Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 51
OTTÓ VALUR
FINNSSON
+ Ottó Valur
Finnsson var
fæddur í Skrapa-
tungu í Vindhælis-
hreppi, A-Hún.,
hinn 12. september
1920. Hann lést á
Héraðssjúkrahús-
inu Blönduósi 10.
nóvember síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Finnur Guð-
mundsson og Ingi-
björg Jónsdóttir,
bændur í Skrapa-
tungu. Ottó átti
þrjár systur, þær Guðnýju, sem
býr á Skagaströnd, Kristínu,
sem er látin, og Elísabetu, sem
býr á Blönduósi.
Ottó var húsasmíðameistari
að iðn.
títför Ottós fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ottó vinur minn er látinn eftir
langvarandi veikindi og vanheilsu.
Við andlát hans rifjast upp ótal
minningar um atvik og samveru-
stundir sem við áttum sem vinir í
tæplega hálfa öld og sem vinnufé-
lagar í aldarfjórðung.
Leiðir okkar Ottós lágu saman
frá því að ég man fyrst eftir mér og
til þess dags er hann lést hinn 10.
nóvember síðastliðinn. Hann var
starfsmaður Stíganda hf. í rúmlega
fjörutíu ár, eða frá þeim tíma sem
fyrirtækið var stofnað og til þess er
hann varð að láta af störfum vegna
heilsubrests í árslok 1989.
Ottó og Einar Evensen voru
fyrstu iðnnemarnir sem faðir minn
tók á samning í húsasmíði hjá Stíg-
anda hf. og hjá honum vann hann
allan þann tíma sem faðir minn
stjórnaði fyrirtækinu. Pegar undir-
ritaður tók við var Ottó áfram á sín-
um stað og allir sem til þekktu vissu
að hagsmunir hans og Stíganda hf.
voru órjúfanlegir. Hann var í raun
tilbúinn að fórna öllu í þágu fyrir-
tækisins.
Hjá honum lærði ég íýrstu hand-
tökin og fjölmargir voru þeir sem
nutu tilsagnar hans. Auk þess að
vera laginn og útsjónarsamur átti
Ottó einstaklega gott með að um-
gangast fólk og fjölmargir leituðu
til hans til að fá lausn sinna mála.
Áður en Ottó hóf störf hjá Stíg-
anda hf. hafði hann stundað ýmsa
vinnu, m.a. við bú foreldra sinna,
þeirra Ingibjargar Jónsdóttur og
Finns Guðmundssonar, sem bjuggu
í Skrapatungu á Laxárdal. Hann
vann nokkur sumur við vegagerð og
fór á vertíð suður í Sandgerði. I
einni ferð sinni þangað lenti hann í
lífsháska, þegar hann var farþegi
með ms. Laxfossi sem strandaði
fyrir utan Reykjavík. Þótti okkur
bræðrum mikið til koma þegar hann
sagði okkur frá þeirri svaðilför.
Eins og fyrr segir lágu leiðir okk-
ar Ottós saman frá því að ég man
eftir mér og var hann heimilisvinur
fjölskyldunnar alla tíð. Okkur
bræðrum var hann eins og afi eða
frændí. Til hans leituðum við með
vandamál eins og hjólaviðgerðir,
bilasmíði, námsaðstoð og fleira þess
háttar. Á meðan við vorum yngri
fórum við oft yfir götuna á kvöldin
til að fá hann til að lesa fýrir okkur
og þegar við urðum eldri til að fá
lánaða bók, því að Ottó átti nóg af
spennandi lestrarefni.
Lengst af hélt Ottó heimili með
foreldrum sínum, en hann var alla
tíð ókvæntur. Eftir andlát þeirra
hélt hann sameiginlega heimili með
Kristínu systur sinni og Leifi syni
hennar. Var Ottó honum sem faðir
og var samband þeirra alla tíð mjög
náið. Kristín, eða Síta eins og hún
var kölluð, lést eftir langvarandi
veikindi árið 1987.
Heimilið á Húnabraut 36 á
Blönduósi, en þar bjó fjölskyldan
lengst, var annálað fýrir gestrisni
og myndarskap. Þangað kom fjöldi
gesta og stundum voru
næturgestirnir svo
margir, að helst minnti
á hótel.
Systrum sínum var
Ottó alla tíð hjálplegur
svo og frændfólki og
ófáar voru helgamar
og kvöldin sem hann
lagði leið sína til þeirra
til að smíða eða lag-
færa eitthvað sem farið
hafði aflögu.
Eftir að ég stofnaði
fjölskyldu var Ottó
eins og hluti af henni,
var með í öllum fjöl-
skylduboðum, og bömum okkar var
hann eins og besti afi.
