Morgunblaðið - 07.11.1998, Side 76
>76 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
*
sviði, enda hafa þeir félagar Jóhann
og Pétur víða farið og leikið. Sara
Guðmundsdóttir hefm’ aftur á móti
minna sungið opinberlega.
Upphaf tónleikanna var bráð-
gott, byrjað á skemmtilegri dans-
stemmningu í Peeping Tom og
næst þar á eftir kom afbragðs lag,
Missile, sem maður óskaði helst að
væri helmingi lengra. Leikið var á
ýmsa strengi á tónleikunum og
sveitin renndi sér yfir tilfinninga-
skalann, allt frá ysta myrkri í létta
froðu. Mesta hrifningu vakti eðli-
lega lagatvennan Losing Hand og
Bogus, enda þekkja flestir þau lög
mjög vel.
Sveitin stóð sig mjög vel á sviði
og hljómur til fyrirmyndar. Pétur
fór á kostum á gítarinn, Guðni fim-
um höndum um bassann og Arnar
er í fremstu röð íslenskra trymbla.
Mátti heyra á köflum að sveitin var
ekki búin að spila sig fyliilega sam-
an, en þegar allt small saman var
keyrslan pottþétt og mögnuð;
minnti á Funkstrasse-fönk, sem
vonlegt er því hrynparið Arnar og
Guðni eru einmitt þaðan ættaðir og
gott ef þeir fé-
Lagalisti
Peeping Tom
Missile
Take Me Away
More to Life
Darkness
Calling Me
BEM
A Day Lasts Forever
Losing Hand
Bogus (I Don’t Want to
Know)
Uppklapp
Silfurskotturnar hafa
sungið fyrir mig
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Sara Guðmundsdóttir, söngkona Lhooq.
lagar eru ekki
allir með fónkið í
blóðinu.
Sara Guð-
mundsdóttir er
skemmtileg
söngkona með
góða rödd og
stóð sig vel.
Hún þyrfti þó
að bæta sig í
sviðsframkomu
og fjölga hreyf-
ingum, enda er
hún andlit sveit-
arinnar og
mæðir mikið á
henni. Allt fór
vel fram og var
vel flutt, en helst saknaði maður
þess að enginn lífsháski var á svið-
inu, enginn liðsmanna sleppti sér
og í löngum köflum mátti sjá fólk
geispa. Kannski voru allir bara að
vanda sig of mikið, en fáir fara á
tónleika til að heyra fagmennsku
og fínheit, það verður að vera eld-
ur og eimyrja.
Árni Matthíasson
Skáld heimsveldis
og dauðinn
ÞEGAR breska heimsveldið var á
dögum og í fullum blóma á nítj-
ándu öld og fram yfir fyrra stríð,
átti það sína persónugervinga,
menn eins og Cecil Rhodes, Rudy-
ard Kipling og Agöthu Christie.
Svo nokkur kunn nöfn séu nefnd.
Segja má að fyrrgreindir þrír aðil-
ar hafi skipt löndum á milli sín.
Rhodes fór um Suður-Afríku og
stofnaði helsta gimsteina fyrirtæki
heimsins og síðar Rhódesíu,
Kipling orti um „byrðar“ hvíta
mannsins í Austurlöndum, þai’
sem morgnarnir skutust upp á
himininn „like thunder across“
Manilla flóann og svo kom Agatha
Christie, sem skrifaði um dularfult
morð á Níl, en á öllum þessum
svæðum gætti heimsveldisins
breska og raunar
víðar. Heima á
Englandi þóttu
þetta sjálfsagðh’
hlutir, en þótt
þjóðh- hafi bæði fyrr og síðar færst
i tölu heimsvelda, töldu skáld
þeirra ekki sjálfsagt að fylgja í
kjölfarið, nema þá sem leiðigjam-
ar uppblásnar nýlendur gáfu-
mannahópa, em skildu lítið efth’
sig sem nýlendur. Aðrar þjóðir
æddu yfir löndin og foringjar
þeirra stóðu upp að öxlum í mann-
drápum. Það voru hins vegar ein-
staklingar eins og Kipling, Rhodes
og Christie sem vörpuðu nokkrum
ljóma á heimsveldi Breta.
Við sáum nokkurn afrakstur
fyrrgreinda heimsveldisbók-
mennta á Sýn á föstudagskvöld í
fyrri viku, þegar sýnd var myndin
Dauðinn á Níl eftir Christie með
stórleikarann Peter Ustinov, sem
mig minnir að hafi komið til ís-
lands, en hlaut ekki virðulegri
móttökur en þær, að menn nefndu
hann Peter ,just enough“. Hann
fór í myndinni með hina kunnu
persónu Hercule Poh’ot, sem
Christie kom sér upp til að leysa
morðgátur, sléttgreidda með vax-
borið skegg og svo breska í hátt-
um að Bretar máttu vel við una,
þótt persónan sjálf héldi því fram í
tíma og ótíma að hún væri belgísk.
