Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Það er svo mörgu skrökvað HÉR verður fram haldið frá fyrri grein að segja frá dæmum af því, hvernig er skrökvað að almenningi. Eftir gerð síðustu kjarasamninga hefur sem aldrei fyrr riðið yfir hrina hópupp- sagna ýmissa mikil- vægra starfshópa í þjóð- félaginu, hjúkrunar- fræðinga, lækna, kenn- ara, meinatækna og annarra sérhæfðra starfsmanna heilbrigðis- iðnaðarins og efalaust einhverra fleiri, sem hér gleymast. Sjaldnast er hér um að ræða uppsagnir fólks, sem ætlar að fínna sér aðra vinnu, sem ekkert væri við að athuga. Nei. Hér er opinskátt um að ræða skipu- Slakastur er þáttur fjöl- miðla í þessu skröki með þögninni, segir Jón Sigurðsson í annarri grein sinni af sjö. legar aðgerðir gagngert í því skyni :að knýja viðkomandi rekstraraðila [til samninga um bætt kjör, sem þeim er miðað við gildandi heimildir ýmist óheimilt eða ómögulegt að semja um vegna nauðsynjarinnar á innbyrðis samræmi í launakerfum. Þar á ofan eni kjarasamningar í gildi, þótt í sumum tilfellum sé uppi ágreiningur um framkvæmd þeirra. Og hverju er nú skrökvað að al- menningi í þessu sambandi? Það er gert með allsherjarþögn um, að samkvæmt islenskum lögum ‘eru þessar aðgerðir í öllum tilfellum ólögmæt verkfóll, misneyting á að- stöðu, sem löggjöf réttarríkisins tekur á, ef þeim væri réttilega beitt. 'Rekstraraðilarnir, sem hópuppsagn- imar beinast gegn, þegja um þetta af skiljanlegum ástæðum. Þeir vilja ekki gera andrúmsloftið í viðræðum enn erfiðara. Stjórnmálamenn þegja til að hrekja ekki frá sér atkvæði. Þannig eru þau hugsanlegu atkvæði metin meira virði en heilsufar rétt- arríkisins, sem þeir hafa tekið að sér að gæta. Forystumenn stóru verkalýðssam- bandanna þegja líka, en þó ekki. Þeir áfellast stjómvöld fyrir frávik frá þeirri almennu launastefnu, sem mörk- uð var í síðustu heildar- kjarasamningum, án þess að viðurkenna þær málsbætur, sem stjórn- völd hafa, að því leyti sem þessi frávik hafa verið knúin fram með ólögmætum ráðum. Að því leyti láta þeir eins og ekkert sé á seyði, sem er athuga- vert. Slakastur er þó þáttur fjölmiðla í þessu skröki með þögninni. Beri það við, að galinn maður tekur einhvern, barn eða fullorðinn, í gíslingu í er- lendri stórborg, til að komast yfir eitthvað, sem hann vill, er frá því sagt í fréttum sem þeim afleita verknaði, sem það er. Þegar heilvita fólk á Islandi tekur fársjúk gamal- menni, í raun allt vanheilt fólk í landinu og jafnvel börn og framtíð þeirra í gislingu til að knýja fram sér til handa einhverjar kjarabætur með ólögmætum hætti segja fjöl- miðlarnir frá þessu rétt eins og það sé jafnsjálfsagt og að vetur sé lagst- ur að fýrir norðan. Þannig er með þögninni komið í veg fyrir, að al- menningur nái að skilja eðli þessara starfsaðferða. Hópuppsagnaliðið ætlast til að rekstrarafgangur og greiðsluafgangur sé mun meiri. Af einhverjum ástæðum þótti það hafa gott svipmót að tala um, að nú yrðu skuldir ríkissjóðs greiddar niður um 30 milljarða samtals í ár og næsta ár. En hverju skyldi nú þarna vera skrökvað? Auðvitað er engu skrökvað beinlínis, heldur einungis látið hjá líða að segja frá ýmsum grundvallaratriðum, sem skipta miklu máli, ef fólk á að geta mótað sér vel grundaðar skoðanir á því mikilvæga efni, sem þarna er kynnt. Fyrst er þess að geta, að meðal tekna, sem færðar eru í fjárlaga- frumvarpinu, eru 2,4 milljarðar króna, sem er söluhagnaður vegna sölu eigna ríkisins, þ.e. söluverð Jón Sigurðsson eigna, aðallega vegna sölu á Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, um- fram það verð, sem hann er færður til eigna í ríkisreikningi. M.