Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tímarit • ÁRBÓK Þingeyinga hefur nú komið út í 40 ár. Aðalhvatamaður að stofnun árbókarinnar var Jóhann Skaptason, sýslumaður. I fyi-stu út- gáfunni gerir hann grein fyrir ritinu, sem ætiað er að flytja efni til fróð- leiks, gagns og skemmtunar og heit- ir hann þar á Þingeyinga heiman og heima að duga vel svo ritið megi dafna. „Framtíð þess er ykkur falin, Þingcyingar, “ segir hann í ávarpi sínu. Það má segja að Þingeyingai• hafi fylgt heitstrengingu sýslumannsins því með fyrstu Árbókinni eru lagðar þær línur varðandi efni ritsins sem að mestu hefur verið fylgt síðan. Þó að Arbók Þingeyinga sé ekki stói-t framlag til landssögunnar veg- urhún þyngra í héraðssögu og margan fróðleik hefur hún varðveitt, sem hvergi er annars staðar að fínna og þá ekki síst þar sem hún birtir árlega annál hvers hreppsfélags í sýslunni. Þeir sem eiga Árbókina frá upp- hafí hafa gott yfírlit yfír ýmsa merka atburði, sem gerst hafa í sýsl- unni á líðandi öld í sögu Þingeyinga síðustu 40 árin. Ritið er tæpar 300 bls., og rit- stjórar þess eru Guðni Halldórsson og Sigurjón Jóhannesson. Nýjar hljómplötur • FRÁ draumi til draums - Kamm- erklúbburinn 40 ára hefur að geyma úrval tónlistar á tveimur plötum sem flutt var á fertugasta starfsárinu 1996-1997. Meðal efnis eru strengja- kvartettar eftir Haydn og Beethoven og klzrínettkvintett eftir Brahms auk tveggja söngljóða eftir hann. Einnig kvintett fyrir blásara eftir Carl Nielsen og strengjakvartettinn Frá draumi til draums eftir Jón Nor- dal sem saminn var að beiðni Kammermúsíkklúbbsins ogfrum- fluttur á afmælistónleikunum 9. febr- úar 1997. Flytjendurnir eru íslenskir og erlendir tónlistarmenn sem búa og starfa hér á landi. Útgefandi er Mál og menning. Upptaka og hljóðvinnsla var í hönd- um Halldórs Víkingssonar. Verð: 2.980 kr. Uppgjör við þriðja áratuginn Atli F. Scott Magnússon Fitzgerald ATLI Magnússon hefur íslenskað eitt af öndvegisverkum bandarískra bók- mennta á þessari öld, Nóttin blíð (Tender is the Night) eftir F. Scott Fitzgerald. Fyrir ellefu árum kom út þýðing Atla á þekkt- ustu skáldsögu Fitz- geralds, Gatsby (The Great Gatsby). Atli er því orðinn handgenginn hugar- heimi Fitzgeraids og segir hann einn sinna uppáhaldshöfunda. „Eg hef verið lengi að þýða þetta verk. Textinn er afskaplega myndrænn og litríkur, en helsti eiginleiki höfundarins er frá- bært næmi á ýmsa þætti mann- legra samskipta og Scott Fitz- gerald er dæmi um höfund sem sífellt er að áreita huga manns við ólíklegustu tilefni í daglega lífinu.“ F. Scott Fitzgerald var mikill tískuhöfundur á þriðja áratug þessarar aldar og þau hjónin, Scott og Zelda Fitzgerald, voru stjörnur þess tíma, hjónaband þeirra var mjög opinbert, geð- veiki hennar vel þekkt og drykkjuskapur hans sömuleiðis. „Persónur hans í Gatsby og fleiri sögum eru dæmigerðar fyrir hið svokallaða kæruleysi þriðja áratugarins. „The Roar- ing Twenties" var eitt þeirra heita sem áratugurinn fékk og Scott Fitzgerald lagði til annað, „The Jazz age“,“ segir Atli. Nóttin blíð er sjálfsævisögu- Ieg í meira lagi, persónurnar eru hjónin Zelda og F. Scott lítt dulbúin, þótt aðalpersónan sé bandarískur geðlæknir, Dick Diver að nafni, sem kemur til Evrópu í lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar. A svissnesku heilsu- hæli kynnist hann ungri auð- ugri konu, Nicole Warren, og í fáein ár lifa þau íburðarmiklu og áhyggjulausu lífi á frönsku Rivíerunni og víðar í Evrópu millistríðsáranna. Hægt og hægt sígur á ógæfuhlið í sam- bandinu og aðeins annað þeirra kemst af. „Sagan er uppgjör Fitzgeralds, bæði persónulegt og við lians kynslóð og sam- tíma.