Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðræður forsætisráðherra við Gerhard Schröder og Wolfgang Scháuble
Nýir valdhafar
góðir bandamenn
Morgunblaðið/Sverrir
DAVÍÐ Oddsson ræðir við Wolfgang Schauble, arftaka Helmuts Kohls á
formannsstóli kristilegra demókrata og leiðtoga stjórmirandstöðunnar.
Reuters
DAVÍÐ Oddsson og Gerhard Schröder á leið til fundar í skrifstofu
kanzlarans í þinghúsinu í Bonn í gær.
Bonn. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR eiga góða banda-
menn í nýjum valdhöfum Þýzka-
lands, sem og öðrum áhrifamönnum
þar. Þetta sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra í samtali við Morgun-
blaðið eftir viðræður sínar við Ger-
hard Schröder, kanzlara landsins,
en Davíð hitti í gær einnig Wolfgang
Scháuble arftaka Helmuts Kohls á
formannsstóli kristilegra demókrata
og þar með leiðtoga stjómarand-
stöðunnar.
Schröder tjáði fréttamönnum
bæði fyrir og eftir fund þeirra Da-
víðs að hann sæi engin vandamál í
samskiptum íslands og Þýzkalands.
„Ef einhver vandamál skyldu koma
upp þá munum við leysa þau á þeim
góðu samstarfsnótum sem hefð er
fyrir í samskiptum okkar, en ég finn
einfaldlega engin vandamál," sagði
hann. Aðspurður um hvort þess sé
að vænta að hann sæki Island aftur
heim - eftir vel heppnaða heimsókn
hans fyrir réttu ári þegar hann var
enn forsætisráðherra Neðra-
Saxlands - sagðist hann ekki geta
sagt neitt ábyggilegt um það, en
lýsti því yfir að sér væri landið mjög
kært, á því yrði engin breyting. Da-
víð Oddsson sagði þá að hann væri
velkominn hvenær sem er.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Davíð fundinn með Schröder hafa
heppnazt mjög vel, en hann var
haldinn á skrifstofu kanzlarans í
þinghúsinu í Bonn þótt upprunalega
hafði verið ráðgert að þeir snæddu
saman hádegisverð í kanzlarahöll-
inni. Heitar umræður á þinginu um
skattastefnu stjómarinnar kröfðust
viðveru kanzlarans.
Sjónarmiðum íslendinga vel tekið
Davíð sagði Schröder hafa tekið
vel sjónarmiðum íslendinga í þeim
málum sem leiðtogamir ræddu og
sýnt þeim góðan skilning, enda
greinilegt að hann hefði sett sig inn í
þau mál sem til stóð að ræða. Helztu
málin sem tekin vom upp á fundin-
um voru mál sem tengdust hags-
munum íslands í Evrópusamvinn-
unni, svo sem Schengen-samningur-
inn, deilan um greiðslur íslendinga
og Norðmanna í svokallaðan þróun-
arsjóð EFTA og útvíkkun ESB - og
þar með stækkun Evrópska efna-
hagssvæðisins - til austurs. Þjóð-
verjar taka við forsæti i ráðherra-
ráði Evrópusambandsins um ára-
mótin og gegna því fyrri helming
næsta árs, og því var þessi fundur
með kanzlaranum mikilvægt tæki-
færi til að leita skilnings á íslenzkum
sjónarmiðum á þessu sviði. Þá var
einnig á dagskránni afstaða Islend-
inga til Kyoto-bókunarinnar um los-
un gróðurhúsalofttegunda og sam-
eiginleg hagsmunamál Þjóðverja og
íslendinga innan Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO.
Davíð taldi Schröder vera „mjög
hliðhollan“ þeim skilningi sem ís-
lendingar legðu í þá deilu sem Spán-
verjar hófu fyrir skömmu um
greiðslur EFTA-ríkjanna í EES, ís-
lendinga og Norðmanna, í sjóð sem
ætlaður var aðallega til að styðja við
efnahagsþróun í ESB-ríkjunum
Spáni og Portúgal, en upprunalegi
samningurinn um þessar greiðslur
er runninn út. Davíð sagði Schröder
sammála því að íslendingar væru
búnir að uppfylla sínar samnings-
bundnu skyldur hvað þetta varðar
„og það væri drengilega boðið af
okkur og Norðmönnum að þegar fá-
tækari lönd Austur-Evrópu koma
inn í sambandið þá séum við tilbúnir
til þess að leggja fé af mörkum til að
greiða fyrir þeim stækkun enda er
Evrópska efnahagssvæðið að
stækka um leið,“ sagði Davíð.