Myndin er ágætlega gerð og
klæðnaður og fas fólksins fellur vel
að þeim hugmyndum, sem maður
lærði að hafa um Breta fyrir
seinna stríð. Þarna
er sem sagt hópur á
ferð upp Nil að
skoða frægar lend-
ur Egypta, en af
því Christie ræður ferðinni þá er
auðvitað framið morð, sem Poirot
leysir úr.
Islensku þættirnir eru fai’nir að
segja til sín í ríkiskassanum.
...þetta helst er komið vikulega á
skjáinn og stendur vel undir vænt-
ingum. Allar horfur eru á því að
þetta verði langlífur þáttur því til
hans hefur valist fólk, þ.e. til þess
að stjórna og til aðstoðar, sem hef-
ur reynst starfi sínu prýðilega vax-
ið og er mátulega alvörugefið.
Einnig skal enn nafnd Enn ein
stöðin, sem verður að þola misjafn-
lega gott gengi, en er yfirleitt
alltaf í toppi. Fleiri innlendir þætt-
ir em komnir. Þeir eru ekki miklir
til áhorfs nema hjá þeim, sem eru
ósköp stuttir til hnésins eða með
gen úr 68-kynslóðinni. En allir
þurfa sína prívatþætti, og þeir sem
vilja sinna prívatþörfum aldurs-
hópa eiga auðvitað að gera það,
sbr. fótboltann. Sjónvarpsefni sem
valið er eftir þörfum samkvæmt
mati sérfræðinga býr við hættuna
af því að allt hið nýstárlega, ferska
og skemmtilega eigi í vök að verj-
ast. Og hvai’ eiga mörkin að vera.
Sérfræðingar þurfa nefnilega að
spyrja sig að ýmsu. Á t.d. að velja
efni handa börnum áður en búið er
að venja þau af koppnum, eða á að
bíða til sex ára aldurs og svona
mætti lengi spyrja.
Það kom þægilega á óvart þegar
fréttist að Logi Bergmann Eiðs-
son hefði verið ráðinn til að spyrja
í spumingakeppni framhaldsskól-
anna. Hann er mætur fjölmiðla-
maður og stjórnaði um nokkurn
tíma útvarpsþáttum á meðan hann
beið eftir að komast á sjónvarpið,
þar sem hann er nú. Ekki er að efa
að Loga fer verkið vel úr hendi, en
það hefur gengið heldur brösulega
með spyrlana. Þeir hafa ýmist set-
ið þarna og látið eins og þeir
segðu: Sjáið mig, eða gert tilraun
til að grínast. Nemendunum er
þátttakan dauðans alvara og því
ber að koma fram við þá af alvöru
og láta kaffihúsafasið eiga sig.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI
FRANSKA fyrirsætan Laeticia
Casta sýnir hér þennan stutta
jakka sem borinn er við þröng
ar stuttbuxur.
Fagmennska
og fínheit
TONLIST
Tónleikar
LOFTKASTALINN
Hljómsveitin Lhooq Iék á tónleikum í
Loftkastalanum á fímmtudagskvöld.
Hljómsveitina Lhooq skipa Pétur
Hallgrímsson gftarleikari, Sara Guð-
mundsdóttir söngkona og Jóhann Jó-
hannsson hljómborðsleikari. Þeim til
aðstoðar á tónleikunum voru Guðni
Finnsson bassaleikari og Arnar Geir
Ómarsson trommuleikari.
HLJÓMSVEITIN Lhooq er í
hópi þeirra sveita íslenski’a sem náð
hafa því markmiði að koma sér á
framfæri ytra, er samningsbundin
breskri útgáfu og sendi frá sér
prýðilega breiðskífu samnefnda
sveitinni fyrir skemmstu. Þó það
hafi verið fyrsta breiðskífan er
Lhooq ekki ný af nálinni; sveitin
kom fyrst fram á Uxa-hátíðinni
austur á Klaustri íyrir rúmum
þremur árum. Þrátt fyrir það má
telja á fingrum annarrar handai’ þá
tónleika sem hljómsveitin Lhooq
hefur haldið og í því ljósi voru tón-
leikar sveitarinnar í Loftkastalan-
um sl. fimmtudagskvöld veruleg tíð-
indi, en þeir voru kynntir sem eins-
konar útgáfutónleikar áðumefndrar
breiðskífu. Ekki var þó að merkja
að sveitin væri óvön að standa á
Sportleg í hvítri golftreyju, gráum
beinsniðnum buxum.
Frum-
leg
baðföt
með
hand-
klæði
í stfl.
►Á DÖGUNUM var haldin í
Hvítur
og blár
teygju-
kjóll
með hatti
í stfl.
París tískusýning breska tísku
hönnuðarins Vivienne
Westwood. Fatnaður
Westwood hefur átt
miklum vinsældum að
fagna hjá yngri kyn-
slóðinni enda þykja
fötin bæði smart og
klæðileg.
Eins og myndirnar
bera með sér er vor-
tíska Westwood fjöl-
breytt að vanda og
ættu flestir að geta
fundið sér eitthvað við
hæfi.
Tískusýning
Vivienne Westwood