Fóram við m.a. saman í ferðalög
með honum og Sítu þar sem gist var
í tjaldi og landið skoðað. Fyrir okk-
ur eru þær ferðir ógleymanlegar,
því þekking Ottós á landi og þjóð
var mikil, enda var hann víðlesinn
og minnugur.
Eins og gefur að skilja leituðu
samborgarar Ottós eftir starfs-
kröftum hann í félagsmálum og var
hann um lengri tíma í stjómum
margra félaga eða starfaði með
þeim. Nægir þar að nefna að hann
var um árabil í stjórn Ungmenna-
sambands A-Húnvetninga, Iðnaðar-
mannafélags A-Hún. og Ungmenna-
félagsins Hvatar. Smíðaði leiktjöld
fyrir Leikfélag Blönduóss, sat í
byggingamefnd og m.fl. Öllum
störfum sínum sinnti hann af áhuga
og trúmennsku.
Ottó hafði ákveðnar skoðanir í
stjómmálum og var eindreginn
stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks-
ins. Mat hann fýrrverandi forustu-
menn flokksins mikils en var ekki
að fullu sáttur við þá sem stjórnuðu
síðari árin. Við félagamir vomm oft
á öndverðri skoðun í pólitík og sló
stundum í brýnu á milli okkar, en
oftast fundum við þó sameiginlegan
flöt á málunum.
Eftir að Ottó hætti störfum hjá
Stíganda hf. seldi hann Húnabraut
36 og flutti í nýja íbúð fyrir aldraða
í F'Iúðabakka 3 á Blönduósi. Þar bjó
hann meðan heilsan leyfði, en síð-
ustu árin dvaldi hann á Heilbrigðis-
stofnuninni á Blönduósi. Á þeim
tíma naut hann góðrar umönnunar
starfsfólks, auk þess sem Elísabet
systir hans var honum stoð og
stytta.
Ottó var trúaður, og hafði sterka
sannfæringu fýrir lífi á öðra tilvera-
stigi. Hann kveið því þess vegna
ekki að yfirgefa þessa jarðvist. Við
vinir hans og fjölskylda eigum eftir
ljúfar minningar um góðan dreng
sem við munum varðveita um ókom-
in ár.
Blessuð sé minning Ottós Finns-
sonar.
Hilmar Kristjánsson.
Okkur langar að minnast góðs
frænda okkar, hans Ottó. Frá því
við munum eftir okkur var Ottó
alltaf stór hluti af lífi okkar, enda
stóri bróðir hennar mömmu. Þegar
við hugsum til baka er margs að
minnast; bílferðirnar á sunnudög-
um, pinnaísinn, heyskapurinn,
ferðalögin, réttarferðirnar, fjöl-
skylduafmælin, leikhúsferðirnar og
síðast en ekki síst jólin. Ottó var
alltaf hjá okkur á aðfangadags-
kvöld. Þá var venjulega borðaður
möndlugrautur og fékk Ottó oftast
möndluna en lét okkur ekki vita af
því fyrr en allir vora búnir með
grautinn sinn. Það var stutt í gam-
ansemina hjá honum. Hann sá um
að lesa utan á pakkana og stundum
fannst okkur biðin löng þegar hann
þurfti að fá sér smáblund eftir
jólamatinn. Svo var byrjað að opna
pakkana og þegar leið á kvöldið
voru staflar af bókum hjá Ottó,
enda mikill bókamaður og vel les-
inn. Eftir að við urðum eldri og
eignuðumst börn reyndist hann
þeim góður og þeim þótti mjög
vænt um ömmubróður sinn og bára
mikla virðingu fyrir honum. Við eig-
um Ottó margt að þakka og kveðj-
um hann með söknuði og í huga
okkar lifir minningin um góðan og
tryggan frænda.
Margs er að minnast,
margt er að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarkross þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu Guðs krafti falinn.
Ingibjörg, Gunna,
Hilda, Sjöfn og Svala.
Mig langar að setja nokkur orð á
blað um frænda minn Otto V.
Finnsson, aðallega um samskipti
okkar á liðnum árum.
Ég man iýrst eftir Ottó þegar ég
sem smástrákur var um sumartíma
í Skrapatungu til að létta undir við
ýmsa snúninga um heyskapartím-
ann.
Þá fannst mér Ottó vera svo langt,
langt fýrir ofan mig - hann gat sleg-
ið með orfi og ljá - hann stakk upp
mó í djúpri mógröf - hann batt hey í
sátur á sláttubreiðinni og ofan við
Hulduhólinn og hann gat meira að
segja lyft þeim á klakk, en þá var allt
hey flutt á hestum og svona mætti
lengi halda áfi’am, en hann var líka
þrettán áram eldri, en það var alltaf
gott að leita til hans, hann bjargaði
því sem manni fannst óyfirstíganlegt
og svo kunni hann fullt af sögum og
sagði vel frá.
