Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 29
ERLENT
Rússar í
stríð með
Serbum?
ÞÝSKLA stjórnin óttast, að
komi til árása NATO á Serba
vegna Kosovo muni Rússar
koma þeim til hjálpar með
beinum hætti á samri stundu.
Kom þetta fram í dagblaðinu
Bild í gær og er þar vitnað í
trúnaðarskýrslu, sem lögð
verður fyrir vamarmálanefnd
sambandsþingsins. Segir
blaðið, að þar sé talin ástæða
til að ætla, að Rússar sendi
Júgóslavíustjórn loftvama-
búnað og einnig orrustuþotur
ásamt áhöfn. Talsmaður
þýsku stjórnarinnar vildi ekk-
ert um fréttina segja, aðeins,
að hugsanlegar árásir á Serba
„væru ekki til umræðu í
augnablikinu".
400 hermenn
fluttir brott
frá N-írlandi
BRESKA stjómin hefur
ákveðið að flytja burt 400 her-
menn frá Norður-írlandi og
verða þá 15.000 manns í her-
liðinu þar, færri en verið hafa
frá árinu 1970 er óöldin í land-
inu hófst. Hefur vopnahléið
haldið síðan kaþólikkar og
mótmælendur komust að
samkomulagi í apríl í vor en
IRA, Irski lýðveldisherinn,
hefur á hinn bóginn ekki fall-
ist enn á að afhenda vopnin.
Hague á
heppna
frænku
BRESKU blöðin sögðu frá því
í gær, að loksins hefði haupið
á snærið fyrir William Hague,
leiðtoga Ihaldsflokksins, því
að frænka hans, Marjorie
Longdin, 73 ára gömul, hefði
fengið hæsta vinninginn í
breska lottóinu ásamt þremur
öðrum. Komu um 100 milljón-
ir ísl. kr. í hennar hlut.
Gullöld
bóluefnanna
MIKLAR líkur em taldar á,
að innan 10 ára verði komin
fram bóluefni, sem haldi al-
næmi, berklum og malaríu í
skefjum. Kom það fram á ráð-
stefnu í Höfðaborg í S-Afríku
í gær og þar var talað um, að
vegna framfara í erfða- og
sameindalíffræði væri mann-
kynið að ganga inn í gullöld
hvað varðaði baráttuna gegn
sjúkdómum. Er þá sérstak-
lega átt við hin svokölluðu
DNA-bóluefni.
Gísl laus í
Tsjetsjníu
HERSVEITUM rússneska
innanríkisráðuneytisins tókst
í gær að frelsa Valentín Vla-
sov, fulltrúa Rússa í Tsjetsjn-
íu, en hann hefur fangi
tsjetsjenskra mannræningja í
hálft ár. Höfðu þeir krafist
nærri 50 milljóna ísl. kr. í
skiptum fyi-ir hann en Sergei
Stepashín, innanríkisráð-
herra Rússlands, segir, að
ekkert lausnargjald hafi verið
greitt.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksiris í Reykjaneskjördæmi, 14. nóvember 1998
Ágætu íbúar í
Reykjaneskjördæmi!
í prófkjörinu í dag veljum við framboðslista
Kjörstaðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördaemi.
í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember 1998: það ef miki|vægt að efstU Sæti listans séu skipuð
bessastaðahreppur..íþróttamiðstöðin öflugu fólki, konum og körlum, með víðtæka
GARÐUR ............Samkomuhúsið þekkmgU Og teynslu.
GRINDAVÍK .........Verkalýðshúsið v/Víkurbraut
HAFNARFJÖRÐUR......Víðistaðaskóli
kjalarnes..........Hiégarður,Mosfeiisbæ Þorgerður K. Gunnarsdóttir býr yfir reynslu og áræði
kópavogur..........sjáifstæðíshúsið,Hamraborg, sem þarf til þess að vera i framvarðarsveitmm.
mosfellsbær .......Hiégarður yið te|jum að það skipti mjög miklu máli fyrir
REYKJANESBÆR ......Sjálfstæðishúsið, Hólagötu 15
...................Sjáifstæðishúsið.vesturbraut i7 framboðslistann að ung kona eins og Þorgerður
VOGAR..............Glaðheimar , ..
SANDGERÐI__________Miðhús, Suðurgötu 19 SG 1 OrUggU SStl.
SELTJARNARNES .....Sjálfstæðishúsið.Austurströnd 3
Kjörstaðir eru opnirfráki. io - 21. Þess vegna skorum við á þig að kjósa Þorgerði í 3. sæti.
Kjósum
Þorgerði
í 3. sæd!
Velkomin á kosningaskrifstofuna að Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði.
Siminn er 565 4699. Opið frá kl. 10 í dag.