Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐUR Sverris-
son, framkvæmdastjóri
flutningasviðs Eim-
skips, ryðst fram á rit-
völlinn 3. nóvember sl.
og fer mikinn. Hann
sakar Sjómannafélag
Reykjavíkur um að
draga inn í umræðuna
ummæli látins manns
og gera tilraun til að
sverta sýslumann
Hafnflrðinga. Því er til
að svara að „orðstír
deyr aldregi, hveim sér
góðan getr“ og lof um
látna menn hefur aldrei
talist löstur á Islandi.
Það er um sýslumann
Hafnfirðinga að segja
að hann fyllir þann hóp íslenskra
embættismanna sem foiTnaður Raf-
iðnaðarsambands Islands hefur lýst
svo rækilega umdanfarið í fjölmiðl-
um sem þjónustuliði atvinnurek-
enda í landinu.
En Þórður gerir tilraun til að
lýsa uppbyggingu samtaka launa-
fólks, bæði Alþjóðasambandi flutn-
ingaverkamanna, ITF og ÖTV í
Þýskalandi. Utkoman lýsir alveg
ótrúlegri vanþekkingu manns sem
er í alþjóðlegri atvinnustarfsemi.
Ef einhverjum dytti í hug að vera
með illkvittnar athugasemdir mætti
vel segja sem svo að það er lítil
furða að fulltrúar þessa óskabarns
þjóðarinnar skuli sífellt koma af
fjöllum í þessum efnum ef þekking-
in er sú sem Þórður stendur fyrir.
ITF og ÖTV
ITF eru samtök yfir 5 milljóna
launamanna um heim allan. Af
þeim eru milli 7-800 þús sjómenn,
eða um 19% félagsmanna ITF. Aðr-
ir félagsmenn eru bílstjórar flutn-
ingabíla, rútubfla og strætisvagna,
starfsmenn farþegaflugs og ferða-
þjónustu og hafnarverkamenn.
Þýsku stéttarsamtökin ÖTV eru
ekkert lítið sjómannafélag í
Bremen, eins og Þórður virðist
halda. Hér eru á ferðinni stærstu
samtök launafólks í Þýskalandi og
þó víðar væri leitað með um 5 millj-
ónir félagsmanna. Deild sjómanna
er lítið brot í þessum
samtökum, en það eru
samtökin ÖTV sem
hafa gert samstarfs-
samning við Sjó-
mannafélag Reykja-
víkur og félagið okkar
og ÖTV hafa skipst á
samningsrétti. Við
höfum afhent ÖTV
samningsrétt okkar
um borð í skipum ís-
lenskra skipafélaga,
en nýlega keypti Sam-
skip Bruno Bishop
Line í Þýskalandi.
Okkur finnst það eðli-
legt að ÖTV haldi
samningsréttinum um
borð í þessum skipum
á meðan þau sigla ekki í fóstum
áætlunarsiglingum til og frá Is-
landi. ÖTV finnst jafneðlilegt að
Sjómannafélag Reykjavíkur hafi
samningsréttinn um borð í þýskum
Það var í upphafi
hlutverk Eimskipafá-
lagsins að koma ís-
lenskum flutningum í
íslenskar hendur, segir
Jónas Garðarsson, en
nú er siglt til gagn-
stæðrar áttar.
leiguskipum Eimskips á meðan
þessi skip eru í fóstum áætlunar-
siglingum til og frá Islandi. Svona
einfalt er þetta, Þórður. Samning-
urinn milli ÖTV og Sjómannafé-
lagsins byggist á þeirri samþykkt
ITF frá Í995 um að í föstum áætl-
unarsiglingum gildi kjör viðkom-
andi lands. Þessi samþykkt á við
um fastar áætlunarsiglingar Eim-
skips og Samskips samkvæmt túlk-
un okkar félags. Enda er enginn
friður um annað fyrirkomulag áætl-
unarsiglinga í nágrannalöndum
okkar.
Farmenn og Sjómannaskólinn
Samþykkt evrópskra sjómanna í
ITF 1995 var gerð til að forða hruni
farmannastéttarinnar og til að við-
halda sjómannaskólunum, m.a. Sjó-
mannaskólanum okkar. Sjómanna-
félagið mun því ekki sitja þegjandi
hjá og horfa upp á láglaunafólk
taka yfir okkar störf um borð í
hverju leiguskipi Eimskipafélags-
ins á fætur öðni. Félagið hefur ekk-
ert á móti þessum sjómönnum, en
okkur finnst það algert lágmark að
okkar kjör gildi um þeirra störf í
okkar hefðbundnu siglingum.
