Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 35 ÞEIR þingbræður, Egill á Seljavöllum og Guðni frá Brúnastöð- um, rjúka upp með andfælum í Degi sl. þriðjudag. M.a.s. á for- síðu. Minna mátti ekki gagn gera að dómi blaðstjóra, sem nefndi upplokið: „Lamb fá- tæka mannsins fært hinum ríkari.“ Og allt er írafárið vegna til- lagna, sem nefnd á vegum Guðmundar Bjarnasonar landbún- aðaiTáðherra lagði fram nýverið um fækk- un bænda. Þeir lagsbræður láta sem þeir komi af fjöllum. Segja að óhugur sé meðal bænda vegna tillagna land- búnaðan-áðherra um niðurskurð á búandköllum, en alla sjötuga bændur mun eiga að skjóta á fæti, ómýlda, sem er kannski hreinlegra en að banna þeim lífsbjargir. En í forsíðuviðtalinu víkja þessir tveir næst-valdamestu menn á ís- landi í landbúnaðarmálum ekki einu orði að því ástandi, sem stefna flokka þeirra í landbúnaðarmálum hefir leitt yfír fjöldann allan af bændum þessa lands. Þeir láta við það sitja að kalla tillögur Fram- sóknarráðherrans býsn og fádæmi, sem aldrei muni ná fram að ganga, a.m.k. ekki fyrir kosningar! Það kemur nefnilega á daginn í viðtalinu að þeir biðja heilaga ham- ingju að forða sér frá að eiga slíkar tillögur yfir höfði sér í komandi kosningum! Það var takið sem olli andfælunum. Og víst er um það, að Guðmundur landbúnaðarráðherra hefði aldrei gert tillögumar heyr- inkunnar, ef hann hefði sjálfur ætlað í framboð í næstu al- þingiskosningum. En hann klæjar yfir að þeir kumpánar fái eitt- hvað að kljást við í kosningum. Og nú er Rendi hlaupinn í jarð- eignir ríkisins og telur þar allt útbíað í „sukki og svínarí" en það er orðalag, sem þing- menn kannast mæta- vel við frá síðasta vetri - og Gunnlaugur Sig- mundsson líka. Nú á að tvöfalda leigugjald ríkisjarða m.m. Á að trúa því að þessir tveir grandvöru þingmenn, Guðni og Egill, hafi ekki gert sér grein fyrir Ofurvald fáeinna fyrir- tækja í sjávarútvegi er orðið með fádæmum, segir Sverrir Her- mannsson, og á enn eftir að aukast ef ekki tekst að gerbreyta stefnu flokka Egils og Guðna í sjávarútvegs- málum. hvert stefnir óðfluga um hag flestra einstaklinga þessa þjóðfé- lags? Vegna stefnu flokka þeirra í landbúnaðarmálum? I byggðamál- um? I sjávarútvegsmálum? Svo þrír af helztu málaflokkunum séu nefndir og að þeim félögum snúa sérstaklega. Ef svo er komið fyr-ir þeim, er illt til þess að vita. Héðan af þarf það ekki að dylj- ast neinum, sem kominn er til vits og ára, að stefna auðhyggjunnar hefir náð föstum undirtökum á stjórnmálastefnu ríkisstjórnar- flokkanna. Þar ríður frjálshyggjan húsum og ber fótastokkinnn ákaf- lega, sem ætti að valda venjuleg- um þingmönnum vökunum, svo að þeir þurfi ekki að haga sér eins og álfar úr hól við einstaka bresti í rjáfrinu, svo sem eins og þegar landbúnaðarráðherrann kynnir nýjustu tillögur sínar í þeim efn- um. Það er kenning frjálshyggj- unnar, sem nú er fylgt einarðlega af ríkisstjórninni, að þjóðfélaginu vegni með því móti bezt, að sem mestum auði verði komið á sem fæstar hendur. Það eru staurblind- ir menn, sem færi betur að láta vera að bregða blundi, sem ekki sjá hvert stefnir í undirstöðuat- vinnugreinum landsmanna, þar sem stjórnvöld skara elda að köku örfárra einstaklinga, meðan af- gangurinn af þjóðinni getur étið það sem úti frýs, sem ánauðugir þrælar auðvaldsins. Ofurvald fá- einna fyrirtækja í sjávarútvegi er orðið með fádæmum, og á enn eftir að aukast ef ekki tekst að ger- breyta stefnu flokka Egils og Guðna í sjávarútvegsmálum. Með- an sú stefna er óbreytt