Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Safnaðarstarf
Létt sveifla -
kvöldmessa
í Neskirkju
KVÖLDMESSA verður flutt í
Neskirkju sunnudagskvöldið 15.
nóvember kl. 20.30. Reynir Jónas-
son, harmonikkuleikari og org-
anisti, sér um tónlistarflutning
ásamt hljómsveit og sönghóp.
Hljómsveitina skipa Edwin Kaaber
á gítar, Ómar Ajcelsson á bassa,
Sveinn Óli Jónsson á trommur en
sjálfur mun Reynir leika á harmon-
ikku. Dagskrá kvöldsins hefst kl.
20 með tónlistarflutningi og kvöld-
messan kl. 20.30. Prestur er sr.
Halldór Reynisson. Eftir messu
verða kaffiveitingar í safnaðar-
heimilinu.
Auk messunnar um kvöldið er
sunnudagaskólinn kl. 11 árdegis.
Leikbrúðurnar Mýsla og
Músarpési koma í heimsókn, söng-
ur, sögur og leikir. Opið hús í safn-
aðarheimili frá kl. 10 þar sem böm-
in geta litað og fóndrað, og foreldr-
ar fengið sér kaffísopa. Atta til níu
ára starf verður á sama tíma.
Kirkjubíllinn gengur um hverfið
fyrir og eftir.
Guðsþjónusta er kl. 14. Guðs-
þjónustuna annast sr. Sigurður
Ami Þórðarson starfsmaður bisk-
upsstofu, organisti Reynir Jónas-
son.
Hj úkrunarfræð-
ingar tala í
Kvennakirkj unni
KVENNAKIRKJAN er sjálfstætt
starfandi hópur innan þjóðkirkj-
unnar og hefiir haldið guðþjónust-
ur einu sinni í mánuði í tæp sex ár.
Guðþjónustumar em ekki með
hefðbundnu sniði og er áhersla
lögð á virka þátttöku kvenna í
lestrum og prédikunum en prestur
Kvennakirkjunnar er séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir. Tónlistaratriði
er fastur liður og hafa tónlistar-
konur lagt Kvennakirkjunni ómet-
anlegt lið með söng og hljóðfæra-
leik. Bænastund er mikilvægur
þáttur guðþjónustunnar. I henni
em lesnar upp bænir úr bæna-
körfu, sem liggur frammi í mess-
unni, og Aðalheiður Þorsteinsdótt-
ir leikur hugleiðslutónlist á píanó.
Sunnudaginn 15. nóvember kl.
20.30 heldur Kvennakirkjan guð-
þjónustu í Digraneskirkju í Kópa-
KIRKJUSTARF
vogi. Hjúkrunarfræðingarnir Sig-
rún Gunnarsdóttir og Laura Sch.
Thorsteinsson flytja prédikun sem
þær nefna: Hugsaðu hærra - hugs-
aðu til Guðs. Tvær ungar stúlkur
flytja tónlist, Ásta Mekkín Páls-
dóttir á flautu og Ragnheiður St-
urludóttir á fiðlu. Kór Kvenna-
kirkjunnar leiðir almennan söng
undir stjóm Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur. Á eftir er kaffi í safnaðar-
heimilinu.
Hjallakirkja
70 ára
HÁTÍÐARMESSA verður í
Hjallakirkju nk. sunnudag kl. 14
þar sem minnst verður 70 ára af-
mælis kirkjunnar, en hún var vígð
4. nóvember 1928. Kirkjusmiður-
inn var Kristinn Vigfússon og var
smíðað eftir teikningu Þorleifs
Eyjólfssonar frá Grímslæk. Að-
stoðarmaður Kristins var Berg-
steinn Sveinsson múrari á Eyrar-
bakka. Kirkjan er glæsileg stein-
kirkja með gotneskum gluggum og
háum stöpultumi með kúpli. Talið
er að kirkja hafi staðið á Hjalla frá
um 1000, trúlega alltaf á sama
staðnum, nema e.t.v. í upphafí.
Hjalli í Ölfusi kemur mjög við sögu
kristnitökunnar því að þar bjuggu
þeir feðgar Þóroddur Eyvindsson
goði og Skafti Þóroddsson lög-
sögumaður. Ofan Hjalla stöðvaðist
kristnitökuhraunið. Þá komst
Hjalli aftur í fréttir sögunnar þeg-
ar síðasti kaþólski biskupinn í
Skálholti, Ögmundur Pálsson, leit-
aði þar skjóls hjá systur sinni árið
1541. Gafst hann upp fyrir dönsk-
um hermönnum gegn því að fá að
fara frjáls maður. Þeir handtóku
hann hins vegar og fluttu um borð
í skip áleiðis til Kaupmannahafnar.
