Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 53 EINAR SÍMONARSON + Einar Símonar- son var fæddur í Reykjavík 8. sept- ember 1920. Hann lést 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Símon Guðmunds- son frá Borgareyr- um, Eyiafiöllum, f. 21.5. 1881, d. 2.4. 1955, og Pálína Jó- hanna Pálsdóttir frá Eyri við fsa- fjörð, f. 29.8. 1890, d. 23.11. 1980. Ein- ar fór ársgamall með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja og ólst þar upp í stórum systkinahóp. Foreldrar hans eignuðust fjórtán börn, tíu komust til fullorðinsára og eru sjö þeirra á lífi. Eftirlifandi eig- inkona Einars er Sólrún Guð- mundsdóttir, dóttir Guðmundar Guðmundssonar og Agnesar Oft getur verið erfitt að setja hugsanir sínar og tilfinningar í orð og þannig er nú þegar ég ætla að setjast niður og setja á blað minn- ingarorð um tengdafóður minn, Einar Símonarson. Þrátt fyrir að hann hafi átt við erfíð veikindi að etja undanfarna mánuði og dauðinn hafi verið honum líkn, kemur dauð- inn oftast öllum í opna skjöldu. Svo er nú um mig. Það eru nú að verða 16 ár síðan við Einar kynntumst fyrst. Við vorum varkárir í garð hvor annars í fyrstu enda kannski engin furða að skipstjórinn og út- gerðarmaðurinn hefði á sér vara varðandi þennan Reykvíking sem var að heimsækja dóttur hans á neðri hæðina á Eyvindarstöðum. En við urðum vinir. Hann og Sól- rún tóku mér eins og öllum öðrum tengdabörnum sínum - opnum örmum. Best kynntumst við þegar Einar bað mig og dóttur sína að fara með sér til Lundúna, þar sem hann átti að gangast undir hjarta- aðgerð. Áður en við héldum út ræddum við mikið saman um hvað ætti að gera og hvað gæti gerst. Við ræddum um lífið og dauðann. Deildum saman hugrenningum okkar um tilveruna. Þú barst virðingu fyrir Einari. Hann var ekki gallalaus frekar en aðrir menn. Þegar hann hafði myndað sér skoðun þá fékk lítið haggað henni. En hann var einn þeirra sem hafa haft mikil áhrif á mínar skoðanir og viðhorf til lífsins. Einar starfaði við sjómennsku og útgerð alla sína starfsævi. Sextán ára byrjaði hann á sjó á bát frá Vestmannaeyjum þar sem hann ólst upp. 1949 flutti hann til Grinda- víkur með fjölskyldu sína. Hann hafði kynnst Sólrúnu Guðmunds- dóttur í Eyjum og sagði sjálfur svo frá að þau hefðu kynnst við skil- vinduna á bæ þar sem hún starfaði sem vinnukona. Sá sem bjó þar var formaður á bát sem Einar reri á. Þau sneru síðan sveifinni saman í rúm 58 ár. Eftir að hafa verið skipstjóri á ýmsum bátum frá Grindavík keypti hann bát ásamt Sigurpáli syni sín- um 1961 og síðar stofnaði hann út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Hælsvík hf. ásamt sonum sínum. Hann starfaði mikið að félagsmál- um útgerðarmanna og var m.a. for- maður Utvegsmannafélags Suður- nesja, heiðursfélagi Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnsesj- um. Þá starfaði hann mikið innan Lionsklúbbs Grindavíkur og var gerður að ævifélaga klúbbsins. Síðasta mánuðinn dvaldi hann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á deildum B-7 og A-7 og vil ég þakka þá um- önnun sem tengdafaðir minn fékk þar hjá starfsfólki þessara deilda. