Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 83

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 83 FÓLK í FRÉTTUM DiCaprio þunga- vigtarmaður LEONARDO DiCaprio er orð- inn þungavigtarmaður í Hollywood, - í bókstaflegri merkingu. Hann hefur bætt á sig 10 kílóum undanfarið og samkvæmt frétt New York Post hefur hann verið settur í strang- an megrunarkúr. Danny Boyle, sem mun leikstýra DiCaprio í Ströndinni eða „The Beach“, benti honum góðfúslega á að aukakílóunum væri ofaukið í sandinum. Leitt er getum að því í fréttinni að óreglusömu líferni sé um að kenna, ásamt dálæti DiCaprio á skyndibitafæði og aðgerð á hné sem hafi komið í veg fyrir líkamsæfingar. Birnir á eft- irlaunum! ►JOZEF Kosa gefur hér tveimur björnum að borða í nýja dýragarð- inum í Veresegyhaza, 30 kílómetr- um austan við Búdapest í Ung- verjalandi. Nýi dýragarðurinn er ekki þessi venjulegi dýragarður með búrum og fólki að skoða, heldur nær hann yfír stórt svæði þar sem bimirnir ganga lausir. Má segja að birnirnir í garðin- um séu á eftirlaunum, því garður- inn er hannaður fyrir birni sem hafa Ieikið í kvikmyndum en eru nú orðnir lúnir og eins aldna birni úr venjulegum dýragörðum. Garðurinn var búinn til með hjálp samtakanna World Wildlife Foundation. LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Bíórásin ► 10.00,18.00 Flóttinn (Noi-th By Northwest, ‘59). Hitchcock fer ekki af réttri stefnu í einni af hans bestu myndum. Cary Grant flækist blásaklaus inní njósnamál þegar hópur grunsamlegra manna undir stjóm James Mason álítur hann annan en hann er. Þeir setja upp gildru fyrir Gr- ant, í framhaldi af því er hann hundeltur af hópnum og lögreglunni um Bandarík- in þver og endilöng. Inniheldur tvö, sí- gild, æsileg atriði; eltingaleikinn á akrin- um og lokasenuna á Mount Rushmore. Með Evu Marie Saint. ★★★★ Bíórásin ► 12.10, 16.00 Brostu (Smile, ‘75), ★★★!4. Fáséð perla frá áttunda áratugnum fylgh' fegurðarsam- keppni ungra stúlkna í Kaliforníu. Leikstjórinn, Michael Ritchie, skráset- Stöð 2 ► 21.15 Eldvagninn (phariots of Fire), vann til fjölda Öskarsverðlauna 1981, m.a. fyrir handrit og tónlist, auk þess sem hún var útnefnd besta mynd árs- ins. Leikstjórinn, Hugh Hudson, var ungur að árum og var mikils vænst af honum. Hann varð því miður aðeins einnar, góðrar mynd- ar maður. Söguhetjurnar eru tveir breskir spretthlauparar, skoti og gyðingur, fylgst er með þjálfun þein’a og keppni á Ólympíuleikun- um í París 1924. Ben Cross og Ian Charleson fara með aðalhlutverk- ur keppendur á einkar skemmtilegan og skynsamlegan hátt, stúlkurnar eru sjálfstæðar persónur í meðförum hans og myndin kemur skemmtilega á óvart. Svíkur engan. Stöð 2 ► 12.55, 3.45 í loftinu (TheAir Up There, ‘94), ★★, er lítilsháttar gam- anmynd um kana (Kevin Bacon) í leit að körfuboltastjörnu í svörtustu Afríku. Góð hugmynd gufar upp í hitabeltinu. Sýn ► 20.45 Lestin brunar (Silver Streak, ‘76). ★★★ Önnur perla frá átt- unda áratugnum. Blásaklaus farþegi (Gene Wilder) flækist inní slæma at- burðarás þegar morð er framið um borð í lest á leið til Chicago. Gamansamur