En biskupinn aldni hlaut samt sitt
frelsi því að hann dó í hafí.
Söngfélag Þorlákshafnar syngur
í messunni undir stjórn Roberts
Darling og sóknarpresturinn sr.
Baldur Kristjánsson prédikar og
þjónar fyrir altari.
Miðbæjar-
poppmessa
KFUM & K og
Dómkirkjunnar
MIÐBÆJARPOPPMESSA verð-
ur í Dómkirkjunni sunnudags-
kvöldið 15. nóvember kl. 21.
Tilgangurinn með þessari messu
er að bæta menningu miðbæjarins
undir merki Jesú Krists og er það
söfnuður Dómkirkjunnar og
starfsmenn í miðbæjarstarfi
KFUM & K sem standa að þessari
messu.
Það getur verið að okkur finnist
kirkjan oft nokkuð þyngslaleg og
sein að laga sig að borgarsamfé-
laginu. En svo er ekki með boð-
skap Jesú Krists. Hann talar jafnt
til okkar nú í hröðu og vaxandi
borgarsamfélagi og þegar hann
ræddi við samferðarmenn sína í
ísrael fyrir nær 2000 árum. Þess
vegna hvetjum við þig til að koma í
Dómkirkjuna á sunnudagskvöldið
og láta uppbyggjast af boðskap
Jesú Krists, áður en farið er af
stað út í nýja vinnuviku.
Margir munu þjóna í athöfninni.
Hljómsveitin Fjörtíuogtveir ber
lofgjörðina uppi. Einnig mun hinn
einstaki Kanga kvartett syngja.
Predikun flytur stærsti lögreglu-
þjónn í Reykjavík, Geir Jón Þóris-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Leikmenn úr KFUM & K ásamt
guðfræðinemum munu þjóna í
messunni. Prestar eru sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir og sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson.
Miðbær Reykjavíkur er sameign
okkar allra. Það er löngun margra
landsmanna að þar ríki sönn gleði
og friður. Boðskapur Jesú ein-
kenndist einmitt af því. Láttu sjá
þig-
Jóna Hrönn Bolladóttir
miðbæjarprestur
ATVIISIIMU-
AUGLÝSINGAR
Sýslumaður Rangárvallasýslu
Löglærður
fulltrúi
Staða löglærðs fulltrúa við sýslumannsem-
bættið á Hvolsvelli er laustil umsóknar og veit-
ist starfið frá 1. janúar 1999.
Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins
og BHMR. Starfsreynsla í embætti er æskileg,
en þó ekki skilyrði.
Umsóknir berist undirrituðum, sýslumanni,
eigi síðar en 1. desember 1998.
Sýslumaður veitir nánari upplýsingar í síma
487 8226.
Hvolsvelli 12. nóvember 1998,
sýslumaður Rangárvallasýslu.
Trésmiðir
Álftárós ehf. óskar eftir að ráða trésmiði
í uppmælingu.
Um er að ræða framtíðarstörf í Hafnarfirði,
Reykjavík og Mosfellsbæ.
Upplýsingar í síma 566 8900.
Netfang: www.alftaros.is
Wt Á I f t á r ó s
TILKYIMISIIIMGAR
Basará
Hrafnistu
í dag, 14. nóv. kl. 13.00, er basar á Hrafnistu.
Vöfflur og heitt súkkulaði til sölu.
Basarinn opinn mánudag 16. nóv. kl. 10.00—
15.00.
Heimilisfólk
Hrafnistu í Reykjavík.
Handverksmarkaður
Handverksmarkaður verður á Garðatorgi
í dag, laugardaginn 7. nóvember, frá kl. 10—18.
Milli 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína.
Kvenfélagskonursjá um kaffisölu.
Stórvinningar í Lottó
Tíðni stórvinninga í Happahúsinu hefurvakið
mikla athygli. Eftirtaldir stórvinningar hafa
verið seldir hjá okkur frá ársbyrjun '97 til
októberloka '98
8/2 '97 Lottó 5/38 kr. 1.009.420.-
4/6 '97 Víkingalottó kr. 2.598.150,-
23/8 '97 Lottó 5/38 kr. 6.750.810.-
27/12 '97 Lottó 5/38 kr. 6.029.450.-
14/2 '98 Lottó 5/38 kr. 676.020,-
11/4 '98 Lottó 5/38 kr. 2.046.520.-
27/6 '98 Jóker kr. 1.000.000.-
1/8 '98 Jóker kr. 1.000.000.-
24/10 '98 Lottó 5/38 kr. 9.619.440.-
31/10 '98 Lottó 5/38 kr. 1.019.800.-
Við hvetjum alla lottóspilara til að láta renna
miðunum sínum í gegn í sölukössum íslenskr-
ar getspár. Það hafa margir hlotið álitlegar
upphæðir sem þeir vissu ekki um.
