Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öflugur jarðskjálfti reið yfir Suðurland Morgunblaðið/Ásdís EINEY Þórarinsdóttir á Bjarnastöðum þurfti að rétta við myndir sem höfðu fallið fram fyrir sig á hillum og skekkst á veggjum. ALMANNAVARNANEFND Hveragerðis kom saman til fundar í gær til að ræða viðbúnað við jarðskjálftum. KROFTUGUR jarðskjálfti, 5 á Richter, reið yfir Suðurland í gær- morgun. Skjálftinn átti upptök sín suður af Skálafelli. Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur segist telja að á svæðinu sé efniviður í skjálfta upp á 5,5 á Richter en erfítt sé að segja fyrir um hvenær von sé á honum. „Það sem hefur gerst þarna er að u.þ.b. kílómetra löng sprunga hefur hreyfst. Færslan ofan í jörðinni hef- ur verið 10-15 sentimetrar á þessari sprungu, sem er um tveim km vest- an við Hjallahverfið í Ölfusi. Það hafa orðið eftirskjálftar annars veg- ar norður eftir sprungunni sem hreyfðist til í júní og hins vegar til vesturs. Við fylgjumst vel með eftir- skjálftunum og einkum því hvort þeir færast til norðurs. Ef þeir gera það aukast líkur á því að það komi jarðskjálfti á sprungunni sem liggur til norðurs. Við teljum að það sé þama efni- viður í skjálfta upp á 5,5, en það er ekki víst að orkan, sem þarf til að leysa slíkan skjálfta úr læðingi, sé nægjanlega mikil. Það er hins vegar þarna haft sem gæti borið uppi þetta öflugan skjálfta,“ sagði Ragn- ar. Stóri jarðskjálftinn varð kl 10:38, en stuttu seinna kom annar skjálfti sem var um 4,3 á Richter. Ragnar sagði að allmargir eftirskjálftar hefðu komið síðan og þær stærstu hefðu verið á milli 3,5-4. Órói frá 1994 Órói hefur verið á þessu svæði frá 1994. Kröftugur jarðskjálfti varð þar síðast 4. júní sl. og olli hann m.a. tímabundnu rafmagnsleysi í Hveragerði. Upptök skjálftans, sem var 5,1 á Richter, voru í Litla- Skarðsmýrarfjalli. Ragnar sagði að skjálftinn í júní hefði verið lang- dregnari en skjálftinn í gær vegna þess að brotaflöturinn hefði verið stærri. Fannst víða um land Skjálftinn fannst víða um sunnan- og vestanvert landið. Fólk allt aust- ur í Vík í Mýrdal og að Dölum fann fyrir honum. Harðastur var skjálft- inn í Hveragerði og Ölfusi. Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins í Hveragerði, voru skjálftamir mjög harðir. Hún sagði að fólki hefði orðið bylt við, en engin skelfing hefði gripið um sig í bænum, enda væra bæjarbúar orðnir vanir jarðskjálftum. Aldís sagði að nánast engir skjálftar hefðu fundist í Hveragerði frá stóra skjálftanum í júní. Bæjar- búar hefðu því verið farnir að gera ráð fyrir að þessi órói, sem staðið hefði í fjögur ár, væri að verða búinn. Það væru viss vonbrigði að þetta virtist ætla að halda áfram því að óhjákvæmilega yrði fólk þreytt á að hafa þetta yfir höfði sér. Aldís sagðist telja að skjálftinn í júní hefði verið heldur kröftugri en skjálftinn í gær. A.m.k. hefðu Hvergerðingar fundið meira fyrir honum, kannski vegna þess að upp- tök hans hefðu verið nær bænum en upptök skjálftans sem kom í gær. Almannavarnanefnd Hvera- gerðisbæjar kom saman til fonn- legs