Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 67„
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
P
1
Samkeppni
raforkumálum
UM ARATUGI hefur
á íslandi i-íkt sovét-
ástand í raforkumálum,
og svo er enn. Enginn
má vii-kja vatnsafl né
jarðhita til raforkufram-
leiðslu, nema opinber
stofnun sem sérlög gilda
um. Helst vei'ður þó
stofnunin að vera
Landsvirkjun eða stór
eignaraðili að henni.
Detti öðrum í hug slík
virkjun er samrekstrar-
samningur við Lands-
virkjun gerður að skil-
yrði. . .
Allan þann tíma sem Arni Ragnar
þessi skipan hefur ríkt Arnason
hefur einungis einn aðili
á landinu starfað að kynningu land-
kosta á íslandi fyrir fjáiíestum sem
hafa kynnu áhuga á orkufrekum iðn-
aði hérlendis, þ.e. Landsvirkjun, síð-
ar Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu-
neytis og Landsvirkjunar (MIL). Ef-
laust eru ástæður til þess að svo
virðist sem fábreytni hafi orðið ofan
á í vali verkefna eða framleiðslu sem
til athugunai- hefur komið. Áratugir
liðu frá byggingu fyrsta álversins
þar til hið næsta var komið á prjóna-
na. Á því tímabili varð þó af bygg-
ingu einnar kísiljárnverksmiðju, en
það dugði ekki til að koma í veg fyrir
stöðnun á þessu sviði.
Ný skipan boðuð
- en geymd
Snemma á því kjörtímabili sem nú
er senn á enda var boðið upp á
nokkrar væntingar um breytta skip-
an, þegar sett var á stofn nefnd á
vegum iðnaðarráðherra um framtíð-
arskipan raforkumála. Skýrsla henn-
ar fól í sér tillögur um undirbúning
að samkeppni raforkufyrirtækja við
Breytt eignarform,
segir Árni R. Arnason,
krefst þess að skilyrði
fyrir virkjunarleyfum
verði almenn.
markaðsumhverfi. Skömmu síðar
dró bliku á loft þegar fram kom sam-
komulag eigendanefndar Lands-
virkjunar. Þar var um það samið, að
engar breytingar skyldu verða á ein-
okunarstöðu hennar fyrr en 2004, og
að auki um stórauknar arðgreiðslui-
til eigenda hennar. Þó stofnunin beri
nafnið Landsvirkjun, eru landsmenn
ekki eigendur hennar að jöfnu. Ríkið
á 50%, Reykjavíkui’borg 45% og
Akureyri 5%. Allar orkuveitm- lands-
ins era skuldbundnar til að kaupa
raforku í heildsölu af Landsvirkjun
og gildir einu þó þær geti sjálfar
virkjað og framleitt ódýrari raforku
en Landsvirkjun.
Á síðasta þingi var lögð fram til-
laga iðnaðairáðheiTa til þingsálykt-
unar um framtíðarskipan raforku-
mála. Hún fól í sér skilgreiningu
þess undirbúnings sem fram þarf að
fara til að samkeppni verði komið á í
stað þeirrar miðstýringar sem nú
ríkir og drög að tímaáætlun um
framkvæmdina. Tillagan varð út-
rædd í iðnaðarnefnd þingsins, en af-
greiðslu hennar vai- frestað á síðustu
dögum þess.
Breytingar nauðsynlegar
Þó þingsályktunai-tillagan hafi
ekki verið afgreidd s.l. vor hefur
undirbúningi verið fram haldið og á
yfirstandandi þingi er þess að vænta
að fram komi frumvarp til nýrra laga
um raforkumál. Með því koma fram
ný ákvæði um almenn skilyrði sem
gerð verða til fyrirtækja sem óska
heimilda til raforkuvirkjunar, í stað
sérlaga um hverja einstaka virkjun
án almennra skilyrða. Augljóst er að
gríðarlega mikið undirbúningsstarf
er enn óunnið, m.a. við skilgreiningu
flutningsnets milli virkjana og dreifi-
veitna eða afhendingarstaða og sitt
hvað fleira sem því
tengist. Þessu undii'-
búningsstarfi verðui- að
sinna, svo mikilvægt er
að gera breytingar í
frjálsræðisátt.
