Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 40

Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 40
40 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÁGÆÐA TÖLVUSKJÁIR CTX hágæða tölvuskjáir eru í verðflokkum sem henta einstaklingum jafnt sem stórum fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir hafa hlotið lof virtustu gagnrýnenda í heimi fyrir lága bilanatíðni, skýra skjámynd og litla útgeislun. CTX tölvuskjáirnir eru framleiddir samkvæmt ISO 9002 stöðlum og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um orkunotkun, endurnýtingu og vistvæni. TÆKNIBÆR Skipholt 50c - 105 Reykjavík Sími: 551 6700 - Fax: 561 6700 Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is MARGMIÐLUN HELSTI vaxtarbroddur í tölvu- tækni á næstu árum er að margra mati í lófa- og vasatölvum. A því sviði hefur þróunin líka verið ör og flestir ef ekki allir helstu fram- leiðendur tölvubúnaðar í heimin- um eru með í smíðum eða í undir- búningi að framleiða lófa- eða vasatölvur, aukinheldur sem ýms- ir raftækjaframleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar. Markaðs- ráðandi á þessum vettvangi eru tölvur tveggja framleiðenda, hvors á sínu sviði, en miklar svipt- ingar framundan. Undanfarin ár hafa verið ráð- andi á vasa- og lófatölvumarkaði tölvur sem keyra sérstakt stýri- kerfi hannað fyrir þær. Þar eru á ferð annars vegar Psion-tölvurn- ar bresku sem haft hafa yfirburði á vasatölvumarkaði, og svo Pal- mPiIot sem hefur haft lófatölvu- markaðinn í vasanum. Þessar vélar eru ólíkar um margt; Psion stærri um sig með lykla- borði og hugbúnaði í stíl, en PalmPilotinn lyklaborðslaus tölva með stíl til að skrifa inn texta kjósi menn svo. Notagildi þeirra er og ólíkt, án þess að farið verði frekar út í það hér, og þær eru viðmið- un flestra þeirra sem stefna inn á markaðinn, þar á meðal Philips, sem sett hefur á markað tvær öflugar tölvur, Velo, sem er vasatölva, og Nino, sem er fyrir lófann. Eins og getið er keyrðu þær tölvur sem mestra vinsælda njóta á vasa- og lófatölvumark- aði eigið stýrikerfí og það þótti Microsoft- sljórum eðlilega hið versta mál. Fór svo að sérstök útgáfa var sett saman af Windows, Windows CE, sem er öllu minni um sig en hinar útgáf- urnar sem allir þekkja. Hollenski raftækjarisinn Philips var með þeim fyrstu til að setja á markað lófatölvu sem byggðist á Windows CE, en Phiiips hefúr áð- ur gert tilraunir til að komast inn á einkatölvumarkaðinn. Fyrsta vélin hét Velo 1, kom á markað 1996 og var tvímælalaust besta vél sinnar tegundar á þeim tíma. Philips-stjórar höfðu greinilega lært af markaðsreynslu annarra og lögðu mikið í vélina, vélbúnað- ur var öflugri en tíðkaðist á þeim tíma í slíkum vélum, og útlit tölv- unnar einkar glæsilegt. Vissulega var vélin ekki gallalaus; frægt varð hversu lamirnar á loki henn- ar voru lélegar, en hún bar höfuð og herðar yfír keppinautana í flestu. Fyrr á þessu ári kom svo út ný gerð Velo, Velo 500, svona rétt til að undirstrika muninn á tölvunum tveimur, og tekin var til kostanna í nokkra daga fyrir skemmstu. I tölvunni sem skoðuð var er 16MB EDO DRAM minni og 16MB ROM. Hægt er að stækka minnið með því að bæta við vélina sér- stökum minniskortum. Or- gjörvinn er 75MHz, 32-bita MIPS Philips PR31700 RISC, tvöfalt hraðvirkari en örgjörvinn í Velo Sannköll- uð fyrir- myndarvél Mikil gróska er á vasa- tölvumarkaði og á eftir að verða enn meiri á næstu mánuðum. Arni Matthíasson skoðaði Velo 500, sem er að hans mati fyrir- myndarvél. 100 og tryggir Philips hraðafor- skotið enn um sinn. Glæsilegt útlit Velo 500 er ekki síðri útlits en 100-gerðin, heldur glæsilegri reyndar og þykkari um sig. Skjár- inn er stærri en var á 100-gerð- inni og öllu skýrari. Upplausnin á skjánum er 640x240, 16 gráskalar og punktastærð 0,23 mm. Philips- menn segjast ekki munu taka upp litaskjá sem stendur þar sem þeir eyði of miklu rafmagi og rýri fyr- ir vikið notagildi tölvunnar til muna. Gráskalaskjárinn er vel læsilegur, sérstaklega með bak- lýsingu, en hún spænir upp raf- hlöðurnar. Annars duga þær ágætlega og tekur ekki langan tíma að hlaða. Lykaborðið er sérstakt, svo ekki sé meira sagt , og ýmist þola menn það ekki eða fínnst frábært. Hnappaborðið er allstórt miðað við slíka vél, en hnapparnir sjálfir litlir og langt á milli þeirra. Það þarf því að venjast því, en tekur ekki langan tíma. Tölvan gefur frá sér smelli þegar slegið er á hnappana og gott að hafa það á því svörun er ekki mikil. Vel má nota lyklaborðið til að skrifa stutt skilaboð eða færa inn nöfn og upplýsingar, en ekki er gott að nota vélina fyrir almenna rit- vinnslu, sem vonlegt er, hún er alls ekki ætluð fyrir slíkt. Galli er að ekki