Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 33
$ SUZUKI
—m* ——
MORGUNBLAÐIÐ
eða hvort barnið stofni til átaka eða
verði fyrir áreitni, svo dæmi séu tek-
in.“
Þjóðlegur matur
en engar kökur
I samverustundinni, klukkan
11.15, slappa börnin vel af. Þar hefur
hver fundið sína rassamottu eins og
þau kalla hringlaga spjald með nafn-
inu þeii'ra á. Gugga byrjar á að tala
um hvaða dagur sé í dag og þau
syngja mánaðarsönginn. Hrafnhild-
ur, 4 ára, sem er aðstoðarmaður
Guggu þennan dag, lítur út um
gluggann og hugar að veðri og til-
kynnir hinum að það sé léttskýjað og
finnur mynd á töflu sem er fyrir ofan
þau á veggnum sem lýsir veðrinu.
Agúst hjálpai' henni við þetta starf.
Annars situr hann kyrr og prúður og
fylgist vel með því sem fram fer.
Á haustönn í Skólatröð er það
óskráð regla að ræða um vináttuna,
en þá eru líka margir krakkar að
byrja í leikskólanum. Ki-akkarnir í
eldri deildinni, sem kallast Fagra-
holt, hafa búið sér til lista yfú- það
hvað sé að vera vinur. Einnig hafa
þau sett saman ákveðnar samskipta-
reglur. „Þegar við erum að vinna
með samskipti tökum við fyrir ýmsa
fleiri þætti eins og til dæmis reið-
ina,“ segir Gugga. „Við látum þau
finna að reiði er ósköp eðlileg, en að
maður verði að kunna að tjá hana á
réttan hátt. Ekki bæla hana niður
eða láta hendur skipta heldur með
því að tala um hana.“
Þegar þau hafa rætt um lífsins
gagn og nauðsynjar les Gugga fyrir
þau sögu.
Klukkan er að verða 12 og það er
komið að hádegisverði. í Skólatröð
er lögð sérstök áhersla á næringuna.
Næi’ingan-áðgjafi hefur lagt línurn-
ar um að maturinn sé hollur og nær-
ingarríkur. Þennan daginn er ljúf-
feng grænmetissúpa sem matráður-
inn Asgerður Halldórsdóttir hefur
lagað og brauð og ostur. Unnur segir
að við matseðlagerðina sé fjölbreytni
fæðunnar höfð að leiðarljósi og litið
notað af sykri, salti eða fitu við mat-
argerðina. „Krakkarnir í Skólatröð
fá aldrei unnar kjötvörur eða kökur.
Það er þó ekki alveg rétt hjá mér,
því stundum fá þau heilhveitipönnu-
kökur og þá fá þau pínulítinn sykur
út á,“ segir hún svolítið kímin. „Þeg-
ar einhver á afmæli er ekki boðið
upp á kökur heldur fá þau poppkorn,
sem þau eru ánægð með. Asgerður
bakar í staðinn nýtt brauð, sem þyk-
ir afar gott.“
Unnur segir að þau leggi áherslu á
að hafa matinn sem þjóðlegastan. I
því skyni er tekið slátur í Skólatröð
og börnin hjálpa til við að brytja
mörinn. Einnig er haldið þorrablót
og á jólafóstunni er borinn fram ís-
lenskur jólamatur.
Þegai’ leikskólakennararnir í
Skólatröð skoða matarvenjur barn-
anna hafa þeir að viðmiði hvernig
matarlyst börnin hafa, hvort þau eru
matvönd, matsár eða kunna sér ekki
hóf. Þá er fylgst með færni barnanna
við matarborðið eins og hvort þau
sulla niður, nota fingurna, nota hníf
og gaffal, smyi’ja og hella sjálf, svo
dæmi séu tekin. Ágúst er duglegur
að borða en hann tekur sér góðan
tíma til þess, enda þarf hann að
spjalla margt við vini sína.
I Skólatröð er einnig fylgst með
svefni barnanna og koma foreldram-
ir inn í þann þátt. Kannaðar eru
svefnvenjur barnsins, sefm’ það ró-
legt, sefur það eitt í rúmi, er barnið
svæft og svo framvegis. En Unnur
tekur það fram að næg hvíld sé und-
irstaða þess að barninu líði vel yfir
daginn.
Eftir að matmálstíma lýkur tekur
útiveran við. Ágúst fer í gallann sinn
og skundar út. Fyi’st hleypur hann
fimm hringi í kringum leikskólann,
því það á að púlsmæla hann til þess
að kanna þol hans, sem er gott, en
Ágúst er mikill íþróttamaður og
heldur með Breiðabliki. I útiverunni
eru börnin að ieika sér í rólum og
sandkassa en mest aðdráttarafl hef-
ur þó stór steinahrúga sem er á leik-
svæðinu og þau klifra í.
Þegar útiveru Iýkur fai’a börnin í
eldri deildinni út í íþróttasal Kópa-
vogsskóla sem er við hliðina á Skóla-
tröð. Unnur segir að leikskólinn
hefði fengið styrk úr þróunarsjóði
leikskóla til að þróa hreyfistarf skól-
ans og því fá börnin sérstaka íþrótta-
tíma einu sinni í viku. Mínei’va AI-
freðsdóttir leikskólakennari sem
jafnframt er íþróttakennari var ráð-
in til að vera með börnin í þessum
tímum.
