Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 80
80 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 FRETTIR Rússnesk lög um starfsemi trúfélaga HINN 17. nóvember nk. verður lát- ið reyna á lög sem sett voru í Rúss- landi í fyrra um starfsemi trúfé- laga. Embætti saksóknara í Moskvu hefur höfðað mál í því augnamiði að fá starfsemi Votta Jehóva í borginni bannaða. Málið var dómtekið í septemberlok en réttarhöldum frestað fram til 17. nóvember, segir í fréttatilkynningu frá Vottum Jehóva. ,A-V. Viktorvo, saksóknari norð- ursvæðis Moskvuborgar, segir að kenningar Votta Jehóva brjóti í bága við lögin sem sett voru í fyrra og því beri að banna starfsemi safnaðarins. Lagafrumvarpið olli miklum deilum þegar það kom til umræðu í júní á síðasta ári en Jeltsín forseti staðfesti þau 26. september 1997 þrátt fyrir mótmæli víða að úr heiminum. Að sögn Moskvufrétta var lýðræðisríkj- um Vesturlanda þá heitið að lögun- um yrði beitt eins „mildilega" og frekast væri unnt. Við réttarhöldin í næstu viku reynir á það hvort staðið verður við þetta loforð. Málaferlin eru óvenjuleg að því leyti að um er að ræða einkamál en ekki opinbert mál. Sakskóknari hafði áður reynt að höfða opinbert mál á hendur söfnuðinum en endurtekin lögreglurannsókn hafði leitt í ljós að ekki var efni til málshöfðunar. Rúss- nesk stjórnvöld geta því ekki haft áhrif á málsmeðferðina þótt það sé opinber saksóknari sem höfðar mál- ið. Þegar málið var dómtekið í sept- ember óskaði verjandi safnaðarins eftir því að dómsmálaráðuneytið í Moskvu yrði kallað til vitnis í málinu og féllst dómarinn á það. Ráðuneytið hefur umsjón með skráningu trúfé- laga í Moskvu og afstaða þess til nýju laganna ætti að koma fram við réttarhöldin," segir ennfremur. „Verði starfsemi Votta Jehóva bönnuð í Moskvu verður þeim óheimilt að boða trú sína meðal al- mennings, halda samkomur, leigja húsnæði og dreifa ritum. Óttast er að starfsemi safnaðarins verði bönn- uð alls staðar í Rússlandi ef það verður gert í Moskvu. Talsmenn mannréttindasamtakanna telja að mál þetta geti ógnað almennu trú- frelsi í Rússlandi. Vottar Jehóva í Moskvu eru um 10.000 talsins og í Rússlandi öllu eru áhangendur safnaðarins um 250.000. Vottar Jehóva njóta opinberrar við- urkenningar í rösklega 150 löndum og hafa starfað í Rússlandi í meira en 100 ár,“ segir að lokum. íslandsflugsdeildin Deildakeppni í skák DEILDAKEPPNI í skák hófst í gær í húsakynnum Taflfélagsins Hellis og Bridssambands íslands í Mjóddinni. Deildakeppnin er fjölmennasta skákmót sem haldið er á landinu á hverju ári. Keppnin fer fram í fjór- um deildum og taka alls 40 sveitir og um 270 skákmenn þátt í keppn- inni. Styrktaraðili keppninnar er Is- landsflug hf. sem gefur þátttakend- um í keppninni kost á að fljúga á mótsstað á lágum fargjöldum og er Basar St. Jósfefskirkju HLUTAVELTA og basar ásamt kaffsölu St. Jósefs- kirkju, Jófríðastaðavegi í Hafnarfirði, verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember að lokinni messu sem hefst kl. 14 í safnaðarheimili Jósefskirkju. Á boðstólum verður mikið af góðum vörum. efsta deildin nafn félagsins, íslands- flugsdeildin. Þær átta sveitir sem tefla um ís- landsmeistaratitilinn í íslandsflugs- deildinni eru: Taflfélag Reykjavík- ur, a og b sveit, Taflfélagið Hellir, a og b sveit, Skákfélag Akureyrar, Skákfélag Hafnarfjarðar, Taflfélag Kópavogs og Taflfélag Hólmavíkur. „Gera má ráð fyrir að baráttan um íslandsmeistaratitilinn standi fyrst og fremst milli