Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 42

Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 42
42 LAUGAKDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ RAÐSTEFNA UMHVERFISVÆNNI FARKOSTIR í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. nóv. ‘98 kl. 8:30 17:00 RAFMAGN, VETNI OG GAS - NÝIR VALKOSTIR í FLUTNINGUM OG SAMGÖNGUM Dagskrá 8:30 Afhending ráðstefnugagna 9:00 Setning: Alfreð Þorsteinsson Fyrri hluti Þema: Tækniútfærslur á umhverfisvænni farartækjum 9:10 Ávarp iðnaðar- og orkumálaráðherra Finnur Ingólfsson 9:20 Uppbygging rafbílamála í Frakklandi Cyriacus Adrianus BLEIJS 10:00 Kaffihlé (veitingarfram í sal) 10:15 Uppbygging rafbílamála í Svíþjóð Hans G. Pettersson 10:55 Efnarafalar fyrir farartæki (Fuel cell systems for mobile applications) Arnold Lamm 11:45 Fyrirspurnir og umræður 12:30 Hádegismatur 13:15 Umhverfisskattar og stýring stjórnvalda Eryl Margaret McNally 13:45 Uppbygging rafbílamála á íslandi Þorsteinn Sigurjónsson 14:00 ísland í forystu fyrir vetni sem orkugjafa HjálmarÁrnason 14:20 Frá olíu til innlendra vistvænna orkugjafa BragiÁrnason 14:40 Metangas, vistvænt innlent eldsneyti á farartæki Ásbjörn Einarsson, Ögmundur Einarsson 15:00 Kaffihlé (veitingar fram í sal) Seinni hluti Þema: Aðgerðir á næsta ári og stefnumótun 15:25 Ávarp umhverfisráðherra Guðmundur Bjarnason 15:35 Ávarp aðstoðarmanns samgönguráðherra ÁrmannKr. Ólafsson 15:45 Ávarp borgarstjóra Ingibjörg S. Gísladóttir 15:55 Umræður í pallboði Þorsteinn Sigurjónsson stýrir Þátttakendurfrá: Landsvirkjun, Orkustofnun, SORPU, Háskóla íslands, umhverfisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti, borgarstjórn og ES, Brussel (McNallýl 17:00 Samantekt og ráðstefnu slitið Þorsteinn Hilmarsson 17:15 Móttaka og sýning á vistvænum vélum og farartækjum og ýmsu fleiru tengdu málefninu. 19:00 Sýningu lokað til næsta dags. Skráning s Þátttökuskráning er hjá Iðntæknistonfun í síma: 570 71 00. \ Skráningu lýkur 17. nóv. i Upplýsingar veitir Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri | í síma: 57 07 285/-100. Netfang: jonjoel@iti.is ° i Sjá einnig heimasíður Iðntæknistofnunar: www.iti.is • Landsvirkjunar: www.lv.is Rafmagnsveitu Reykjavíkur: www.rr.is • umhverfisráðuneytis: www.stjr.is/umh • samgönguráðuneytis: www.stjr.is/sam Þátttökugjald Almennt þátttökugjald er 8.000 kr. Fyrir námsmenn er gjaldið 800 kr. (Gegn framvísun skólaskírteinis). Ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti er innifalið. Ráðstefnan er haldin af Iðntæknistofnun íslands • Landsvirkjun • Rafmagnsveitu Reykjavíkur. / samstarfi við: Iðnaðarráðuneyti • Samgönguráðuneyti • Samorku SORPU • Umhverfisráðuneyti Gagnagrunnsmálið stefnir í höfn UMRÆÐA innan- lands um frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur náð hámarki sínu og farið hjaðnandi eftir að framhaldsaðalfundur Læknafélags Islands (LÍ) ályktaði 2. þ.m. Hefur umræðan flust inn á Alþingi. Enn heyrast gagnrýnis- raddir utanlands frá og eiga þær flestar sér það sameiginlegt, að tjá skoðanir byggðar á eldri fnimvarpsdrög- um og mistúlkunum á meginatriðum. Þó ekki verði fjallað um einstaka efnisþætti þeirra hér, þá er rétt að hlusta á gagnrýnina af alvöru og taka tillit til efnislegrar gagnrýni þar sem hún á við. Hótanir sumra um slit á samvinnu við íslenska vísindamenn eða útilokun íslenskra námsmanna frá erlendum háskólum eru fasisti- skar í eðli sínu og óþarfí að hræð- ast