Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGAKDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
WERNER P.H. TESSNOW,
Gullsmára 11,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
8. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 16. nóvember kl. 13.30.
Unnur Tessnow, Baldvin
Karin Jaap,
Erna Federling
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Hulda Björg Baldvinsdóttir, Jóhannes Kristjánsson,
Hafdís Erla Baldvinsdóttir, Einar Ragnarsson,
Helgi Magnús Baldvinsson, Bára Mjöll Ágústsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang-
amma,
LILJA V. HJALTALÍN ARNDAL,
andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar-
firði fimmtudaginn 12. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30.
Jón Hj. F. Arndal, Margrét Jóhannsdóttir,
Finnbogi F. Arndal, Hjördís S. Arndal,
Kristjana F. Arndal, Þorgeir Þorgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær vinur minn, sonur okkar, faðir og
bróðir,
ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN
múrari og tamningamaður
lést af slysförum fimmtudaginn 12. nóvem-
ber.
Freyja Hilmarsdóttir,
Guðrún K. Jörgensen, Bent Bjarni Jörgensen,
Sigrún Ólafsdóttir, Per S. Jörgensen,
Agnar Bjarni Jörgensen, Aðalheiður S. Jörgensen.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og bróðir,
ÓSKAR GÍSLASON,
Smáratúni 39,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
13. nóvember.
Kristín Grétarsdóttir,
Grétar Óskarsson,
Gísli Óskarsson,
foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir,
TORFI ÓLAFSSON,
Nýlendugötu 7,
lést á hjartadeild Landspítalans ac
fimmtudagsins 5. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
Margrét Guðmundsdóttir,
Jóna G. Torfadóttir.
+
Ástkær móðir okkar,
ELÍSABET INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Árbæ,
Reykhólasveit,
lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 12. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
UNNUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Unnur Guðjóns-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 25.
júní 1913. Hún lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 1. nóvem-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Landa-
kirkju 13. nóvember.
Hún bjó í næsta húsi
við okkur og var kölluð
Unnur leikkona, enda
prímadonnan í Leikfé-
lagi Vestmannaeyja. Við
kölluðum hana Attímo.
Hún sagði alltaf eitthvað svoleiðis
þegar hún sveif inn í eldhúsið heima,
þreif yngsta bamið á heimilinu í fang-
ið og dansaði polka um eldhúsgólfið.
Við vorum komin til vits og ára þegar
rann upp fyrir okkur ljós; hún var að
syngja á dönsku: At De maa, huske
paa o.s.frv. Stundum sleppti hún
dansinum, beygði sig brosandi yfir
vögguna og spurði: „Hvui- er nú sem
ertu? Hvur heldurðu að geti verið það
sértu“? Og drengurinn í vöggunni
horfði heillaður á þennan sniiling í
spurningalist.
Seinna kölluðum við hana frú
Hraðlöpp. Hún kallaði Helgu Jó-
hannesdóttur hjúkrunarkonu, aðra
stórstjörnuna í nágrenninu, frú
Krosslöpp. En Ki’osslöpp var ekki
sátt við nafngiftina fyrr en Hraðlöpp
fékk sína. Morgunrútan hjá frú
Hraðlöpp var að heimsækja Jónu
systur í austurbænum og Þuru syst-
ur á Hásteinsveginum. A leiðinni
heim kom hún við hjá okkur. Þá var
alltaf sett upp leikrit, hún lék, við
horfðum á. Oftar en ekki sló klukkan
tólf í miðju leikriti og Fúsi var á leið-
inni upp Heiðarveginn í mat. Þá
flaug hún hrópandi út úr dyrunum:
„Ég verð að fara heim og teikna mat
handa honum Fúsa.“ Stundum fékk
hún að veiða nokkrar
kartöflur upp úr pottin-
um og stökk með þær
sjóðheitar í lúkunum
heim. Sumir sögðu að
hún hefði hoppað jcfir
vegginn milli húsanna
svo hún sæist ekki frá
götunni. En Fúsi vissi
örugglega í hvaða potti
þær voru soðnar. Hann
lék líka sína rullu óað-
finnanlega allt til enda.
