Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 18

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 18
MORGUNEíLAÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 NEYTENDUR Mengað vatn í heit- um pottum útbreitt vandamál VATN sem rannsakað var í heitum pottum í níu af ellefu heilsuræktai-- stöðvum í Reykjavík reyndist svo gerlamengað að það fór langt fram úr viðmiðunum Hollustuverndar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Eigendum stöðvanna sem um ræðir verður gefínn kostur á að kippa mál- unum í liðinn, en Haukur Hai-alds- son hjá heilbrigðissviði Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur sagði það hafa komið á óvart hversu bágt ástandið var. Haukur sagði að á sex stöðvum hefðu fundist kólígerlar og öðrum sex saurkólígerlar. A einum stað hefðu auk þess fundist svokallaður „pseudomonas“-gerlai-. Þetta eru allt gerlar sem eiga ekki að fínnast og geta allir valdið ýmsum sýkingum, m.a. í eyrum og þvagfærum. Þá eru reglur um hver heildar- fjöldi gerla má vera og er miðað við að gerlar séu undir 1.000 í hverjum 100 ml. „Magnið sem að fannst var svo mikið að menn hættu hreinlega að telja þegar talan var komin í 200.000 á hverja 100 ml. Það voru þvi aðeins pottar á tveimur stöðvum sem fengu niðurstöðuna: „Stenst gæða- kröfur“ og raunar var ástandið á þeim stöðvum mjög gott. A hinum stöðvunum níu var rætt við starfs- fólk og í ljós kom að oft og tíðum var lítil kunnátta og áhugi fyrir hendi. Samt er það ekki ýkja flókið að hafa þessi mál í lagi. Rétt magn klórs er það eina sem þarf að passa upp á,“ sagði Haukur. Eru dæmi um að fólk hafí veikst vegna setu í umræddum pottum? „Það hafa borist kvartanir og fyr- irspurnir vegna þessara potta og í sumum tilvikum hefur fólk talið sig hafa orðið misdægurt vegna þeirra. Slíkt verður þó seint sannað,“ segir Haukur. Hvað gerist svo næst? „Astandið verður kannað fljótlega aftur og við væntum þess þá að eig- endur umræddra stöðva hafí sýnt málinu áhuga og gert bragarbót af heilum hug. Samanburður við t.d. sundlaugarnai' sýnir að vel er hægt að hafa þessi mál í góðum farvegi. Síðan er ljóst að til þarf að koma meira eftirlit og kynning. Þeir sem reka þessar stöðvar ættu t.d. að kynna sér nýja reglugerð um rekstur setlauga og iðulauga sem dagsett er 22. þessa mánaðar,“ segir Haukur. Stórgóð mjólk fyrir litlar hendur „.»i„- **i . 7 m^OlKtRGW Fullunnum sérauglýsingum, sem eiga að birtast á sunnudögum þarf að skila fyrir klukkan 16 á föstudögum. Atvinnu-, rað- og smáauglýsingum, sem eiga að birtast á sunnudögum þarf að skila fyrir klukkan 12 á föstudögum. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi. Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili. ■■■■■■■■ Yngra útlit dögum ÓLAFUR H. Georgsson í Reykofninum. H Y G E A jnyr'tivó'ruverjlun Austurstræti 16, s. 511 4511. Taðreyking heyrir senn sögunni til AGE MANAGEMENT INTENSIVES er mjög kröftugt AHA-ávaxtasýrukerfi. Það er nýtt - það er framtíðin Það tekur við þar sem önnur AHA-kerfi hætta að virka. Skyndilega er skaðínn, sem þú hélst að væri varanlegur, á bak og burt. laprairíe | SWIT2ERLAND KYNNING í dag og á morgun, föstudag Spennandi kaupauki og lukkupottur. Glæsilegur vinningur. ÞAÐ styttist í hátíðirnar og marg- ur er kominn með bragðið af hangikjötinu í munninn. Ólafur H. Georgsson í Reykofninum segir að 90% þeirra sem versli við sig vilji hangikjötið taðreykt. En það eru blikur á lofti, aukin tæknivæðing og fækkun sauðfjárbúa valda því að „taðreyking deyr hægt og ró- lega innan tiltölulega fárra ára“ eins og Ólafur komst að orði. Hvað kemur í staðinn er ekki gott að segja til um. Það verður æ erfíðara að útvega tað til reykingar. Tæknivæðingin sem um ræðir veldur því að taðið er ekki stungið út úr fjárhúsum eins og fyrrum. Eftir því sem nýj- um fjárhúsum fjölgar, þeim mun erfiðara verður að útvega tað. Það er auk þess eitt að segja og annað að gera að verka tað þannig að nothæft sé til reykingar. Það er fyrirtæki sem stendur yfir í hálft annað ár. Ólafur, sem fær allt sitt tað, „einhver tonn“, frá bændum í Húnavatnssýslum, segir að fyrst sé taðið stungið út úr fjárhúsum og það sé gert að vorlagi. Síðan eru taðflögurnar reistar upp á rönd til þerris og þannig standa þær úti á túni sumarið á enda. Um haustið er flögunum safnað í hauga og standa haugarnir yfir veturinn. Lítill plastdúkur er strengdur yfir topp hvers haugs til að veija fyrir verstu úrkomu og vindum. Taðið er þannig látið frjósa og það kalla karlarnir að taðið „bijóti sig“. „Það er besta taðið,“ segir Ölafur. Breytingar á neysluvenjum Það er ekki einungis taðreykt hangkjöt sem gæti þannig horfið af markaðinum. Taðreyktur Iax nýtur einnig mikilla vinsælda. Olafur segir að siðan að hann kom að rekstri Reykofnsins íyrir tutt- ugu árum hafi neysluvenjur þjóð- arinnar breyst gífurlega mikið. Fyrrum hefði varla sést svínakjöt nema á jólum og páskum. Kjúk- Iingar sáust og lítt á borðum al- mennings nema á tyllidögum. A sama hátt hafa ýmsar útfærsl- ur á reykingu verið að ryðja sér til rúms. Ölafúr er t.d. með „beyki- reykingu“ sem nýtur vaxandi vin- sælda og hann segir að aðrir bjóði birkireykingu. „Við notum innflutt beykisag, mjög fínlegt. Það gefur gott bragð þó ekki sé það eins bragðsterkt og taðið. Erlendis, t.d. í Danmörku, eru sérstakar myllur sem framleiða þetta sag,“ segir Ólafur. En hvað tekur við þegar taðið hverfur? „Tíminn verður að leiða það í ljós, en menn þurfa að velta því fyrir sér. Dæmin sem við þekkjum sýna, að menn nota það sem hend- inni er næst. Islenska arfleifðin er að nota tað, en t.d. Irar og Skotar gera annað. Þeir nota harðhnotu- við og steinka laxinn og kjötið upp úr viskfi. Hver veit nema að við ættum að athuga með að reykja með beyki og steinka hráefnið með svartadauða! Finna bara upp nýtt bragð?“ Vönduð jatöl og jóla í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þii Nýjar víddir önnun og úi )5ál 4300.0561 HÁRLOS Ertu með hárlos? Við lofum þér árangri. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.