Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 52

Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 52
52 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ása Hafliðadótt- ir fæddist á Garðsstöðum í Og- ursveit við Djúp 28. september 1941. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 8. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar yoru hjónin Hafliði Ólafsson frá Strandseljum í sömu sveit og Líneik Árnadóttir frá Ögri. Ása var yngst sjö systkina. Þau er: Lára, f. 1930, áður fulltrúi í félagsmála- ráðuneyti, búsett í Reykjavík; Halldór, f. 1933, bóndi í Ögri; Guðríður, f. 1934, dó 22 ára; drengur, f. 1936, dó sem ung- barn; Ragnhildur, f. 1937, áður húsfreyja á Hörðubóli í Dala- sýslu, nú búsett á Höfn, og Erla, f. 1940, dvelur í Há- túni 12 í Reykjavík. Ása ólst upp hjá foreldrum si'num og sótti barnaskóla í Reykjanes við Djúp og var tvo vetur eftir fermingu við nám í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði en vann heima á búi for- eldra sinna á sumr- um. Hún vann á ýms- um stöðum næstu ár- in, dvaldi í Noregi sumarið 1961 og var veturinn þar á eftir við nám í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli í Dölum. Hún réðst vorið 1963 í vinnu austur á Hérað þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Sævari Sigbjarnar- syni. Ása var veturinn eftir við nám í Kennaraskólanum i Reykjavík og fyrri hluta vetrar 1964 þar til elsta dóttir þeirra hjóna fæddist en þau Sævar giftu sig í Ögri 20. júní 1964. Þau bjuggu í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá, þar sem Sævar er fæddur og uppalinn, frá vorinu 1965. Börn þeirra eru: 1) Líneik Anna, f. 1964, líffræðingur, bú- sett á Fáskrúðsfirði, gift Magn- úsi Ásgrímssyni, verksmiðju- stjóra, dætur þeirra eru Ásta Hlín og Inga Sæbjörg. 2) Hafliði, f. 1966, kvæntur Guð- nýju Grétu Eyþórsdóttur en þau reka félagsbú ásamt foreldrum hennar í Fossárdal við Beru- fjörð, synir þeirra eru Bjartmar Þorri og Jóhann Atli. 3) Helga, f. 1968, hjúkrunarfræðingur, gift Ásgeiri Sveinssyni, verslun- armanni í Reykjavík, börn þeirra eru Elvar og Ása María. 4) Sigbjörn Óli, f. 1974, sem er á síðasta ári í búvísindadeild á Hvanneyri. 5) Sindri Baldur, f. 1985. 6) Andvana fædd dóttir árið 1971. Dóttir Sævars var Elva, f. 1963, d. 1979. títför Ásu fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ÁSA HAFLIÐADÓTTIR Elsku Ása. Við þekktumst ekki mikið. Við töluðum saman íyrst fyrir einu og hálfu ári. Þá deildum við reynslu okkar í góðu og hlýju faðmlagi með bros á vör og tár í augum. Við áttum það sameigin- legt að standa vanmáttugar gagn- vart örlögum. Þú að missa heilsuna og ég hafði nýmisst manninn minn. Heilsu þinni hrakaði stöðugt. Ég leit stundum til þín. Þó ekki oft. Ég ætlaði að lesa fyrir þig ljóð, ljóð sem hjálpuðu mér í innri baráttu minni við að standa vanmáttug og taka því sem koma skyldi. Ljóðin las ég aldrei í þín eyru. Það fór ein- hvem veginn þannig. Mig langar samt að koma þeim á framfæri hér um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Gleðin er hinn góði fórunautur sem gerir alla menn að bræðrum og fær okkur til að gleyma því sem við vitum. Ef gleðin er í fór með þér, Þá verður hún ilmur sálar þinnar. Hún verður litrík mynd, sem gæðir dauðan steininn lífi. Hún verður söngur sem fyUir borg þína, þótt enginn annar hlusti. Hún verður að mjúkum örmum sem vemda þig í myrkri næturinnar. Sérfræöingar í blómaskreytingum við <)ll tækifæri Skólaviirðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Ef þú ert bam gleðinnar, muntu alltaf sættast við lífíð, því þegar vonir þínar geta ekki breytt veraleikanum, þá mun veruieikinn breyta vonum þín- um. Að vilja hið góða og gera hið rétta lætur fagurlega í eyram, uns þú verður sjálfiir að lifa ljóð fómar- innar, bera erfiði og þunga dagsins, yrkja jörðina og breyta remmu moldar- innar í ilm blómsins. Uns þú verður sjálfur lagður á hinn volduga steðja heimsins og barinn með þungum hömrum frarn- vindunnar. Knúinn áfram með svipum til að ganga veg lífsins til meira frelsis og stærri vit- undar. (Gunnar Dal.) Elsku Sævar og böm, Guð styrki ykkur. Anna