Það þyrfti heila bók
til þess að rifja upp öll
þau ævintýri sem hún
skóp. Um hverja Týs-
þjóðhátíð þegar illa leit út með veður
stökk hún út á tröppur, horfði til him-
ins og sagði: „Ég held að hann sé að
ganga inn í sig.“ Lyftist þá brúnin á
mannskapnum. Síðan hefur þessi
setning verið notuð þegar illa lítur út
með þjóðhátíðarveðrið. Ogleymanleg-
ar eru kosninganæturnar. Því þrátt
fyrir mikla vináttu náðu pólitískar
skoðanir í þessu litla samfélagi yfir
allt póhtíska litrófið og vai- óspart
hlaupið milli húsa til þess að láta álit
sitt í ljós. Henni brást ekki kímnigáf-
an þá frekar en endranær. Einhvern-
tíma guldu okkar menn mikið afhroð
og hennai- líka, nema á einum smá
stað bættu þeir við sig einu atkvæði.
Kom hún þá sigri hrósandi og hróp-
aði: „Mínir menn eru að vinna á!“
Af einhverjum ástæðum hafa flest-
ar af vinkonunum á Heiðarveginum
kvatt þennan heim í nóvember. I
desember, eftir lát einnar þeÚTa,
lýsti hún þvi yfir að hún væri svo
slöpp og leiðinleg að nú færi hún að
hrökkva upp af. Fékk hún það svar
að hún væri búin að missa af því
þetta árið því kellurnar á Heiðarveg-
inum skildu við í nóvember. Þá
breytti hún um tón og sagði: „Nújá,
þá á ég svolítið eftir.“
Hún lést 1. nóvember sl. Unnur vai-
ASTA OLOF
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Ásta Ólöf Þórð-
ardóttir var fædd
í Neðri-Breiðadal,
Önundarfirði, 22.
mars 1905. Hún lést
á DAS í Reykjavík 7.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þórður Sig-
urðsson vegaverkslj.
og bóndi í Neðri-
Breiðadal, f. 7.10.
1868 á Jörva á Kjal-
arnesi, d. 17.11.
1956, og Kristín
Ragnheiður Krist-
jánsdóttir, f. 24.2.
1874, d. 26.2. 1936.
Ásta átti fjögur systkini sem öll
eru látin, Sigríður J., Sturla, Gróa
S. og Guðmundur Sveinbjörn.
Árið 1927 giftist
Ásta eiginmanni sín-
um Guðmundi Þor-
keli Jónssyni frá
Ytri-Veðrará, f. 17.9.
1896, d. 24.2. 1975,
og eignuðust þau
átta börn sem öll eru
á lífi, Jón, Ásmund-
ur, Dórótea, Þórður
K., Gunnar, Steinar,
Gústaf og Þórdís.
Ásta og Guðmundur
bjuggu lengst af á
Flateyri en hún flutti
að Bollagötu 2,
Reykjavík, eftir að
hún varð ekkja og
síðar á DAS.
Jarðsett verður í Holti, Önund-
arfirði, í dag.
Elsku amma,
Hvar sem þú ferð um lög og láð
þar liggur leiðin þín
þar ljómar allt af birtu og yl
ó, elsku amma mín.
Þá bæn ég ber í bijósti mér
þá er ég minnist þín
að Guð hann ætíð verndi þig
og blessi, amma mín.
(Sig. Oskars.)
Ég sakna þín.
Far þú í Guðs friði.
Þín nafna
Ásta Gústafsdóttir.
Mig langar að minnast ömmu í
nokkrum orðum. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til ömmu
á Bollagötuna. Þegar amma kom til
dyra ljómaði hún öll og var alltaf jafn
hissa að sjá að komnir væru gesth-.
Að setjast við eldhúsborðið með
ömmu, fá heimabakaðar kökur og
hlusta á hana segja sögur frá því
þegar hún var ung er eitthvað sem
aldrei gleymist. Amma var líka til
staðar ef mér lá eitthvað á hjarta,
tilbúin að hlusta og gefa góð ráð.
Amma var stórkostleg kona sem ég
mun minnast með mikilli virðin,gu og
söknuði.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystígarð drottíns í
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins mín sofðu vært
hann sem þér huggun sendi
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifir nú.
(Hallgr. Pétursson.)
Guð geymi þig amma og verndi
um alla eilífð.
Bjarni Þór Gústafsson.
alltaf nálæg, jafnt á gleðistundum og
þegar sorgin knúði dyra og verður
ógleymanlegur þáttur í lífi okkar.
