Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 UR VERINU MORGUNB LAÐIÐ Almenn þekking á sjávarútvegi lítil UMHVERFISMERKINGAR á fiskafurðir virðast óumflýjanlegar. Morgunblaðið/HG Enn er alltof mörgum spurningum ósvarað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NEYTENDUR eru svo illa að sér um sjávarútveg og fiskveiðai- al- mennt að þeir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvaða máli ein- stakir þættir skipti og hvað átt sé við með umhverfismerktum fiski. Þetta kemur fram í könnun meðal neyt- enda I Þýskalandi, Danmörku og á Spáni, er unnin var á vegum skrif- stofu Norrænu ráðherranefndarinn- ar af rannsóknarmiðstöð við Versl- unarháskólann í Árósum og sjávar- útvegsháskólann í Tromsö um um- hverfismerkingar á fiski. Skýrslugerðin er liður í því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að koma á fót norrænni umhverfis- merkingu. Eins og kunnugt er hafa náttúruvemdarsamtökin WWF og stórfyrirtækið Unilever tekið saman höndum og stofnað til umhverfis- merkis fyrir físk, en það framtak hefur mætt mikilli tortryggni í sjáv- arútvegi á Norðurlöndum. Neytendur óttast stóra togara I könnuninni var athugað hvað neytendur í þessum þi'emur löndum vissu um sjávarútveg, hafsvæðin og sjálfbærar fískveiðar, væntingar og kröfur til vistvænna fiskveiða og fisks sem matvöru og þekking og af- staða til og traust á merkingu fisks og matvara almennt. Málefni hafsins snerta neytendur yfirleitt mjög lítið og þeir vita lítið um hafið og þann vanda sem við er að glíma í sjávarútvegi. En það sem þeh vita eða hafa áhuga á er oft und- ir áhrifum af einstökum, neikvæðum fréttum, til dæmis um mengun, of- veiðar og slæma meðferð aflans. Svo virðist sem neytendur séu búnir hinu versta þegar málefni hafsins eru annars vegar, því þaðan berist helst einhverjar heimsendafréttir um mengun, aflabrest og annað ámóta. Þá er ekki síður þekkingarskortur meðal neytenda á veiðunum sjálfum, en hér er það aftur neikvæð mynd, FYRIRTÆKI í sjávarútvegi þuifa á næstu árum að taka aukið tillit til um- hverfismála og íslendingar munu njóta góðs af umhverfisvottun í mark- aðssetningu sjávarafurða. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Bresk-íslenska verslunaiTáðsins sem haldinn var í London 21. október sl. en yfirskrift fundarins var markaðssetning sjávar- afui’ða og umhverfismál. Brendan May, yfirmaður almanna- tengsla hjá Marine Stewardship Couneil, fjallaði á fundinum um ástand fiskistofna í heiminum. Hann sagði flesta sammála um að ofveiði væri víða gríðarlegt vandamál og því þyrfti að taka í taumana þegar í stað. Benti hann á umhverfismerkingar sjávarafurða í því sambandi en sam- tökin hyggjast hefja merkingar á sjávarafurðum innan árs. „Alltof mai-gir vilja kenna öðrum um hvernig nú er komið fyrir lífríki sjávar. En það er ekki við neinn einn að sakast. Abyi’gðin er okkar alha og því verða allir að taka höndum saman til að snúa þróuninni við. Islendingar ættu öðrum fremur að hagnast á umhverf- isvottun vegna ábyrgrar fiskveiði- stjómunar," sagði Brendan May. Umhverfismál stærsta verkefni sjávarútvegsins Guðbrandur _ Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, gerði í erindi sínu stutta grein fyrh stjómun fískveiða á íslandi og umfangi starfsemi ÚA. Hann sagði stærstu verkefni sjávarútvegsfyrir- tækja á næstu ámm snúast á einn eða annan hátt um umhverfismál, ásamt vömþróun og aukinni framleiðni. sem