Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 1
260. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Sverrir
Vinafundir í Bonn
Bonn. Morgunblaðið.
GERHARD Schröder, kanzlari
Þýzkalands, tekur á móti Davíð
Oddssyni forsætisráðherra fyrir
utan þinghúsið í Bonn í gær. Eins
og sjá má voru endurfundir
þeirra gleðilegir, en Davíð tók á
móti Schröder í Ráðherrabústaðn-
um í Reykjavík um sama leyti árs
í fyrra, þegar hann kom í opin-
bera heimsókn til Islands sem for-
sætisráðherra Neðra-Saxlands.
Schröder Ijáði fréttamönnum í
þýzka þinghúsinu að hann sæi
engin vandamál í samskiptum Is-
lands og Þýzkalands. Davíð Odds-
son sagði eftir fund þeirra að
hann teldi fslendinga eiga góða
bandamenn í hinum nýju valdhöf-
um Þýzkalands, sem sýndu ís-
lenzkum sjónarmiðum mikinn
skilning. Með fundinum með
Schröder lauk viðræðum Davíðs
við ráðamenn í Bonn, en auk
kanzlarans hitti hann Helmut
Kohl fyrrverandi kanzlara og
Wolfgang Schauble arftaka hans
sem leiðtogi kristilegra
demókrata.
■ Nýir valdhafar/4
Clinton semur
við Paulu Jones
Washington. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef-
ur fallist á að greiða Paulu Jones 850
þúsund dollara, eða um 60 milljónir
íslenskra króna, fyrir að falla frá lög-
sókn á hendur honum fyrir kynferð-
islega áreitni.
Robert Bennett, lögmaður Clint-
ons, sagði í gær að forsetinn teldi
ásakanir Paulu Jones tilhæfulausar,
en vildi binda enda á þrætuna, sem
staðið hefur í fjögur ár og leiddi til
rannsóknar á sambandi forsetans við
Monicu Lewinsky. „Forsetinn hefur
komist að þeh-ri niðurstöðu að hann
sé ekki reiðubúinn að eyða meiri
tíma í þetta mál,“ sagði Bennett. Bill
McMillan, einn af lögmönnum Paulu
Jones, sagði að hún væri „afar
ánægð að málinu væri loks lokið“, og
að hún liti á niðurstöðuna sem sigur.
Samkomulagið kveðui' á um að
Clinton greiði Jones umsamda upp-
hæð innan 60 daga, en felur ekki í sér
afsökunarbeiðni
eða játningu
sektar af hálfu
forsetans.
Paula Jones
heldur því fram
að Clinton hafi
boðið henni upp
á hótelherbergi
sitt í Little Rock
og áreitt hana
kynferðislega árið 1991, þegar hann
var ríkisstjóri í Arkansas. Hún var
þá ríkisstarfsmaður. Clinton hefur
alla tíð neitað ásökunum Jones. Mál-
inu var vísað frá dómi síðastliðið vor,
en lögmenn Jones áfrýjuðu þeim úr-
skurði.
Sérskipaði saksóknai'inn Kenneth
Stan' afhenti fulltrúadeild þingsins i
gær frekari gögn um ásaknir Kathl-
een Willey á hendur forsetanum um
kynferðislega áreitni.
Brazilía fær
2.900 milljarða
Washington. Reuters.
TILKYNNT var í gær, að Alþjóða- Miehel Camdessus, framkvæmda-
gjaldeyrissjóðurinn (IMF) og ýmis stjóri IMF, sagði í gær, að vonast
iðnríki ætluðu að veita Brazilíu um væri tii, að aðstoðin hjálpaði brazil-
2.900 milljarða ísl. kr. til að koma í ískum stjórnvöldum við að ná tökum
veg fyrir fjármálahrun í landinu. á langvarandi halla á ríkisbúskapn-
Fyrir utan alþjóðlegar lánastofn- um og auka tiltrú fjárfesta. Sagði
anir leggja Bandaríkjamenn mest af hann, að stjórnin hefði heitið að
mörkum, um 350 milljarða kr., en halda genginu stöðugu, sýna mikið
Evrópusambandsríkin samtals um aðhald í fjármálum og auka almennt
530 milljarða. frjálsræði í efnahagslífínu.
Saddam Hussein vekur máls á friðsamlegri lausn á fraksdeilunni
Albright segir málamiðl-
un ekki koma til greina
Bagdad, Washington, Teheran, Moskvu. Reuters.