útúrsnúningm- á „The Lady Vanishes" og inniheldur óborganlegan kafla með Wilder og Riehard Pryor. Frammistaða in. Líkt og Hudson, er Cross týndiur og tröllum gefinn, en Charleson varð alnæminu að bráð fyrir mörgum árum, (söm urðu einnig örlög bandaríska leikarans Brad Midnight Express Harris, sem fer með lítið hlutverk í mynd- inni). Eldvagninn nær oft upp dramatískum augnablikum á hlaupabrautinni, einkum og sér í lagi sökum frábærrar tónlistar Vangelis, sem var tímamótaverk á sínu sviði og er það sem stendur uppúr, þegar öllu er á botninn hvolft. þess síðarnefnda skaut honum uppá stjörnuhimininn á ljóshraða. Er í raun- inni eitt það besta sem sást til þessa ólánsama, afburða grínista. Með Pat- rick McGoohan, ofl. góðum. Leikstjóri Arthur Hill. Afþreying sem óhætt er að mæla með fyrir alla aldurshópa. Stöð 2 ► 21.15 Eldvagninn (Chariots of Fire, ‘81). ★★★. Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 21.20 Tengdapabbar (The In Laws, ‘79). ★★!4 Peter Falk og Alan Ai-kin tengdasonur hans, eru furðufuglar hinir mestu og myndin er tæki til að virkja afkáraleg leiksérkenni þeirra, sem eru nýtt til hins ýtrasta í annars brokkgengi-i mynd. Þegar handritshöfundum tekst best upp að mata þá á nógu yfirgengilegu absúrdgríni, er myndin nánast drep- fyndin, í orðsins fyllstu merkingu. Sjónvarpið ► 23.05 Undir Afríku- himni (Sheltering Sky, ‘90). Þrír Bandaríkjamenn leita að lífsfyllingu í Norður-Afríku á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Bertolucci leiðir áhorfandann inní megnustu leiðindi í stefnulausri, langdreginni og innihalds- lítilli frásögn. Með John Malkovich, Debru Winger og Campbell Scott. ★★. Stöð 2 ► 23.35 Blóðlifrar (Curdled, ‘96), hlaut einungis bíódreifingu í Bandaríkjunum, þai' sem hún kolféll. Tarantino framleiddi þessa gálga- húmorsmynd um konu sem sækh' í slóð fjöldamorðingja. 99 Lives gefur ★. Stöð 2 ► 1.05 Það var sagt að Luehino Visconti hafi byggt aðalpersónur Hinna fordæmdu (The Damned ‘69), á Rruppfjölskyldunni. Altént eru þær meðhmir voldugrar, þýskrai' stóriðnað- arfjölskyldu sem styður nasismann á tímum síðai'i heimsstyrjaldar. Ein af slakari myndum Italans, perraleg og öfugsnúin ádeila á fasisma. Krydduð blóðskömm og barnaníðverkum og að því er virðist, óþarfri endursköpun Nóttar hinna löngu hnífa. Með Helmut Berger og Ingrid Thulin.**. Ekki fyr- ir börn né viðkvæmar sálir. Stöð 2 ► 3.45 í loftinu (The Air Up There, ‘94). Sjá umsögn kl. 12.55 Sæbjörn Valdimarsson / A hlaupabrautinni mmmmmmm EIGNAMIÐIUMN _________ Startsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustióri. Þorlelfur St.Guömundsson.B.Sc., sölum., Guömundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fasteignasali, skjalagerö. císPf í\ Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum., Magnea S. Sverrísdóttir, Iðgg. fasteignasali, sölumaöur, ♦•ÍSg' f ■ I Stefán Ámi Auöólfsson, sölumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttír, auglysingar, gjaldkeri, Inga Hannesdóttir, J£í £jfl I í n 1, Ólðf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiöur D. Agnarsdóttir.skrifstofustört. 