Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 16

Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 16
í hafinu við strendur íslands eru ómetanlegar hrygningar- og uppeldis- stöðvar margra fiskistofna. Ótrúlega gjöful mið eru allt í kringum landið og langt fram eftir þessari öld héldu menn jafnvel að fiskurinn í sjónum væri óþrjótandi. Nú vitum við öll betur. Hafið gegnir stóru hlutverki við fæðuöflun. Mannkyninu fjölgar ört og það verður að metta æ fleiri munna. Um leið eykst hættan á því að lífríkinu í sjónum verði misboðið. Margar fiskveiðiþjóðir hafa lært af biturri reynslu að engin auðlind er óþrjótandi. Þegar á reyndi báru íslendingar hins vegar gæfu til þess að sameinast um ábyrga fiskveiðistjóm. Útvegsmenn og stjómvöld lögðust á eitt um að koma á stjómkerfi sem hefur skilað árangri. Flestir stofnar em vaxandi, þeir eru nýttir skynsamlega og það er lítil hætta á ofveiði. íslenskir útvegsmenn telja það ekki aðeins skyldu sína að koma í veg fyrir ofveiði og stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar. Þeir vilja einnig viðhalda hreinum og heilnæmum hafsvæðum umhverfis ísland. Mörg verkefni bíða úrlausnar, bæði á alþjóðlegum vettvangi og innanlands. Upplýsa þarf stjómvöld jafnt sem almenning og starfsfólk í I ' w Þekking á vistkeifi sjávar er okkur nauðsynleg og til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um lífríkið í sjónum verður að efla rannsóknir vísindamanna. íslenskir útvegsmenn líta á það sem skyldu sína að styrkja hafrannsóknir og þróun á sviði sjávarlíffræði. í þessu skyni hafa íslenskir útvegsmenn samþykkt að kosta smíði á nýju hafrannsóknarskipi sem vonast er til að verði tckið í notkun í septcmber á næsta ári. sjávarútvegi um umhverfisáhrif útgerða. Bregðast þarf við mengun af völdum þrávirkra efna og sjá til þess að Öll óforgengileg efni verði flutt að landi. Einnig þarf að finna leiðir til orkuspamaðar hjá fiskiskipaflotanum og kanna nýtingu cndumýjanlegra orkugjafa. .i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.