SADDAM Hussein, forseti Iraks, sýndi í gær
nokkur merki þess að hann væri reiðubúinn að
sýna sveigjanleika í deilunni vegna vopnaeftirlits
Sameinuðu þjóðanna, en Vesturveldin tóku dræmt
í ummæli hans. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
Madeleine Albright utanríkisráðherra tóku í gær
skýrt fram að Bandaríkin væru reiðubúin að hefja
loftárásir á írak, gæfi Saddam ekki tafarlaust eft-
h'. Bandaríkjamenn héldu í gær áfram að auka
herstyrk sinn við Persaflóa.
Opinbera fréttastofan í Irak, INA, sagði frá því
í gær að Saddam hefði greint sendiherra Rúss-
lands í Bagdad, Nikoli Kartúsov, frá því að „írak-
ar væru reiðubúnir að bregðast á jákvæðan hátt
við tillögum sem kæmu til móts við réttmætar
kröfur Iraks“. INA hafði jafnframt eftir Saddam
að ákvörðunin um að hindra störf vopnaeftirlits-
sveita Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið til
þess ætluð að ögra öryggisráði SÞ.
írakar eiga enn möguleika
Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði frétta-
mönnum í gær að Saddam „hefði enn möguleika á
að binda enda á deiluna", með því að taka á ný upp
fullt samstarf við vopnaeftirlitssveith' SÞ.
Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði i gær að allir óskuðu þess að frið-
samleg lausn næðist, en málamiðlun kæmi ekki til
Reuters
TVEIR starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í
Bagdad flytja fóggur sínar í höfuðstöðvar
samtakanna í borginni í gær.
greina. Til að afstýra loftárásum þyrfti Saddam
Hussein að falla frá ákvörðun sinni um að hindra
störf vopnaeftirlitssveitanna. „Irakai' standa
frammi fyrh' einföldu vali, að skipta um skoðun
eða taka afleiðingunum," sagði Albright.
Dmitri Jakúskín, talsmaður rússnesku stjórnar-
innar, ítrekaði í gær að Rússar væru algjörlega
mótfallnir beitingu hervalds gegn írak, en lagði þó
áherslu á að írakar bæru fulla ábyrgð á deilunni,
og hvatti Saddam til að sýna vopnaeftirlitssveitum
SÞ samvinnu.
Þeir fímmtíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
sem enn eru í Bagdad fluttu í gær í öryggisskyni
af hótelum sínum í höfuðstöðvar SÞ í borginni.
Mörg ríki hafa hvatt þegna sína til að yfírgefa
Irak, og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefíir
hvatt Bandaríkjamenn um allan heim til að vera á
varðbergi gagnvart hugsanlegum árásum vegna
aukinnar spennu við Persaflóa.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, ítrekaði i gær að hann hygðist ekki fara
til Bagdad til samningaviðræðna við Saddam
Hussein. Hann átti í gær fund með öryggisráði SÞ
um stöðu mála.
íraski herinn í viðbragðsstöðu
Samtök útlægra Iraka sögðu í gær að Saddam
Hussein hefði skipað íraska hernum í viðbragðs-
stöðu. I yfírlýsingu samtakanna segir að Saddam
„hafí gefið öllum öryggissveitum og háttsettum yf-
irmönnum í hernum skipun um að taka sér stöðu
og framfylgja neyðaráætlunum".
Um 300 bandarískar og breskar herflugvélar
eru nú í viðbragðsstöðu eða væntanlegar til
Persaflóa, auk 23 herskipa og kafbáta, sem bera
yfir 300 langdrægar Tomahawk-stýriflaugar.
Fundur APEC
Deilt um
tollamál
Kuala Lumpur. Reuters.
BANDARÍKJAMENN gagn-
rýndu stjóm Japans í gær fyrir
að ætla að hindra samkomulag
um lækkun tolla á sjávar- og
skógarafurðir á fundi leiðtoga
aðildarríkja APEC, Efnahags-
samvinnuráðs Asíu- og Kyi-ra-
hafsríkja, sem haldinn verður í
Malasíu á þriðjudag og mið-
vikudag.
Spennan í samskiptum
Bandaríkjamanna og Japana
magnaðist í gær þegar embætt-
ismönnum aðildai'ríkjanna 18,
sem undirbúa leiðtogafundinn,
tókst ekki að ná samkomulagi í
tolladeilunni. Ákveðið var þó að
ráðherrar ríkjanna myndu
reyna að leysa hana um helgina.
Fer Clinton á fundinn?
Útlit var fyrir í gær að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti hefði
enn i hyggju að sitja leiðtoga-
fund APEC, en vangaveltur
voru uppi um að hann kynni að
hætta við það vegna hugsan-
legra hernaðaraðgerða gegn
Irak. Akveði forsetinn að sitja
ekki leiðtogafundinn yrði það
mikið áfall fyrir APEC, sem hef-
ur reynt að auka vægi sitt í Asíu.
■ Samtökin hvött/28