Eftir að hann flutti til Blönduóss,
og fór að smíða í Stíganda, gaf hann
mér fullt af kubbum og allskonar
dóti sem ég gat notað til að smíða
úr, hann sagaði líka iýrir mig hjól ef
ég var nú kannske að smíða bíl eða
fiugvél.
Þegar ég svo fór að læra í Stíg-
anda, sagði Ottó: „Já, þú sefur í her-
berginu hjá mér og borðar svo hjá
okkur, ég er að byggja og þú hjálp-
ar mér í húsinu í staðinn." Málið var
ekki flóknara en það.
Ottó var mikill áhugamaður um
íþróttir þó hann tæki ekki sjálfur
þátt í þeim, og þau vora ófá 17. júní
mótin sem við undirbjuggum sam-
eiginlega Kvennaskólatúnið til
keppni í frjálsum. Ég man líka að
það var ekkert sérstaklega létt yfir
frænda þegar í staðinn fýrir að fara
niður á tún og draga upp fánana
urðum við að fara að grafa íþróttaá-
höldin upp úr snjónum.
Það var líka föst regla að vinna
með honum að uppsetningu leik-
sviðs fýrir Leikfélag Blönduóss, en
hann hafði í mörg ár umsjón með
leiksviðinu, fýrst í gamla Samkomu-
húsinu og síðan í Félagsheimilinu.
Það var líka bæði gaman og fróðlegt
að heyja með þeim feðgum Finni
föðurbróður mínum og Ottó túnið í
hvamminum - slá - rifja - kannski
fanga einu sinni - taka saman og
síðan binda í bagga.
Við Ottó unnum mikið saman en
ég man ekki til að við væram oft
ósammála, allavega ekki lengi, hon-
um mislíkaði stundum en þá gekk
hann burtu um stund en svo héldum
við bara áfram þar sem frá var horf-
ið, það leystust öll mál á friðsaman
hátt.
Ottó var ekki gjam á að trana sér
fram en hann var trúr og traustur
vinum sínum og menn gengu ekki
bónleiðir frá honum. Hann vann
stóran part úr lífi sínu hjá Trésm.
Stíganda, af sinni alkunnu tryggð
og trúmennsku en það verða eflaust
aðrir til að rifja upp þann hluta æv-
innar.
Ég þakka Ottó samfylgdina og
veit að hann á góða heimkomu.
Gýju, Bebe, Leifi og fjölskyldum
þeirra sendum við hjónin innilegar
samúðarkveðjur.
Farðu svo heill á feðranna slóð,
frændi og vinur.
Sigurður Kr. Jónsson.
Þær minningar sem ég á um Ottó
eru mér mjög kærar, enda var hann
mér eins og afi. Þegar ég var lítill
gutti áttum við saman margar og
skemmtilegar stundir, bæði á heim-
ili hans og á ferðalögum. Ottó pass-
aði mig oft og vora það fjörugar
stundir. Ekki veit ég hversu oft
hann las fýrir mig söguna úr
Grimmsævintýram um Meistara-
þjófinn, en aldrei þreyttist hann á
að lesa hana aftur. Mjög minnis-
stæðar era ferðir okkar á
Sölvabakka, en þangað fóram við
oft í heimsókn og áttum ánægjuleg-
ar stundir með heimilisfólkinu.
Einnig ótal heimsóknir mínar til
þeirra Ottós og Sítu. Þangað fór ég
oft sem gutti og alltaf var tekið vel á
móti mér. Við lásum saman, hlust-
uðum á hljómplötur, spiluðum eða
hann sagði mér sögur. Samvera-
stundimar vora margar og alltaf
skemmtilegar, enda var Ottó iðu-
lega í góðu skapi.
Þegar ég var komin á unglingsár-
in vann ég nokkur sumur undir
handleiðslu Ottós í Stíganda. Unn-
um við mikið saman og man ég að
það var mér mikið metnaðarmál að
standa mig í stykkinu, því ekki vildi
ég bregðast honum.
Hin síðari ár eftir að ég fluttist
frá Blönduósi urðu samskiptin
minni. En þótt sambandið væri lítið
var alltaf eins og maður væri kom-
inn heim þegar við hittumst. Nú er
Ottó komin yfir til forfeðranna. Eft-
ir situr minningin um skemmtilegan
og góðan mann.
Guð blessi minningu Ottós Finns-
sonar.
Finnbogi Hilmarsson.
TORFI
ÓLAFSSON
+ Torfi Ólafsson
var fæddur
Reykjavík 26. nóv-
ember 1921. Hann
lést á Landspítalan-
um 5. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ólafur
Ólafsson sjómaður,
f. 2. mars 1889, d.