“ Atli segir að þegar sagan kom út árið 1934 hafí henni verið illa tekið enda áherslur orðnar gjörbreyttar í bók- menntum og allri samfélags- legri sýn frá því sem var nokkrum árum fyrr. Fitzgerald féll í gleymsku í nær tvo ára- tugi en að honum látnum kom út þriðja skáldsaga hans, The Last Tycoon, sem byggð er á ævi kvikmyndajöfursins Irwings Thalbergs. „Sterkasta hlið Fitzgeralds voru smásögur og stutt skáldsaga eins og Gats- by. Hún er hreint snilldarverk í forininu. Hann var mjög lengi að skrifa Nóttin blíð, ein níu ár, og það vafðist mjög fyrir hon- um að ijúka henni. Hann var aldrei viss um hvernig formið á henni ætti að vera. Þetta hefur valdið því að Nóttin blíð hefur komið út í tveimur gerðum. Fyrst í frunnítgáfunni en síðan í útgáfu sem bókmenntafræðing- urinn Malcolm Cowley sá um og fullyrt var að Fitzgerald hefði sjálfur fremur viljað. Bók- menntamenn hafa í seinni tíð litið á þessa gerð Cowleys með tortryggni og talið söguna betri eins og hún kom út uppliaflega. Sagan er í þreinur hlutum og Cowley setti þá í rétta tímaröð en Fitzgerald hafði byijað á öðrum hlutanum, síðan kom sá fyrsti og loks sá þriðji. Sú gerð er hin viðurkennda í dag og þýðing mín sem nú er komin út fylgir henni,“ segir Atli. VORIÐ 1917, þegar Richard Diver læknir kom fyrst til Ziirich, var hann tuttugu og sex ára, en það er góður aldur á karlmanni og satt að segja hápunkt- urinn í ævi þess sem ókvæntur er. Þótt stríð geisaði var þetta Dick góður aldur, því hann var þegar orðinn of verðmætur og búið að festa of mikið fé í honum til þess að það mætti skjóta hann með byssu. Árum síðar fannst honum að þótt hann hefði setið í þessum griðum hefði hann ekki sloppið svo ódýrt, en um það efni varð hann aldrei viss. Úr Nóttin blíð. Músíkalskt þras TONLIST III jómdiskar TÓMAS R. EINARSSON Á GÓÐUM DEGI Tónlist eftir Tómas R. Einarsson. Hljóðfæraleikarar: Tómas R. Ein- arsson (kontrabassi), Árni Heiðar Karlsson (píanó), Árni Scheving (víbrafónn), Einar Valur Scheving (trommur), Eyþór Gunnarsson (pí- anó), Guðmundur R. Einarsson (trommur), Gunnlaugur Briem (trommur og ásláttur), Jacob Fischer (gítar), Olivier Manoury (bandeoneón), Þórir Baldursson (hammond-orgel). Geisladiskurinn var hljóðritaður í Hljdðveri FÍH og Hljóðhamri sumarið 1998. Stjórn upptöku: Tómas R. Einarsson. Upptökumaður: Ari Danielsson. Hljóðblöndun: Ivar Ragnarsson. Mál og menning 1998. EKKI þar fyrir: flestir dagar hjá Tómasi R. virðast góðir, a.m.k. miðað við hljómdiska hans og jassuppákomur með einvalaliði - stundum með einhverjum breyt- ingum eða breyttum áherslum, svo ekki sé minnst á „einkasam- band“ hans við Isabelle Allende, hann hefur, svo sem kunnugt er, þýtt margar af bókum hennar. Þessi nýjasti diskur hlýtur að vera einn sá besti. Þetta er ekki aðeins „músisering hversdagsleik- ans á góðum degi“, þetta er ein- faldlega yndisleg tónlist, látlaus, áhugaverð - og meira eða minna hrífandi. Falleg og fínleg og stundum svolítið frumleg hljóm- sambönd, stundum samstiga og stundum skemmtilegt „músikalskt þras“; mjög góður melódískur „sans“ og passlegur skammtur af lágværum og elsku- legum húmor og blíðlegum trega, sem á sinn þátt í að ljá músikinni einstakan þokka. En fyrst og síð- ast er þessi diskur vitnisburður um þróaða tónlistargáfu manns sem hefur hlutina á valdi sínu og leyfir jafnframt - og kannski þess vegna - skáldinu að njóta sín. Enginn má skilja mig svo að sveiflan sé ekki fyrir hendi eða að menn fái ekki að „sletta úr klauf- unum“ - að vísu við hæfí, það væri nú annaðhvort með alla þessa toppmenn í jassinum sem hér músísera með góðum takti og fín- um áherslum. Auðvitað er allt þetta fyrir hendi í sjálfri „kompós- isjóninni" - sveiflan líka og ekkert síður þótt músikin sé hæg og með léttum trega. Meðleikarar hans eru í einu orði sagt frábærir og var enginn mjög hissa. Gott dæmi um „einn hug - eina tilfinningu“ er samleikur Tómasar og Eyþórs Gunnarssonar í „Vínarvalsi handa Eyþóri" - eða T. og Oliviers Ma- noury í „Stolnum stefjum", en plötunni lýkur á þeim indælu tón- um. Sjálfur leikur Tómas einsog engill á sinn góða kontrabassa. Varla þai'f að taka fram að hljóðritun er fyrsta ílokks. Oddur Björnsson Sólókvöld í Tj arnarleikhúsinu ÞRJÚ íslensk dansverk verða frumsýnd í Tjarnarleikliúsinu