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til kynnast þeim manni sem tengdafaðir minn var. Minningin um Einar mun varðveit- ast með okkur um ókomin ár. Jónsdóttur frá Is- ólfsskála, Grinda- vík. Börii þeirra eru: Hjálmey, f. 7.5. 1942, maki Halldór L. Björnsson, búa í Keflavík; Sigurpáll, f. 19.2. 1944, maki Valgerður Ragn- arsdóttir, búsett í Ástralíu; Helgi, f. 8.12. 1945, maki Bjarghildur Jóns- dóttir, búa í Gr- indavík; Guðmund- ur, f. 28.9. 1947, maki Guðrún Hall- dóra Jóhannesdóttir, búa í Gr- indavík; Erling, f. 21.8. 1951, maki Guðbjörg Ásgeirsdóttir, búa í Grindavík. Afkomendur Einars og Sólrúnar eru fimm- tíu. Útför Einars fer fram frá Gr- indavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sólrúnu tengdamóður minni og öðrum ættingum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Einars Sím- onarsonar. Halldór. Minningarnar um afa streyma upp í hugann. Minningar sem munu lifa áfram í hugum okkar og við munum varðveita eins og dýr- mætan sjóð. Afi okkar var einstak- ur maður sem við bárum djúpa virðingu fyrir. Það var löngum fastur punktur í tilverunni að heimsækja afa og ömmu á sunnu- dagsmorgnum að Eyvindarstöðum. Þá var ævinlega mikið skrafað. Okkur var fljótlega ljóst að við komumst ekki upp með annað en að taka virkan þátt í umræðunum. Þegar lengra líður sjáum við að þessar heimsóknir voru ígildi manndómsvígslu. Þar voru skoðan- ir okkar virtar og ekki var verra ef við rökstuddum okkar mál. Jóla- boðin að Eyvindarstöðum voru ár- legur viðburður þar sem allir af- komendur þeirra hittust. Þá -gekk afi milli manna, spurði frétta, ræddi pólitík og sló á létta strengi. Afi var kátur og ávallt léttur í lund. Minningar um bíltúra, ísferðir og ferðalög koma í hugann. Yfir þeim er fólgin ævintýi’ablámi. Afi benti okkur á landslagið í hrauninu sem umlykur Grindavík á meðan amma sagði okkur sögur frá gamla tíman- um og sínum æskuslóðum. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti afa að sjórinn átti hug hans allan og flestar hans ferðir lágu niður að bryggju- Nú hefur afi farið í sína síðustu ferð og við sem eftir sitjum erum heppin að hafa fengið að kynnast honum. Megir þú hvíla í friði. Elskulega amma, við vottum þér samúð okkar. Einar Sólberg Helgason, Ragnhildur Helgadóttir, Jón Ásgeir Helgason, Berglind Rós Helgadóttir. Tengdafaðir minn og kær vinur hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, eftir þrautagöngu sumarsins og þung veikindi undir það síðasta. Við hugsum yfirleitt ekki um dauð- ann fyrr en einhver nákominn veikist og deyr. Þá sjáum við og finnum hversu smá og lítils megn- ug við erum. En allt hefur sinn tíma, eins og skrifað stendur í helgri bók. I fáum orðum vil ég minnast Einars sem reyndist mér ekki bara sem tengdafaðir, heldur einnig hinn besti vinur og sam- starfsmaður. Ég starfaði hjá og með Einari Sím við útgerðarfyrir- tæki þeirra feðga er þeir stofnuðu og nefndu Hælsvík, eftir uppá- halds togveiðisvæði sem Einar þekkti vel og hafði mikið dálæti á. Hann var sjómaður lengstan hlut ævinnar og kynntist öllum hliðum þess starfs. Sigldi til að mynda öll stríðsárin með fisk til Englands. Það var ekki bara sjáv- arháski sem ógnaði heldur einnig stríðsháski. Löng hefur eflaust verið biðin hjá konu og börnum í óvissunni, uns báturinn kom aftur, því ekki var hægt að láta vita af sér. Þannig voru tímarnir þá. Nú er öldin önnur, nánast hægt að ná í mann hvar sem er hvenær sem er. JOHANNES L. STEFÁNSSON + Jóhannes Líndal Stefánsson fæddist að Kleifum í Gilsfirði 9. júní 1910. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðar- dal 6. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán bóndi á Kleifum Eyjólfsson, f. 1869, og kona hans, Anna Eggertsdóttir, f. 1874. Systkini Jó- hannesar: Eyjólfur, bóndi á Efri- Brunná, Jóhanna, dó ung, Sig- valdi, verzlunarmaður í Reykja- vík, Eggert, bóndi á Steðja í Flókadal, Sigurkarl, mennta- skólakennari í Reykjavík, Ástríður, liúsfreyja á Ospaks- eyri í Bitru, Ingveldur, hús- freyja í Reykjavík, Margrét, húsfreyja í Reykjavík og Kristrún Birgitta, húsfreyja í Gröf í Bitru. Þau eru öll látin nema Kristrún Birgitta. Jóhannes kvæntist 1935 Unni Guðjóns- dóttur f. 22. sept. 1907. Foreldrar hennar: Guðjón Ás- geirsson, bóndi á Kýrunnarstöðum, f. 1875 og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, f. 1875. Synir Unn- ar og Jóhannesar eru: Guðjón Sævar, f. 1936, læknir í Rvík, Stefán, f. 1937, bóndi á Kleif- um, kvæntur Brynju Bernharðs- dóttur og Hermann Kristinn, f. 1942, deildarstjóri í mennta- málaráðuneyti, kvæntur Kol- brúnu Ingólfsdóttur. Barnabörn Jóhannesar og Unnar eru tíu, og barnabarnabörnin eru sex. Jóhannes hóf búskap á Kleif- um 1936 og átti þar heima til æviloka. Útför hans verður gerð frá Garpsdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er horfinn sjónum okkar ágæt- ur og tryggur fjölskylduvinur, bónd- inn á Kleifum í Gilsfirði, Jóhannes Stefánsson. Þeh’ eru margir sam- ferðamennirnir, lífs og liðnir, sem átt hafa ánægjulegar samverustundh’ með þeim Kleifa-hjónum Unni og Jó- hannesi, þegið þar góðgerðir og átt við þau skemmtilegar viðræður um landsins gagn og nauðsynjar og hvað eina. Ósjaldan höfum við hjónin og börn okkar þegið þar veitingar og greiða og fyrir það skal nú þakkað. Gestabók heimilisins ber ótvíræðan vott um hinn mikla fjölda gesta og ferðamanna, sem í áranna rás hafa staldrað við á Kleifum eftir að hafa ferðast um hinar fögi’u sveitir Dala- og Barðastrandarsýslna, ýmist á vestur- eða suðurleið. Því er engin fm-ða þótt mér hafi ávallt fundist að Kleifar, í botni Gilslfjarðar, hafi ver- Einar og Sólrún bjuggu fyrst í Vestmannaeyjum. Þaðan var Ein- ar og voru Eyjarnar honum alla tíð afar kærar. Kringum 1950 flytur hann með fjölskyldu sína til Grindavíkur. Þau kaupa húsið Eyvindarstaði austur í Þórkötlustaðahverfi, sem síðar var flutt þar sem það stendur nú við Ránargötu. Ég kynntist Einari um það leyti sem hann var að hætta til sjós þeg- ar ég fór að venja komur mínar hingað sem verðandi tengdadóttir hans. Hann var ávallt hlýr og hress í viðmóti. Minningarnar þjóta hjá. Ég man eina siglingu sem ég átti kost á að komast í. Þá var Einar hættur til sjós, en tók sig til og fór með í siglingu. Hann naut sín vel um borð og ekki síður er komið var í höfn. Hann var sannarlega hrókur alls fagnaðar, léttur, hress og gamansamur. Hann átti stóra fjölskyldu sem þau Sóla lögðu mikla rækt við. Út- gerðarmaðurinn Einar sat í stjórn hinna ýmsu félaga og hafði í mörg horn að líta. En hugur hans var ávallt nátengdur