fundar eftir hádegið í gær. Ein- ar Mathiesen bæjarstjóri sagði að farið hefði verið yfir stöðu mála og þær upplýsingar sem lágu fyrir frá jarðskjálftafræðingum á Veður- stofu. Hann sagði að nefndin færi í viðbragðsstöðu þegar skjálftar af þessari stærð yrðu og haft væri samband við Almannavarnir ríkis- ins og björgunarsveitir. Þeim til- mælum hefði verið beint til fólks að kynna sér viðbrögð við jarðskjálft- um í símaskrá og á heimasíðu Hveragerðisbæjar og Almanna- varna. Myndir skekktust á veggjum Upptök skjálftans vora ekki langt frá Bjarnastöðum í Ölfusi. Einey Þórarinsdóttir, húsfreyja á Bjarnastöðum, sagði að mikið hefði gengið á og ekki laust við að hún hefði fundið til hræðslu. „Ég held að þetta sé örugglega sterkasti skjálfti sem ég hef fundið fyrir hér. Það titraði allt og skalf og glamraði í skápum. Ljósakrónan dinglaði í loftinu og myndir skekkt- ust á veggjum. Það datt hins vegar ekkert úr skápum.“ Einey hefur búið á Bjarnastöðum í um 40 ár og er vön því að finna fyrir jarðskjálftum sem em algeng- ir á þessu svæði. Hún sagði að eftir skjálftann hefðu komið fjölmargir eftirskjálftar fram eftir degi. Hún sagði að skjálftinn hefði gert boð á undan sér því að skjálfti hefði komið sl. sunnudagskvöld og annar í fyrra- kvöld. Farþegar í Herjólfi, sem var á leið milli lands og Eyja, fundu fyrir skjálftanum. Þeir heyrðu dynk í skipinu og töldu í fyrstu að ferjan hefði fengið eitthvað í skrúfuna. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarþingi Stéttin of sam- vinnuþýð í sparnað- araðgerðum? Morgunblaðið/Kristinn UM 100 hjúkrunarfræðingar víðs vegar að af landinu sóttu hjúkrun- arþing sem stóð í Reykjavík í gær. STEFNUMÓTUN í hjúkrunar- og heilbrigðismálum var til umræðu á hjúkrunarþingi í gær en það er haldið annað hvert ár af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ásta Möller, formaður félagsins, sagði marga hjúkrunarfræðinga hafa velt því fyrir sér hvort stétt- in hefði tekið of alvarlega fyrir- mæli stjómvalda um hagræðingu og verið of samvinnuþýð við að koma með tillögur um sparnað og jafnvel hrint í framkvæmd ráðstöfunum sem hafi bitnað á starfsaðstöðu og kjörum hjúkr- unarfræðinga. „Púkinn á bitanum hefur jafn- vel varpað fram þeirri kenningu sinni að því sem hefur verið skarað af köku hjúkrunarsviðs hafi verið bætt á köku lækninga- sviðs til að standa undir yfirborg- unum fagfólks þar,“ sagði Ásta meðal annars í erindi sínu. Formaðurinn kynnti stefn- umótunarvinnu sem fram hefur farið á vegum félagsins síðustu misseri. Hún sagði ástæður þess að félagið tæki upp þessa um- ræðu byggjast á þeirri lagalegu forsendu að hjúkrunarfræðingar beri ábyrgð á hjúkrunarþjónustu og þeirri siðferðilegu að sem fag- menn ættu hjúkrunarfræðingar að hafa áhrif á ákvarðanir er varði starf þeirra og hagsmuni skjólstæðinga sinna. Hefur verið tekin saman stefna á vegum ein- stakra fag- og svæðisdeilda hjúkrunarfræðinga þar sem fjallað er um breytingar í sam- féiaginu og skipulagi heilbrigðis- stofnana og settar fram hug- myndir um stefnu er taka til at- riða eins og