Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 60

Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 60
^60 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Skólaskip og grunnskólinn Kostir sveigjanlegs fæðingarorlofs ÞEGAR við foreldrar leitumst við að koma bömum okkar til manns er mörgum efst í huga hvaða menntun- ar er þörf og hvernig búið er að skólunum til að sinna henni sem best. Abyrgð okkar að þessu leiti er mikil og ■‘vneiri en nokkru sinni í þeim flókna heimi sem við búum við í dag þar sem hraði breytinga er meiri en nokkru sinni. Hér áður fyrr var það merki um mikla mann- kosti að vera duglegur sjómaður og kunna að taka til hendinni. Fátt taldist vinna nema að gera að fiski, bæta net eða splæsa vír og þá helst berhent- ur. Þessi tími er liðinn og í dag er sjómennskan mun margþættari en áður var þó grunnvinnsla aflans sé svipuð. Tækjavæðing er orðin feikilega mikil á íslenska fískveiði- *»flotanum og mörg af okkar stærstu fiskiskipum eru eins og fljótandi frystihús þar sem fram fer flókin matvælaframleiðsla beint á disk neytandans. Allt er þetta orðið annað og meira en var fyrir aðeins 20 árum og möguleiki unglinga til að gægj- ast inn í þessa veröld lítill. Það er því mikilvægt að í menntakerfi okkar séu leiðir fyrir ungt fólk til að sjá og kynnast þessari veröld sjómannsins þó ekki sé nema í —‘gegnum lítið gægjugat. Þetta er hugmyndin á bak við það að rekið sé skólaskip, skip sem bjóði grunnskólanemendum upp á ferðir, skoðun tækja og tóla, láta úr höfn og kynnast sjóara. Að opna heima hafsins Þessi hugmynd hefur verið reynd áður við miklar vinsældir og skal þar fyrst nefnt skólaskipið Mímir sem hafði á að skipa frá- bærum sjómönnum og hugsjóna- mönnum. Ferð með Mími var toppurinn á námi sjóvinnunem- enda í grunnskólunum og skoðun- arferðir með heilu bekkina afskap- lega vinsælar. Nokkrum árum eft- *'ir að Mímir fórst kom til skjalanna hugsjónamaðurinn Karel Karels- son úr Hafnarfirði með bát sinn Haftind. Hóf hann samstarf við fé- lagsmálastofnanir á SV-horninu og réri með ungu fólki á þeirra vegum á Haftindi. Karel fór það einstaklega vel úr hendi að koma ungum mönnum til manns. Karel fór einnig í sjó- vinnuferðir og skoðun- arferðir með skólabörn við miklar vinsældir. Það starf sem nú er unnið með Dröfn á þessu sviði er í raun framhald af rekstri þessara báta nema að hann er mikið stærri og býður upp á mun fleiri möguleika til kennslu. Dröfnin er 150 tonn meðan Mímir var aðein 15 tonna skip og Haftindur um 50 tonn. Að flestra áliti var talið nauðsynlegt að hafa stórt skip við þessa kennslu sem nú er um borð í Dröfninni og hef ég lagt áherslu á það í tillöguflutningi mínum á Al- þingi. Það sem af er reynslutíma á Dröfninni hefur reksturinn gengið vel og bömin fengið að kynnast líf- Pað er mikilvægt að í menntakerfi okkar séu leiðir fyrir ungt fólk til að sjá og kynnast ver- öld sjómannsins, segir Kristján Pálsson, þó ekki sé nema í gegnum lítið gægjugat. inu um borð í tæknivæddu skipi. Þetta kalla ég að gæjast inn í sjó- mannslífið eins og það er í dag. Eg vona að þessi tilraun verði til að vekja áhuga foreldra og skólayfir- valda á rekstri slíks skips til fram- tíðar og er ég vongóður um að það takist. Það vil ég þakka ekki hvað síst því brautryðjendastarfi sem þeir sýndu á Mími og Haftindi og starfsmenn Fiskifélags Islands. Að mínu áliti er fátt sem getur tengt betur saman sjóinn og grunnskólann en rekstur á skipi eins og Dröfnin er, þar sem sjó- maðurinn og vísindamaðurinn frá Hafró mætast og opna heima hafs- ins fyrir unglingnum. Höfundur er alþingismaður. Kristján Pálsson www.mbl.is/fasteignir FÆÐINGARORLOFS- mál hafa verið í deigl- unni að undanfömu, nú síðast í tengslum við stjórnmálaályktun Landssambands sjálf- stæðiskvenna, en þar em stjómvöld eindregið hvött til að koma sjálf- stæðu fæðingarorlofi á fót fyrir báða foreldra, auk sameiginlegs fæð- ingarorlofs sem foreldr- ar geta skipt með sér eft- ir þörfum og í samvinnu við vinnuveitendur sína. Réttur en ekki skylda Það er höfuðatriði í þessari umræðu allri, að fæðingarorlof er og verður réttur en ekki skylda. Það er jafnframt mikil- vægt að fram komi að sveigjanleiki, þ.e.a.s. réttur tii að skipta orlofinu upp eftir þörfum foreldra, er mikið framfaramál, bæði fyrir foreldrana sem og vinnuveitendur þeirra. Skyldan spyr ekki um skoðun Að skylda fólk í fæðingarorlof, konur eða karla, er sambærilegt við að skylda alla til að taka strætó í vinnuna á morgnana, eða til að ferð- ast eingöngu um á reiðhjóli á mið- vikudögum. Staðreyndin er einfald- lega sú að réttindi eru eitthvað sem við nýtum okkur, standi hugur okkar til þess. Skyldan spyr hins vegar ekki