sé komið á markað ís- lenskt lyklaborð fyrir Windows CE, en tölvan getur birt íslenskt letur eins og kom í ljós þegar nöfn og símanúmer voru lesin á milli. Víst er hægt að skrifa ís- lensk sértákn með því að slá inn ASCII-gildi táknanna; halda niðri ALT-hnappi og slá 0243 til að skrifa ó til að mynda, en ekki gera menn það til lengdar. Smækkuð Word, Excel, PowerPoint og Internet Explorer Með Windows CE fylgja minnkaðar útgáfur af Word, Excel, PowerPoint og Internet Explorer, en einnig er dagatal og símanúmeraskrá. Oll eru forritin samhæfð Office-pakkanum og þannig má flytja skjöl á milli með sérstökum hugbúnaði sem fylgir. Með tölvunni fylgir tengihulstur sem hún er sett í og síðan tengt við PC-sam- hæfða tölvu. Fljótlegt er að tengja vélina og þegar Windows á PC- vélinni verður vart við að Velo-tölvan sé kom- in í hulstrið fer í gang hugbúnaður sem sér um að samhæfa dag- bókina á milli véla. Innbyggt er í tölvuna mótald en þarf til sér- stakan tengil sem fylgir ekki. Einnig er inn- byggður hljóðnemi og hátalarar og hægt að hljóðrita á vélina minnispunkta eða lengra spjall. Hægt er að taka upp eins og rúmast í minni tölvunn- ar, 16 mínútur á hvert megabæti, og má taka upp með vélina lokaða. Hljómgæði eru eðlilega ekki ýkja mikil, en gott hefði verið ef á vélinni væri tengi fyrir heyrnartól. Velo 500 er mjög nett vél og skemmtileg, þægileg að hafa á sér á ferð og flugi. Ekki tókst að prófa nettenginguna, en sam- kvæmt umfjöllun erlendra blaða er hægur leikur að senda og sækja tölvupóst eða vafra um net- ið, þó eðli málsins samkvæmt falli fæstar vefsíður vel að 640x240 16 gráskala-skjá. Velo 500 kostar rétt innan við 70.000 krónur með tengihulstri, straumbreyti, 16 MB minni og áð- urnefndum hugbúnaði, þ.e. hug- búnaðinum sem fylgir Windows CE og síðan hugbúnaði fyrir PC- samhæfða tölvu til að tengjast Velo-tölvunni og flytja gögn á milli. Velo 500 er 9,4x17x2,5 cm og 425 g. Eins og getið er nýtur Psion- tölvan breska mestrar hylli lófa- tölvunotenda, en það á örugglega eftir að breytast; erfítt verður fyrir Psion-menn að standast sam- keppnina frá Windows, ekki síst í Ijósi þess að tiltölulega einfalt er að aðlaga Windows-hugbúnað að Windows CE. Stýrikerfíð eitt ræð- ur þó ekki úrslitum; þar kemur margt meira til, ekki síst búnað- ur, verð og notagildi. Velo 500- tölva þeirra Philips-manna stend- ur vel að vígi í þeim slag, sann- kölluð fyrirmyndarvél. Þráðlaus sími frá Microsoft MICROSOFT er með mörg járn í eldinum, ekki er bara að fyrirtækið sé einn helsti hugbúnaðarframleið- andi í heimi heldur hefur það snúið sér að framleiðslu á jaðarbúnaði fyrir tölvur í æ ríkari mæli. Það framleiðir mýs, stýripinna og stýri með góðum árangri og hefur nú tekið upp framleiðslu á þráðlausum símum. Snemma í mánuðinum kynnti Microsoft nýjan þráðlausan síma sem tengja á heimilistölvunni. Sím- inn nýi er 900 MHz og tengist heimilistölvunni, sem verður þannig símstöð með símsvara, auk- inheldur sem hægt verður að stýra símanum með röddinni einni sam- an. Sérstakur hugbúnaður, Microsoft Call Manager, fylgir símanum og breytir tölvunni í full- komna símstöð með símsvara sem getur svarað í símann eftir því hver er að hringja, hleypt fyrirfram ákveðnum símtölum í gegn eða úti- lokað, segir frá hver sé að hringja áður en svarað er og svo má telja. Einnig má gefa símanum munnleg fyrirmæli, segja honum að „hringja í vinnuna“ til að mynda eða segja honum að svara eða eyða skilaboð- um svo dæmi séu teldn. Hve fjöl- skyldumeðlimur getur haft sinn eigin símsvara og tekið við skila- boðum fyrir sig inn á tölvuna sem hægt er að hlusta á síðar, hvort sem er í símanum eða með því að hringja og gefa upp leyninúmer. Þúsundir skilaboða má geyma á tölvunni og fer magnið aðeins eftir rými á tölvunni þar sem skilaboðin er vistuð í samþjöppuðu formi. Fyrstu símamir koma á markað vestanhafs um miðjan nóvember, en áætlað smásöluverð er í kring- um 15.000 kr. Crash Bandieoot kynning1 ÞEGAR Spyro the Dragon bytjar og komið er að skjánum þar sem stendur Press Start er hægt að fá að sjá kynningu á næsta stóra borðaleiknum fyrir PlayStation: Crash Bandicoot III. Nóg er að ýta á L1 og þríhyrninginn samtímis og þá kemur upp áður óútgefíð borð í Crash III þar sem þú spilar Coko, systur Crash, í afar flottu og raunverulegu sjávarborði á þotu. Tveggja hraða DVD mynddiskadrif frá Creative. MPEG-2 afspilunarkort. Tveir frábærir leikir fylgja; Claw og Wing íýT Commander4 \ #1 Ef þú kaupir DVD spilara, stakan eöa í tölvu, býðst þér frábært tilboð. Þú greiðir fyrir einn disk en færð þrjá! Þu getur valið hvaða diska sem er frá Warner Bros og Disney. Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.