Reykjavíkur- risanna tveggja, TR og Hellis. I fyrra varð sveit Taflfélags Reykja- víkur hlutskarpari í þeirri baráttu og er því núverandi Islandsmeistari í sveitakeppni. Á fyrsta borði fyrir sveit TR teflir Margeir Pétursson en Hannes Hlífar Stefánsson, ný- krýndur Islandsmeistari, fer fyrir sveit Hellis,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Nú yfir helgina verða tefldar 4 umferðir og hófst sú fyrsta í gær. I dag, laugardag, verða tefldar tvær umferðir og fjórða umferðin á sunnudag. Keppninni verður svo fram haldið í mars á næsta ári þeg- ar síðustu 3 umferðirnar fara fram. LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN NYKOMIN SENDING Litir: Svartir • Stærðir: 40-46 Tegund: Siesta • Verð kr. 12.990 Yfir 50 tegundir til D0MUS MEDICA við Snoffobraut • Reykjavik Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 • Reykjovik Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ^ c" * m MORGUNBLAÐIÐ í DAG VELVAKAJYÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar til Ástu vegnaIðnú KÆRA Ásta. Ég þakka þér fyrir bréf þitt sem birtist í Velvak- anda í gær. Það gleður mig mjög að heyra hvað þú varst ánægð með leiksýn- inguna Rommí. Ég get svo sannarlega tekið undir með þér að þau Guðrún og Erlingur fara á kostum í hlutverkum sínum. Það er alltaf gaman að heyra frá fólki sem er ánægt með þær sýningar sem við bjóðum upp á. Einnig þakka ég þér fyr- ir ábendingu um að of þröngt hafi verið um gesti á sýningunni þetta kvöld. Langar mig til að fara nokkrum orðum um það sem þú nefndir. Þótt vh-ðulegt sé er Iðnó gamalt leikhús þar sem hvorki er hátt til lofts né vítt til veggja. Leiksýning- in Rommí hefur notið mik- illa vinsælda og færri kom- ast að en vilja. Því er Iðnó þéttskipað öll kvöld sem Rommí er sýnt. Reynt hef- ur verið að gæta þess að vel sé rúmt um alla gesti hússins. Við endurbygg- ingu Iðnó keyptum við til að mynda mun rúmbetri sæti en voru í „gamla Iðnó“. Einnig hefur upp- hækkuðum pöllum í sal verið fjölgað sem tryggir mun betri sjónlínu á sviðið fyrir alla gesti hússins. Hins vegar kann að vera að í einhverjum tilvikum hafi verið of þétt á milli sætaraða sem eðlilega get- ur valdið gestum okkar óþægindum. Það munum við kanna rækilega og tryggja að betra rými verði milli sætaraða í hús- inu næst þegar þú sækir okkur heim. Einnig gerðir þú at- hugasemd við ónúmeruð sæti í Iðnó. Ástæður þess eru tvær. I fyrsta lagi er óhætt að segja að eftir endurbyggingu Iðnó, með góðum gólfhalla og af- bragðs sjónlínu séu öll sætin í húsinu jafn góð. Onnur ástæða þessa fyrir- komulags er sú að Iðnó er lifandi leikhús og sætaupp- röðun ólík milli verka í húsinu. Til dæmis er salur- inn gjörólíkur í Þjónn í súpunni og Rommí. Þetta gerir það að verkum að sala í númeruð sæti er óframkvæmanleg. Þá er rétt að geta þess að bæði Þjóðleikhúsið og Borgar- leikhúsið bjóða upp á ónúmeruð sæti á margai' af sýningum sínum. Ég þakka þér kærlega fyrir þarfar ábendingar sem þegar hafa verið tekn- ar til greina. Það er afar mikilvægt íyrir okkur sem stöndum að endurreisn menningarstarfs í Iðnó að heyra frá gestum okkar og fá þannig tækifæri til að bæta starfsemina enn frekar. Að lokum er ánægjulegt að geta þess að Iðnó hefur verið tilnefnt til sérstakra verðlauna Norð- uriandaráðs fyrir afbragðs aðgengi fatlaðra í húsinu. Ég vonast til að sjá þig sem fyrst aftur í Iðnó. Með kærri kveðju, Magnús Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó. Sálin fer til guðs SVO mælti biskup vor við athafnir nýlega, bæði á Keflavíkurflugvelli og í Hallgrímskirkju. Ritningin segir (Lúk. 23:46) „Þá kall- aði Jesús hárri röddu: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn“. Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann." Hvort er það sálin eða andinn sem fer til Guðs að lífi okkar loknu hér? Fávís spyr. Tapað/fundið Ljós skinnhúfa týndist LJÓS skinnhúfa týndist nýlega. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 3094. Fundariaun. Morgunblaðið/RAX SKAFTÁRJÖKULL: SKAK llinsjón Margeir Pélnrsson STAÐAN kom upp á bandaríska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Denver í Coloradoríki. Dmitry Gurevich (2505) hafði hvltt og átti leik gegn Igor Ivanov (2.505) 25. Bxh7+! _ Kxh7 26. Re4 _ Dxd5 27. Rxc3 _ Db3 28. Re4 og með skiptamun yfir vann hvítur skákina örugglega um síðir. í undanúrslitum á mótinu tefla saman þeir Nick deFirmian og Tal Shaked annars vegar og hins vegar þeir Joel Benjamin og Dmitry Gurevich. Á meðal þeirra sem hafa fallið úr keppni eru Seirawan, Gulko og Christiansen. í kvennaflokki sigraði hin 14 ára gamla Irina Krush. Deildakeppni SÍ. Tvær umferðir verða tefldar í dag í Hellisheimifinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Sú fyrri hefst ki. 10 fyrir hádegi og sú seinni kl. 17. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi athugasemd: „Dægurmálaskrif Víkverja eru gamalgróinn þáttur í Morgunblað- inu. Að sögn blaðsins koma þar ýmsir að verki og misjafn taktur sleginn frá degi til dags bæði hvað varðar efnistök og áreiðanleika. Skiifin eru nafnlaus. Að undanförnu hefur Víkverja- skrifari gert verslun Nýkaups í Kringlunni að umræðuefni og sent henni lítt vinsamlegan tón. I Morg- unblaðinu í dag, 12. nóvember, er hann enn að og fullyrðir nú, að vöruverð hafi „hækkað nokkuð í hinni nýju Nýkaupsverzlun í Kr- inglunni“. Þessa fullyrðingu reynir Víkverjaskrifarinn ekki að rök- styðja á nokkurn hátt og nefnir engin dæmi henni til staðfestingar, enda er hún röng. Nýkaup hefur ekki hækkað vöruverð í verslun sinni í Kringlunni né öðrum versl- unum. Um það getur Víkverja- skrifarinn sannfærst, ef hann gerir sér ferð í verslunina, en þangað er hann að sjálfsögðu velkominn eins og allir aðrir. Nýkaup hefur allt frá byrjun í sumar auglýst mikið í fjölmiðlum, þar á meðal í Morgunblaðinu. Ganga verður út frá því sem gefnu, að Víkverjaskrifarinn lesi Morgun- blaðið og sjái þar á meðal heilsíðu- auglýsingar frá Nýkaupi. I dag eins og stundum áður fylgir heilt auglýsingablað frá Nýkaupsversl- ununum Morgunblaðinu. Efni þessara auglýsinga er að stórum hluta margs konar tilboð til við- skiptavina um vörur á stórlækkuðu verði. Furðulegt er, að Víkverja- skrifarinn skuli ekki sjá minnstu ástæðu til að minnast á þetta í um- fjöllun sinni um vöruverð í Ný- kaupsversluninni í Kringlunni. Varla hefur þetta farið fram hjá honum. Morgunblaðið hefur verið, er og verður vonandi alltaf áreiðanlegur og öflugur fjölmiðill. Ritstjórar þess og blaðamenn hafa marg oft sýnt, að þeir vilja heldur hafa það sem sannara reynist. Ái-eiðanleiki Morgunblaðsins sem fjölmiðils ger- ir því ábyrgðarlaus skrif Víkerja að alvarlegum hlut í mínum huga. Því vænti ég þess, að blaðið birti þessa grein mína til leiðréttingar á ítrek- uðum Víkverjaskrifum um Ný- kaup. Gott blað verður ekki, frem- ur en önnur fyrirtæki, sterkara en veikasti hlekkurinn. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Nýkaups."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.