Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 HVAÐ KOSTAR DELLAN? lnð Golf nýtur vaxandi vinsælda meðal al- mennings enda aðgengilegt sport, sem hentar fólki á öllum aldri. Sveinn Guðjóns- son kynnti sér umstangið og kostnaðinn sem því er samfara að stunda golfíþróttina og komst að raun um að fjárútlát vegna hennar eru ekki svo ýkja mikil í saman- burði við ýmis önnur áhugamál manna. Morgunblaðið/Halldór Kostnaður GOLF er upprunnið í Skotlandi og elstu rituðu heimildir um það eru frá 15. öld. Fyrsta golfkeppnin fór fram í Edinborg 1744 og framan af var golfið einkum stundað af yftr- stéttarfólki og heldri mönnum. Það er liðin tíð og golfið er nú almenn- ingsíþrótt, enda aðgengilegt og hent- ar fólki á öllum aldri. Til að stunda golfíþróttina af reisn þurfa menn vitaskuld að koma sér upp góðu golfsetti, með tilheyrandi fylgihlut- um og þeir sem stunda golfið af ástríðu verða að gefa sér góðan tíma, en það eru gömul sannindi og ný að tíminn kostar líka peninga. Þótt golftímabilinu hafi formlega lokið með Bændaglímunni fyrstu helgina í október eru sumir vellir þeirrar náttúru, að hægt er að spila þar allt árið, ef Vetur konungur er í mildu skapi. Einkum eru það vellir sem standa nálægt sjó á suð-vestur- homi landsins. Þar að auki geta menn lengt tímabilið með golfferðum til suðlægari landa ef efni og ástæð- ur leyfa. Og vitaskuld þurfa golfarar að vera búnir góðum útbúnaði til að standa undir nafni. Golfsettið Nevada Bob er alþjóðleg verslun- arkeðja með golfvörur og undir því merki eru reknar um 400 verslanir víða um heimsbyggðina. Ein slík er í Reykjavík og þar tekur á móti okkur Hans Henttinen, einn af fjórum eig- endum íslensku golfverslunarinnar Nevada Bob, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við skulum byija á að skoða járnasett frá Amold Palmer," segir Hans þegar ég bið hann um að velja fyrir mig gott jámasett. „Þetta myndi ég selja kylfingi, sem er ekki byrjandi heldur kominn eitthvað áleiðis og vill fá góðar kylfur. Astæð- an fyrir því að þetta sett verður fyrir valinu er að hérna ertu með gott True Tempcr-ska.it, og góðan Oversize-stálhaus. Það er mikið at- riði, þegar menn eru að leita sér að kylfum hvort heldur er hér á landi eða erlendis, að vera vissir um að hausinn sé úr stáli og að skaftið sé gott. Aldrei að kaupa kylfu með ómerktu skafti. Verðmunur á kylfum liggur að miklu leyti í skaftinu. Þetta sett kostar 29.900 krón- ur og þá erum við að tala um fullt járnasett með níu kylfum, það er frá jámi númer 3 og nið- ur í sandjárn. Trékylfurnar, sem ég vel með þessu, eru einnig frá sama merki PXI Palmer, en þær kosta 8.400 krónur hver, en viðkomandi myndi væntanlega kaupa tré númer 1,3 og 5 ef hann vill vera með fullt sett. Síðan er það „pútterinn“ og þótt alltaf sé ei-fitt að velja „pútter“ fyrir aðra þá myndi ég í þessu tilfelli benda á „pútter“ frá Palmer á 2.200 krónur. Hér er viðkomandi kominn með fullkomið sett, 13 kylfur í pok- ann, allar frá sama framleiðanda og allar kylfumar eru með True Temper-skafti. Sem sagt alvöru kylf- ur og mjög góð kaup að mínu mati. Það er reyndar ekkert atriði að hafa allar kylfurnar í pokanum frá sama framleiðanda. Margir eru með jáma- settið frá einum framleiðanda og tré- kylfur í einhverju öðru merki. Og við eigum auðvitað ódýrari kylfur en þessar sem ég valdi, til dæmis byrj- endasett frá Howson/Hippo þar sem fullt sett með 13 kylfum kostar 27.900 krónur. Gæðin í þessu setti era meiri en í venjulegum byrjenda- settum því þarna ertu einnig með Tive Temper-skaSt og stálhaus. Kosturinn við þessar kylfur er að þær era einnig seldar í stykkjatali.“ Hans sagði að ef menn væra hins vegar í keppnisskapi og vildu eitt- hvað verulega flott (og dýrt) þá mætti nefna nokkrar tegundh- af jámasettum á verðbilinu 45 þúsund til 90 þúsund. Þessar tegundir væru Ping - Taylor Made Callaway - Palmer - John Letters - Titleist - King Cobra og Wilson. „Það era ýmsir þættir sem ráða verðinu,“ sagði Hans. „Gæðin, efn- ið, skaftið og einnig merkið. Það er enginn vafi á að kylfur seljast út á merkið. Ef við tökum til dæmis John Letters- kylfumar, sem era ódýrastar í þessum hópi, þá fullyrði ég að þær era ekkert síðri en sumar aðrar, sem kosta 20 til 30 þús- und krónum meira. John Letters hefur framleitt kylf- ur síðan 1918 og er virtur skoskur framleiðandi sem hefur verðlagt sig lægra en margir aðr- ir í sama gæðaflokki. Það stafar af því að hann hefur ekki náð sterkur inn á Bandaríkjamarkað, sem stýrir því að miklu leyti hvem- ig varan er verð- lögð.“ Fatnaður og fylgihlutir Þá eru það golfpokamir. Hans segir að margir kylfingar, sérstak- lega ungir karlmenn, Járnasett (9 kylfur) kr. 30.000 Trékylfur (3 kylfur) 25.000 Pútter 2.200 Alls kr. 57.200 Fatnaður og fylgihlutir Kerrupoki kr. 9.900 Álkerra a 4.800 Regngalli 12.000 Golfskór yjj/A 7.000 Sixpensari 1)1 1.900 Golfbuxur mTm 5.000 Golfhanski 1 l 790 Regnhlíf 1.200 Kylfuhlífar (á 3 trék.) 1.450 Járnahlífar 1.300 Hlífðarpoki 4.000 Boltapakki (18 boltar) 1.980 Kylfubursti 390 Flatargaffall 80 Poki af T-um (20 stk.) 80 Alls kr. 51.870 Vallargjöld l 4.900 KERRUPOKI 9.900 REGNHLÍF 1.200 PÚTTER 2.200 KERRA 4.800 SKÓR 6.300 HÚFA 1.450 REGNGALLI 18.600 Argjald í golfklúbbi kr. 30.000 Vallargjðld (aðrir vellir) 12.000 kr. 42.000 Kostnaður SAMTALS Golfsett 57.200 Fatnaður og fylgihlutir 51.870 Vallargjöld 42.000 Samtals kr. 151.070 TRÉKYLFUHLÍFAR 1.450 GOLFSETT 55.100 BUXUR Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.