fólk hefur. Almennt trúh fólk öllu illu um stóra togara, sem í vit- und fólks vhðast tengjast ofveiðum, ekki hagkvæmni í veiðum. Almennt hafa Norðurlöndin, Þýskaland og Kanada þó jákvæða ímynd í hugum neytenda. Jákvæð afstaða til vistvæns matar I löndunum þremur eru neytendur almennt jákvæðir í garð vistvæns matar, en það er þó mikill munur á þekkingu á vistvænum mat og neyslu í þessum þremur löndum sem könn- unin náði til. Bæði í Þýskalandi og Danmörku er vistvænn matur út- breiddur en á Spáni er vistvænn mat- ur nýr af nálinni. Þegar kemur að hugtakinu vistvænn fiskui’ eiga neyt> endur þó almennt erfitt með að átta sig á hvað átt sé við með því. En þar sem vistvænar vörur hafa almennt á sér gæðablæ er einnig sú trú að vist- vænn fiskur hljóti á einhvern hátt að vera betri en venjulegur fiskur. Með þetta allt í huga eru niður- stöður könnunarinnar að það sé fyrst og fremst gæði og þar með ferskleiki fisks sem máli skipti. I ljósi vanþekk- ingar neytenda skipta önnur atriði eins og veiðiaðferðh minna máli. Þar sem flestir neytendur kjósa að kaupa ópakkaðan fisk í lausavigt þá er merkingu heldur ekki auðveldlega viðkomið. Mælt er með að hið opin- bera eða óháðar stofnanir fylgist með merkingu. Einnig er bent á að mikilvægt sé að stuðla að aukinni þekkingu á fisk- veiðum og sjávarútvegi. I ljósi þess að Norðurlöndin hafa góða ímynd í sjávai-útvegsmálum er bent á að heppilegt sé að koma á fót norrænu merki. Þar með væri einnig auðveld- ara að koma upp skilgreindum for- sendum merkisins, þar sem skilning- ur á mörgum þáttum er eins eða lík- ur á Norðurlöndunum. Af þessum ástæðum væri erfiðara að koma á fót alþjóðlegu merki. „Umræðan um umhverfismál hef- ur oft á tíðum beinst meha að sjávar- útvegi en öðrum iðnaði og finnst mörgum oftar en ekki ómaklega að okkur vegið,“ sagði Guðbrandur. „Staðreyndin er engu að síður sú að víðast hvar er ekki staðið nægilega vel að stjómun fiskveiða og sam- kvæmt skýrslu Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, FAO, eru um 70% allra fiski- stofna fullnýttir eða ofveidh.“ Guðbrandur sagði margar ástæður fyrir lélegu ástandi fiskistofna vfða í heiminum en að sínu mati væri eink- um tvennt sem lægi þar að baki. „Fiskveiðar hafa víða verið stundað- ar í stórum stfl þrátt fyrir óhag- kvæmni. Fiskveiðar fyrrum Sovét- ríkjanna voru þannig hluti af mið- stýrðri áætlun til að brauðfæða þjóð- ina. Slíkar veiðar yrðu aldrei stund- aðar í frjálsu efnahagskerfi, einfald- lega vegna þess að þær eru ekki hag- kvæmar. Einnig skipth fiskveiði- stjórnunin sjálf miklu máli í þessu samhengi. Eg er sannfærður um ágæti þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem byggh á áreiðanlegum vísinda- gögnum og framseljanlegum kvóta, líkt og á íslandi. Aðrar stjórnunarað- ferðh hafa ekki reynst vænlegar til árangurs. Útgerðarmenn eða sjó- menn gera sér betur grein fyrir verð- mæti auðlindarinnar þegar aflaheim- ildhnar eru framseljanlegar og fram- ferði þehra sjálfra skipth höfuðmáli þegar kvótinn verður metinn til lengri tíma litið. Afkastageta veiði- skipanna leitar einnig jafnvægis í slíku kerfi og aðlagar sig þannig þeim kvóta sem úr er að inoða.