Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 1
264. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bandaríkjamenn og Bretar telja litilokað að Saddam standi við loforðin
Óttast að nýtt Persaflóa-
stríð sé óhj ákvæmilegt
Bagdad, Washington. Reuters, The Daily Telegraph.
RAÐAMENN í Bandaríkjunum og
Bretlandi telja að nýtt stríð við
Irak sé óhjákvæmilegt þar sem það
sé nánast öiTiggt að Saddam
Hussein Iraksforseti standi ekki
við loforð sín um að reyna ekki að
hindra vopnaleit eftii-litsnefndar
Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM.
Breska dagblaðið The Daily
Telegraph segir að þetta sé mat
Bills Clintons Bandaríkjaforseta,
Tonys Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, og allra helstu ráðgjafa
þeirra í öryggismálum. Jafnvel
Frakkar, Rússar og fleiri þjóðir,
sem hafa verið tregar til að fallast á
hernaðaríhlutun í Irak, telji nánast
öruggt að Saddam Hussein bjóði
Bandaríkjamönnum birginn að
nýju á næstu vikum eða mánuðum,
þannig að þeir komist ekki hjá því
að hefja loftárásir á Irak.
Bandarískar og breskar hersveit-
ir eru undir það búnar að hefja
árásirnar fyi-irvaralaust. „Við mun-
um skjóta fyrst og semja svo,“
hafði The Daily Telegraph eftir
embættismanni í Washington.
Embættismenn í Hvíta húsinu
segja að Clinton, Madeleine Al-
bright utanríkisráðherra, William
Cohen varnannálaráðherra og Ge-
orge Tenet, yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar CIA, telji „afar
ólíklegt“ að hægt verði að komast
hjá loftárásum.
Vopnaleitin
haflr. á ný
Starfsmenn vopnaeftirlitsnefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna fóru í gær í
fyrstu eftirlitsferð sína í Irak frá
því þeir komu aftur til landsins eft-
ir að Saddam Hussein féll frá
þein-i ákvörðun sinni að slíta öllu
samstarfi við nefndina. Nefndin
vildi ekki skýra frá því hvert eftir-
litsmennirnir fóru, en hlutverk
þeirra er að rannsaka staði þar
sem grunur leikur á að Irakar hafi
reynt að smíða langdrægar eld-
flaugar og efna-, sýkla- og kjarna-
vopn.
Talið er að sérsveitir íraska hers-
ins hafi notað hléið, sem varð á eft-
irlitinu eftir að Saddam sleit sam-
starfinu við nefndina, til að flytja
eldflaugahluta og efni í gereyðing-
aivopn milli staða. Reynist það rétt
þarf eftirlitsnefndin að hefja vopna-
leitina algerlega upp á nýtt og það
gæti tekið hana að minnsta kosti
þrjá mánuði að finna nýju felustað-
ina.
Reuters
ÆTTINGJAR tyrkneskra hermanna, sem fallið hafa í stríðinu við
Kúrda, á mótmælafundi við ítalska sendiráðið í Ankara í gær.
Tyrkir mjög
harðorðir í
garð Itala
Ankara, Róm, Stokkhólini. Reuters.
MESUT Yilmaz, forsætisráðherra
Tyrklands, sagði í gær að ítalir væru
samsekir um hryðjuverk ef þeir neit-
uðu að framselja Abdullah Öcalan,
leiðtoga skæruliðasveita Kúrda
(PKK), til Tyrklands. „Ef þeir stand-
ast ekki þessa prófraun verða þeir
samsekir um öll þau hryðjuverk sem
PKK hefur nokkurn tíma framið."
Massimo D’Alema, forsætisráð-
herra Ítalíu, brást hinn versti við
þessari yfirlýsingu og sagði hana
„óviðunandi". Kvað hann Itali ekki
mundu láta undan þrýstingi af
þessu tagi.
Öcalan var handtekinn á Italíu í
síðustu viku og fór fram á hæli sem
pólitískur flóttamaður. Þykir Tyrkj-
um sem Massimo D’Alema, forsæt-
isráðhen-a Ítalíu, hafi gefið í skyn
að ítalir muni samþykkja þá beiðni.
Var haft eftir Öcalan í gær, að hann
vonaði, að ítalir veittu sér hæli svo
hann gæti starfað með Evrópuríkj-
um að friðsamlegri lausn á baráttu
Kúrda við tyrknesk stjórnvöld.
Svíar vilja ræða við Ocalan
um morðið á Olof Palme
Haft var eftir Jan Danielsson,
ríkissaksóknara í Svíþjóð, að hann
myndi fara fram á það við ítölsk
stjórnvöld að fá að ræða við Öcalan
um morðið á Olof Palme, fyi-rver-
andi forsætisráðherra Svíþjóðar, ár-
ið 1986. Hans Holmér, sem var lög-
reglustjóri í Stokkhólmi á sínum
tíma, hélt því fram árið 1986 að
PKK hefði staðið að baki morðinu
og þótt þessi kenning sé af fæstum
tekin trúanleg í dag sagði Daniels-
son í gær að vel væri hugsanlegt að
Kúrdaleiðtoginn byggi yfir upplýs-
ingum sem leyst gætu morðgátuna.