sjómannsstarfinu og fylgdist hann náið með hvar báturinn var og hvað hann var að fiska. Ef ég hafði frétt af bátnum og láðst að spyrja um fiskiríið hló Einar og fannst þá tengdadóttirin ekki sýna mikinn áhuga á starfi maka síns. Já, svona var Einar, al- veg fram á síðustu stund, alltaf með hugann við sjósóknina. Hvað voru þeir að fiska? var algeng spurning á hans heimili alla tíð. Ég kveð þig, kæri vinur, með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og samstarfið. Blessuð sé minning þín. Tengdamóður minni og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Bjarghildur Jóns. Mín fyrstu kynni af Einari Sim- onarsyni voru þau að hann réðst til skipstjórnar hjá fóður mínum vet- urinn ‘56, þá með Hafdísi GK, sem gerð var út með línu allan veturinn, sem þótti ekki það besta í þá daga, því netin þóttu draga betur, og var ég þá beitingamaður hjá Einari alla vertíðina, þá sautján ára. Eftir þessa vertíð hættir Einar með Haf- ið einhvers konar miðpunktur þá er ferðast er um þessi fögru héruð, þótt segja megi að nú á allra síðustu dög- um framfara og nútíma verklegra framkvæmda hafi að vísu orðið nokkur breyting á með tilkomu nýju brúarinnar yfir Gilsfjörð. Enda þótt þeir feðgar Jóhannes og hans mætu synir hafi ávallt verið framfarasinn- aðir menn og vel fylgst með öllum nýjungum, er til framfara horfa á þessai’i öld umbóta og framsóknar, þá gæti ég ímyndað mér að Jóhann- esi hafi fundist að hinn nýi vegur og brúin yfir fjörðinn kynni að breyta þessari ímynd minni um miðpunkt og að einhverju leyti króa óðal hans og forfeðra hans af. Að sjálfsögðu er ekkert eðlilegra en að Jóhannes hafi verið tengdur fii’ðinum sínum sterk- um átthagaböndum. Þar voru æsku- stöðvar hans og þar liggur heilla- drjúgt ævistarf hans. Kleifai' voru hans fóðurgarður. Alla sína tíð bjó hann því í samvistum við fjörðinn og aðliggjandi fjöll og þekkti þetta landslag og veðurfar þess manna best. Fjörðurinn var því að hans dómi að ég tel yfirleitt enginn sér- stakur farartálmi; að sjálfsögðu stytti nýja mannvirkið leiðina vestur og tilbaka og er til verulegra bóta fyrh’ héraðið og nútíma flutnings- þarfir. Hann og hans fólk komst alltaf leiðar sinnar - íyi’st framan af öldinni ríðandi á vökrum og góðum gæðingum - hestamennska var Jó- hannesi í blóð borin - og síðar ak- andi á góðum bílum. En riddarinn á hinum bleika jó hefur nú birst Jó- hannesi og vinnulúnar hendur hans eru nú horfnar verki frá og húsmóð- irin, hans dásamlega kona Unnur, er komin í faðm dvalarheimilisins Silf- urtúns í Búðardal. Það er því verk- efni Stefáns sonar þeirra, vinar okk- ar og núverandi bónda á Kleifum, að glíma og fást við nýja tíma og sífellt breytilegar og oft óumflýjanlegar að- dísi GK en heldur áfram sem skip- stjóri en fer síðan í eigin útgerð með sonum sínum. Einhver tilvilj- un réð því að ég hitti Einar niðri á bryggju haustdag einn árið 1971, í kalsa veðri og allir bátar í höfn, tókum við tal saman. Það var ekki að sökum að spyrja, talið barst brátt að skipum og útgerð, og í framhaldi af því spyr ég Einar, viltu ekki kaupa skipið af mér, þar sem ég er að missa mína yfirmenn í eigin útgerð? Einar horfir á mig drykklanga stund og heldur að ég sé eitthvað að plata