Varðandi austurstækkun ESB al-
mennt sagði Schröder annars, að
það kynni að vera skynsamlegt að
fara sér aðeins hægar í því ferli en
að hafði verið stefnt. „Hann telur að
áform manna eins og Kohls, sem
hafði á sínum tíma talað um að lönd
eins og Pólland gætu fengið inn-
göngu á tímabilinu 2000-2001, væru
einfaldlega ekki raunsæ,“ sagði Da-
víð.
Leiðtogamir skiptust einnig á
skoðunum um stækkun Atlantshafs-
bandalagsins og næstu skref í þeim
efnum. Eftir að hafa rætt sjónarmið
íslendinga, Þjóðverja og annarra
NATO-þjóða í þessu máli sagði Da-
víð Schröder hafa lagt til að þeir
„hringdu sig saman“ áður en þeir
héldu á leiðtogafund NATO í Was-
hington í vor, þar sem til stendur að
ganga frá inngöngu þriggja Austur-
Evrópuríkja í bandalagið. „Mér
þótti vænt um þetta," sagði Davíð.
Schröder lét ekki uppi neina skoð-
un á sjónarmiðum Islands í lofts-
lagsráðstefnumálinu að sögn Davíðs,
enda væru „þau mál öll sömul á
miklu floti þessa dagana“.
Almennt um fund þeirra leiðtog-
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði í gær að aðildin að evr-
ópska efnahagssvæðinu hefði á ein-
stökum sviðum skipt mestu máli fyr-
ir menntun, rannsóknir og vísindi á
íslandi.
Björn flutti ræðu við upphaf Evr-
ópudaga og benti á að þegar umræð-
ur um aðild að evrópska efnahags-
svæðinu hefðu staðið sem hæst hefði
ekki borið mikið á því að rætt væri
um gildi hennar með menntun,
menningu, rannsóknir og vísindi að
leiðarljósi.
„Athyglin beindist að hinu fjór-
þætta frelsi, einkum viðskiptafrels-
inu,“ sagði Björn. „Eg leyfi mér að
slá því föstu að á fáum einstökum
sviðum hefur aðildin að EES skipt
okkur meiru en að því er varðar
menntun, rannsóknir og vísindi."
Hrakspár rættust ekki
Hann sagði að íslendingar þyrftu
vissulega að fylgjast með þróun
Evrópumála, þvi að Evrópusam-
bandið tæki stöðugum breytingum.
Hins vegar væri ljóst að hrakspár
þeirra, sem hefðu talið að Evrópu-
stefna ríkisstjórnarinnar myndi
leiða til pólitískrar einangrunar,
hefðu ekki ræst.
anna sagði Davíð að hann hefði verið
afslappaður og byggður á góðri
reynslu Schröders af Islandsdvöl
hans í fyrra. Mjög mikilvægt væri
að hafa náð svo góðu persónulegu
sambandi við nýja valdhafa voldug-
asta ríkis Evrópu svo snemma á
embættisferlinum. „Ég tel okkur
eiga þama góða bandamenn," sagði
Davíð.
Scháuble áhugasamur um
fiskveiðistjómun
Davíð lét einnig mjög vel af fundi
sínum með Wolfgang Scháuble.