þær. Læknafélag breytir um stefnu I ályktun LI er sett fram sú skoðun að frekari umfjöllunar sé þörf um persónuvemd, samþykki sjúklinga, eftirlit með nýtingu gagnagrunnsins og aðgengi ann- arra vísindamanna. Vill félagið fresta afgreiðslu þar til þessum at- riðum hafa verið gerð skil. I þessu felst breyting á fyrri stefnu þar sem LI lagðist gegn hugmyndinni um miðlægan gagnagrunn. Hér á eftir verður leitast við að svara þessum álitamálum og sýna fram á, að sátt geti náðst um málið. Persónuvernd verður tryggð Persónuvernd mun byggja á rétti til að hafna þátttöku, fjöl- þrepadulkóðun, aðgengishindrun- um, aðgreiningu ólíkra gagna í grunninum, þagnarskyldu starfs- manna og nánu eftirliti opinberra aðila (tölvunefnd, vísindasiðanefnd heilbrigðisráðuneytis) með starf- seminni, svo dæmi séu nefnd. Auk þess má ætla að í lokavinnslu á AI- þingi komi inn tillaga um að vís- indasiðfræðileg umfjöllun fari íram um alla gagnaúrvinnslu. Lagastofnun Háskóla Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að „eins og frumvarpið er sett fram og að teknu tilliti til þeirra sjónar- miða sem að framan eru rakin um nánari útfærslu verklags og vinnu- ferla, teljum við þó að þjóðaréttur standi því ekki í vegi að löggjafinn geti metið það svo að upplýsingar í gagnagrunninum^ teljist ópersónu- greinanlegar“. Álitið styðst við stjómarskrá lýðveldisins, tölvulög, lög um réttindi sjúk- linga, læknalög, siða- reglur lækna, mann- réttindasáttmála Evr- ópu auk ýmissa sam- þykkta Evrópuráðsins. Deilur hafa staðið um öryggi gagna í gagnagrunninum og hefur verið vísað til álits Ross Anderson, sem hefur sérhæft sig í tölvuöryggismálum. Leggur hann í áliti sínu til LI áherslu á að að- gengishindranir séu lykilatriði í verndun persónuupplýsinga. Aðgengishindranir sem beitt verður eru m.a. bann við að veita upplýsingar úr grunninum um einstaklinga; ekki verða veittar upplýsingar um smærri hópa en sem innihalda 10 manns; raðspum- ingar til að smækka hópinn verða ekki leyfðar; fyrirspyrjendur fá einungis svör við spurningum, en ekki úrtök úr grunninum, sem þeir gætu unnið með á eigin vegum. Auk þessa koma til önnur atriði, sem stuðla að öraggri persónu- vemd, s.s. afrúnnun ártala m.t.t. aldurs, meðferðartíma o.fl. og Frumvarpið um mið- lægan gagnagrunn hef- ur tekið jákvæðum breytingum, segir Högni Oskarsson. dulkóðun meðferðarstofnana og meðferðaraðila. Með þessu móti virðist sem öll- um sanngirniskröfum, lagalegum sem tæknilegum, sé mætt, og að fyrirhugaður gagnagrunnur tryggi persónuvernd margfalt betur en aðrir gagnagrunnar gera nú. Ætlað samþykki nægir Samkvæmt ályktunum Heims- þings lækna (WMA) 1973 og 1983 og samkvæmt „alþjóðlegum sið- fræðilegum ráðleggingum um læknisfræðilegar vísindarannsókn- ir á mönnum" (WHO/CIOMS 1993) er heimilt að safna trúnaðampplýs- ingum heilbrigðisþjónustunnar án upplýsts samþykkis svo fremi sem þær bendi hvorki beint né óbeint á ákveðinn sjúkling í úrvinnslu. Það er einnig niðurstaða að athuga megi sjúkraskrár og önnur gögn sjúklinga við faraldursfræðilegar kannanir, svo fremi að trúnaðar sé gætt. Trúnaðarskyldan er uppfyllt með þeim hætti sem lýst er í kafl- anum að framan. Það skilyrði er þó sett að siðfræðileg matsnefnd leggi mat á hvort ásættanlegt sé að hefja rannsókn án upplýsts samþykkis. Þetta er lykilatriði. Það er sjálf- sögð krafa að starfsemi rekstrar- leyfishafa sé í samræmi við þetta. Tillaga þess efnis hefur verið