Afkomendur Svövu og Oddgeirs,
Heiðarvegi 31 (fyrir gos).
Hún Unnur okkar Guðjóns er horf-
in af leiksviðinu, en minning hennar
lifir í hugum okkar sem störfuðum
með henni í Leikfélagi Vestmanna-
eyja. Unnur hóf leiklistarferil sinn í
Ki n n ai'hvol s systrum árið 1950 og sló
svo rækilega í gegn að enn er í minn-
um haft. Eftir þennan eftirminnilega
leiksigur varð ekki aftur snúið, og má
segja að Unnur hafi helgað Leikfélagi
Vestmannaeyja næstu fjörutíu ár í lífi
sínu meira og minna.
Mörg eru þau hlutverkin sem hún
túlkaði á sviðinu, og að auki var hún
formaður félagsins í mörg ár, með
allri þeirri vinnu og ábyrgð sem því
fylgdi. Einnig var hún heiðursfélagi
leikfélagsins. Að auki leikstýrði hún
sjö leikverkum sem leikfélagið setti
upp. Ógleymanleg er ferð sem leikfé-
lagið fór með „Margt býr í þokunni“
um Vestfirði á árinu 1978.
Þar lék Unnur eitt af aðalhlutverk-
um og var eiginlega leiðtogi hópsins.
Við sýndum víða við góðar undirtekt-
ir, og sjálf höfðum við mikla ánægju
af þessu leikferðalagi. Unnur var
mikill húmoristi og sagði skemmti-
lega frá. Það var alltaf glatt á hjalla í
kringum hana. Hún var svo orðhepp-
in og skemmtileg og maður gleymir
ekki frumsýningarveislunum sem
hún tók þátt í. Þar gat hún sameinað
allan hópinn í allskonar leikjum svo
maður tali nú ekki um þegar hún fór
á kostum að segja sögur af sérkenni-
legu fólki, og allir vitlausir úr hlátri.
Síðasta hlutverkið sem hún tók að
sér á vegum leikfélagsins var í revi-
unni „Brimsorfnir klettar" árið 1989.
Þar fór hún með kvæðið „Dóttir eyj-
anna“ eftir Hafstein Stefánsson. Þar
var hún í hlutverki gamallar konu
sem rifjar upp ævi sína.
Það var okkur mikil gleði að hún
skyldi taka þetta að sér, því um þetta
leyti var hún hætt að leika og heilsan
farin að bila. Hennar er sárt saknað
af öllum sem kynntust henni.
Leikfélag Vestmannaeyja þakkar
henni öU árin og sendir fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Unnur okkar,
Far þú í friði,
friður Guós þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Félagar úr Leikfélagi
Vestmannaeyja.
Hvílík forréttindi að hafa átt sam-
leið með þeim sem skilur eftir stórt
skarð. Þau sannindi renna upp þegar
við Alþýðuflokksfélagar kveðjum nú
kvenskörunginn Unni Guðjónsdótt-
ur, félaga okkar.
Unnur var virkur félagi í Alþýðu-
flokksfélagi Vestmannaeyja, hafði
gengið ung að árum jafnaðarstefn-
unni á hönd. Hún sat í félagsmála-
ráði fyrir Alþýðuflokkinn nokkur
kjörtímabil og voru málefni aldraðra
henni einkar hugleikin. Hún sat
einnig bæjarstjórnarfundi á árunum
1973 til 1978 ásamt fleiri nefndar-
störfum sem hún tók að sér fyrir Al-
þýðuflokkinn.
Unnur var ætíð hress og kát og
gott að leita til hennar með hin ýmsu
málefni. Hún var drífandi persóna,
það gustaði af henni og aldrei var
nein lognmolla í kringum hana.
Unnur bakaði heimsins bestu
kleinur sem hún færði okkur í stór-
um stíl á kosningaskrifstofuna fyrir
hverjar kosningai'. Eftirminnilegt er
okkur eldri flokksfélögum þegar þær
vinkonur, Unnur og Marta, voru að
skipuleggja sig fyrir kosningar og
áttu þær engan sinn líka.
Það er huggun harmi gegn að eiga
góðar minningar um góða konu. Um
leið og við kveðjum Unni og þökkum
henni samfylgdina viljum við senda
Sigfúsi, börnum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Alþýðuflokksfélagar
í Vestmannaeyjum.