Svona einfalt er þetta, Þórður. Kjör
sem eru lægri en laun íslenskrar
farmannastéttar eru að okkar mati
„þrælakjör". Skipstjórinn á Han-
seduo hótaði filippseyskri áhöfn
sinni öllu illu ef þeir svo mikið sem
byðu íslendingi góðan daginn á
biyggjunni hjá Isal um daginn.
Hvað kalla menn svoleiðis fram-
komu við launafólk?
Skógafoss
Eftirlitsfulltrúi ITF á íslandi
undirritaði samning við Eimskip
um að íslenskir samningar giltu um
íslenska áhöfn þessa skips, en Eim-
skip fengi aðlögunartímabil fyrir þá
Filippseyinga sem áttu skamman
tíma eftir um borð í skipinu. Hins
vegar braut Eimskip þetta sam-
komulag, sendi Islendingana frá
borði og setti Filippseyinga um
borð í staðinn. Þetta er samnings-
brot. Bláa skírteinið til staðfesting-
ar þessum samningi hefur verið
endursent ITF í Lundúnum vegna
þessa samningsbrots. Af hverju
stóð Eimskip ekki við sinn hlut af
samkomulaginu og setti íslenska
áhöfn á skipið, eins og kjarasamn-
ingar kveða á um?
Tilgangur íslenskra
vöruflutninga
Við í Sjómannafélaginu viljum
benda Þórði á að upphaf Eimskipa-
félagsins var að koma íslenskum
flutningum á íslenskar hendur. Það
er ekki í anda brautryðjenda fyrir-
tækisins að stuðla að útrýmingu ís-
lenskrar farmannastéttar með
þeim hætti sem nú á sér stað. Eink-
um þegar um er að ræða reglu-
bundnar áætlunarsiglingar félags-
ins þar sem um enga samkeppni er
að ræða. Hvað hefur orðið um
gamla góða Eimskip?
Höfundur er formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur
Ef einhver hefur neitað
að setja á sig rautt nef
má sá hinn sami gjarn-
an gefa sig í ljós, segir
Sigríður Stefánsdóttir,
það gæti verið að ég
kysi hann.
því að tímasetja átak um aukna
stjórnmálaþátttöku kvenna í tengsl-
um við kosningar. Samtímis er þó
einhver óþefur af þessu. Er hugsan-
legt að hluti af dómgreindarmissin-
um sé sú staðreynd að illt umtal sé
betra en ekkert umtal? Getur jafn-
vel verið að sirkusstýran sé nú þeg-
ar búin að ná settu marki þar sem
karlkyns keppinautur hennar þorði
ekki að stefna á fyrsta sætið við
þessar aðstæður? Spyr sú sem ekki
veit. Hitt veit ég að mér er gróflega
misboðið sem konu, kjósanda og
skattborgara.
Auglýsing eða fræðsla?
Að lokum þetta. Auglýsingar með
hvatningu um að kjósa konur segja
ekki neitt og myndskreytingarnar
hafa í mesta lagi neikvæð áhrif. Það
er á hinn bóginn til fullt af afbragðs
fræðsluefni um jafnrétti í stjórn-
málum. Meðal annars hefur norska
stjórnmálakonan og prófessorinn
Berit Ás þróað kenningar um
drottnunaraðferðir sem ættu einkar
vel við sem kennsluefni hér.
Höfundur er réttarfélagsfræðingur.
DRJÚGUR hluti
Reykj avíkurbréfs
sunnudaginn 8. nóv. sl.
er skrifaður í tilefni er-
indis, sem Smári Geirs-
son flutti á ráðstefnu
hjá Verkfræðingafélagi
Islands og Tæknifræð-
ingafélagi Islands. Eg
hef hvorki heyrt né les-
ið erindi Smára og ætla
því ekki að fjalla um
það, en ég hnaut um
nokkur atriði í umfjöll-
un Morgunblaðsins sem
ég sé mig knúinn til að
gera athugasemdir við
sem íbúi á Austurlandi
og lesandi blaðsins.
Morgunblaðið neitar
því ákveðið, að umfjöllun þess hafi
verið neikvæð. Kannski er það líka
bara spurning um skilgi'einingu. Eg
las greinaflokkinn Landið og orkan
og víst er þar að finna mikinn fróð-
leik. Ljóst er að starfsfólk Morgun-
blaðsins fellur ekki í gryfju kollega
sinna á öðru blaði, sem töldu að
virkjun við Kárahnúka færði Eyja-
Stærstur hluti starfs-
fólks í álverum, segir
Kristinn V. Jóhanns-
son, er iðnmenntaður,
tæknimenntaður eða
með viðskiptalega
menntun.
bakka á kaf. En mér fannst við lest-
urinn ekki leika nokkur vafi á, að
hjartað slægi með þeim sem ekki
vilja virkja á þessu svæði. Ég skoð-
aði líka myndasýninguna í Kringl-
unni. Ég staldraði alllengi þar við og
fylgdist með því hvernig fólk skoð-
aði sýninguna. Myndirnar eru glæsi-
legar og þær hrifu fólk. En fólk las
almennt ekki textana, nema þá til að
vita af hverju myndin væri. Þess
vegna fékk fólk fýrst og fremst þá
tilfinningu að þarna væri verið að
sökkva fallegu landi. Jafnvel öllu há-
lendinu.
