Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 45
Oft veltir lftil þúfa
þungu hlassi!
ÉG GET ekki annað
en svarað Helga Selj-
an, þ.e. gi-ein hans um
meinlegar missagnir, í
Morgunblaðinu 27.
október sl. Öllum getur
orðið á. Það er þá
mannlegt að biðjast af-
sökunar. Hann kennir
mér um ólæsi. Það get-
ur verið að ég hafi ekki
lesið rétt úr skamm-
stöfuninni ÖBI. Svo
hlít ég að hafa misst af
miklu að hafa lítið
heyrt til hans á opin-
berum vettangi. Það er
svona þegar maður
vanmetur fólk með
réttlætiskennd og sósíalska hugs-
un; mann, sem á að vera öllum
hnútum og brögðum kunnugur
sem fyrrverandi alþingismaður,
þótt hann hafi valdið
mér vonbrigðum.
Krosstré bregðast
sem önnur tré.
Mér finnst það
þunnur þrettándi að
eina skerðingin sem
hann minntist^ á er
makalífeyrir. A allar
hinar skerðingamar á
Almannatryggingalög-
unum frá 1935 er ekki
minnst, en þau lög
miðuðust upphaflega
við einstaklinga. Auk
þess brotin gegn al-
þjóðasamningum frá
1966. Hann sakar mig
um ólæsi, en ég spyr:
Hefur hann ekki lesið um þessar
samþykktir? Ég hef ekki séð hann
minnast á þær í skrifum sínum upp
á síðkastið.
Hann talar um Magnús Kjart-
ansson, hvað hann gerði fyrir ör-
yrkja og ellilífeyrisþega 1971. Er
það ekki svolítið langsótt, 27 ár aft-
ur í tímann? Hafi Magnús samt
þökk fyrir. En var ekki Svavar
Gestsson heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, nær í tíma? Þú minnist
ekkert á hvað hann gerði fyrir ör-
yrkja og ellilífeyrisþega.
Ég man ekki betur en heilbrigð-
isráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir,
hafi komið fram í sjónvarpinu og
hellt sér yfir öryrkja. Þeir skyldu
sko ekki voga sér í mál, ella hafa
verra af. Þetta virðist allavega
hafa dugað. Ég spyi”, í hvaða blaði
var ráðherra svarað? Ég hef
hvergi séð það. Það er víst ekki
sama hvort að það er Jón eða séra
Jón. Ég man ekki betur en Fram-
sókn hafi sagt í síðustu kosninga-
baráttu að flokkurinn væri fyrir
Einar Grétar
Björnsson
Landsbókasafn
- Háskóla-
bókasafn
ÁRIÐ 1994 skilaði
þjóðin loks gjöfinni sem
hún ákvað að gefa sér
fyrir margt löngu. Gjöf-
in var Þjóðarbókhlaðan
vestur á Melum, verð-
ugt heimili þjóðararfs-
ins sem er stolt lítillar
þjóðar. Þau handrit sem
höfðu það af fram á okk-
ar tíma eru nú varðveitt
við bestu skilyrði í Þjóð-
deild Landsbókasafns-
Háskólabókasafns.
Þjóðarbókhlaða -
rannsóknasetur
í Þjóðarbókhlöðu hef-
ur verið komið upp að-
stöðu fyrir fræðimenn til að rann-
saka handritin okkar og koma því
sem þar er að finna áfram til þjóð-
arinnar. Þar starfa einnig forverðir
sem hafa það hlutverk að koma arf-
inum í það ástand að hann geti
varðveist áfram.
Á Þjóðarbókhlöðu fer þó fram
miklu meiri staifsemi en tengist
A sunnudögum erum
við sem sagt ekki bóka-
þjóð, segir Pétur
Maack Þorsteinsson,
þá er Þjóðarbókhlöðu
og námsaðstöðu stúd-
enta þar lokað.
handritunum. Þar hefur Háskóla-
bókasafn fengið stórglæsilega að-
stöðu og viðskiptavinir þess - stúd-
entar - jafnframt stórglæsilega
vinnuaðstöðu. Á Þjóðarbókhlöðu eru
alls 518 vinnuborð. Þessi borð eru til
lestrar, tölvuvinnslu og rannsókna.
Á Þjóðarbókhlöðu er semsagt
fyrir hendi besta hugsanlega að-
staða fyrir nemendur og kennara
Háskóla Islands til að vinna að
starfi sínu og þar er almenningur
aufúsugestur vilji fólk nýta sér að-
stöðu safnsins.
