Með því að taka yfirborganir inn í taxtalaun þannig að raunveru- leg dagvinnulaun verði sýnileg. 3. Með yfirlýsingu atvinnurek- enda, ríkis og Reykjavíkurborgar, um þann ásetning að afnema kyn- bundinn launamun. 4. Með fyrirheitum atvinnurek- enda að láta fara fram úttekt á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna á samningstímabil- inu. 5. Með samningsákvæðum um at- hugun Kjararannsóknanefndar op- inberra starfsmanna á kynbundnum launamun. 6. Með hugsanlegri endurskoðun stofnanasamninga ef tilefni er til. 7. Með fræðslu til trúnaðarmanna og forstöðumanna um jafnréttismál. Tilgangur fræðsluritsins er sá að fræða forstöðumenn og trúnaðar- menn stéttarfélaga um ákvæði kjarasamninganna, ákvæði jafn- réttislaga og skyldur þeirra í þessu sambandi við framkvæmd stofnana- samninga. Það er tifi okkar að þessir kjarasamningar marki tíma- mót og að nú sé stefnt í rétta átt. Sameiginlegt átak jafnréttisnefnd- ar BHM, Reykjavíkurborgar, fé- lagsmálaráðherra og fjármálaráð- herra við að hrinda þessu fræðslu- verkefni af stað er góð vísbending. Réttara hefði verið að hafa yfir- skrift fréttarinnar: „Dreifstýrt launakerfi; - tæki til að draga úr launamisrétti". Með þökk fyrir birtinguna, Birgir Björn Sigurjónsson, jafnréttisnefnd Bandalags háskólanianna, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Hildur Jónsdóttir, Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, Vigdís Jónsdóttir, jafnréttisnefnd Bandalags háskólamanna. LANDSSAMBAND íslenskra raf- verktaka gekkst nýlega fyrir viða- mikilli ráðstefnu um rafmagnsör- yggismál á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu rafverktakar af öllu landinu ásamt fulltrúum Löggildingarstofu, Samorku, skoð- unarstofa á rafmagnssviði, Félags raftækjaheildsala, Sjóvár-AImennra og Rafiðnaðarsambands Islands. Samtals sátu ráðstefnuna rúmlega 70 manns. Umfjöllunarefnið voru þær breytingar sem orðið hafa á fyrirkomulagi rafmagnsöryggis- mála á Islandi síðustu misseri. I lok ráðstefnunnar var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Við gildistöku nýrra laga um raf- magnsöryggismál um áramótin 1996/1997 varð mikil breyting á fyrir- komulagi rafmagnsöryggismála hér á landi eftir langt tímabil óvissu. Raf- magnseftirlit ríkisins var lagt niður og yfirstjóm rafmagnsöryggismála færð til nýrrar stofnunar Löggilding- arstofu. Dregið var úr opinberu eftir- liti en það jafnframt gert skilvirkara. Oháðar faggiltar skoðunarstofur sjá nú um framkvæmd rafmagnseftirlits í umboði Löggildingarstofu. Eftirlitið er unnið samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum sem Löggildingarstofa setui-. Rafveitm- og löggiltir rafverktakar eru að koma sér upp öryggisstjómunarkerfi með eigin starfsemi og er það gert til þess að auka öryggi raforkuvirkja og neysluveitna. Fagmenn og húseig- endur bera nú aukna ábyrgð á raf- magnsöryggi um leið og ábyrgð raf- veitna á eftirliti rafmagnsöiyggis er fellt niður. Til langframa er það farsælli leið en að halda úti umfangsmiklu og dým opinbera eftirliti. Opinbert eft- irlit verður aldrei jafn skilvirkt og sú aðgæsla sem ábyrgir einstakling- ar og forráðamenn geta sjálfir haft með höndum. Því er mikilvægt að auka fræðslu til almennings og fag- manna um rafmagnsöryggismál. Jafnframt er þess vænst að bygg- ingafulltifiar sinni þeim verkum sem kveðið er á um í byggingar- reglugerð um varðveislu og sam- þykktir séruppdrátta. Þrátt fyrir það að hið nýja fyrirkomlag hafi reynst vel og sé óðum að festast í sessi er hægt að bæta það og því leggur fundurinn mikla áherslu á að allar ábendingar og jákvæð gagn- rýni verði notuð til þess að gera gott fyrirkomulag enn betra.“ sunway lafuma# Vango <>~xman itxiíkj* r..r.NC.'..s«Á« iafuma # Útivistarverslunin EVEREST býður eitt mesta úrval landsins af útivistarfatnaði og ýmsum útivistarbúnaði. Með því að hafa sérstaka kynningardaga /i iÉllÉP^-SB á útivistarvörum fyrir konur erum við J VyfjjB ekki aðeins að hvetja konur til að stunda útivist yfir vetrartímann heldur ’ImÍHk einnig að vekja athygli á því að ýmiss útbúnaður til útivistar er m • BAKPOKI Kvennasnið Uar Thórlo ^ O^cmon konur. Starfsfólk okkar, sem hefur mikla reynslu af vetrarútivist, mun þessa daga leiðbeina viðskiptavinum um val á útivistarbúnaði sem /% m | hentar konum á AA, Ljj Flj| öllum aldri. 'K*' l;*# |f| /A toppurtiwv i úfívíát tÖppM'íVU'V í/ útí\/L&t Kvennasnið EKKI MISSA AF ÞESSU! PÚSTSENDUM SAMDÆGURS Skeifan 6 Sími 533 4450 k lafuma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.