Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 43 AÐSENPAR GREINAR Úrtölufólk á framkvæmdir í landinu FÁBREYTNI í at- vinnumálum Austfirð- inga hvetur ungt fólk til brottflutnings. Hvers eiga Austfirðing- ar að gjalda með sín fögru og orkuauðugu héruð? Hvað vilja sjálf- kjörnir spekingar í ferðamálum þjóðarinn- ar gera annað en að reikna út gróða af er- lendum ferðamönnum og hann ekki lítinn en gleyma sjáanlegri þörf á fjölbreyttara atvinnu- lífi á landsbyggðinni. Ástandið eykur á fólks- flótta til Reykjavíkur sem er þó talinn ærinn fyrir. Sölvi Helgason reiknimeistari Jú víst var Sölvi Helgason reikni- meistari en lítt dugði reiknikúnst hans til brauðfæðingar þjóðarinnar og svo mun einnig fara hjá þeim spekingum sem nú reikna ailt svart eða hvítt í þessum málum. Þessum óhemjuskap verður að linna nú þegar og áður en tjón þjóðarinnar verður óbætanlegt því Austur- landsvirkjun er búin að vera mjög lengi í kostnaðarsömum undirbún- ingi og verða menn nú þegar að hefjast handa. Virkjanamunstrið verður ávallt umdeilanlegt, svo sem hvort flytja eigi vötn milli héraða og fækka þannig virkjunarstöðum en stækka þá eða margvirkja árnar í sínum náttúrulega farvegi, þó þannig að hver fallmetri nýtist frá miðlunarlóni í 6-700 m hæð og til sjávar. Undir forystu sýslumanns Líklega eru hreppsnefndir og af- réttarfélög undir forystu viðkom- andi sýslumanns best fallin til að benda á vega- og raflínustæði milli héraða, því þráfaldlega komast nátturuverndarnefndir og náttúru- verndarráð í einhvers konar ham gegn Landsvirkjun en hún virkjar fallvötnin eftir þörfum landsmanna og leiðir svo rafmagnið til hér- aðsveitna og stærri kaupenda sam- kv. lögum. Þessi hvimleiði háttur náttúruverndarfólks hefur kostað skattgreiðendur stórfé, samanber þegar suðurlína var lögð frá Sig- öldu að Kirkjubæjarklaustri var búið að finna allgott línu- og vega- stæði sem átti að nýtast sem ferða- mannavegur sunnan Tungnaár um Blautaver að brúnni yfir Jök- ulgilskvíslina og norðan Kýlinga í Jökuldali um Stóraós. Landsvirkjunarmenn þvingaðir Þessari einföldu tillögu var þá hafnað af áðurnefndu ráði i Reykja- vík og línumenn þvingaðir með lín- una norður yfir Tungnaá á Svarta- króki inná veiðivatnasvæðið sem var mjög í andstöðu heimamanna og spillti þeirri kyrrð sem þessi hluti veiðivatnasvæðisins naut áður. Nú fara þarna um línueftirlitsmenn og viðhaldsfokkar reglubundið, síð- an þarf að fara aftur suður yfir Tungnaá móts við Snjóöldu með gríðarlegum kostnaði sem er full- komlega óþarfur. Ekki mega slíkir atburðir endurtaka sig í framtíð- inni, svo er línan ekki síður áber- andi á söndunum norðan Tungnaár en sunnan árinnar, eins og ráðgert var að leggja hana. Slíkt ofriki gleymist seint. Hólmatungur Ekki verður skilið svo við þessar hugleiðingar að ekki komi upp spurning um tilgang títtnefndra samtaka eða ráðs með lokun hins foma þjóðvegar niður með Jökulsá á Fjöllum um hinar gullfallegu Hólma- tungur og Svínadal norður að Hljóðaklett- um og útiloka þannig aðgengi þeirra sem ekki eiga gott með gang. Síðan var lagður nýr vegur vestur í heiðinni 13 km langur eftir grónum lyngmó- um. Þarna þurfa Keld- hverfingar að taka til hendinni og lagfæra gamla veginn og gera bílastæði á nokkrum stöðum. Einnig þarf að merkja göngustíga niður að ánni en banna tjaldstæði á svæðinu. Öskjuvatn Við Öskjuvatn í Dyngjufjöllum hefur gamalli bílaslóð verið lokað frá Goðahraunsbrúninni og suður sandinn að Knebels-vörðu, sem á sína einstæðu sögu. Þama er trú- lega um einhvers konar hugsunar- leysi að ræða því gamla slóðin þurfti ekki annað en heflingu til að verða vei fær öllum bílum suður að Hve lengi getur úrtölu- fólk tafið framkvæmdir í landinu, spyr Halldór Eyjólfsson, í nafni öfgafullra verndunar- sjónarmiða? Öskjuvatni. Einnig þarf að merkja bílastæði skammt frá vörðunni. Greinarhöfundur, ásamt þáverandi forseta íslands og fleirum, var þama á ferð 1979 en þá kom í ljós að sumir ferðalangarnir höfðu naumast þrek í þessa göngu í hita- svækju og lausasandi suður að hinni sögufrægu vörðu og til baka. Er ekki eitthvað bogið við svona bönn? Þá vaknar spumingin um meinsemi. Vonandi mun sýslumað- ur Þingeyinga fá vegagerðina til að opna umrædda slóð, hefla hana og merkja. Hágöngulón Þær umræður sem fram hafa far- ið að undanförnu um virkjanir og forðageymslu vatns (líkt og fóður- söfnun bænda til vetrargjafa) á há- lendinu hafa aðallega snúist um hvort útlendum ferðamönnum þóknist aðferð landsmanna til orku- öflunar, jafnvel þjóðfáninn var nýttur á hinn lágkúrulegasta hátt í ósköpunum. Sýslumaður Rangæ- inga bjargaði fánanum á síðustu stundu upp úr forinni á meðan fréttasnápar fitnuðu á sínum bita. En minna er aðgætt hvort búa þurfi í haginn fyrir unga fólkið með fjölbreyttara atvinnulífi víðast hvar á landsbyggðinni. Allt þetta fjas um eyðileggingu hálendisins með virkj- anaframkvæmdum er alls ekki rétt, þessar framkvæmdir gæða öræfm lífi og tilgangi ef vel og tildurlaust er staðið að, t.d. eykst öryggi ferða- manna með bættum vegum og brú- uðum ám, lónin hækka jarðvatnið á stórum svæðum sem aftur gefur gróðri möguleika til að dafna, einnig vakir fiskur gjarnan í fjalla- vötnum og lækjum sem í þau renna. Hágöngulón er í 816 metra hæð yfir sjávarmáli en Þórisvatn í 577 m, er fallhæðin því 239 m þar á milli, sem mun síðar útfærast til orkufram- leiðslu. Höfundur er eftirlaunnþegi og áhugamaður um umhverfis- og samgöngumál. Halldór Eyjólfsson Á mbl.is er að finna flest það sem tengist kvikmyndum og myndböndum. Nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum, væntanlegar myndir, myndbönd, kvikmyndir í sjónvarp- inu, stjörnugjöf og margt fleira. I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.