„Hann hafði mikinn áhuga á þeim
þáttum sem ég var að útskýra um
sérstöðu íslands, með hvaða hætti
við vemduðum okkar fiskistofna,
vildi vita um afstöðu okkar til hval-
veiða og til vaxandi krafna ýmiss
konar samtaka um að fiskveiðum
„Athyglisvert er að enginn kraft-
ur er lengur í málflutningi þeirra,
sem töldu fyrir síðustu kosningar að
okkur væri lífsnauðsynlegt að ger-
ast aðilar að Evrópusambandinu,"
sagði hann. „Er fátt, sem bendir til
þess að ágreiningur um stefnu ís-
lands i Evrópumálum, muni setja
mikinn svip á baráttuna fyrir þing-
kosningarnar næsta vor. Ástæðan
fyrir þessari þróun er einfaldlega sú
að víðtæk sátt hefur tekist um aðild
okkar að evrópska efnahagssvæð-
inu.“
Skammsýni að nota einungis
peningalega mælistiku
Bjöm sagði að íslendingar ættu
að geta unað vel við það hvernig
vegnað hefði innan fjórðu rammaá-
ætlunarinnar um evrópskan stuðn-
ing við rannsóknir og vísindi. Með
fjárhagsskuldbingingum vegna sam-
starfsins væru íslensk stjórnvöld að
opna markað fyrir íslenskt hugvit og
hugmyndir. Hann kvaðst vera þeirr-
ar hyggju að í því fælist nokkur
skammsýni að nota einungis pen-
ingalega mælistiku til að meta ár-
angurinn innan rammaáætlunarinn-
ar því að í raun væri miklu meira í
húfi.
væri stýrt á hnattræna vísu.“ I
framhaldi af því fór Davíð yfir sjón-
armið íslands gagnvart Evrópusam-
bandinu og sameiginlegu sjávarút-
vegsstefnunni, að „afskipti og stuðn-
ingur hins opinbera í stórum stíl við
útgerð sé meginorsök þess að fískur
er sums staðar ofveiddur, vegna
þess að þar hafa útgerðirnar ekki
sérstakan hag af því að vemda
stofnana." Á Islandi sé þessu þver-
öfugt farið; tekjur okkar hyrfu ef við
gættum ekki að fisldstofnum okkar.
Scháuble hafi sýnt þessum sjónar-
miðum mikinn skilning.
Að viðræðunum við Scháuble og
Schröder loknum lá leið forsætisráð-
herra, í fylgd Ingimundar Sigfús-
sonar sendiherra, til Berlínar, þar
sem skoða á nýbyggingu íslenzka
sendiráðsins þar, sem opnað verður
á næsta ári.
„í umræðum um þátttökuna í
rammaáætluninni hafa þær raddir
heyrst að vegna aðildar að henni
beinist rannsóknir á íslandi of mikið
inn á þær brautir, sem áætlunin
markar,“ sagði hann. „Val á verk-
efnum hverfi úr höndum Islendinga
af því að þeir verði að taka mið af
því hvemig styrkjum er úthlutað i
Bmssel auk þess sem fé renni héðan
í gegnum Bmssel til rannsókna og
visinda. Ég ætla í sjálfu sér ekki að
gera lítið úr þessari gagni-ýni. Hún
er liður í nauðsynlegum rökræðum
um þátttöku okkar i þessu alþjóða-
samstarfi. Á hinn bóginn held ég að
það sé ekki síst mikilvægt fyrir »■
menna þjóð þar sem innlend sam-
keppni í rannsóknum er lítil að verk-
efni á þessu sviði séu mæld með al-
þjóðlegum mælistikum. Án þess
gætum við hæglega staðnað vegna
ánægju með eigið ágæti."
Björn kvaðst enn fremur ekki sjá
neitt athugavert við að stjórnvöld
tækju ákvarðanir um forgangsröðun
við fjárveitingar til vísinda og rann-
sókna. Þannig hefði hann beint þeim
tilmælum til Rannsóknarráðs Is-
lands að upplýsingatækni og um-
hverfismál yrðu sett í forgang.
LJAÐU ÞEIM EYRA
Rússíbanar
Tónleikar í kvöld í
íslensku óperunni
í tilefni af útkomu
nýs hljómdisks,
Elddansinn.
Kl. 20.30
Forsala í íslensku óperunni og
í Bókabúð Máls og menningar
Miðaverð 1.500 kr.
Mi
Mál og menning
Mðl og mennlng • Laugavegl 18 • Slml 515 2500
Björn Bjarnason segir sátt um EES hafa dregið kraft úr Evrúpusinnuni
EES hefur skipt mestu
fyrir menntun og vísindi