“ TALSMENN hagsmunasamtaka og sölusamtaka í sjávarátvegi telja að enn sé of mörgum spurningum ósvarað til að koma megi á um- hverfismerkingum á sjávarafurðum. Þeir telja samt sem áður að Islend- ingar hagnist öðrum þjóðum fremur á slíkri vottun en leggja áherslu á að fara verði varlega í sakirnar. I umhverfismerkingu sjávaraf- urða felst vottun um að afurðin komi úr stofni sem nýttur er á sjálf- bæran hátt. Kröfur um slíka um- hverfismerkingu verða sífellt há- værari og hafa umhverfissamtök og verslunarkeðjur erlendis látið til sín taka í þessum efnum. Umhverfis- vottun sjávarafurða var meðal ann- ars rædd á fundi sjávarútvegsráð- hen-a Norðurlandanna fyrir skömmu. Þar var lögð áhersla á að alþjóðlegar reglur væru forsenda umhvei'fisvottunar en varast bæri að einkafyrirtæki eða umhverfis- samtök notuðu vottunina á eigin forsendum. Bent var á að alþjóða- stofnanir á borð við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gætu annast fram- kvæmd slíkrar vottunar. Verðum að varast hrósyrði umhverfissamtaka Ki-istján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útgerð- armanna, segir mikilvægt að sátt náist urri umhverfisvottun sjávaraf- urða, enda bjóði hún upp á að Is- lendingar fái hærra verð fyrir af- urðir sínar á sumum mörkuðum þar sem þeh gangi skynsamlega um auðlindina. Hinsvegai- verði að var- ast hrósyrði umhverfissamtaka um fiskveiðistjómun íslendinga. „Um- hverfisvottun Marine Stewardship Council, sem umhverfissamtökin World Wildlife Fund og fjöl- þjóðarisinn Unilever standa að, byggist á forsendum sem eru að stóram hluta pólitískar. Tilgangur- inn er að reyna að koma í veg fyrir sölu á fiski sem þeim er ekki þókn- anlegur. Við Islendingar verðum að taka þátt í starfi sem miðar að skynsamlegri umhverfísmerkinu fiskafurða svo að neytendum séu tryggðir fleiri kostir en hið vafa- sama merki þessara samtaka," sagði Kristján m.a. í ræðu á aðal- fundi LIÚ fyi'ir skömmu. Kristján segir í samtali við Morg- unblaðið að reglur um umhverfis- merkingar verði að fara fram á hlutlausum grundvelli og byggjast á vel skilgreindum vísindalegum kröf- um. Þá verði einnig að taka tillit til mismunandi aðstæðna ríkja. „Eg tel til dæmis ekki að við ættum að hefja samstarf við aðrar þjóðh á Norður- löndum um þessi mál vegna þess að aðstæður í þessum löndum eru svo ólíkar. Við erum hinsvegar mjög hlynntir því að umhverfismerkingar séu teknar upp á faglegum grund- Umhverfísmerk- ingar á sjávaraf- urðum taldar ótímabærar velli, þá jafnvel á vegum stofnunar á borð við FAO, og koma þannig í veg fyrir að umhverfissamtök taki þess- ar merkingar upp á sína arma,“ seg- ir Kristján. Þarf samstöðu um skilgreiningar Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, seg- ir að í umhverfisstefnu SH hafi ver- ið lagðar til grundvallar siðareglur FAO um ábyrga nýtingu auðlinda sjávar frá árinu 1995. „Astæðan er meðal annars sú að við teljum að víðtæk samstaða verði að vera um þær skilgreiningar sem umhverfis- merkingar byggjast á. Hvort FAO er rétti aðilinn til að fylgja slíku eft- ir skal ég hinsvegar ekki segja til um. Það er aftur á móti hugsanlegt að einkaaðilar, alþjóðlegar vottun- arstofnanir eða fyrirtæki, taki að sér að votta slíkar umhvei’fismerk- ingar svo fremi sem um þær náist alþjóðleg samstaða.“ Friðrik segir grundvallaratriði að skilgreina hvað felist í hugtakinu sjálfbærar veiðar. Misjafnt sé hvað menn leggi í merkingu hugtaksins. Einnig sé óljóst í þeim hugmyndum sem fram hafa komið hvernig votta eigi einstaka fiskveiðar. „Er hægt að votta veiðar allra íslenskra skipa út frá einni forsendu eða er hægt að votta allar íslenskar sjávarafurðir út á þorskstofninn eingöngu? Það eru margar slíkar skilgi'einingar sem verður að komast til botns í áð- ur en merkingarnar komast á.