Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 55

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 55 ____ ____________________________________t FRÉTTIR Vann 4 milljónir í happdrætti Morgunblaðið/Jón Svavarsson EIGENDUR Herrafataverslunarinnar íslenskra karlraanna, þau Rut Aðalsteinsdóttir og Sigurþór Þórólfsson. Ljóðalestur við Ráðhúsið ANNA Kristín Ai’ngrímsdóttir, leikkona, les upp ljóð fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag, fimmtu- dag, kl. 13 til varnar náttúra mið- hálendisins. Ljóðalestur Önnu Ki’istínar er í framhaldi af ljóðalestri og afhend- ingu áskorunar til alþingisrnarma um að vemda miðhálendi Islands sem Náttúruverndarsamtök, útivi- starfélög og listafólk stóðu að 8. október sl. Að þessu sinni mun þó ljóðlesturinn fara fram fyrir utan Ráðhúsið. Helgast það annars veg- ar af því að Alþingi kemur ekki saman þessa viku og hins vegar af því að Reykjavíkurborg á 45% eignarhlut í Landsvirkjun. Að lestri loknum, kl. 13.30, mun fulltrúa borgarstjóra verða afhent afrit af áskorun ofan- greindra aðila og jafnframt áskorun um að borgarstjórn beiti sér fyrir því að Landsvirkjun framfylgi ábyrgri stefnu í nátt- úruverndarmálum, eins og segir í fréttatilkynningu. Málstofa um fjarkönnun og umhverfíseftirlit MÁLSTOFA umhverfis- og bygg- ingai’verkfræðiskorar verður hald- in fimmtudaginn 29. október 1998 kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II, Hjarð- arhaga 2-6. Dr. Kolbeinn Ái-nason, Verk- fræðistofnun Háskóla Islands, fjallar um fjarkönnun með gervi- tunglum og flugvélum og sýnd nokkur dæmi um notkun fjarkönn- unar við umhverfisrannsóknir og - eftirlit í verkefnum hjá Verkfræði- stofnun Háskóla Islands. Umræður og fyrirspurnir í lok erindisins. Fundarstjóri: Bjarni Bessason, dósent. Þriðja FS- kvöldið á Sóloni FÉLAGSSTOFNUN stúdenta er þrítug á árinu. I tilefni af því býður hún stúdentum við Háskóla Is- lands á fimm kvölda skemmtidag- ski-á í október og nóvember. Þriðja skemmtikvöldið er haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, á Sóloni íslandusi. Þar verður upplestur og fram koma Arthúr Björgvin Bolla- son, Auður Ólafsdóttir, Arni Berg- mann, Guðrún Eva Mínervudóttir, Haraldur Jónsson, Huldar Breið- fjörð og Rristín Ómarsdóttir. Dag- skráin hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis. DREGIÐ var í Heita pottinum hjá Happdrætti Háskólans á þriðju- dag. Hæsti vinningur kom á miða númer 23169. Kona frá Akranesi átti trompmiða með þessu núm- eri og hlaut 4.370.000 krónur í vinning. Þrír aðrir áttu einfalda miða með þessu númeri. Einföldu miðarnir voi’u seldir í Vest- mannaeyjum, Kópavogi og Reykjavík. Miðaeigendur hjá Happdrætti Háskólans fengu því tæpar 7 millj- ónir króna samanlagt í hæsta vinn- ing í þessum útdrætti. Ný herrafata- verslun á Laugavegi NÝ herrafataverslun hefur verið opnuð á Laugavegi 74. Verslunin heitir íslenskir karlmenn. Eigendur eru hjónin Sigurþór Þórólfsson og Rut Aðalsteins- dóttir. Verslunin selur vandaðan herrafatnað, aðallega frá Italíu og Þýskalandi. Ungir jafnaðar- menn vilja prófkjör FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að fram fari opið prófkjör við val fulltrúa í efstu sæti lista sameigin- legs framboðs íyrir komandi þing- kosningar. „Það er sjálfsögð krafa að al- menningur fái tækifæri til að velja það fólk á lista sem hann treystir til að fara með stjórn landsins næstu fjögur árin. Þess vegna vilja ungir jafnaðarmenn í Reykjavík opið prófkjör þar sem - allir borgarbúar fá tækifæri til að koma að uppröðun á listann, óháð flokksaðild, segir í yfirlýsingu frá ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík. „Ungir jafnaðarmenn hafna því að fámennar valdaklíkur í flokkun- um raði niður á lista eftir eigin hentistefnu og án þess að almenn- ingur fái nokkru ráðið. Ungir jafn- aðarmenn hafa lítinn áhuga á því að styðja framboð sem hefur ekki kjark til að hlusta á vilja almenn- ings.“ Fræðslu- fundur LAUF FRÆÐSLUFUNDUR LAUF, landssamtaka áhugafólks um floga- veiki, verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöld, í sal Félags heyrnalausra, Laugavegi 26, og hefst hann kl. 20.30. Fulltrúi frá ÍTR, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, kynn- ir starfsemi sína. LEIÐRÉTT Heimili og skóli féll niður í UMFJÖLLUN um áhrif for- eldravakta á útivistartíma bama og unglinga sl. sunnudag var grein- arkom sem nefndist Frá foreldrum til foreldra. Fyrir mistök féll niður heimild í greinarlok þar sem standa átti að leiðbeiningarnar væra komnar frá samtökunum Heimili og skóli. Er beðist velvirð- ingar á mistökunum. (IBM Aptiva E 35) "T 119.900 Örgjörvi: 300MHz AMD K6-2 3DNow. Vinnsluminni: 64MB SDRAM, má auka I 256 MB. Hnrðdiskur 6.4 GB. Skjnr: 15" IBM. Skjákort: ATi 3D Rage 11+ 3D með 2 MB SGRAM. Margmiðlun: 32x geisladrli og 40W hátalarar. Snmskipti: 57.600 baud mótald. Hugbúnaður: Windows 98, Lotus SmartSuite 97, Aptiva on the Net, Apttva Desktop Customization, Aptiva Guide, Aptiva Installer, IBM AntiVirus, IBM Aptiv-izer, IBM Product Hegistration, Preload/Recovery CD, Active Movie, Ouiken SE, Norton Antivirus, Ring Central ag PC Doctor. Aptiva-tölvurnar frá IBM sameina heimsþekkt gæöi og háþróaöan örgjörva sem gefur tölvunni geysilegt afl. Tölvuvinnsla á að vera auðvald, skemmtileg og umiram allt hröð. Þess vegna eru Aptiva-tölvurnar sérhannaðar með afköst í huga eg húnar 3DNow! þrívíddar- ug margmiðlunartækni sem tryggir að myndvinnsla, leikir og samskipti á netinu verða eins og hugur manns. Aptiva kemur tilbúin beint á faorðið. A verði sem stenst allan samanburð. ........„„ .......... Góða skemmtun! lM|f| NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is .*'•»**> w % 9\ *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.