Reuters
Cecilia er
miðdepill-
inn í Mílanó
Mflanó. Reuters.
HUN hefur verið 15 ára í 500 ár,
var ástkona valdamikils manns
og hún var máluð af snillingi. Um
þessar mundir er hún á allra vör-
um í Mflanó.
Meira en 40.000 manns hafa
keypt miða til að geta dáðst að
„Konunni með hreysiköttinn",
málverki Leonardo da Vincis af
Ceciliu Gallerani, ungri ástkonu
Ludovico II Moros, hertoga í
Mflanó, en það verður til sýnis í
Brera-safninu fram til 13. desem-
ber. Þykir myndin hafa yfir sér
sömu heillandi dulúðina og mynd
Leonardos af annarri konu,
Mónu Lísu.
Eigandi myndarinnar er Czar-
toryski-safnið í Kraká í Póllandi
en Leonardo málaði hana 1489
eða 1490 eða um það bil 13 árum
áður en hann málaði Mónu Lísu.
Cecilia, sem var ekki af háum
stigum, ól hertoganum eitt barn
en hann kvæntist síðan hefðar-
konunni Beatrice d’Este. Hún
gekk þá að eiga greifa nokkurn
og gat sér orð fyrir skáldskap. A
hennar tíma var það þó ekki
venja að gefa út það, sem konur
skrifuðu.
Eftir lát Ceciliu 1536 hvarf
myndin sjónum manna í um 300
ár eða þar til pólskur prins
keypti hana af ókunnum manni
snemma á síðustu öld. Listfræð-
ingar hafa kallað hana „fyrsta
nútímamálverkið" vegna þess, að
í því segir Leonardo skilið við
kyrrstöðustflinn, sem var algeng-
ur á hans tíma.
—
Áhyggjur af lækkandi sjávarhita í Barentshafí
Talið skýra minni nýliðun
Ósló. Morgunblaðið.
SJÁVARHITI í Barentshafi er nú
hálfri gráðu lægri en í meðalári og
er það talið vera skýring á lítilli ný-
liðun fiskstofnanna. Norskir fiski-
fræðingar óttast einnig, að vöxtur
fisksins verði ekki nema helmingur
þess, sem hann var er best lét fyrir
nokkrum árum.
Nýlega var þorskkvótinn í
Barentshafi skorinn mikið niður og
þessar fréttir bæta ekki úr skák fyr-
ir sjávarútveginn í Noregi. Harald
Loeng, rannsóknastjóri við hafrann-
sóknastofnunina í Björgvin, kynnti í
I
gær í Ósló tölurnar um sjávarhitann
og raunar varaði hann við því fyrir
hálfu öðru ári, að hitinn færi lækk-
andi. Spáir hann því, að þetta ástand
vari a.m.k. í tvö eða þrjú ár.
Fiskurinn flýr kuldann
Loeng segir, að minni sjávarhiti
hafi áhrif á nýliðun fiskstofnanna,
til dæmis þorsks, síldar og ýsu, og
auk þess leiti fiskurinn í vestur og
suður við þessar aðstæður. Það hafi
meðal annars komið fram í lítilli
Smuguveiði á þessu ári.
Þegar Barentshafið kólnar stafar
það af því, að þangað berst minna af
Atlantshafssjó og segir Loeng, að
það tengist hugsanlega einhverri
hringrás í lofthjúpnum. Þar var
kaldast síðast á áttunda og fyrst á
níunda áratugnum og þá var sjávar-
hitinn allt að tveimur gi-áðum lægri
en í meðalári. Seint á níunda ára-
tugnum var líka kalt, hálfri gráðu
undir meðaltalinu, en síðan hefur
sjórinn verið tiltölulega hlýr lengst
af og á það mestan þátt í mikilli ný-
liðun síðustu ára.
Bob Livingston
kjörinn einróma
Washington. Reuters.
ÞINGMENN repúblikana í full-
tníadeild Bandaríkjaþings kusu í
gær Bob Livingston næsta for-
seta deildarinnar. Mun hann
taka við af Newt Gingrich, sem
ákvað að segja af sér vegna kosn-
ingaúrslitanna 3. nóvember sl.
Livingston var kjörinn með
öllum atkvæðum á lokuðum
fundi en í Repúblikanaflokknum
er nú lögð mikfl áhersla á ein-
ingu eftir hrakfarirnar fyrr í
mánuðinum þegar flokkurinn
missti fimm sæti í fulltrúadeild-
inni og vegna ótta við að tapa
meirihlutanum í kosningunum
árið 2000. Livingston verður
formlega kjörinn forseti deildar-
innar þegar hún kemur saman 6.
janúar nk.
„Sumir segja, að tími
repúblikana sé liðinn en það er
eins og að halda því fram, að am-
eríski draumurinn sé búinn. Það
er ekki rétt,“ sagði Livingston á
fundinum í gær.