Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 1
254. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ð
KARL Bretaprins ræðir við
Petar Stoyanov, forseta
Búlgaríu, í Sofíu.
Kveðst
ekki vilja
að drottn-
ingin víki
London. Reuters.
ENN ein deilan um bresku kon-
ungsfjölskylduna blossaði upp í
gær þegar Karl Bretaprins sá
sig knúinn til að senda frá sér
harðorða yfírlýsingu þar sem
hann neitaði staðhæfíngum um
að hann myndi kætast ef Elísa-
bet drottning afsalaði sér krún-
unni til að hann gæti orðið kon-
ungur.
Þessar fullyrðingar koma fram
í heimildarmynd um prinsinn
sem sjónvarpað verður í Bret-
landi á sunnudag.
„Þessar staðhæfingar eru ekki
aðeins móðgun heldur einnig al-
gjörlega rangar. Þær endm-
spegla á engan hátt viðhorf mín,“
sagði prinsinn.
Breski krónprinsinn var í
Búlgaríu og kvaðst hafa hringt í
móður sína til að fullvissa hana
um að enginn fótur væri fyrir
fullyrðingunni. „Eg er orðinn
þreyttur á að þurfa að neita
ósönnum fréttum um alls konar
hugsanir sem mér eru gerðar
upp.“
Tveir tilræðismenn bíða bana í spreng;juárás á útimarkað í Jerúsalem
Israelsstjórn frestar stað-
festinpu friðarsamninffs
Jerúsalem, Washington. Reuters. ■' *
ELDUR logar í braki bifreiðar sem notuð var í sprengjuárás á útimarkað í Jerúsalem í gær.
Reuters
STJORN Israels sleit í gær fundi
sínum um hvort hún ætti að staðfesta
samninginn um frekari brottflutning
ísraelskra hersveita frá Vesturbakk-
anum eftir að tveir Palestínumenn
gerðu sprengjuárás á útimarkað í
Jerúsalem. Tilræðismennirnir biðu
báðir bana í sprengingunni og 21
særðist, þar af einn lífshættulega.
Tsahi Hanegbi, dómsmálai'áðherra
Israels, sagði í gærkvöldi að talið
væri nánast öruggt að íslamska
hreyftngin Jihad hefði staðið íyrir til-
ræðinu.
Tilræðismennirnir óku bíl hlöðnum
sprengiefni á sölubás við inngang
markaðarins í gærmorgun. Marg-
menni var á markaðnum þegar
sprengingin varð. „Ég sá rauðan bíl
og í honum voru tveir menn,“ sagði
46 ára gyðingur, sem særðist lítil-
lega. „Éftir nokkrar sekúndur
sprakk bíllinn í loft upp og ég feykt-
ist inn í einn af básunum.“
Arafat lofar baráttu gegn
hermdarverkum
Tilræðið varð til þess að Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra Israels,
sleit strax fundi í stjóminni þar sem
rætt var um samning hans og Yass-
ers Arafats, leiðtoga Palestínumanna,
sem var undirritaður í Washington í
síðasta mánuði.
Talsmaður stjómarinnar sagði að
hún myndi halda umræðunni um
samninginn áfram „eftir að palestínsk
yfirvöld fullvissa hana um að hafíð
verði allsherjarstríð gegn hryðju-
verkahreyfingunum".
Hassan Asfour, samningamaður
Palestínumanna, lýsti þeirri ákvörðun
ísraelsku stjómarinnar að fresta um-
ræðunni um samninginn sem „póli-
tísku hermdarverki“. Hann sagði að
með þessari ákvörðun hefði stjómin
gengið í gildru öfgamanna úr röðum
gyðinga og araba. „Netanyahu ætti
að koma samningnum í framkvæmd í
stað þess að vinna með þeim sem vilja
ekki frið.“
Arafat fordæmdi tilræðið og sagði
að Palestínumenn myndu standa við
loforð sín um að skera upp herör
gegn hermdarverkamönnum.
Fyrir tilræðið benti flest tii þess að
Netanyahu hefði tekist að tryggja að
samningurinn fengi stuðning meiri-
hluta ísraelsku ráðherranna.
Sprengjuárásin setur hins vegar strik
í reikninginn og er vatn á myllu ísra-
elskra stjómmálamanna, sem leggj-
ast gegn því að Israelar láti fleiri
landsvæði af hendi og vilja að Net-
anyahu rifti samningnum.
„Ég get auðvitað ekki greitt a1>
kvæði með samningnum eins og stað-
an er nú. Ég ætla að bíða og sjá hvað
Palestínumenn gera á næstunni,"
sagði Silvan Shalom vísindamálaráð-
herra.