Ágústi finnst gaman í íþrótta-
tímunum, sem hefjast klukkan 2.30
og segir að honum ftnnst skemmti-
legast í bandí. Hann útskýrir hvað
það er, en „það er eiginlega eins og
íshokkí nema ekki er leikið með
skauta á fótunum heldur eru krakk-
arnir bara berfættir". Mínerva byrj-
ar tímann á því að hita börnin upp.
Hún segir þeim að ímynda sér að
þau séu flugvél sem fljúgi í himin-
geimnum. Eitt barnanna í hópnum
hreyfir sig ekki en situr eins og í
kuðungi. Mínerva gengur til þess og
FJÖLSKYLDUBÍLLINN sem þú breytir í SENDIFERÐABÍL með einu handtakíl
spyr hvað sé að. „Mín flugvél er bil-
uð inni í flugskýlinu,“ segir barnið og
fer hvergi!
fþróttirnar æfðar
í stórum íþróttasal
Þegai’ þau hafa hitað sig upp læt-
ur Mínerva þau æfa sig á því að
hoppa úr rimlunum ofan á þykka
dýnu. Með þessu er hún að styrkja
þau í að þora að hoppa úr hæð.
Einnig gera þau ýmsar íþróttaæf-
ingar eins og að fara kollhnís,
standa á höndum og hoppa á tram-
bolíni. Þá fara þau í hópleik sem
heitir Hákarlinn kemur. Hann lýsh-
sér þannig að börnunum er skipt í
tvo hópa gullfiska og sverðfiska.
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 33
SUZUKI
WAGONR?
DRIF
= ÖRYGGI
= LIPURÐ
= RÝMI
=ÚTSÝNI
4.8m
Mínerva stendur í miðjum salnum
og er hákarlinn. Hún kallar á gull-
fiskana eða sverðfiskana og eiga
þeir að synda í kringum hákarlinn
og hann á að reyna að éta þá. Þetta
finnst krökkunum skemmtilegur
leikur ekki síst Ágústi sem æpir upp
yfir sig þegar hann er étinn af há-
karlinum stóra.
Það eru glöð og ánægð börn sem
þramma heim í nónhressinguna, en
þá er klukkan að verða 3.30. Unnur
segir að nónhressingin hafi ekki haft
mikið vægi til þessa í matarvenjum
barna, en þær í Skólatröð hafi viljað
leggja meiri áherslu á þennan mat-
málstíma. Fengu þær næringarráð-
gjafa í lið með sér sem gerði fyrir
þær nákvæma útlistun á því hvað
ætti að hafa í nónhressingu. Við vor-
um í marga mánuði að þróa þennan
lista,“ segh’ hún.
Þegar Ágúst hefur borðað nægju
sína fer hann að sinna listinni. Hann
setur á sig málarasvuntu, tekur sér
pensil í hönd og tekur sér stöðu fyrir
ft’aman málaratrönurnar. „Listsköp-
un er einn þeirra þátta þar sem við
skoðum færni bai’nanna. Við höfum
rekið okkur á það að þegar börnin
hafa hreyft sig mikið þá er eins og
spretti fram þörf til listsköpunar,"
segir Unnur. „í listsköpun þjálfa þau
fmhreyfingar og læra að þekkja efni
og liti. Þegar við metum listsköpun
skoðum við teikningar barnanna,
meðal annars hvernig teiknigetan
hefur þróast. Við skoðum einnig fín-
hreyfingarnar og virkni við listsköp-
unina, svo eitthvað sé nefnt.
Degi er tekið að halla og klukkan
er að verða 4.20 þegar hér er komið
sögu og senn líður að því að börnin
fari heim. Dagskráin er þó ekki al-
veg á enda, því eftir er jógatími hjá
Guðrúnu Hvönn Sveinsdóttir jóga-
og grunnskólakennara. Reyndar átti
jógatíminn, sem er einu sinni í viku,
ekki að vera í dag, en vegna þess að
við vorum í heimsókn var ákveðið að
gefa okkur innsýn í hann. í jógatím-
anum kennir Guðrún Hvönn þeim
hvernig hægt er að styrkja og teygja
vöðva líkamans og á eftir slaka þau á
undir hlýju teppi. Þegar Ágúst
stendur upp eftir tímann segir hann
að stundum þegar Guðrún gleymi
tónlistinni sem hún spilar þegar þau
slaka á láti hún þau hlusta á niðinn í
ofninum í staðinn. Hvort ætli honum
finnist skemmtilegra? Að hlusta á
ofninn," segir hann hiklaust!
Það hefur verið fróðlegt og
ánægjulegt að fylgjast með starfinu í
Skólatröð og þó að Ágúst sé búinn að
vera allan daginn i leikskólanum er
hann brattur, en það verður þó ör-
ugglega þreyttur drengur sem
leggst á koddann í kvöld.
JÍ^HIeðslurými
J^P^Aðgangur
ELGSPRÓFIÐ
fagon R+ fer svig-
og stýrihæfniþrautir
án vandkvæða.
autq,motor und sport
60 KM/KLST.
uiomi
Aksturseiginleikar
(mm)
WAGOnR* er nýr fjölnota bíll frá
Suzuki. Með frumlegri og skemmti-
legri hönnun hefur tekist að sameina
í einum bíl, nettan sendiferðabíl og
rúmgóðan fjölskyldubíl með f^nota-
gildi, fí*öryggi og ff^þægindum
í fyrirrúmi.
Framhjóladrifinn
1.079.000 kr.
4X4 með ABS
1.259.000 kr.
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is