Mikilvægi þess
byggist á mörgum for-
sendum og má nefha
nokkrar. 011 raforku-
fyrirtæki landsmanna í
dag eru eign ríkisins
eða sveitarfélaganna,
eða sameign þeirra.
Stór viðfangsefiii eru
fram undan og því ljóst
að þegar þar að kemur
þarf að leggja fram
vemlegt fé til fram-
kvæmda. Fram til
þessa hefur beint framlag þessara
eigenda verið takmarkað, og þeir eru
ekki líklegii- til breytinga á þvi. Þess
vegna stefnir í það að eigið fé til
nýrra virkjunarframkvæmda verði
að koma frá öðrum aðilum, þ.e fjár-
festum sem kaupa vilja hlut í orku-
fyrirtækjum. Eignarfyrii-komulagi
fyi-iitækjanna verður því að breyta.
Breytt eignarform krefst þess að
skilyrði fyiir virkjunarleyfum verði
almenn og að lagaumhverfi segi til
um þau skilyrði sem gilda skulu um
framkvæmdir og starfsemi.
Biýnt er að önnur raforkufyrir-
tæki fái tækifæri til að sýna hver
kostur er að hugmyndum þeirra um
hagkvæmar virkjanir og að sýna
hvemig þau standa sig við að afla er-
lendra fjárfesta til að stunda orku-
frekan iðnað er geti orðið uppistaða
markaðssetningar þeirra orku sem
virkjuð verður. Ljóst er að fjölgun
þein-a sem stunda þetta starf mun
leiða til þess að fleiri viðskiptasam-
bönd nýtast og myndast, aukinnar
fjölbreytni í hugmyndum sem til
skoðunar koma og síðar til aukinnar
Qölbreytni í iðnaði. Þetta má rekja af
þeim hugmyndum sem komið hafa til
athugunar af hálfu Hitaveitu Suður-
nesja og þeirra aðila sem hún hefur
tekið upp samstarf við í þessu sam-
bandi. Gallinn er bara sá, að Hita-
veita Suðumesja á ekki eignarhlut í
Landsvirkjun, og fær ekki að virkja
þó svo brýna nauðsyn beri til vegna
endurnýjunar elsta hluta orkuvers-
ins í Svartsengi.
Þessu ástandi verðui' að breyta til
batnaðar.
Höfundur er alþingismaður og
frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins i Reykjancskjördæmi.
Stjórnmál
í þágu
almennings
STJÓRNMÁL eiga
að snúast um að bæta
hag fólks og búa í hag-
inn fyrir framtíðina. Eg
býð mig fram fyrir
flokk sem vill vinna að
þessum markmiðum
með þjóðlegri og víð-
sýnni umbótastefnu á
gi'undvelli atvinnufrels-
is og einstaklingsfrelsis
með hagsmimi allra
stétta fyrir augum. Eg
sækist eftir 2. sætinu á
lista Sjálfstæðisflokks-
ins á Reykjanesi vegna
þess að ég vil gefa þess-
um orðum innihald.
Víðsýni, þjdðleiki,
umbætur
Ég vil auka víðsýni með því að
skoða hvert álitamál af heiðarleika,
samviskusemi og vandvirkni og
Ef mín rödd heyrist í
Sjálfstæðisflokknum,
segir Markús Möiler,
þá verður stærsta
hagsmunamál allra
stétta skoðað af meiri
víðsýni og þekkingu.
leggja upplýsingamar fyiir almenn-
ing á eins ljósan og aðgengilegan
hátt og hægt er. Þjóðleikann vil ég
rækja með því að gera lífsskilyrðin í
landinu svo góð að krakkarnir okkar
viiji helst af öllu vera Islendingar.
