Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 53 f
+ Þórunn Sigríður
Krisfjánsdóttir
fæddist í Merki í
Vopnafírði 26. októ-
ber 1933. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. október
síðastliðinn og fór
útfór hennar fram í
kyrrþey.
Látin er heiðurskon-
an Þórunn Sigríður
Kristjánsdóttir og
komið að kveðjustund.
Fyrstu kynni okkar
hjóna af Gógó, en und-
ir því nafni gekk hún meðal skyld-
fólks og vina, var þegar sonur okk-
ar, Pétur, hóf búskap með Önnu
dóttur þeirra hjóna Borgþórs 01-
sens og Gógóar, ein-
staklega duglegi-i og
vel gefinni stúlku, sem
við erum afar hreykin
af, að eiga sem tengda-
dóttur. Við hjónin telj-
um að Pétur sonur
okkar, hafi verið mjög
lánsamur, að hafa
tengst þessari góðu og
heiðarlegu fjölskyldu.
Oft hittum við Gógó
við afmælisfagnaði
barna þeirra Önnu og
Péturs, en hún var af-
ar stolt af sínum ungu
og glæsilegu barna-
börnum, Borgþóri, Asdísi og Sigríði
Þórdísi. Oft fóru Borgþór og Asdís
til afa og ömmu í Hraunbæinn, eins
og þau nefndu þessar heimsóknir
MINNINGAR
og þar leið þeim vel og stundum var
gist.
Við eigum ánægjulegar minning-
ar um hana Gógó, bæði á heimili
hennar og Borgþórs, svo og á heim-
ili Önnu og Péturs. Minningar sem
ekki gleymast. Síðustu mánuðir
urðu Gógó mjög erfiðir, hún barðist
við illvígan sjúkdóm, sem lagði
hana af velli aðeins tæpra 65 ára að
aldri. Hún var ekki sátt við, að
þurfa að kveðja ástvini sína svona
fljótt, eiginmann, börn og barna-
börn, sem hún unni svo heitt.
Þar sem við vitum að það var
ekki henni að skapi, að um hana
yrðu skrifaðar langar minningar-
greinar, þá látum við staðar numið.
DrengOeg kona er alltof fljótt frá
okkur tekin og við söknum hennar.
Við hjónin sendum öllum aðstand-
endum bestu samúðarkveðjur, sér-
staklega Borgþóri, Kristjáni, Önnu
og Pétri og barnabörnunum ungu,
þeirra allra er missirinn mestur.
Guð blessi minningu hennar.
Ásdís og Hilmar.
ÞÓRUNN SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
KJARTAN
ÁSGEIRSSON
+ Kjartan Ásgeirsson fæddist á
ísafirði 8. júní 1922. Hann
lést í Landspítalanum 15. októ-
ber síðastliðinn og fór útför hans
fram frá titskálakirkju 24. októ-
ber.
Hann er farinn, maðurinn sem
alltaf var svo sterkur og hress, heil-
brigður andlega sem og líkamlega.
Hann sem kenndi mér muninn á
réttu og röngu. Hann sem kenndi
mér að hjóla, að standa upp og
berjast áfram þó að ég dytti á and-
litið í mölina. Hann sem kynnti mig
fyrir besta vini sínum, Guði, og
kenndi mér að skilja og virða hlut-
verk kirkjunnar. Hann sem alltaf
meinti það sem hann sagði og sagði
það sem hann meinti. Traustur,
sterkur og um fram allt, heiðarleg-
ur maður, sem skipaði stóran sess í
lífi allra sem kynntust honum. Mað-
ur sem ég er stoltur af að hafa
þekkt og að geta kallað Kjartan,
afa minn.
Með saknaðarkveðju.
Kjartan Þorvaldsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
ISAL
Rafeindavirki
ISAL er álver í
Straumsvík, skammt
sunnan Hafnarfjarðar
og er stærsta iðn-
fyrirtæki landsins. Hjá
ISAL starfa 500 manns
í fullu starfi og fram-
leitt er ál allan sólar-
hringinn alla daga árs-
ins.
Óskum eftir að ráða rafeindavirkja tii starfa á verk-
stæði okkar sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá ISAL alla virka
daga frá 10:00 - 12:00, sími 560 7121.
Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222
Hafnarfjörður eigi síðar en 6. nóvember nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá íslenska álfélaginu hf. í
Straumsvík, bæði á aðalskrifstofu og hjá hliðverði.
Einnig má nálgast þau á heimasíðu ISAL á
Interneti: www.isal.is
íslenska álfélagið hf.
Uppsetning og þjónusta á
Hljóðkerfum og
ráðstefnubúnaði
Vegna stóraukinna verkefna óskar Nýherji hf. að
ráða nú þegar rafeindavirkja til starfa við upp-
setningu og þjónustu á hljóðkerfum og ráðstefnu-
búnaði.
Við leitum að áhugasömum aðila með þekkingu
og reynslu á umræddu sviði til að starfa við fjöl-
breytt verkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
í boði eru góð laun, krefjandi og skemmtileg
verkefni og góður starfsandi. Við meðhöndlum
allar umsóknir sem trúnaðarmál og svörum
þeim öllum. Umsóknarfrestur er til fös. 6. nóv.
Nýherji er eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins
ásviði upplýsingatækni. Markmið Nýherjaerað
útvega heildarlausnir (upplýsingatækni sem skapa
mikinn ávinning fyrir viðskiptavini.
Frekari upplýsingar um stöðuna veitir Knútur
Rúnarsson í síma 569 7616 , eða netfangi:
knutur@nyherji.is
Blaðbera
vantar á Snorrabraut.
| Uppiýsingar í síma 5691122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Góð manneskja
Óska eftir manneskju til að líta til með 8 ára
dreng í vesturbænum eftir skóla á daginn.
Upplýsingar gefur María í síma 551 0221 og
897 4820.
Starf skrifstofumanns
Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns
á skrifstofu sýslumannsins í Stykkishólmi,
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Um er að
ræða hálft starf fyrir hádegi á skrifstofu em-
bættisins í Stykkishólmi við almenn skrifstofu-
störf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðuneytisins og BSRB.
Umsóknirskulu berast skrifstofu sýslumanns-
ins í Stykkishólmi, Aðalgötu 7, Stykkishólmi
eigi síðar en 16. nóvember nk.
Frekari upplýsingarveitirsýslumaður í síma
438 1220.
Stykkishólmi, 28. október 1998,
Ólafur K. Ólafsson,
sýslumaður.
Byggingaverkamenn
og kranamaður
Óskum að ráða verkamenn og kranamann í
vinnu í Hafnarfirði. Mikil vinna.
Upplýsingar í síma 565 3845 og 565 3854.
BY66£
BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS
Smiðir óskast
Byggfél. Gylfa og Gunnars vill ráða 3 smiði
í mótauppslátt.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628.