Skilningsleysi
Hver er þá ástæða þessara
skrifa? Jú, nýting Þjóðarbókhlöðu
er í dag sorglega léleg. Dyr hennar
lokast klukkan 19
fjögur kvöld í viku,
föstudaga og laugar-
daga er henni lokað
klukkan 17 og á
sunnudögum er Þjóð-
arbókhlaðan læst. Á
sunnudögum erum við
semsagt ekki bóka-
þjóð og stúdentar
geta þá ekki stundað
sína vinnu.
Allt frá opnun Þjóð-
arbókhlöðu hafa stúd-
entar gagnrýnt stutt-
an afgreiðslutíma
hennar og bent á
brýna þörf fyrir leng-
ingu, eða til klukkan
22 a.m.k. 6 kvöld í viku. Stjórn
Landsbókasafns - Háskólabóka-
safns hefur stutt þessa ósk en því
miður hefur framkvæmdafé safns-
ins ekki nægt til að verða við henni.
Kostnaðurinn við lengri afgreiðslu-
tíma er 14 milljónir og þrátt fyrir
áralanga baráttu hefur fjárveit-
ingavaldið ekki talið sig geta séð af
Barnamyndatökur
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Laugavegi 24 ■ 101 Reykjavík
Sími 552 0624
þeirri upphæð til þessa brýna máls.
Þetta ber vott um algert skilnings-
leysi stjómvalda.
Brýn krafa
Árið 1989 var með bráðabirgða-
lögum settur á sérstakur Þjóðar-
bókhlöðuskattur, lagður var 0,25%
skattur á eignaskattstofn einstak-
linga og lögaðila. Skildi hann
standa straum af lokafrágangi við
Þjóðarbókhlöðu. Bókhlaðan er ris-
in, frágangi er lokið en skatturinn
er ennþá innheimtur og verður það
a.m.k. til ársloka 1999. Nú er áætl-
að að þessi skattur skili ríkissjóði
u.þ.b. 500 milljónum króna árlega.
14 milljónir verða harla litlar í
samanburðinum.
Nú standa fyrir dyrum próf í
Háskóla Islands. Vegna hús-
næðiseklu skólans hefur þurft að
loka lesstofum svo að nú er þrengt
að stúdentum sem aldrei fyrr. Því
er krafan um lengri afgi-eiðslutíma
Þjóðarbókhlöðu bi-ýnni en nokkru
sinni.
Það er ósk mín og krafa að nú
sjái fjárveitingavaldið sóma sinn í
því að þessi Þjóðargjöf sem var 16
ár í byggingu og kostaði þjóðina
tæpar 1.700 milljónir verði betur
nýtt en fram að þessu og af-
greiðslutími hennar lengdur. Að-
eins þannig mun Þjóðarbókhlaðan
bera nafn með rentu.
Höfundur situr í Slúdcnturáði
fyrir Röskvu.
Súrefiiisvörur
Karín
Herzog
• vinna gegn
öldruiiarcinkeniiuni
• enduruppbyggja liúdina
• vinna á appelsínuliúd
og slili
• vinna á unglingubólunt
• viðbalda ferskleika
búðarinnar
Ferskir vindar í
umhirðu húðar
Ráðgjöf og kynning
í Holts Apóteki,
Glæsibæ,
í dag kl. 14-18
Kynningarafsláttur
fólk. Eru öryrkjar og ellilífeyris-
þegar ekki fólk?
Helgi verður að athuga að það er
mikið rætt um þessi mál í þjóðfé-
laginu og hann sleppur ekkert við
umtal. Sjaldan lýgur almannaróm-
ur. Því að þessir hópar ÖBI og
aldraðir vita að þeir fá sín mál ekki
leiðrétt nema með málaferlum. Þar
hafa margir talið að ÖBI sé
sterkara fjárhagslega en eldri
borgarar og hefðu kannski menn
með meiri hugsun og áhuga fyrir
kjöram þessa hóps en ráðamenn
eldri borgara.
Eru öryrkjar og ellilíf-
eyrisþegar ekki fólk,
spyr Einar Grétar
Björnsson, sem telur
kjarastöðu þessara
þjóðfélagshópa
óviðunandi.
Helgi efast um að ég hafi verið
sjómaður - ég sé svo lágkúralegur.