sljórnunar, mennt- unar, starfsumhverfis, íjármögn- unar og fleiri atriða. Nýtist einnig í launabaráttu Ásta Möller sagði stefnu féiagsins nýtast hjúkrunar- fræðingum á margan hátt, hún hefði verið lögð til grundvallar í starfi stjórnar félagsins, m.a. í launabaráttu og á henni hefði stjórnin byggt í þeirri virku þjóðfélagslegu umræðu um heil- brigðismál sem hún hefði tekið þátt í síðustu misserin. Ásta dró fram nokkur atriði úr stefnumótun einstakra fag- deilda en vinnuhópar hjúkrun- arþingsins fjölluðu síðan um drögin. Var þeim falið að draga fram þrjú til fimm brýnustu verkefni viðkomandi sérsviðs, hvaða Ieiðir séu vænlegastar til árangurs og hveijir þurfi að vinna að þeim, þ.e. félagið, fag- deild og/eða aðrir samstarfsaðil- ar. í Iok hjúkrunarþings var ráð- gert að starfshópar skiluðu áliti sx'nu. í tillögum gjörgæsluhjúknin- arfræðinga kemur fram að mót- uð verði stefna um það hveijir skuli njóta hátækniþjónustu og að fjallað verði um lífsgæði í því sambandi. Nauðsynlegt sé að skoða hversu langt beri að ganga í hátækniþjónustu fyrir aldraða einstaklinga og rann- saka árangur meðferðar sjúklinga sem eru eldri en 80 ára. Hjúkrunarfræðingar á krabba- meinssviði segja að með auknum i’annsóknum á árangri óhefðbundinnar meðferðar muni viðnám minnka gagnvart þeim aðferðum sem reynist árangurs- ríkar. Því muni ef til vill breyt- ingar á mataræði, hugleiðsla og slökun, nudd og stuðningshópar verða markviss hluti af skipu- lagðri þjónustu. I framtíðarsýn geðhjúkrunar- fræðinga kemur fram að koma megi í veg fyrir fjölda andlegra og líkamlegra kvilla svo sem langvarandi vanlíðanar og ör- orku með aukinni geðheilsugæslu og að aukin geðheilsugæsla sé þjóðhagslega hagkvæmur kostur og geti minn- kað kostnað samfélagsins vegna örorku og óhamingju manna. Mismunun í gjaldtöku Ásta sagði að í niðurstöðunum hefði komið fram það álit hjúkr- unarfræðinga á geðdeildum og heilsugæslustöðvum að nauðsyn- legt væri að auka þjónustu við geðfatlaða á heimilum og auka þyrfti fræðslu innan skólanna, m.a. vegna vúnuefna og hvetja til heilbrigðara lífs. Var bent á að hjúkrunarfræðinga vantaði í framhaldsskólum sem hægt væri að fela þessi verkefni. Hún sagði að auka þyrfti sér- hæfða hjúkrunarþjónustu á heim- ilum, ekki aðeins vegna lang- vinnra sjúkdóma heldur og vegna timabundinnar þjónustu við ein- staklinga sem hægt væri að út- skrifa af sjúkrahúsi en þyrftu samt einhveija heimaþjónustu, t.d. vegna lyfjagjafar. Þá kom fram það álit í vinnu- hópunum að nokkuð bæri á vax- andi mismunun í gjaldtöku sjúklinga. Launakerfí lækna réði nokkru um það, m.a. aukin áhersla á ferliverk sem gerði það að verkum að þeir hefðu tilhneig- ingu til að fá sjúklinga til sín á stofu sem þýddi hærri gjöld fyrir sjúklinginn en ef hann kæmi til aðgerðar á sjúkrahúsi. Ásta sagði jafnvel dæmi um að sama aðgerð væri gerð á tveimur sjúklingum á spítala en tilviljun virtist ráða því hvort verkið væri skilgreint sem ferliverk eða ekki. Stefnu- og stjórnleysi væri fyrir hendi í gjaldtöku sjúklinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.