Ingólfsdóttir. Árstíðirnar líða: vor, sumar, haust og vetur, en ævi Ásu varð aðeins vorið og sumarið. Hún felldi ekki laufin sín. Hún féll frá í fullum blóma. Banamein hennar var sjúkdómur, þar sem nútíma læknisfræðiþekking er einskis megnug til að snúa óheillaþróun- inni við né sporna við kalli tímans. Sjúkdómslegan varð all löng og erfið, en í henni sýndi Ása sína bestu eiginleika: lífsviljann, óbilandi dugnað, skapfestu og hina lífsglöðu léttu lund. Margs er að minnast og minn- ingarnar hrannast að. Minnisstæð er sú stund er ég fór að hitta Ásu í bakaríi við Sundlaugaveg. Þar tók á móti mér ung stúlka með svarta hárið sitt, glaðlega brosið og dökku augun sem leiftruðu af lífs- orku. Hún hafði sýnt því áhuga sem ungur kennaranemi að leita á vit ævintýrisins og ráða sig í kaupavinnu austur á Hérað um sumarið. Það tók okkur ekki lang- an tíma að ná samningum. Hún JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON + Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. september 1970. Hann lést 7. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 13. nóvember. Elsku Smári okkar. Síst af öllu datt okk- ur í hug þegar við kvöddumst fyrir viku með ósk um góða helgi að við værum þá að kveðja þig í hinsta sinn. Gleði þín var takmarkalaus. Þú áttir í vænd- um viðburðaríka helgi sem þú ætl- aðir virkilega að njóta, fyrst með foreldrum þínum og síðan með sambýlisfólki þínu í Hafnarstræti. Þú fórst héðan úr Hæfingarstöð heim í fóðurhús þín og áttir yndis- lega kvöldstund með foreldrum þínum. En eftir kvöldið kom nóttin og þá varstu kallaður burt. Þar vorum við minnt á þá staðreynd ekkert varir að eilífu og tíma vinar hér á jörðu var lokið. Það að hafa kynnst þér og verið þér sam- ferða eru forréttindi og gaf okkur öllum mjög mikið. Þú sem áttir svo fatlaðan lík- ama áttir svo stóra sál og gafst svo mikið af þér. Iðandi kæti þín og Helga vinar þíns þeg- ar þið komuð í hús á morgnana lyfti lund okkar oft í sjö- unda himinn. Við eigum eftir að sakna þeirra stunda sárt. Við eigum líka eftir að sakna sárt hlátursins og kímninnar sem féll alveg að okkar. Ekki leiddist þér heldur í okkur „tuðið“ og varstu alveg sammála um að það gæfi lífinu verulegt gildi. Smári þú varst einstakur. I hjörtum okkar lifir minning um ákvað að ráða sig í Rauðholt til Sævars bróður og foreldra okkar. Þar með má með sanni segja að örlögin hafi tekið málin í sínar hendur. Vissulega leist mér bráð- vel á þessa glaðlegu og myndar- legu stúlku vestan frá Ögri. Ég vissi ekki fyrr en síðar hve ættar- tré hennar byggði á sterkum stofnum úr mannlífinu við Isa- fjarðardjúp. Það þarf ekki að orð- lengja það, að þau Ása og Sævar felldu hugi saman og tóku við bú- skap í Rauðholti fáum misserum síðar, þar sem þau hafa síðan rek- ið myndarbú. Þegar í upphafi tók Ása við mannmörgu heimili sem hún stýrði af miklum myndarskap. Sérstaklega er mér minnisstætt, hve hún reyndist foreldrum okkar Rauðholtssystkina mikil stoð og stytta á þeirra efri ánim og af hve mikilli nærgastni og hlýju hún um- gekkst þau. Á heimili þeirra voru sem fyrr nokkur sumarbörn og þar á meðal börnin mín og þeim reyndist Ása hin besta móðir í alla staði. Ég vil hér nota síðbúið tæki- færi og færa fram hugheilar þakk- ir fyi-ir umhyggju hennar fyrir eldri jafnt sem yngri. Rauðholtsheimilið varð hjá Ásu og Sævari annálað menningar- og félagsmálaheimili og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Hjá þeim var mjög gestkvæmt og hafði Ása sérstakt lag á því að láta gestina finna sig ávallt velkomna með hlýi’ri framkomu sinni og lát- lausri umhyggju. I félagsmálum lét Ása ekki sitt eftir liggja jafn- framt því sem hún studdi mann sinn dyggilega í hans félagsstörf- um. Nú er þar stórt skarð fyrir skildi. Um árabil höfum við hjónin átt því láni að fagna að tengjast þeim Ásu og Sævari nánum vináttu- böndum sem við metum ákaflega mikils og við höfum átt með þeim ómetanlegar ánægjustundir bæði í Rauðholti og á heimili okkar í Reykjavík. Þessar stundir með Ásu eru nú minningasjóður sem við þökkum af hlýhug. Sérstak- lega er okkur minnisstæð göngu- ferð um vorkvöld í Elliðaárdal fyr- ir tveim árum, en í þeirri ferð kom fram eins og svo oft hversu mikið lífsglaðan og hamingjusaman ung- an mann. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ofeigsdóttir.) Elsku Lilla, Balli, Thelma, Berg- lind og stórfjölskylda Smára. Ykk- ur sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Starfsfólk og notendur Hæfíngarstöðvarinnar við Skógarlund. Elsku frændi minn, þá ertu horf- inn burt frá okkur, burt frá þessu jarðneska lífi sem var þér kannski ekki mjög auðvelt, oft og tíðum þyrnum stráður vegur en vilja- styrkurinn hélt þér gangandi. Þeg- ar ég lít til baka minnist ég þess tíma sem ég bjó hjá ykkur. Þá vor- um við eins og bræður því tengslin voru sterk. Við áttum okkar góðu stundir saman og ég gat trúað þér írjiíryííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 1HÓTEL LOFTLEIÐIR. ICCLANOA.IR H O T E t. C Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsing- ar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. náttúrubarn Ása var. Á þessari kveðjustund sendum við Sævari, börnum hans og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásu Hafliða- dóttur. Guttormur og Áslaug. Syngdu óðinn minn yndisþýða um æskunnar draumkviku spor. Um litla fjörðinn minn bláa og blíða og bernskunnar heiðríkjuvor. (Jens Hermannsson.) Fjörðurinn okkar er að vísu stór, en blár og blíður - stundum. í lífinu skiptast á skin og skúrir. Mér er harmur í huga og skil ekki til fulls þann skapadóm, sem Ása systir mín hefur nú þurft að lúta, en mig langar að senda hinstu kveðju til hennar, helst kveðju heiman að. Við systkinin höfum lítið verið samvistum sem fulltíða fólk, við höfum búið hvert á sínu lands- horninu lengst af, en bakgrunn eigum við sameiginlegan, við ól- umst öll upp á sama heimili hjá góðum foreldrum. „Hvar sem ég er staddur á hnettinum er stutt heim í Fa- graskóg" var eitt sinn sagt. Þannig er okkur farið fleirum sem áttum fastan samastað í æsku. Ása hefur búið austur á Héraði í rösk 30 ár, unað hag sínum vel, eignast góðan mann og 5 mjög góð og mannvænleg börn. Hún hefur í tæp tvö sl. ár mátt þola þungt sjúkdómsstríð, og nú hefur þessi ógurlegi sjúkdómur lagt hana að velli aðeins 57 ára að aldri. Börnin hennar og eiginmaður hafa reynst henni með eindæmum vel, svo að slík umhyggja er vand- fundin í rangsnúnum heimi nútím- ans. Við erum nú á lífi 4 systkinin af 7, frá okkur öllum er þessi kveðja, að þeirra beiðni var það ég sem skrifaði. Heilshugar biðjum við guð að styrkja og blessa börnin hennar og eiginmann - biðja þess að eilífa ljósið lýsi henni á nýrri vegferð. Lára Hafliðadóttir. fyrir mínum leyndarmálum af því ég vissi að þú myndir aldrei segja neinum frá. Það var svo oft að þú kallaðir nafn mitt og vildir segja mér eitthvað eða biðja mig að gera eitthvað fyrir þig. Stundum gat ég ekki alltaf orðið við ósk þinni en þá horfðir þú á mömmu þína og hún var fljót að átta sig á hvað í huga þér bjó vegna þess að tengslin við mömmu þína voru svo sterk, að hún gat lesið úr augum þínum hvað það var sem þú vildir mér og þá var ég fljótur að verða við óskum þínum. Seinna þegar ég eignaðist fjölskyldu mynduðust strax mikil og góð tengsl milli okkar allra og ég tel það forréttindi fyrir syni mína að hafa fengið að kynnast þér og umgangast þessi ár sem þeir áttu með þér. Oft ferðuðumst við ásamt þér og þinni fjölskyldu, þær eru ófáar útilegumar sem við fór- um í og oft voru stórir steinar og þröngir stígar engir farartálmar fyrir okkur að fara með þig yfir. Þá minnist ég meðal annars ferða okk- ar í Hljóðakletta og siglingar um Breiðafjörð. Það er mikil sorg og tregi í hjarta okkar þegar við þurf- um að horfa á eftir þér, elsku vinur og frændi, og ég er viss um að þú ert í góðum höndum núna. Megi Guð almáttugur taka þér opnum örmum, vernda þig og varðveita. Elsku Lilla, Balli, Thelma og Begga, megi Guð veita ykkur styrk á þessari sorgarstund. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Frið læt ég yður eftir, Minn frið gef ég yður. (Jóhannes 14.1 og 27.) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Ari, Inga, Olafur og Júlíus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.