sig, en segir svo, ég á ekkert fé í þetta stórt skip, þar sem hann var með skip í útgerð. Ég er ekki að biðja þig um neina peninga, taktu við skipinu og legðu upp hjá mér aflann í nokkrar vertíðar, hann var hugsi lengi því hann langaði í skipið, því Einar var afar varkár í fjármálum. Fáeinum dögum síðar gengum við frá kaup- unum og var Einar skipstjóri á Hafberginu GK fvrstu vertíðina og fórst honum vel úr hendi með sín- um virðuleika. Síðan leggur Einar upp aflann til Sverris hf. í ein átta ár eða þar til ég sel Einari fiskhús- in 1979. Okkar samvinna og kunn- ingsskapur var alltaf með miklum ágætum og var mjög notalegt að eiga viðskipti við Éinar. Þegar ég átti heima á Ránargötu 6, öðru húsi frá Einari og Sólu, var oft mjög notalegt að finna ilminn frá flat- kökubakstrinum hjá Sólu yfirleitt snemma dags og margar ferðirnar fór yngsti strákurinn minn til Ein- ars og Sólu, ýmist að sníkja sér flatkökubita eða rabba við þau hjón um alla mögulega hluti, því það var alltaf opið hús hjá þeim hjónum fyrir strákinn, og þau höfðu mikla þolinmæði til að hlusta og hann virtist eiga hvert bein í þeim hjón- um; Ég minnist Einars Símonarson- ar sem trausts, áreiðanlegs og geð- prúðs manns sem ég sá aldrei bregða skapi. Einar fór vel að sín- um mönnum og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Ég kveð Einar Sím, eins og hann var yfirleitt nefndur, með söknuði, því þar er genginn góður drengur, og bið ég guð að geyma hann og varð- veita og einnig að vaka yfir konu hans, henni Sólu. Magnús Þ. Sverrisson. stæður. En það veit ég með fullri vissu að Stefáni verður ekki, fremur en forfeðrum hans til þessa, skota- skuld úr að ráða fram úr breyttum aðstæðum eða öðrum óvæntum kringumstæðum, er framtíðin kann að bera í skauti sér. Ég sest niður til þess að rita þess- ar fáu línur fyrst og fremst til þess að færa Kleifahjónunum, Unni og Jóhannesi, sonum þein-a og heimilis- fólkinu á Kleifum sérstakar þakkir okkar Sigríðar og Sveins sonar okk- ar. Sveinn dvaldist hjá þeim meira og minna frá tíu ára aldri og þar til hann varð sextán ára, þar á meðal tvo til þrjá vetur. Honum var tekið á Kleifum sem væri hann fóstursonur þeirra Unnar og Jóhannesar og á hann dýi-mætar og þroskamiklar endurminningar frá veru sinni þar og er þeim hjónum og sonum þeirra, Stefáni, Hermanni og Guðjóni, og fjölskyldum þeirra bræðra ævinlega þakklátur. Sveinn ber mikla virðingu fyi’ir Jóhannesi og Unni rétt eins og allir aðrir er þeim hjónum hafa kynnst vel, og saknai’ nú vinar og velunnara og geymir í hjarta sínu hlýjar tilfinningar og fagi-ar endur- minningar um Jóa og hina lærdóms- ríku og þroskandi dvöl sina á Kleif- um á unglingsárunum. Við hjónin og fjölskyldur okkai’ sendum Unni, sonum þeirra og ást- vinum öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og á þessari skilnaðar- stundu kveðjum við með söknuði mætan og góðan vin, a.m.k. að sinni uns við vonandi hittumst á ný á ókunnri strönd landsins fyrirheitna. Blessuð sé minning öðlingsins Jó- hannesar Stefánssonai’. Sigríður og Árni Kr. Þorsteinsson. • Fleirí miimingargreinar nm Jáhmmes L. Stefánsson bíða biríingar og munu biríast í blaðinu næstu daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.