uppi er allt starf að byggðamálum unnið fyrir gýg og raunar hlægileg firra. Það var frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem var aflvakinn í hinni íslenzku framfarasókn. Það voru frjálsir framtaksmenn og aflamenn, sem sigldu þjóðarskút- unni íslenzku upp úr djúpum öldu- dal örbirgðar og úrræðaleysis á öldinni sem er að líða. Á glæsilegri hátt en annars staðar eru dæmi um. Svo mun enn verða þegar af verður sú vonda frjálshyggjutíð sem við nú lifum við, þar sem öllu aflafé hinna efnaminni er smalað í rétt hinna ríku. Höfundur er fv. bankastjóri. Upp með andfælum Sverrir Hermannsson Island viðurkenni Kosovo sem fullvalda ríki OF LENGI hefur einræðisherranum Slobodan Milosevic lið- ist að fyrirskipa fá- heyrð glæpaverk í nafni Serbíu. Of lengi höfum við hinn almenni borgari látið illverk gömlu kommaklíkunn- ar í Belgrad viðgang- ast, án mótmæla. Nú er leiði til að krefjast þess á alþjóðavett- vangi, að Kosovo verði viðurkennt sem full- valda ríki. Ríkisstjórn Islands á að hafa for- ystu í þessu máli, eins og við höfum áður gert með svo myndarlegum hætti, þegar ríki austan járntjaldsins fyrrver- andi hafa átt í hlut. Almenningur í Serbíu og Kosovo á betra skilið en að hann sé hafður að leiksoppi valdagráðugs einræðisherra. Það hefur verið sérkennilegt að lesa um þær röksemdir, sem born- ar hafa verið á borð hér í fjölmiðl- um af einstaklingum, um að glæpa- verkin í Kosovo séu réttlætanleg vegna sögunnar. Þegar kommarnir í Belgrad sáu sæng sína uppreidda og trúai-stefna þeirra var gufuð upp, eins og hitaveituský, var snúið á vit þjóðernisstefnu til að reyna að halda völdum. Við þurfum ekki að rifja upp þær hörmungar, sem þessi stefna hefur haft í för með sér í fyrrverandi Júgóslavíu. Fyrst Sló- venía, þá Króatía, Bosnía og nú Kosovo, og ofbeldið ávallt byggt á sögulegum rökum. Það má segja að íbúarnir í Kosovo standi frammi fyrir höiTnungum af manna völdum ef ekki verður tekið rösklega í taumana. Við höfum tekið á móti nokkrum einstaklingum frá hinni gömlu Júgóslavíu af ólíkum uppruna, vegna afleiðinga skelfi- legrar stefnu Milos- evic. Hingað eru þeir velkomnir, þar sem lýðræðið og réttlætið er hyrningarsteinninn í samskiptum og gerð- um. Sú röksemd, sem hefur verið notuð mest í Kosovo-deilunni, er orrustan um Kosovo 1389, sem var milli Serba og Tyrkja. Sögulega staðreyndin er sú, að í raun hafi Hér með skora ég á ríkisstjórn Islands, segir Hreggviður Jónsson, að hafa forgöngu um að viðurkenna Kosovo sem fullvalda og frjálst ríki. hvorugir tapað og íbúar Kosovo hafi barist með báðum aðiljum. Hins vegar hefur verið framleidd „söguleg" kvikmynd um þetta, þar sem spilað er á tilfinningar fólks og mynd Serba fegruð á kostnað Tyrkja. Einræðisherrum hefur ávallt verið það ákaflega auðvelt að sýna styrk sinn með skipulögðum tökum á fjölmiðlum og með fram- leiðslu á áróðursefni, jafnframt með því að berja alla andstöðu gegn sér niður. Skýrt dæmi um þetta er út- gáfubann á tveimur óháðum dag- blöðum í Belgrad nú nýlega. Ekki hefur heldur staðið á fjölda fólks að trúa þessum falsherrum og getum við hér á íslandi rétt litið til áhang- enda Stalíns, sem nú hafa margir hverjir játað þessa missýn sína. Það er kaldhæðnislegt árið 1998 eða um 600 árum eftir orrustuna í Kosovo, að til skuli vera menn, sem treysta sér til að réttlæta skelfileg morð, eyðileggingu á heilu byggð- arlögunum og að stökkva hundruð- um þúsunda af saklausu fólki á flótta undan þessu harðræði, allt með „sögulegum og þjóðernisleg- um“ rökum. Ekkert morð, eyði- leggingu eða nauðung af neinu tagi er hægt að líða 1998. Einmitt þessi sjónarmið og gerðir Serba gera þá óhæfa til að stjórna Kosovo. Við sjáum hug Kosovo-AIbana í garð Serba og afstöðu KLA, frelsis- hreyfingar Kosovo. Mannúðarleysi Serba hefur styrkt stöðu þeirra, sem vilja frjálsa Kosovo. Gömlu kommarnir í Belgrad verða að læra, að leysa sín mál með frjálsum kosningum og eftir ákvörðun fólks- ins sjálfs, ekki með vopnavaldi og nauðung. Hér með skora ég á ríkisstjórn íslands, að hafa forgöngu um að viðurkenna Kosovo sem fullvalda og frjálst ríki. Höfundur cr fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hreggviður Jónsson Sigríður Anna, leiðtogi Reyknesinga ÁGÆTU Reyknes- ingar. Með grein þessari vil ég hvetja ykkur til að kjósa Sigríði Önnu Þórðardóttur, alþingis- mann og formann þing- flokks sjálfstæðis- manna, í fyrsta sæti í opnu prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem fram fer hinn 14. nóv- ember nk. Fyrir liggja ákveðin kaflaskipti í starfl sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem leiðtogi listans til margra ára, Ólafur G. Einarsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til að sinna því hlutverki áfram. Ljóst er að við því verðuga verkefni þarf Sigríður Anna er ábyrgur foringi, segir Ásta Björg Björnsdótt- ir, með hæfíleika og reynslu til veigamikilla embætta. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis sl. tvö kjör- tímabil hefur hún af röggsemi haldið um og mótað störf þeirrar nefndar. Á þessum ár- um hafa verið sam- þykktar róttækar breytingar á lögum sem snerta öll skóla- stig, allt frá leikskólum til háskóla auk sérskól- anna. Þessi vinna hef- ur verið erfið en ár- angursrík og það þekkja þeir sem að því hafa komið, að Sigríð- ur Anna hefur ekkert af sér dregið við að stýra þeirri vinnu. Skýrir það mikinn stuðning sem hún á innan menntakerfisins. Með þátttöku í prófkjörinu hinn 14. nóvember nk. getum við Reyknesingar haft áhrif á skipan okkar mála. Við þurfum reyndan leiðtoga til að leiða lista sjálfstæðis- manna í komandi alþingiskosning- um. Við þurfum Sigríði Önnu, fyrst og fremst. Höfundur er bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Ásta Björg Björnsdóttir að taka hæfur og röskur einstak- lingur sem sátt getur verið um. Sig- ríður Anna er sá einstaklingur. Með störfum sínum og framgöngu á Alþingi hefur hún sýnt að þar fer ábyrgur foringi sem bæði hefur reynslu og hæfíleika til veigamikilla embætta. Það yrði ómetanlegur akkur í því fyrir kjördæmið að ein- staklingur gæddur slíkum kostum leiddi lista flokksins í komandi kosningum. Það er ekki að ósekju sem Sigríði Önnu hefur verið treyst fyiir því ábyrgðarhlutverki sem formennska í þingflokknum er. LLINIQUL Við uppfyllum sérhverja þörf Clinique-andlitsfarðar. 6 gerðir. 40 litir. Clinique hefur farða sem henlar öllum húðgerðum, hvort sem húðin er feit, þurr eða eðlileg. Dökk eða Ijós, ung eða þroskuð eða alll þar ó milli. Það sem er mikilvægast er að við gelum fundið rétta farðann fyrir þig. Komdu og fóðu ókeypis húðgreiningu og við finnum fullkominn farða fyrir þig. Komdu eða hringdu og pantaðu tíma í ókeypis húðgreiningu og róðgjöf. Rúðgjafi fró Clinique verður í Lyfju, Setbergi í dag og ó morgun frú kl. 13-18 LYFJA Setbergi, Hafnarfirði, sími 555 2306. - lake the day off augnhreinsir 30 ml. - Rakakrem 15 ml. - Voralitur - Creamy Nute Fylgja með ef keypt er farði og púður fró Clinique
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.