ö.o. dygðu rekstrartekjur ekki fyrir rekstrargjöldum, ef téður banki væri ekki seldur. Það er nú allur herragarður afkomunnar í öllu góð- ærinu skv. sólskinsfrumvarpinu. En fleira kemur til. Þjóðhagsspá fyrir árið 1999 mun gera ráð fyrir um 25 milljarða króna neikvæðum vöru- skiptajöfnuði árið 1999. Sá neikvæði vöruskiptajöfnuður ætti eftir venju- legum sólarmerkjum að gefa ríkis- sjóði 6-8 milljarða króna í auknar tekjur umfram það, sem væri, ef jöfnuður væri í vöruskiptum. Þetta skilar síðustu 6-8 milljörðunum í ríkiskassann og allir vita, að vöru- skiptahallinn er sjúkleikamerki efnahagsþróunarinnar. Þess vegna væri Jón (þ.e. ríkiskassinn) ekki svona hress, ef hann væri ekki svona veikur. Jafnvel á veltiári Hins Mikla Góð- æris virðist svo sem virðingarverðri og sjálfsagðri niðurgreiðslu lána sé haldið á loft til að breiða yfir það, að í rauninni duga bólgnar rekstrar- tekjur ekki til að greiða rekstrar- gjöldin og hluti þeirra er greiddur með því að selja borðsilfur ættarinn- ar. En það er fleiru leynt af sömu tegund í sólskinsfrumvarpinu til fjárlaga. Samtímis því að haldið er hátt á loft, að skuldir ríkissjóðs eru til mikillar fyrirmyndar greiddar niður um 30 milljarða króna á árun- um 1998 og 1999, fer það eiginlega eins og í dulsmáli íyrr á öldum, að á þeim sömu árum safnast upp næiri 20 milljarða króna lífeyrisskuldbind- ing hjá ríkissjóði, sem að einhverju leyti þarf að vísu ekki að koma til greiðslu fyrr en eftir alllangan tíma, en er engu að síður veruleg skulda- söfnun ríkissjóðs. Framsetningin ber með sér hand- bragð forðunarmeistarans. Lyktin af kosningafleskinu leynir sér ekki. í rauninni helst ríkisstjórninni afar illa á þeim ógnarlegu fjármunum, sem þessi veltiár skila inn í ríkissjóð, að hafa í rauninni engan rekstraraf- gang til að greiða niður skuldir og þurfa hluta af eignasölunni til að greiða rekstrargjöld. Þar við bætist, að væri þjóðin að gera það skynsam- lega, að spara meira í stað þess að búa sér til viðskiptahalla, væri belj- andi halli á ríkissjóði í miðju góðær- inu. Vonandi gefst færi tU að segja frá fleiri skröksögum. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. ÞAÐ BER vott um framsýni Þóris Helga- sonar, læknis, og sam- starfsmanna hans þeg- ar þeir komu á fót reglulegu eftirliti og meðferð augnsjúk- dóma í sykursýki árið 1976. Sykursýki var á þessum tíma önnur al- gengasta orsök blindu í okkar heimshluta og svo er enn í flestum okkar nágrannalönd- um. A Islandi voru 2,4% sykursjúkra blindir árið 1980. Augneftirlit sykur- sjúkra fluttist á Landakotsspítala árið 1980 og hefur síðan verið framkvæmt af læknum augndeild- Einstæður árangnr ís- lendinga í baráttu gegn sykursýkisblindu hefur vakið athygli um allan heim, segir Einar Stef- ánsson, og víða er verið að koma á fót svipuðum forvarnakerfum. ar Landakotsspítala og Landspít- ala eftir að augndeildin flutti þangað 1996. Varnir gegn blindu í sykursýki byggjast á góðri stjórnun blóðsyk- urs og blóðþrýstings, tóbaksbind- indi, og leysimeðferð, ef augnsjúk- dómur ógnar sjóninni. Sjónhimnu- sjúkdómur er helsta orsök sjón- taps í sykursýki, ýmist sjónhimnu- bjúgur eða nýæðamyndun og blæðingar. Leysimeðferð verkar vel á hvort tveggja, ef henni er beitt tímanlega. Bestur árangur er af leysimeðferð, ef henni er beitt á frumstig bjúg- eða æðamyndunar, áður en sjúklingurinn byrjar að finna til sjóntaps. Þar sem meðferðin þarf að koma til áður en ein- kenni birtast, er nauð- synlegt að leita reglu- lega að þessum sjúk- dómsfyrirbærum í syk- ursjúkum. Slíkt eftirlit er minnst annað hvert ár, en oftar hjá þeim sem hafa meiri sjúk- dómseinkenni. Um það bil þriðji hver sykur- sjúkur má reikna