Mér fannst sýningunni ætlað að
skapa þau hughrif hjá skoðendum,
að þessu landi mætti alls ekki
sökkva. Ég er því ekkert hissa þó
virkjunarsinnar telji umfjöllun
blaðsins neikvæða fyrir þeirra mál-
stað, þ.e.a.s. andstæða honum.
En það er fyrst þegar umræðan
berst að byggðamálum, sem ég verð
verulega ósáttur við skrif blaðsins.
Þar ríkir sá tónn, sem mér finnst
meira og meira áberandi í allri fjöl-
miðlaumræðu um málefni lands-
byggðarinnar. Það er talað niður til
íbúanna og Morgunblaðið, eins og
reyndar aðrir fjölmiðlar, telur sig
vita miklu betur en heimamenn,
hvað þeim er fyrir bestu.
Austfirðingar eiga vissulega öflug
sjávarútvegsfyrirtæki. En það er al-
veg ljóst, að efling þeirra í framtíð-
inni mun byggjast á aukinni vélvæð-
ingu og sjálfvirkni. Störfum þar
mun frekar fækka en fjölga, en þau
munu að líkindum krefjast meiri
þekkingar, sem auðvitað er mjög já-
kvætt. Það er ekki auðvelt í dag að
fá fólk til starfa í sjávarútvegi, enda
hefur verið rekinn stanslaus áróður
gegn honum um árabil og Morgun-
blaðið tekið þátt í því. Auðvitað er
fiskvinnsla bara matvælaiðnaður
rétt eins og t.d. kjötvinnsla. Kjöt-
vinnsla þykir líka virðingarverð iðn-
grein, en þó að allir dásami íslenska
fiskinn á matsölustöðum, þykir afar
ófínt að vinna „í slorinu" eins og það
er kallað og nú er svo komið að stór
hluti fiskvinnslufólks á Austfjörðum
er útlendingar. Það er því eðlilegt að
horft sé eftir fleiri atvinnukostum og
einn þeirra er vissulega álver. Einn
af ókostum fiskvinnslunnar að mati
starfsfólks er óreglulegur vinnutími.
í álveri er hann fastur. Ef ritstjóri
Morgunblaðsins heldur
virkilega að álver sé
bara kerskáli ætti hann
að fara suður í
Straumsvík og kynna
sér málið betur.
Stærstur hluti starfs-
fólks er ýmist með iðn-
menntun, tæknimennt-
un eða ýmiskonar við-
skiptalega menntun.
Og það skiptir okkur
einmitt miklu máli að
fá fleira vel menntað
fólk til starfa. En álver
er bara einn margra
kosta, sem skoðaðir
eru, þó halda mætti
eftir fjölmiðlaumræð-
unni, að það væri sá
eini. Mér finnst það skjóta skökku
við þegar sömu fjölmiðlar og fjalla
með velþóknun um allskonar hug-
myndir um orkufrekan iðnað á suð-
vesturhorninu ólmast gegn slíkum
hugmyndum hér eystra. Að ég tali
nú ekki um blessuð skáldin sem
leggja það á sig að standa dúðuð upp
fyrir haus í kulda og trekki á Aust-
urvelli, kyi'jandi kvæði um óbyggðir
og víðerni sem flest þeirra þekkja
bara af sjónvarpsþáttum Ómars
Ragnarssonar, en hafa aldrei þurft
að glíma við og þykir áreiðanlega
engu meira vænt um en þeim sem
vilja nýta náttúruna fyrir mannfólk-
ið. Það er nefnilega talsvert til í því,
að það er fallegt á Hvítárvöllum
þegar vel veiðist. A.m.k. finnst mér
skemmtilegra að fara um blómlegar
byggðir en eyðibyggðir. En það er
kannski ekki eins myndrænt í aug-
um listamanna.
Og eitt enn. Morgunblaðið telur
sig vita hvers vegna fólk flytji. Að
fólk flytji með börnum sínum í skóla,
aldraðir til að fá betri þjónustu og í
menninguna á suðvesturhorninu.
(Ég er ekki sammála notkun blaðs-
ins á orðunum landsbyggð-þéttbýli.
Mér finnst eðlilegt að stilla því upp
landsbyggð-höfuðborgarsvæði, . því
skv. eðlilegri orðanotkun er þéttbýli
um allt land. Kaupstaðir eru þétt-
býli, hvort sem þeir eru fyrir austan,
norðan eða sunnan.)