“ Upplýsa þarf neytendur Friðrik segir að menn verði einnig að gera sér grein fyrir hvaða gildi umhverfismerkingar hafa og hvernig. „Umhverfismerkingar hafa ekki gildi nema neytendum sé kom- ið í skilning um hvað í þeim felst. Það kostar bæði mikla vinnu og fé og verður ekki gert nema með til- tölulega víðtæku samstarfi, annað^ hvort stórra fyrirtækja eða þjóða. í framhaldinu má þá spyrja hvort þjóðir séu tilbúnar til að borga meira fyrir umhverfisvottaða vöru eða í besta falli að taka vöruna fram yfir aðrar á sama verði.“ Áhersla á heilnæmi Friðrik segist sjálfur þeirrar skoðunar að sjávarafurðir verði um- hverfismerktar fyrr eða síðar. „Það er hinsvegar ýmsum spurningum enn ósvarað í þessu samhengi. Ég get vel ímyndað mér að aðili á borð við FAO komi að því að skilgreina hvað eru sjálfbærar veiðar og hvað ekki. Við höfum líka lagt áherslu á að einnig verði lögð áhersla á heil- næmi afurðanna, samhliða vottun um sjálfiiæra nýtingu. Þá yrðu fleiri þættir dregnir inn í vottunina, til dæmis mengun sjávar. Þá væri hægt að sannfæra neytendur um að hér á landi séu stundaðar sjálfbær- ar veiðar en um leið séum við að bjóða heilnæmar afurðir,“ segir Friðrik. Alþjóðastofnanir ekki samkvæmar sjálfum sér Gunnar Orn Rristinsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda, segir álitamál hvaða hagsmunun sé verið að þjóna með umhverfismerkingum sjávarafurða. Enn sem komið er leggi menn of misjafnan skilning í hugtakið sjálfbærar veiðar. „Skil- greiningin er afskaplega stutt á veg komin. Eins og málum er háttað í dag eru margar alþjóðlegar stofn- anir ekki samkvæmar sjálfum sér þegar kemur að vísindalegi-i um- ræðu. Þar nægir að horfa til Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Á meðan vís- indaleg rök taka af allan vafa um að margir hvalastofnar þoli töluverðar veiðar eru sjálfskipaðir umhverfis- sérfræðingar á öndverðum meiði. Þannig að á meðan skilgreiningin á því hvað menn eiga við með sjálf- bærum veiðum liggur ekki fyrir þá tel ég að mjög varasamt að fara út í umhverfismerkingar á sjávarafurð- um.“ Mýmörg mál sem þarf að leysa Gunnar segist ekki sjá fram á að samstaða náist um skilgreiningu á sjálfbærri nýtingu. Málið sé flókn- ara en svo. Margar þjóðir stundi til dæmis stjórnlausa rányrkju á fisld- stofnum og sumar þeirra leggi ís- lendingum meðal annars til hráefni sem sé unnið úr hérlendis. „Mörg þessara fyrirtækja gefa sig út fyrir að vinna umhverfisvænar vörur. Hvernig ætla þau að bregðast við þegar stórmarkaðir gera kröfu um umhverfisvottaða vöru? Það eru mýmörg mál af þessu tagi sem þarf að leysa til að umhverfismerking geti átt sér stað og ég sé ekki að hægt sé að leysa úr þeim eins og staðan er í dag. Það verður því að fara mjög varlega í að fela einhverj- um aðilum vald í þessum málum, burtséð frá því hvort það eru al- þjóðlegar stofnanir eða einkafyrir- tæki. Alþjóðlegar stofnanir hafa ekki nálægt eins mikilla hagmupa að gæta af sjávarútvegi og við ís- lendingar og því ófært að fela þeim að túlka þessi atriði. Ég er því alfar- ið á móti því að umhverfismerking- ar verði teknar upp, það eru of margir lausir endar í málinu," segir Gunnar Örn. Islendingar hagnast á umhverfísvottun Umhverfísmál í sjávarútvegi til umfjöllunar á aðalfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.