23. aprfl 1934, og
Margrét Torfadótt-
ir, f. 30. ágúst 1900,
d. 4. ágúst 1954.
Systkini Torfa eru
Steinunn Hilma, f.
26. aprfl 1923, Ingi-
berg, f. 20. aprfl 1926, d. 24.
nóvember 1996, og Ólafur, f. 19.
desember 1927, d. 8. febrúar
1959.
Torfi kvæntist Margréti Guð-
mundsdóttur 18. janúar 1955.
Dóttir þeirra er Jóna Guðbjörg
Torfadóttur, f. 22. aprfl 1969.
Jarðarför Torfa fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Torfi Ólafsson mágur minn er
fallinn frá. Hann ólst upp á Ný-
lendugötu 7 í Reykjavík ásamt
systkinum sínum. Þegar Torfi var
12 ára gamall missti hann föður
sinn og stóð þá Margrét móðir
hans ein uppi með börnin á aldrin-
um sex til tólf ára. Þau hjón höfðu
þá reist sér myndarlegt hús á Ný-
lendugötu 7 og bjuggu þau systkin-
in þar ásamt móður sinni og hálf-
systur Margrétar, Sigríði Rósu,
sem var ekkja og hafði flutt til
þeirra og var þeim til aðstoðar.
Torfi fór ungur að vinna fyrir sér
til að létta undir með móður sinni.
Hann vann meðal annars hjá
Slippnum og stundaði sjómennsku
til margra ára bæði á toguram og
fragtskipum. Eftir að hann kom í
land starfaði hann hjá Reykjavík-
urhöfn sem hafnarvörður uns hann
lét af störfúm fyrir aldurs sakfr.
Torfa og Margi-éti varð ekki
bama auðið en árið
1971 tóku þau að sér
telpu á þriðja ári, Jónu
Guðbjörgu, og ætt-
leiddu hana og var hún
augasteinn þeirra og
jmdi og á nú um sárt
að binda. Seinustu tvö
ár voru honum erfið er
Margrét kona hans
veiktist og hefur dvalið
á sjúkrahúsi síðan.
Hann reyndist henni
einstaklega vel, tók
hana heim meðan
hægt var og heimsótti
eins oft og kostur var.
Margrét dvelur nú á Hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Torfi var ekki allra, en hann var
vinur vina sinna og hjálpsamur
fram úr hófi og vel reyndist hann
Ingibergi bróður sínum en þeir
bræður bjuggu alla tíð í sama húsi.
Ég kveð nú kæran mág minn og
þakka fyrir það sem hann var okk-
ur hjónunum í þau 43 ár sem við
bjuggum saman á Nýlendugötu 7.
Margrét Bjömsdóttir.
Ástkær faðir minn er látinn.
Andlátið bar brátt að; við voram
mjög vongóð fyrir aðgerðina og
trúðum að skammt væri þess að
bíða að þú fengir heilsu að nýju en
enginn mannlegur máttur fékk
þessu afstýrt. Það er trú mín og
vissa að nú líði þér betur en
nokkum tíma fyrr en það er jafn-
framt sárara en nokkur orð fá lýst
að sjá á bak þér. Þú varst mér af-
skaplega góður og eftir að móðir
mín veiktist og gat ekki lengur ver-
ið inni á heimilinu með okkur, varst
þú haldreipi mitt; óbifanlegur og
traustur klettur sem ég gat ávallt
reitt mig á og leitað til með flest
það sem á mér hvíldi. Þú studdir
mig í öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur, svo framarlega sem það
leiddi gott af sér, og ekkert var þér
hugleiknara en velferð mín og
mömmu. Þú heimsóttir mömmu
upp á hvem einasta dag og veittir
henni styrk og hlýju og hún hvarf
aldrei úr huga þér eftir að heim var
komið. Það gekk mjög nærri þér að
horfa upp á veikindi hennar og
þegar þín barátta hófst hirtfr þú
minna um hana en inntir mig einatt
eftir líðan mömmu og baðst mig um
að sinna henni meira en þér minna.
Þú varst afar heilsteyptur maður
og samkvæmur sjálfum þér í öllu
því sem þú tókst þér fýrir hendur
og það fannst mér mjög virðingar-
vert. Við áttum gott skap saman og
okkur varð sjaldan sundurorða en
ef út af bar þá varð væntumþykja
okkar hvors til annars iðulega yffr-
sterkari öllu öðru sem átti hlut að
máli. Þú varst ekki allra en ég
þekkti svo vel hvem mann þú hafð-
ir að geyma og kærleiksríkari
manni hef ég ekki kynnst. Við
mamma söknum þín svo sárt og
missir okkar er mikill.
Guð gefi raér æðruleysi
tilaðsættamigviðþað
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Jóna G. Torfadóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/