Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 21 ERLENT Reuters MENEM Ieggur blómsveig að minningartöflu um bresku hermennina, sem féllu í Falklandseyjastríðinu. Argentínuforseti heiðrar minningu breskra hermanna Upphaf að bættum samskiptum ríkjanna London. Reuters. CARLOS Menem, forseti Argentínu, lagði í gær blómsveig að minningar- steini um þá 252 bresku hermenn, sem féllu í stríði Breta og Argentínu- manna um Falklandseyjar 1982. Er atburðurinn talinn marka upphaf betri samskipta milli ríkjanna. Sveiginn, skreyttan bláum og hvít- um blómum, fánalitum Argentínu, lagði Menem að minningarsteini í Pálskirkjunni í London en hann er fyrsti þjóðhöfðingi Argentínu, sem kemur til Bretlands síðan ríkin háðu blóðuga styrjöld um Falkiandseyjar. Viðstaddir athöfnina voru einnig Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, nokkrir foringjar í herafla beggja ríkjanna auk fyrrverandi hermanna, sem þátt tóku í hildar- leiknum. Þar var einnig Andrés prins, sem var þyrluflugmaður í átökunum, en Menem gékk á fund móður hans, Elísabetar drottningar, síðar í gær. Það vakti hins vegar at- hygli, að Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra í Falklandseyjastríðinu, var fjarverandi en hún er í einkaer- indum í Bandaríkjunum. ítreka tilkall til eyjanna Mikil viðskipti eru með Argentínu og Bretlandi en breska stjómin hef- ur lagt áherslu á, að í heimsókn Menems verði ekkert rætt um breyt- ingar á stöðu Falklandseyja. Deilur um ummæli, sem höfð voru eftir Menem í síðustu viku, urðu til að varpa nokkrum skugga á heim- sóknina. Þá sló dagblaðið The Sun því upp á forsíðu, að hann hefði beðist afsökunar á innrás Argentínu- hers í Falklandseyjar en hann kvaðst aðeins hafa harmað stríðið en ekki beðist afsökunar. Guido Di Tella, utanríkisráðherra Argentínu, sagði í gær, að lausn ætti að geta fundist á ágreiningnum um Falklandseyjar en tók fram, að Menem myndi ítreka tilkall Argent- ínu til þeirra á fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Sagði hann, að ríkin yrðu að sættast á, að þau væru ekki á sama máli um þetta og snúa sér síðan að öðru. Menem sagði við komuna á þriðjudag, að Bretar hefðu getað sæst við sína fyrri fjandmenn, Þjóð- verja, Japani og ítali, og það ætti ekki að verða erfíðara með Argent- ínumenn. að vera auðmaður Castro neitar því Havana. Reuters. FÍDEL Castro, leiðtogi Kúbu, vísar á bug fullyrðing- um um að hann hafi rakað saman auði á þeim nær fjórum áratugum sem hann hefur verið við völd á eynni. Castro átti um liðna helgi fund með 32 ritsljórum bandarískra dagblaða, og voru í gærmorgun sýnd brot úr viðtölum þeirra við hann í sjónvarpi. Leiðtog- inn réðst þar á tímaritið Forbes, sem setti hann ný- lega í ellefta sæti á lista yíír ríkustu konunga, drottn- ingar og einræðisherra í heimi. I tfmaritinu var auður hans metinn á 100 milljónir dollara, eða um sjö millj- arða íslenskra króna. „Þeir hafa sakað mig um ýmis- legt... en aldrei þetta ... Hvaða rétt hafa þeir til að birta slíkar lygar?" spurði Castro, sem var næstur á eftir Elísabetu Bretadrottningu á listanum, og þrem- ur sætum neðar en Saddam Hussein, forseti Iraks. Castro sagði að hvorki hann sjálfur, ættingjar hans, né háttsettir embættismenn ættu bankareikn- inga á erlendri grundu. „Við höfum ekki þörf fyrir neina reikninga í útlöndum, því við erum staðráðin í að deyja með sæmd hér í skotgröfúnum,“ sagði hinn 72 ára gamli leiðtogi. Kynning á nýju snyrtivörulínunni SENSAI CELLULAR PERFORMANCE í Evitu, Kringlunni, í dag og á morgun. Snyrtisérfræðingur verður með húðgreiningartölvuna og veitir faglega ráðgjöf. Kanebo ÍUJll Jólin á Kflnfli rí með Heimsferðum frá1 s.- Nú bjóðum við einstakt tilboð á örfáum sætum til Kanaríeyja um jólin. Brottför út í sólina 14. desember og komið heim 28. desember, þannig að þú nýtur jólanna úti og áramótanna heima. Fyrri vikuna gistir þú á Las Arenas, sem er í hjarta ensku strandarinnar, og síðari vikuna í Tara- smáhýsunum, fallegum smáhýsum í Maspalomas. Bókaðu strax, aðeins 6 gistieiningar í boði. Verð kr. 59.960 Verð frá kr. 49.975 M.v. 2 í studio/smáhýsi, M.v. hjón með bam, 14..des, 2 vikur. 2-14 ára, 14. des, 2 vikur. Aðeins 6 gistíeiníngar í boði HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is GSM SIMAR ERU ÚRELHR! Þessi fiillyrðing stenst líklega ekki ennþá, en þróunin í upplýsinga- og fjarskiptatækni er svo ör að sú gæti orðið reyndin fýrr en okkur grunar. Það vita sérfræðingar hlutabréfasjóða ACM sem sérhæfa sig í fjárfestingum í nýjum og spennandi hugmyndum með frábærum árangri. Leitaðu nánari upplýsinga um erlenda hlutabréfasjóði ACM hjá ráðgjöfúm Landsbréfa. LANPSBRfeFHP,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.