með því að þurfa leysimeð- ferð einhvern tímann á ævinni, en oftast þó ekki fyrr en sykursýk- in hefur staðið um nokkurt árabil. Arangur þessara forvarna er sennilega betri en upphafsmenn- ina gat órað fyrir. Blindutíðni meðal insúlínháðra sykursjúkra er komin niður í 0,3%, en er nokkru hærri hjá fólki með insúlínóháða sykursýki. Þetta er margfalt lægri blindutíðni en í nágrannalöndum okkar, þar sem sykursýki er enn þá ein algengasta orsök blindu og sjóndepru. I hópi insúlínháðra sykursjúkra sem fylgdu ströngu eftirliti á árunum 1990 til 1994 var ekkert tilvik þar sem sjón versn- aði. Þessi einstæði árangur Is- lendinga í baráttu gegn sykursýk- isblindu hefur vakið athygli um allan heim og víða er verið að koma á fót svipuðum forvarna- kerfum. Frumkvöðlamir, sem komu for- varnakerfunum á fyrir rúmum tveimur áratugum, vom bæði framsýnir og þolinmóðir. Arangur slíkra forvamakerfa kemur nefni- lega ekki strax í ljós og í sumum tilfellum þarf að bíða í mörg ár eða jafnvel heila kynslóð áður en ár- angurinn sést. I stefnumótum heil- brigðismála er nauðsynlegt að hafa þetta í huga og móta framtíðina af faglegu innsæi og framsýni. Höfundur er prófessor í augnlækn- isfræði við Háskóla Islands. Glæsileg’ur árang- ur forvarna gegn blindu í sykursýki Einar Stefánsson Takk fyrir komuna! Leikárið 1997-98 komu 37.000 áhorfendur að sjá 500 leiksýningar 70 aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og bjóðum j>á velkomna aftur í vetur. Leyndir draumar, Reykjavík ~ Halaleikhópurinn, Reykjavík ~ Hugleikur,Reykjavík ~ Leiksmiðja Reykjavíkur ~ Snúður og Snælda, Reykjavík Stúdentaleikhúsið, Reykjavík ~ Leikfélag Kópavogs ~ Nafnlausi leikhópurinn, Kópavogi ~ Leikfélag Hafnarfjarðar ~ Leikfélag Keflavíkur Leikfélag Mosfellssveitar ~ Leikfélagið Sýnir, norðan- og sunnandeiIdir ~ Leikfélag Sandgerðis ~ Leikfélagið La-gó, Grindavík ~ Skagaleikflokkurinn Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar ~ Leikdeild Umf. Skallagríms, Borgarnesi ~ Umf. Reykdæla, Reykholti ~ Leikdeild Umf. Stafholtstungna, Borgarfirði Leikdeild Umf. Dagrenningar, Lundarreykjadal ~ Leikdeild Umf. Islendings, Hvanneyri ~ Leikfélag Olafsvíkur ~ Leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi Leikklúbbur Laxdæla, Búðardal ~ Leikfélag Flateyrar ~ Leikfélag Bolungarvíkur ~ Litli leikklúbburinn, Isafirði ~ Leikfélag Patreksfjarðar Leikfélagið Hallvarður súgandi, Suðureyri- Leiklistardeild Umf. Tálknafjarðar ~ Leikfélagið Baldur, Bíldudal ~ Leikfélag Hófmavíkur Leikflokkurinn Hvammstanga ~ Leikfélag Blönduóss ~ Leikklúbbur Skagastrandar ~ Leikfélag Sauðárkróks ~ Leikfélag Hofsóss ~ Leikfélag Siglufjarðar Leikklúbburinn Saga, Akureyri ~ Freyvangsleikhúsið Eyjafirði ~ Leikfélag Hörgdæla Eyjafirði ~ Leikfélag Dalvíkur ~ Leikfélag Olafsfjarðar Leikfélag Húsavíkur ~ Leikfélagið Búkolla, Aðaldal ~ Leikdeild Umf. Mývetnings, Reykjahlíð ~ Leikdeild Umf. Eflingar, Reykjadal ~ Leikfélag Raufarhafnar ~ Leikfélag Þórshafnar ~ Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum ~ Leikfélag Seyðisfjarðar ~ Leikfélagið Vaka, Borgarfirði eystra Leikfélag Reyðarfjarðar ~ Leikfélag Norðfjarðar ~ Leikfélag Eskifjarðar ~ Leikhópurinn Vera, Fáskrúðsfirði ~ Leikfélag Hornafjarðar, Höfn Leikfélag Selfoss ~ Leikhópur Umf. Mána, Nesjum ~ Leikfélag Sólheima, Grímsnesi ~ Leikdeild Umf. Biskupstungna ~ Leikdeild Umf. Onúpverja Leikfélag Hveragerðis ~ Leikdeild Umf. Hrunamanna ~ Leikfélag Rangæinga ~ Leikfélag A-Eyfellinga ~ Leikfélag Vestmannaeyja Leikdeild Umf. Armanns, Kirkjubæjarklaustri ~ Leikklúbburinn Spuni Lúxemborg ~ Leikfélagið Kex, Osló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.