Happahúsið Kringlunni.
UPPBOQ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Aðalgötu 7,
Stykkishólmi, þriðjudaginn 17. nóvember 1998 kl. 10.00
á eftirfarandi eignum:
Bjarnarfoss, Staðarsveit, þingl. eig. Sigriður Gísladóttir og Sigurður
Vigfússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafé-
lag íslands hf.
Brautarholt 5, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Höskuldsson,
gerðarbeiðandi S. Helgason ehf., Reykjavík.
Engihlíð 22,3. hæð til hægri, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Ennisbraut 33, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurjón Eðvarðsson,
gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Rafmagnsveitur
ríkisins, Reykjavík.
Grundarbraut4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Fannar Eyfjörð Skjaldarson,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Grundargata 21, vesturendi, Grundarfirði, þingl. eig. Trausti G. Björg-
vinsson, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs.
Helluhóll 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ársæll Kristófer Ársælsson og
Aðalsteina Erla L. Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og Sómi ehf.
Hlíðarvegur 13, Grundarfirði, þingl eig. Valgeir Þór Magnússon og
Ingibjörg Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins,
Lífeyrissjóður Vesturlands og Tryggingamiðstöðin hf.
Höfðagata 5, Stykkishólmi, þingl. eig. Sigurður Hólmar Karlsson,
gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Skólastígur 24, Stykkishólmi, þingl. eig. Björn Sigurjónsson og Guðný
Vilborg Gísladóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Sæból 44B, Grundarfirði, þingl. eig. Eyrarsveit, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður verkamanna.
Sýslumadurinn í Stykkishólmi,
13. nóvember 1998.
FUIMDIR/ MAIMIMFAGIMADUR
Aðalfundur
Aðalfundur borðtennisdeildar KR verður hald-
inn í KR-heimilinu mánudaginn 23. nóvember
kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
IMAUOUIMGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu
7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 18—20 e.h. Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 19. nóvember
1998 kl. 14.00.
Fagrihjalli 17, Vopnafirði, þingl. eig. Kristín Steingrímsdóttir, gerðar-
beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, fimmtudaginn 19. nóvem-
ber 1998 kl. 14.00
Fossgata 5, Seyðisfirði, þingl. eig. Auður Guðjónsdóttir, gerðarbeiðend-
ur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf., fimmtudag-
inn 19. nóvember 1998 kl. 14.00.
Garðarsvegur 21, Seyðisfirði, þingl. eig. Laufey Birna Óskarsdóttir,
gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á
Seyðisfirði, fimmtudaginn 19. nóvember 1998 kl. 14.00.
Laugavelir 11, Egilsstöðum, þingl. eig. Haukur J. Kjerúlf, gerðarbeið-
andi Fjárfestingarbanki atvinnul. hf., fimmtudaginn 19. nóvember
1998 kl. 14.00
Leirubakki 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Einar Hólm Guðmundsson og
Jón Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
fimmtudaginn 19. nóvember 1998 kl. 14.00.
Miðás 1—5 hl. 0101 Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið-
andi Byggðastofnun, fimmtudaginn 19. nóvember 1998 kl. 14.00
Miðás 1—5 hl. 0201 Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið-
andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 19. nóvember 1998
kl. 14.00.
Múlavegur 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann Pétur Hansson, gerðar-
beiðendur Byggðastofnun, Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóðir
Bankastræti, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag íslands
hf., fimmtudaginn 19. nóvember 1998 kl. 14.00
Ránargata 15, Seyðisfirði, þingl. eig. Páll Ágústsson, Axel Jóhann
Ágústsson, Helgi Ágústsson, Asgerður Ágústsdóttir og Árni Jón
Sigurðsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudag-
inn 19. nóvember 1998 kl. 14.00.
Selás 1, n.h. Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Sigurðardóttir, gerðar-
beiðandi Fjárfestingarbanki atvinnul. hf., fimmtudaginn 19. nóvember
1998 kl. 14.00
Skálanesgata 14, Vopnafirði, þingl. eig. Helgi Jóhann Þórðarson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 19. nóvem-
ber 1998 kl. 14.00
Sundabúð 2, Vopnafirði, þingl. eig. Vopnafjarðarhreppur, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 19. nóvember 1998
kl. 14.00
Sundabúð 3, Vopnafirði, þingl. eig. Vopnafjarðarhreppur, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 19. nóvember 1998
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
13. nóvember 1998.