föstudaginn 20. nóvem- ber kl. 21. Það eru verkin „Schizo stories" eftir Helenu Jónsdótt- ur, Sannar sögur og lognar eftir Olöfu Ing- ólfsdóttur og Sóló 8 eftir Helenu og Olöfu. Schizo stories er dansverk fyrir einn dansara, sóló, dansað af höfundinum sjálfum. Verkið er hugleiðingar dansarans um það sem var, það sem er og það sem hefði getað verið. Farið fram og aftur í tíma og rúmi með að- stoð myndbands. Sannar sögur og lognar er einnig sóló, dansað af höfundi, sem gerist sögumaður eina kvöldstund og fjallar um hvernig sögur eru sagðar og hvers vegna. Sóló 8 er samið sérstaklega fyrir nýstofnaðan Nemendadans- flokk Listdansskóla Islands, eða sjö dansara og spýtu. Lýsingu annast Jóhann B. Pálmason og Anna Friðrikka Guðjónsdóttir sér um förðun. Höfundar og flytjendur Helena Jónsdóttir hlaut dans- þjálfun í Listdansskóla Islands og Alvin Ailey-skólanum í New York. Hún kennir nú við List- Morgunblaðið/Halldór HELENA Jónsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir æfa dansinn. dansskóla Islands og hjá Fim- leikafélaginu Ármanni. Ólöf Ingólfsdóttir lauk mynd- listarnámi frá Mvndlista- og handíðaskóla íslands og dans- námi frá European Dance Development Center í Hollandi. Hún hefur m.a. kennt við List- dansskóla íslands og Klassíska listdansskólann. Flokkur frá Nemendadans- flokki Listdansskóla íslands tek- ur þátt í sýmngunni. Þær Álfrún Örnólfsdóttir, Beatá Kretovicová, Guðbjörg Arnalds, Gyða Bergs, Helga Margrét Schram; Margrét Bjarnadóttir og Sunna Ásgeirsdóttir. Nýjar bækur • SÆMUNDUR Valdimars- son og stytturnar hans er eftir Guðberg Bergsson. I kynningu segir: „Þegar Guðbergur Bergsson efndi til sýningar á alþýðulist í Galleríi SÚM árið 1974 var Sæmundur Valdimarsson einn þeirra sem bragðust við og sýndi þá í fýrsta skipti stytturnar sínar sem margir þekkja. Hann hef- ur nú eignast öruggan sess meðal myndverkamanna með hinum sérstæðu og persónu- legu styttum sínum sem telja má einstæðar í íslenskri lista- sögu.“ Bók þessi kemur út í tilefni af áttræðisafmæli Sæmundar Valdimarssonar um leið og efnt er til yfírlits- sýningar á verkum hans í Gerðarsafni í Kópavogi. Bókin er prýdd fjölda mynda af styttum Sæ- mundar og um þær fjallar Guðbergur af innsæi sem fáum er gefið, eins og segir í kynningu. Einnig má í bókinni lesa einlæg og upp- lýsandi samtöl Sæmundar og Guðbergs um líf og list mynd- verkamannsins. Utgefandi er Bókaútgáfan Foiiagið. Bókin er 99 bls., prentuð í Nprhaven, Dan- mörku. Útlitshönnun: P & Ó auglýs- ingastofa Verð: 3.980 kr. • EITRUÐ epli er smásagna- safn eftir Gerði Kristnýju. í kynningu segir að í bókinni séu saman komnar ellefu eitraðar smá- sögur, beisk epli sem eng- um ætti þó að verða meint af, því til þess eru sögurnar of fyndnar. „Fjallað er um sársauka þess að vera barn, grátbrosleg og skrykkjótt sam- skipti kynjanna, togstreitu á milli systkina og vinkvenna og í þremur samtengdum sögum er fyrirbærið saumaklúbbur skoð- að á allnýstárlegan hátt.“ Áður hefur Gerður Ki-istný sent frá sér ljóðabókina Isfrétt (1994) og skáldsöguna Regn- bogi í póstinum (1996).. Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 111 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Margrét E. Laxness. Verð: 2.980 kr. • STJÓRNLAUS lukka er fyrsta skáldsagan sem Auður Jónsdóttir sendir frá sér. I kynningu segir: „Tæp tólf ár eru liðin frá því Didda fluttist með mömmu sinni í lítið sjávarþoi’p úti á landi. Nú á hún sér fast pláss á flæði- línunni í frysti- húsinu, og þær mæðgur orðnar hluti af sérstæðu mannlífi smá- bæjarins þar sem Valdi popp, Júlla jú jú, Gudda ameríska og Sveinn spariskór ganga um götur. En þar er líka Radek hinn tékkneski með brúðurnar sínar sem hleypir Iífi í dagdrauma hennar um annað líf á öðrum stað.“ Útgefandi er Mál ogmenn- ing. Bókin er 160 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Jón Sæ- mundur Auðarson. Verð: 2.980 kr. Auður Jónsdóttir Sæmundur Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.