kynnt heilbrigðisnefnd Alþingis og er ekki við öðra að búast en hún verði sett í framvarpið. Að þessu uppfylltu er mætt öllum þeim kröf- um, sem vísindasiðfræðin setur um ætlað samþykki. LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fox 557 4243 Högni Óskarsson • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475* Eftirlit með nýtingu gagnagrunnsins Framvarpið setur mjög ströng skilyrði um hvers kyns úrvinnsla sé óheimil. Persónutengjanlegar upplýsingar verður ekki hægt að fá út úr granninum né heldur upplýs- ingar um einstaklinga, ekki einu sinni ópersónutengjanlegar. Starf- rækslunefnd mun fylgjast með starfsemi, fyrirspurnum og úr- vinnslu, auk þess sem tölvunefnd fylgist með að öryggi gagna og starfsemi gagnagrannsins sé í samræmi við þá skilmála, sem hún hefur sett. Vísindasiðanefnd heil- brigðisráðuneytis fær sendar allar fyrirspumir sem berast gagna- granninum ásamt upplýsingum um fyrirspyrjendur. Auk þessa er lagt til að sérstök vísindasiðanefnd fari yfir allar rannsóknaráætlanir og meti út frá vísindasiðfræðilegum forsendum. Með eftirliti eins og lýst er að of- an verður fylgst meir og betur með allri þeirri vísindavinnu, sem fram mun fara í gagnagranninum, en með þeirri vísindavinnu, sem er stunduð á heilbrigðissviði á Islandi í dag. Aðgengi vísindamanna tryggt Tillaga um að tryggja aðgengi vísindamanna við þær stofnanir, sem leggja til upplýsingar í gagna- granninn, liggur fýrir. Gert er ráð fyrir að aðrir vísindamenn fái að- gang að gagnagrunninum með samvinnu við vísindamenn ofan- greindra stofnana, en það er sá háttur, sem nú tíðkast. Eina hindr- unin er sú, að tryggja verður að möguleg samvinna þessara vís- indamanna við aðila, sem eðli máls samkvæmt ættu að vera viðskipta- aðilar gagnagrunnsins, s.s. opinber og einkarekin fyrirtæki í heilbrigð- isiðnaði og -rekstri, hjálpi þeim fyrirtækjum ekki til að komast hjá greiðslum með slíkri samvinnu. Með þessu munu aukin tækifæri skapast fyrir íslenska vísindamenn til vísindastarfsemi með betri upp- lýsingakerfum, sem rekstrarleyfis- hafi mun byggja upp á stofnunum. Og verður ekki annað séð en að til- koma miðlægs gagnagranns muni leiða til stóraukinna tækifæra til vísindastarfsemi, á fljótvirkari og öraggari hátt en mögulegt er með öðram tillögum, sem fram hafa komið um þetta efni. Niðurstaða Umræða um framvarp um mið- lægan gagnagrann á heilbrigðis- sviði hefur verið mikil, oft djúphug- ul, gjaman heit, stundum ósann- gjörn, þó að mestu til góðs fyrir ís- lenskt vísindasamfélag og heil- brigðiskerfi. Framvarpið hefur tekið jákvæðum breytingum. Enn er úrbóta þörf. Gera þarf ráð fyrir að sérstök vísindasiðanefnd fjalli um alla vinnu á vegum rekstrar- leyfishafa áður en hún hefst. Skerpa þarf orðalag til að taka af allan vafa um rétt vísindamanna til að nýta gagnagranninn til rann- sókna. Tillögur þessa efnis hafa verið kynntar heilbrigðisnefnd Al- þingis og verður væntanlega tekið tillit til þeiiTa. Stórefla þarf tölvu- nefnd þannig að hún verði í stakk búin til að valda því hlutverki sem hún fær með samþykkt frumvarps- ins. Að þessu uppfylltu verður ekki annað séð en að framvarpið verði ásættanlegt fyrir neytendur jafnt sem veitendur heilbrigðisþjónustu á Islandi. Höfundur cr læknir og hefur vcrið ráðgefandi fyrir Islenska erfða- greiningu og aðra aðila iil að skapa lausnir á ýmsum álitamálum gagna- grunnsfrum varpsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.