Ég held, að Morgunblaðið ætti að
leggja vinnu og fjármagn í að skrifa
greinaflpkk byggðan á skýrslu sem
Stefán Ólafsson vann fyrir Byggða-
stofnun og hann er reyndar að
skrifa um í Morgunblaðinu þessa
dagana í stað þess að varpa fram
fullyi'ðingum sem í besta falli eru
hæpnar eða í það minnsta aukaat-
riði.
Rannsókn Stefáns byggist á víð-
tækum könnunum, sem spanna yfir
mörg ár og í stuttu máli sagt eru or-
sakii' flutnings af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins fyrst og
fremst óhagstæð atvinnuþróun, hátt
vöruverð, hár húshitunarkostnaður
og menntunaraðstæður til fram-
haldsnáms. Fólk á landsbyggðinni
er almennt ánægt með opinbera
þjónustu sveitarfélaganna eins og
dagvistun, grunnskóla og þjónustu
við aldraða, en því óar kostnaðurinn
við að senda börn sín í framhalds-
nám. Orsakirnar eru því fyrst og
fremst efnahagslegar og atvinnuleg-
ar. Auðvitað eru orsakir marg-
slungnar, en ég fullyrði að þær má
að langmestu leyti rekja til aðgerða
stjórnvalda. Stjórnvaldsaðgerðir,
uppbygging opinbera kerfisins og
stefna í öllum helstu málaflokkum
sem máli skipta hefur verið á eina
bókina lærð. Enda hygg ég að ansi
margir séu búnir að fá upp í kok og
dauðlangi til að stofna einn stjórn-
málaflokkinn enn, Landsbyggðar-
flokkinn, en það er nú önnur saga.
Ég vona svo, að umræðan um at-
vinnu- og byggðamál haldi áfram og
hvet Morgunblaðið aftur til að vinna
greinaflokk um orsakir búferlaflutn-
inganna sem nú eru ef til vill að
komast á hættulegi'a stig en nokkru
sinni fyrr með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
’ Bumbur og bleik-
ir bandaskór
UNDANFARNA
daga hef ég átt fjölda
samtala við fólk um
einkennilegar myndir
sem hafa verið að birt-
ast af háttvirtum þing-
mönnum þjóðarinnar.
Allt er þetta fólk á einu
máli um að fíflagangur-
inn hafi keyrt um þver-
% bak. Nú skal það játað
að flestir sem ég þekki
eru jafnréttissinnaðir í
hjarta sínu og þurfa
ekki að hengja utan á
sig hjálpartæki sem
tákn um það. Jafnrétti
er nefnilega ekki
spurning um að setja
sig í líkamleg spor hins
kynsins, heldur er það spurning um
hugarfar. Jafnrétti verður ekki
komið á í stjórnmálum þótt einhvei'
stelpa skelli sér við og við í leður-
dressið yfir bleika jakkann og geys-
ist um á mótorfák. A meðan ekki er
unnið með vegaflækjurnar í heila-
starfseminni gerist ekki neitt.
Jafnréttissirkus í kosningaham
Hvað er í raun að gerast? Mér
skilst að hið háa Alþingi hafí ákveð-
ið að veita fé í átak til að auka þátt-
töku kvenna í stjómmálum, sem að
sjálfsögðu veitir ekki
af. Það er hins vegar
vemlegt áhyggjuefni
hvernig farið er með
fjármunina. Einhvers
staðar heyrði ég nefnt
að fyrirmyndin væri
sótt til Norðurland-
anna og vissulega hefur
verið ráðizt í átaks-
verkefni um stjóm-
málaþátttöku kvenna,
t.d. í Sviþjóð. Ef hins
vegar framkvæmdin
telst sótt í norrænar
fyrirmyndir má velta
því fyrir sér hvort ekki
væri ástæða til að verja
fénu í tungumála-
kennslu fyrir stjórn-
málamenn.
Er lífið (skrípa)Ieikur?
í dag virðist allt eiga að vera
óskaplega skemmtilegt - alltaf. All-
ir hlutir eru poppaðir upp í örstutt
og hröð skeið. Þeir sem ekki vilja
vera farþegar í þessari fyndnu
hraðlest eru „out“ og það er auðvit-
að það skelfilegasta sem getur hent
fólk, t.d. í pólitík. Það er meira að
segja til helgarpóstspressa í dular-
gervi sem leggur slíkt fólk í einelti.
Auðvitað er ákveðin i'ökhugsun í
Sigríður
Stefánsdóttir
Þórður og
„þrælakjörin“
Jónas
Garðarsson
Athugasemdir við
Rey kj avíkurbróf
Kristinn V.
Jóhannsson