Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnendur fbúðalánasjóðs og Landsbankans ræddu saman í gær ÞAÐ er nú heldur seint í rassinn gripið, góði, þegar maður er kominn með annan fótinn yfir linuna. ARNA RAGNAR ÁRNASON til áframhaldandi þingsetu tryggjum honum góða og örugga kosningu! Kjósendur í Reykjaneskjördæmi: Prófkjörið er í dag Takið þátt - axlið ábyrgð, tækifærið er núna! Tryggið öflugan og samhentan hóp þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem saman veljast reyndir þingmenn, jafnvægi kynjanna og ferskur andi nýrra einstaklinga. Þökkum ánægjulega kosningabaráttu og mikinn stuðning. Stuðningsmenn Árna Ragnars Árnasonar alþingismanns Játum reynsluna ráða! KOSNINGASKRIFSTOFUR: Kópavogur Reykjanesbær Hamraborg 20a Hafnargata 54 Sími 564-4770 Sími 421-7155 j !< M LÍ1 h\»Mi! i »j ki 1MI :< :<i ii:ki i h kki-aij l»íh.iz-mi c HkW* NETFANG: ara@althingi.ís HEIMASÍÐA: http://wv/w.althíngi.is-ara/ Fjölskylduráðgjöf í Kópavogi Vensl fyrir fjöl- skyldur í vanda Kolbrún Baldursdóttir VENSL, fjölskyldu- ráðgjöf Kópavogs, var formlega opn- uð föstudaginn 13. nóvem- ber sl. Fjölskylduráðgjöf- in heyrir undir félagssvið Kópavogsbæjar og stend- ur þjónustan öllum fjöl- skyldum með lögheimili í Kópavogi til boða gegn vægu gjaldi. Tímapantan- ir eru teknar niður í síma 554-2907 á fyrirfram ákveðnum dögum. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Vensl. Kolbrún segir að lengi hafi verið í bígerð að koma á fót fjölskyldu- ráðgjöf í Kópavogi. „Fjöl- skylduráðgjöfin felst í því að bjóða fólki að koma og fá álit ráðgjafa á vandamálum innan fjölskyldunnar. Vandinn getur verið ýmiss konar, t.d. í tengslum við hjónaband eða upp- eldi bama. Með því að ræða mál- in áður en vandinn er orðinn verulegur er stefnt að því að vinna fyrirbyggjandi starf innan fjölskyldunnar. Andrúmsloftið á að vera afslappað enda eiga ráð- gjafinn og fjölskyldan að vinna sameiginlega að því að leita leiða til lausnar á vandanum. Við höfum ákveðið að ein- skorða okkur ekki við vanda para eða barna því auðvitað tengjast vandamál í tengslum við uppeldi barna oft hjónábandinu og öfugt. Með öðrum orðum er hægt að segja að fólk getið kom- ið hingað til að fá álit þriðja aðila á hvers konar vandamálum inn- an fjölskyldunnar.“ - Hvers vegna varð nafnið Vensl fyrir valinu? „Við vorum lengi að finna nafn fyrir fjölskylduráðgjöfina. Að lokum komum við niður á nafnið Vensl. Nafnið hefur fengið ágæt- ar viðtökur enda er merkingin afar viðeigandi. Eins og við vit- um merkir orðið vensl mægðir, skyldleiki eða tengsl. Orðið er upprunaskylt orðinu vandi en upphafleg merking þess orðs er „eitthvað snúið eða flókið". Um leið og vensl vísar því merking- arlega til vandamála er merking- in hlý og notaleg því að hún vísar til fjölskyldu okkar, frændfólks eða vina sem okkur þykir vænt um. Orðið ber s.s. með sér já- kvæðan merkingarauka. Sögnin vensla er af sama toga og nafnorðið vensl og merkir að skipta á einhverju eða víxla. í Venslum skiptir fólk út vanda sínum fyrir góð ráð.“ - Verður hægt að fá góð ráð í tengslum við ofnotkun vímuefna hjá ykkur? „Já, enda er stofn- un Vensla einn liður í vímuvarnaáætlun Kópavogs. Vert að vekja athygli á því að vímuvernaáætlunin er ekki sér- stakt átak heldur viðvarandi starf. Stefnan er að ná til barna og unglinga í gegnum allar við- eigandi stofnanir sveitarfélags- ins. Athugað verður hvernig hægt er að koma til móts við þarfir barnanna, t.d. styrkja þeirra innra vamarkerfi, og minnka þannig hættuna á því að þau leiðist út í einhvers konar neyslu." - Vensl bjóða upp á viðtöl við einstaklinga og fjölskyldur. Hvað með meðferðarform á borð við hópstarf? „Ef fólk hefur áhuga á því að hitta aðra með sama markmið ► Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur á Félagsmálastofnun Kópavogs og við fjölskylduráð- gjöfina Vensl er fædd 23. mars árið 1959 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1980, BA- gráðu í sálarfræði frá HI árið 1986, MA-gráðu í í sálfræðilegri ráðgjöf og námssálarfræði frá Rhode Island College í Banda- ríkjunum árið 1988 og MA- gráðu í persónuleika- og félags- sálfræði frá sama skóla árið 1991. Kolbnín lauk uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda frá HÍ árið 1993. Kolbrún hefur m.a. kennt við Grunnskóla Stokkseyrar, HI, Öldungadeild MH og Fóstur- skólann. Hún starfaði hjá Fang- elsismálastofnun ríkisins á ár- unum 1991-1993 og var yfírsál- fræðirigur á Meðferðarstofnun ríkisins fyrir unglinga, Stuðl- um, á árunum 1993 til 1998. Kolbrún hefúr starfað hjá Kópavogsbæ síðan í ágúst sl. gefst kostur á því í gegnum hóp- starf á vegum Vensla. Hópa- starfið verður ekki aðeins fyrir foreldra því hægt er að mynda hópa um sérstök vandamál ung- linga. Hugsunin er að fólk komi saman til að ræða málin undir stjórn fagmanns svona einu sinni í viku um sex vikna skeið. Með því móti getur fólk haldið áfram að vinna í sínum málum. Fyrir utan að oft felst heilmikill stuðn- ingur í því að gera sér grein fyrir því að fleiri eiga við sama vanda að stríða og maður sjálfur.“ - Þið haldið að þörf sé fyrir sérstaka fjölskylduráðgjöf > Kópavogi og ef til vill víðar? „Við erum í rauninni að renna algjörleg blint í sjóinn og erum mikið búin að spekúlera í því hvað muni gerast. Eftirspurn gæti orðið lítil og ef ekki reynist þörf fyrir starfsemina er ljóst hvernig fer. Ef á hinn bóginn eft- irspurnin segir aðra sögu og þörfin reynist mikil verður reynt að byggja starfsemina frekar upp. Fjölskylduráðgjöfin yrði því einn liður í þjónustu við Kópa- vogsbúa í framtíðinni.“ - Nú kostar talsvert að leita til ráðgjafa á almennum mark- aði. Hver er stefnan hjá fjöl- skylduráðgjöfinni hvað verðlagn- ingu varðar? „Við gerum ráð fyrir að við- talið kosti 700 kr. og gjaldið ger- ir því varla meira en að standa undir kostnaði. Að leita sér ráð- gjafar á almennum markaði kostar oft á bilinu 3.000 til 4.000 kr.“ Vímuverndin viðvarandi starf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.