Best að ég segi þér eina sögu. Ég
var ekki nema 45 ár til sjós og
sennilega um 35 jól úti á sjó og
heyrði mjög oft „þið erað hetjur
hafsins", „bjargvættir þjóðarinn-
ar“, „skapendur gjaldeyrisins" og
allan þann orðaflaum. Ég skrifaði
mikið um kjaramál sjómanna upp
úr 1964, einkum í Morgunblaðið.
Einn skipsfélagi minn, sem var
flokksbundinn í Alþýðubandalag-
inu, spurði: Af hverju skrifar þú í
Moggann, það auðvaldsblað. Mér
hafði alltaf verið vel tekið þar og
aldrei neitað um birtingu, aldrei
strokað út sem ég hafði skrifað.
Næst þegar þú skrifar gi-ein skal
ég koma með þér upp á Þjóðvilja,
sagði hann. Svo kom að því að ég
skrifaði grein um fiskverð sem þá
var ákveðið í pólitískri nefnd eins
og allt annað. Ég sagði í greininni
„gerðardómur til hægri en falsað
fiskverð til vinstri" og við fórum
upp á Þjóðvilja með gi’einina. Ég
man ekki hver tók á móti okkur,
hvort það var ritstjóri eða rit-
stjórnarfulltrúi. Hann las gi-einina
og sagði síðan hvað meinarðu með
„falsað fiskverð til vinstri"? Ég
sagði honum að það væra hækkað-
ar þær tegundir mest sem enginn
vildi sjá nema þá í bræðslu eða
svokallaður ruslfiskur, en ýsa og
þorskur lítið sem ekkert. Svo væri
gefin út í fjölmiðlum þetta og þetta
mikil prósentuhækkun til sjó-
manna. Ég get ekki birt þetta
svona sagði viðmælandinn. Ég
man ekki hvort það var vinstri
stjórn í þjóðfélaginu þá. Var þetta
réttlætiskennd samgróin sósíalísk-
um jafnréttissjónarmiðum eða lág-
kúra? Ég labbaði út með greinina
og kom þar aldrei meir, fór niður á
Mogga, spurði eftir Matthíasi og
hann birti gi-einina en sagði „hún
er mikið gul“. Hann meinti senni-
lega að hún ætti heima í einhverju
vikublaðanna sem var gefið út í þá
daga. Ég man þetta af þeirri
ástæðu að þetta var í fyrsta sinn
sem mér hefur verið neitað um
birtingu og hef ég þó skrifað ýmis-
legt um dagana í blöð og tímarit!
Svo vona ég að Helgi Seljan sé "
ánægður með þessa afsökunar-
beiðni, það er meira en háttsettir
hafa gert.
Nokkur orð til Páls Gíslasonar,
formanns Félags eldri borgara og
Ragnars Jörundssonar, fram-
kvæmdastjóra. Ég tek þögn
þeirra sem samþykki. Þeir virðast
hafa takmarkaðan áhuga á að
berjast fyrir réttlátum kjörum
eldri borgara. Ég get sagt ykkur
það eftir grein mína í Morgun-
blaðinu 15. október sl., „Til hvers
er félag eldri borgara?", þagnaði
síminn ekki hjá mér í tvo daga.
Hringt var bæði úr bænum og ut-
an af landi. Sagði fólkið mér því,-
miður ekki góðar sögur af afkomu
sinni, bæði aldraðir og öryrkjar.
Það væri hægt að skrifa fleiri síð-
ur um afkomu fólksins sem var
gráti næst. Ég veit allavega á
hverju mér er ætlað að lifa, en
það eru rúmar kr. 60.000 með
öllu. Ég spyr Pál Gíslason hvað
segirðu við fólkið þegar það kem-
ur til þín og segir þér að það eigi
ekki fyrir salti í grautinn eða
næstu máltíð?
Nýjasta frétt sem maður heyrii>.
er að það sé búið að hækka matinn
hjá öldruðum, sem era á öldrunar-
heimilum ríkisins, um 20 krónur
máltíðina. Næm er hundstungan.
Hvað gera félög eldri borgara nú?
Ein enn atlagan að eldri borgurum;
er ekki búið að skerða kjör þeirra
nóg?
Þið munið hvað þið eigið ekki að
kjósa næsta vor. Þér skuluð ekki
gjöra öðram það sem þér viljið
ekki að yður sé gjört
Höfundur er eldri borgari, öryrki
og fyrrverandi sjömaður.
Kynning í dag, fimmtudag og á morgun föstudag.
H Y G E A
Austurstræti 16, sími: 511 4511.