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna,
hvatti báðar þjóðirnar til að standa
við samninginn. Hann lýsti tilræðinu
sem „löðurmannlegum verknaði“
manna sem vildu leggja stein í götu
samningamanna í friðarviðræðunum
en kvaðst vonast til þess að skriður
kæmist aftur á friðarumleitanimar.
Gingrich segist ætla
að láta af embætti
Stjórn Chile mótmælir beiðni um framsai Pinochets
Sendiherra Chile á
Spáni kallaður heim
NEWT Gingrich, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, tilkynnti seint í gærkvöldi að
hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í
embættið. Haft var eftir samstarfsmanni
Gingrich að Uklegt væri að hann myndi einnig
láta af þingmennsku þegar kjörtímabili hans
lyki árið 2000, en hann hefði ekki enn tekið
ákvörðun um það.
Gingrieh tilkynnti ákvörðun sína skömmu
eftir að Bob Livingston, formaður fjái-veitinga-
nefndar fulltrúadeildarinnar, skýrði frá þvf að
hami hefði ákveðið að bjóða sig fram í forseta-
kjöri deildarinnar síðar í mánuðinum.
Livingston, sem stendur hér við þinghúsið í
Washington, lýsti Gingrich sem vini sínum og
„sönnum byltingarmanni" og sagði að sú
ákvörðun að rísa gegn honum væri sú erfið-
asta sem hann hefði nokkurn tfma tekið. Hún
hefði þó verið óhjákvæmileg vegna slæmrar
útkomu repúblikana í kosningunum á þriðju-
dag.
Talsmaður Gingrich sagði að hann hefði tek-
ið ákvörðun Livingstons nærri sér vegna
„langrar og góðrar vináttu þeirra og mikillar
virðingar hans íyrir Livingston formanni".
Áður hafði Steve Largent, þingmaður frá
Oklahoma, skýrt frá því að hann hygðist bjóða
sig fram gegn Dick Armey, leiðtoga meirihluU
ans í fulltrúadeildinni. Búist er við að fleiri
gefi kost á sér í forystusveit repúblikana á næst-
unni. Tveir þingmenn sögðust ætla að beita sér
fyrir því að Henry Hyde, formaður dómsmála-
nefndar fulltrúadeildarinnar, verði í framboði í
forsetakjöri hennar.
Madríd. Reuters.
SPÆNSKA stjómin varð í gær við beiðni dóm-
ara um að fara þess formlega á leit við bresk yf-
irvöld að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð-
isherra í Chile, yrði framseldur til Spánar til að
hægt yrði að sækja hann til saka fyrir morð og
pyntingar. Stjóm Chile mótmælti þessari
ákvörðun og kallaði sendiherra sinn á Spáni
heim en hafnaði kröfu hægrimanna um að hún
sliti stjórnmálasambandi landanna.
Talsmaður spænsku stjómarinnar sagði að
hún hefði samþykkt að óska eftir framsali Pin-
ochets að beiðni spænska dómarans Baltasars
Garzons. Abel Matutes, utann'kisráðherra
Spánar, sagði að ráðuneyti sitt væri að vinna að
framsalsbeiðninni og kvaðst vonast til þess að
hún yrði lögð fram ekki síðar en á þriðjudag.
Bretar handtóku Pinochet 16. október að
beiðni Garzons. Dómstóll í London úrskurðaði
fyrr í mánuðinum að handtakan hefði verið ólög-
mæt á þeirri forsendu að Pinochet nyti friðhelgi
þar sem hann var þjóðhöfðingi þegar meintfr
glæpir hans vora framdir. Urskurðinum var
áfrýjað og dómarar í lávarðadeildinni, æðsta
dómstigi Bretlands, tóku áfrýjunina fyrir fyrr í
vikunni.
Sendiherra beðinn um skýringar
Matutes sagði að framsalsbeiðnin væri „við-
kvæmt mál“ fyrir stjómina en hún vildi ekki
taka fram fyrir hendur spænskra dómstóla.
Stjómin hefrn- tekið mjög varfæmislega á mál-
inu þar sem hún óttast að það skaði tengslin við
Chile.
Hægrimenn í Chile urðu ókvæða við ákvörðun
spænsku stjórnarinnar. „Það er ómögulegt að
halda stjórnmálatengslum við land sem neitar að
viðurkenna lögsögu dómstóla í Chile,“ sagði Al-
berto Cardemil, varaformaður Endurreisnar-
flokksins. „Stjórn Chile verður annaðhvort að
skjóta þessu máli til Alþjóðadómstólsins í Haag
eða rjúfa stjómmálatengslin.“
Jose Miguel Insulza, utanríkisráðhema Chile,
sagði að stjómin myndi ekki verða við þessari
kröfu en hefði kallað sendiherrann í Madríd
heim til að útskýra ákvörðun spænsku stjórnar-
innar.