um skoðun okkar. Ósveigjanleiki nú- gildandi kerfis Núverandi fæðingar- orlofskerfi, sem tryggir báðum foreldrum sam- tals sex mánaða fæðing- arorlof og fóður sjálf- stæðan hálfsmánaðar rétt, er fremur ósveigj- anlegt. Annaðhvort tek- ur þú þitt fæðingarorlof eða ekki! Jafnframt er það útbreiddur mis- skilningur að þessir sex mánuðir séu bundnir móðurinni. Með því að tryggja báðum foreldr- um sjálfstæðan rétt og síðan sameiginlegan rétt sem þeh- geta skipt, eða annar aðilinn nýtt sér að fullu, erum við að veita foreldrum og vinnuveitendum svigrúm til að „púsla“ saman mismunandi útgáfum af fæðingarorlofi. Kostir sveigjanleikans í nágrannalöndum okkar er reynslan af sveigjanlegra kerfi góð, ekki hvað síst sú reynsla sem snýr að atvinnulífinu. Með sveigjanleika er hér fyrst og fremst átt við svigrúm foreldra til að skipta fæðingarorlof- inu niður eftir þörfum sínum og vinnuveitendans; t.d. svigrúm til að lækka starfshlutfallið sitt tímabund- ið í 50% eða 75%. Þetta auðveldar, Höfuðatriði í þessari umræðu allri er, segir Helga Guðrún Jónas- dóttir, að fæðingarorlof er og verður réttur en ekki skylda. sérstaklega smæn-i fyrirtækjum, að brúa það bil sem myndast getur vegna fæðingarorlofsmála. Styrkjum bæði íjölskylduna og atvinnulífíð Þai-fir okkar og áherslur eru mis- jafnar, hvort heldur um heimili eða fyrirtæki er að ræða. Með því að gera fæðingarorlof sveigjanlegra en nú er, fá foreldrar svigrúm til að laga þann viðburð, sem fæðing nýs einstaklings er, að þörfum sínum og vinnuveitanda síns. Ósveigjanleiki núgildandi kerfis getur kostað unga foreldra verulegt tekjutap, svo að ekki sé minnst á óhagræðið sem því fylgir fyrir atvinnulífíð í heild. Með auknu frelsi einstaklinganna til að velja veitum við fjölskyldunni svig- rúm til að laga þarfír sínar að at- vinnulífmu og atvinnulífinu svigrúm til að laga þai'fir sínar að fjölskyld- unni. Höfundur er sljórnmálafræðingur og tckur þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Manneskjulegra skattakerfí ÞAÐ Á að fara vel með peninga, og það á að fara alveg sérstaklega vel með peninga sem teknir eru af fólki með skattlagningar- valdinu. En teknanna á líka að afla þannig að skaðlegar aukaverkanir skattheimtunnar verði í lágmarki. Skattar eru til- tölulega lágir á íslandi miðað við það sem gerist í grannlöndunum og skatt- kerfið jafnar tekjur trú- lega meira en víðast hvar. Enn eru alvarlegir gall- ar í skattakerfinu. Sums stáðar í frumskógi skatta, bóta, lífeyris og hlunninda verða jaðaráhrifin ósæmi- leg. Þá hirða tekjutengingar hverja krónu, sem fólk bætir við með vinnu eða úr lífeyrissjóði, því lífeyrir eða bætur frá ríkinu lækka á móti og af- slættir hverfa. Einkum snýr þetta að öldruðum, sem eiga sér enga undan- komuleið, að bamafólki, sem á þann mótleik að draga úr vinnu og að þeim ör- yrlgum sem hafa nokkra vinnugetu og eiga sama kost og barnafólkið. Annars vegar er gerðui’ upp- tækur spamaður þein*a sem lagt hafa fyrir í líf- eyrissjóði. Hins vegar eru eyðlögð tækifæri fólks til að bæta kjör sín með vinnu og dugnaði. Ég vil bjálpa til við að draga úr tekjutengingu og misfellum í samspiii skatta og bóta, og ég hef reynslu og þekkingu til að koma að gagni við það verk. Auðvelt verð- ur það ekki, því annars væri löngu bú- ið að berja í brestina. Það er nefnilega óhætt að bóka að stjómmálamenn gera það ekki að gamni sínu að baka vandræði þótt það hendi þá ef þeir sjá ekki úrræði. Vandinn við að eyða tekjutenging- Markús Möller unni er að fyrir hvem einn sem tekst að losa úr verstu gildrunum er líklegt að þrír eða fjórir fljóti með sem vand- inn brennur ekki nærri eins illa á. Þess vegna myndu tekjur ríkisins Ég vil hjálpa til við að draga úr tekjutenging- um, segir Markús Möll- er, og ég hef reynslu og þekkingu sem koma að gagni við það verk. lækka mjög mikið ef einfóldustu leið- um væri beitt til að eyða telquteng- ingum. En ef menn leita af atorku og þekkingu og gera sér grein fyrir að endurbætur fást ekki ókeypis, þá má ná árangri. Ég vil koma að þeirri leit og skal styðja það með ráðum og dáð, að næsta svigrúm sem finnst til að lækka skatta verði notað til að draga úr tekjutengingu gagnvart barnafólki, öldruðum og öryrkjum. Ef svigrúm finnst ekki, verður að búa það til. Höfundur er hagfræðingur og sæk- ist eftir 2. sætinu í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi. Ficus Parasol 180 cm (Tré með tveimur brúskum) Cypress Cone í Moonrock vasa (L) 145 cm (Tré á kúlu) Podacarpus 210 cm (Suðurlandatré) Citrus Topiary 120 cm (Appelsínutré) OpiÖ: mén.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 11-14 Slml: 661 2040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.