1» IVf/iK sfmavarsla og ritari, ( Sími 5«» 9090 • Kax 588 9095 • SÍAmmlla 2 Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Opið í dag laugardag kl. 12-16. EINBYLI Gljúfrasel. Gott u.þ.b. 340 fm einb. (tengihús) á tveimur hæðum auk kj. og tvöf. bílskúrs. Gott ástand. í kj. er góð séríbúð og undir bílskúr mögul. á 42 fm séríbúð. Skipti á minna möguleg. V. 17,3 m. 8229 RAÐHÚS Rjúpufell. Fallegt endaraðhús á tveimur hæðum samtals um 280 fm. Á hæðinni eru m.a. 4 svefnh., eldhús, stofa o.fl. Baðstofuloft. í kj. er m.a. séríb. 2ja herb. íb. m. sórinng. auk tómstherb., geymslna o.fl. Búið er að standsetja eignina mikiö. V. 13,6 6026 IhÆÐIR ' Sörlaskjól - bílskúr. Sérlega falleg 4ra herb. hæð í 3-býli. Húsið hefur nýl. verið standsett. Parket. íbúðinni fylgir nýlegur 32 fm bílskúr. V. 10,3 m. 8243 Kirkjuteigur - neðri hæð. Rúmgóö og björt u.þ.b. 124 fm neðri sérhæð í traustu skeljasandshúsi. Húsið er rétt við Laugardalinn. Góðar stofur og rúmgóð herb. Rúmgott eldhús. V. 9,8 m. 7740 4RA-6 HERB. IBll Hagamelur - góð. 3ja herb. mjög falleg um 80 fm íb. á 3. hæð í nýlega standsettu fjölbýlishúsi. Góð sameign. Áhv. 4,3 m. Skipti á stærri eign koma til greina. V. 7,9 m. 8288 Hverfisgata - 90 fm. Ákaflega rúmgóð og björt u.þ.b. 90 fm íbúð á 3. hæð í steinhúsi. Parket. Nýlegt gler og endumýjað rafmagn. Húsið viðgert að utan. Góð sameign. íbúðin getur losnað fljótlega. Áhv. ca 3 m. húsbréf. V. 6,5 m. 8210 Við Grandaveg. Faileg 3ja herb. 76 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Nýstandsett baðherb. Suöursvalir. V. 6,5 m. 8137 Holtsgata - gullfalleg. Sérlega falleg 66 fm 3ja herb. íbúð á jarðh. í fjölbýlishúsi. Parket. Sérinng. Áhv. 2,4 m. byggsj. V. 5,4 m. 6982 2JA HERB. 1111 Snorrabraut - 3. hæð. 2ja herb. rúmgóð um 61 fm íbúð á 3. hæð í steinhúsi. íb. skiptist í hol, stofu, gott herb., eldhús og bað. Svalir út af stofu. Laus strax. V. 4,8 m. 8283 Sólheimar - allt sér. Falleg um 46 fm einstaklingsíb. í lítið niðurgröfnum kjallara. Gegnheilt parket á gólfum. Flísal. baðh. Sérinng. og -hiti. Sérþvottah./geymsla innaf eldhúsi. Laus strax. V. 4,6 m. 8240 Hrísrimi. Falleg 2ja herb. 61 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu litlu fjölbýlishúsi. Blokkin er nýmáluð. Góðar svalir. Áhv. 2,5 m. V. 5,7 m. 7410 www.mbl.is Dagur áhugaleikhussins á íslandi er í dag! Málþing um stöðu og horfur áhugaleikhússins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14 Avarp og setning: Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalags ísl. leikfélaga Framsöguerindi: „6ildi áhugaleikstarfs fyrir manneskjuna og samfélagií", Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur „Raunveruleiki áhugaleikstarfs dagsins í dag", Bjarni Guímarsson, sagnfræðingur og ritstjori. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaíur Sambands ísl. sveitarfélaga, Anna Geirsdottir, fulltrui Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar. Pallborðsumræour, leikpættir, kaffi og skemmtilegheit! Mætum öll! Stutt erindi:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.