Umbótastefnan þýðir að með
hverri kynslóð þarf að bæta atvinnu-
skilyrði og lífskjör, með betri og
markvissari menntun, þjónustu og
lagaramma fyrir nýsköpun í at-
vinnulífinu. En við þurfum einnig að
nýta auðlindirnar sem við eigum í
sjó og á landi svo þær gagnist al-
menningi sem best.
Frelsi
Atvinnufrelsið er til þess að leysa
úr læðingi krafta sérhven-ar vinnu-
fæn-ar manneskju, því þegar fólk
Markús
Möller
vinnur fyrir sjálft sig
og fjölskyldu sína í
frjálsri og opinni sam-
keppni, þá gagnast það
ekki bara sjálfu sér,
heldur einnig sam-
borgurunum.
Einstaklingsfrelsið
þýðir að fólk ráði sjálft
örlögum sínum og
stjórnun landsmála.
Ég vil auka bein áhrif
fólks. Til dæmis má
nefna, að þegar við
veljum milli virkjana
og varðveislu á hálend-
inu, þá þarf að liggja
skýrt fyi-ir hverjir fjár-
hagslegu ávinningarnir
eru og hverju er fórnað
í náttúruperlum. Svo á að leysa úr
málum samkvæmt
landinu.
vilja fólksins í
Kvótinn og hagsmunir
allra stétta
Ég vil vinna með hagsmuni allra
stétta fyrir augum. í því felst að efla
atvinnusköpun og framfarir, en líka
að gæta jafnréttis og halda utan um' ”
þá sem minnst mega sín með mark-
vissum almannatryggingum og heil-
brigðisþjónustu og sanngjömu
skattakerfi.
Við þurfum atvinnulíf sem keppist
um að bæta hag almennings. Til
þess þarf samkeppnin að vera um
vinnuafl almennings eða viðskipti
við almenning.
Sérstaða mín í þessu prófkjöri
byggist á því að ég veit, að sam-
keppnin sem kvótakerfið skapar er
ekki af þessum toga. Sjávarútvegur-
inn er að fækka störfum og hann erOr
að selja til útlanda. Samkeppnin hér
heima verður fyrst og fremst um
kvóta en ekki um vinnuafl og við-
skipti fólks. Ef mín rödd heyrist í
flokknum, þá mun þetta stærsta
hagsmunamál allra stétta verða
skoðað af víðsýni og þekkingu og ég
mun brýna samherjana til að gera
það sem kemur almenningi best. Ég
býð mig fram vegna þess að ég get
gert framtíð þjóðarinnar betri og
gert sjálfstæðismenn stoltari af
flokknum sínum.
Höfundur er hagfræðingur og sæk-
ist eftir 2. sætinu íprófkjöri sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi.
HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16
NYTT HOTEL A BESTA
STAÐ í MIÐBORGINNI
VETRARTILBOÐ
Verðfrá kr. 2.700 á mann í 2ja manna berbergi.
Morgunverðarblaðborð innifalið.
Frir drykkur á veitingabúsinu Vegamótum.
Simi 511 6060, fax 511 6070
guesthouse@eyjar.is
www.gagnagrunnur.is
HeímFIutt
þekkÍNq
Laugardaginn
14. nóvember
kl. 14 - 16
Kynningarfundaröð
fslenskrar
erfðagreiningar
Dr. Ásgeir Björnsson:
Hvernig stöðvast
nýmyndun próteina?
Asgeir starfar sem sérfræðingur á
rannsóknarstofu íslenskrar erfða-
greiningar. Hann lauk B.S. gráðu í
líffræði frá Háskóla íslands 1984 og hóf
doktorsnám við örverufræöideild Upp-
salaháskóla en lauk því við Stokkhólms-
háskóla 1994. í erindi sínu ræðir Ásgeir
um prótein sem aðalefnahvata lifandi
fruma.
Gestum fundarins gefst kostur á að
skoða rannsóknarstofur íslenskrar erfða-
greiningar undir leiðsögn vísindamanna
og þiggja kaffiveitingar að því loknu.
S L E N S
r f 6 a g r e i n i
Lyngháls 1,110 Reykjavík
K
n g