Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 46
^6 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 jí safnaðarheimili Askirkju. Sóknar- prestur kynnir og fræðir um spá- mennina í Gamla testamentinu. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Æskulýðs- félagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17.1 auga stormsins, kyi-rð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun, kl. 20.15 fræðsla, kl. 21 Taizé-messa. *" 'Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri barna kl. 10-12. Söng- stund kl. 11. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgeltónlist frá kl. 12. Organisti Gunnar Gunnarsson. Sig- urður Flosason leikur á saxófón. Léttur málsverður að stundinni lok- inni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 31. okt. kl. 15. Ekið um ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Kaffiveitingar í Grafarvogskirkju. Kirkjan og byggðin skoðuð í fylgd með sr. Vigfúsi Þ. Amasyni. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 12 í dag og á morgun, föstudag. Kirkjubíllinn ekur um hverfið. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á fóstudögum k!. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgnai- kl. 10-12. Leikfimi aldraðra kl. 11.20. LLL ráðgjöf um brjóstagjöf kl. 14. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bæn- arefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára ki. 16. Fræðslustundir fyrir al- menning í Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Breytingaskeið karla og kvenna. Ólafur M. Hákansson lækn- ir. Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Dagskráin í vetur verður fjölbreytt og boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar samverastundir. Kyrrðar- stundir i hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður. Æskulýðsfélagið 10. bekkur ki. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Víðistaðakirkja. Foreldramorgun milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 „Mín saga“. Kafteinn Miriam Óskarsdótt- ir segir sína sögu. Allir hjartanlega velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 16- 18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslu- stund í kirkjunni: Ólafur Oddur Jónsson fjallar um kristna trú og íhugun kl. 17.30. Síðasta skiptið af fjórum. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 17 TTT kirkjustarf 10-12 ára barna. Blaðaútgáfa. Kl. 20.30 opið hús fyrir unglinga KFUM og -K húsinu. Kl. 20 æfing hjá Kór Landakirkju alla fimmtudaga. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Reykholtskirkja. Messa kl. 14 1. nóvember. Allra heilagra messa. Söngkvartettinn Rúdolf syngur með kirkjukórnum. Eftir messu ki. 15.30 heldur kvartettinn tónleika í kirkj- unni. Sóknarfólk í Reykholts- og Hvanneyrarprestaköllum er hvatt til að koma. Sóknai’prestur. v Haltu þræðinum og fylgstu með Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú á auðveldan hátt haldið þræðinum í dagskránni. í blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og ókeypis á helstu bensínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. í allri sinni mynd! TEIKNING Jörundar hundadagakonungs af eftirminnilegu atviki frá valdatfma hans á Islandi: HárkoIIa hefðarfrúr, sem hann dansaði við, festist í ljósakrónu. Dansleikurinn var haldinn 6. ágúst 1809 á efri hæð hússins Austurstrætis 22 þar sem nú er Astró. „Bylting“ Jörund- ar 1809 rædd á söguslóðum HOLLVINAFÉLAG heimspeki- deildar Háskóla Islands gengst fyrir almennum fundi á fimmtudaginn kemur, 29. október, um valdatöku Jörgens Jörgensens, öðru nafni Jör- undar hundadagakonungs á Islandi fyrir tæpum 190 árum. Hann var danskur ævintýramaður í þjónustu Englendinga og sam- kvæmt eigin yfirlýsingu „alls Islands verndari og hæstráðandi til sjós og lands“ frá 26. júní til 22. ágúst 1809. Fundurinn hefst kl. 17.15 á veitinga- staðnum Astró í Austurstræti. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Anna Agnarsdóttir, sagnfræðing- ur og dósent við Háskóla íslands, ræðir um aðdraganda þess að Jör- VORURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér aö velja þær vörur sem skaöa síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. HOLLUSTUVERND RÍKISINS w Upplýsingar hjá Hollustuvemd ríksins f síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is undur tók sér æðstu völd á íslandi og atburði sem urðu í kjölfar valda- töku hans. Anna Agnarsdóttir er gjörkunnug því tímabili sem hér um ræðir og fjallaði doktorsritgerð er hún varði 1989 við London School of Economics um samskipti Breta og íslendinga á árunum 1800 til 1820. Eftir erindi Önnu sem hún nefnir „Var gerð bylting á íslandi 1809?“ verða fyrirspurnir og almennar um- ræður. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sagnfræðilegur fyrirlestur er fluttur í húsakynnum veitingastaðarins Astró. Ástæðan fyrir staðarvalinu er að sögn Ólafs Ragnarssonar bókaút- gefenda, formanns Hollvinafélags heimspekideildar, sú að þetta hús er einn þeirra sögustaða í Reykjavík er tengjast nafni Jörundar hundadaga- konungs. Á efri hæð hússins, sem nú er númer 22 við Austurstræti, var á valdadögum Jörundar, nánar tiltekið 6. ágúst 1809, haldinn dansleikur, sem hann gerði sögufrægan með teikningu sinni af atviki sem þar átti sér stað. Hefðarfrú nokkur sem hann dansaði við festi óvænt hár- kollu sína í ljósakrónu og stóð eftir allsendis hárlaus. ileima&iAii: atlunlis.maiedia.is/hicviiroegYlft auping
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.