Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ný g;jaldskrá Landmælinga vegna birtingar korta og annarra gagna harðlega gagnrýnd
„Gífurleg höft á alla
iítgáfustarfsemi“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný gjaldskrá fyrir út-
gáfu og birtingu gagna
frá Landmælingum Is-
lands hefur verið harð-
lega gagnrýnd. I sam-
tölum við forsvarsmenn
útgefenda og stofnana,
sem gjaldskráin nær
til, var því meðal ann-
ars haldið fram að
þetta setti útgáfu nátt-
úrufarsbóka aftur um
nokkra áratugi.
NÝ GJALDSKRÁ sem umhveríis-
ráðuneytið hefur sett íyrir útgáfu
og birtingu gagna frá Landmæling-
um íslands á prentuðu formi sætir
harðri gagnrýni forsvarsmanna út-
gáfufyrirtækja og stofnana sem gef-
ið hafa út prentað efni með kortum
sem unnin hafa verið upp úr gögn-
um Landmælinga. Telja þeir að
gjaldskráin auki kostnað við korta-
gerð og birtingu prentaðs efnis
stórlega. Auk þess kemur fram
gagmýni á að hjá Landmælingum
skuli vera til útfærsla „á blaði“, sem
ekki hafí verið birt í Stjómartíðind-
um, þar sem til dæmis komi fram að
fella skuli niður birtingargjald fyrir
kort í ákveðnum tilvikum, og áform
um sérstaka samninga við ákveðna
notendur.
Umrætt blað er dagsett í nóv-
ember 1998 og ber yfirskriftina
„Útgáfa og birting gagna frá
Landmælingum Islands í prent-
uðu formi.“ Þar er fjallað sérstak-
lega um leyfisgjöld og segir að
gert sé ráð fyrir að „smákort og
skýringarmyndir unnar af öðrum
en LMI í mælikvai'ða minni en 1:2
000 000 séu undanþegnar gjald-
töku“.
í fyrstu grein gjaldskrárinnar
eins og hún birtist í Stjórnartíðind-
um B kemur eftirfarandi fram: „Af
útgáfu og birtingu gagna frá Land-
mælingum íslands (LMÍ) í prent-
miðlum skal stofnunin innheimta
gjöld samkvæmt gjaldskrá þess-
ari.“ Á áðurnefndu blaði segir að í
framhaldi af umsókn um útgáfu
eða birtingu skuli „gerður sérstak-
ur afnotasamningur þar sem kveð-
ið er á um gjald og nánari skilmála
fyrir útgáfu eða birtingu gagn-
anna, m.a. takmarkanir
á meðhöndlun þeirra og
hvernig þau skuli
merkt.“
í kaflanum um leyfis-
gjöld segir að lendi eftir-
gerð milli tveggja stærð-
arflokka í gjaldskránni skuli reikna
gjaldið eftir þeim stærri.
Áfall fyrir útgáfustarfsemi FÍ
Haukur .Jóhannesson, forseti
Ferðafélags Islands, segir þessa
gjaldtöku Landmælinga Islands
áfall fyrir útgáfustarfsemi félags-
ins. Haukur segir að nýja gjald-
skráin sé fyrst og fremst frábrugð-
in fyrri gjaldskrá að því leyti að nú
séu engar undanþágur veittar.
Hann bendir m.a. á að skv. þeim
gjaldflokkum sem birtir ei'u sem
fylgiskjal gjaldskrárinnar eigi að
innheimta gjöld fyrir jafnvel
minnstu kort og myndir af stærð-
inni A5 og A6 þar sem um sé að
ræða smákort yfir útlínur landsins
og jökla. „Menn þurfa að sækja um
birtingarleyfi og greiða 5.000 krón-
ui' fyrir það og í ofanálag sérstakt
einingagjald fyrir hvert eintak.
Þetta eru gífurleg höft fyrir alla út-
gáfustarfsemi í landinu. Ef farið
verður strangt eftir þessari gjald-
skrá, sem menn eiga greinilega að
gera, þá skiptir kostnaðurinn
hundruðum þúsunda í hvert skipti
sem um einhverja útgáfu er að
ræða,“ segir hann.
Hann segir að Ferðafélag Is-
lands vinni mjög kostnaðarsama
kortagerð fyrir árbækurnar sem
félagið gefur út. Félagið hafi m.a.
unnið mjög nákvæmt örnefnasett í
kortin, sem séu í raun bestu heim-
ildir sem finnanlegar séu á kortum
um örnefni í landinu. Þrátt fyrir
það þurfí FI að greiða fyrir grunn-
gögnin jafnvel þótt vitað sé að ör-
nefnakortin séu aðalheimild Land-
mælinga Islands fyrir ömefnum í
dag.
Hann segir einnig að þóknunin
fyrir birtingu nokkurra korta sem
þeim beri að greiða ef
um útgáfu minni háttar
bæklinga sé að ræða sé
hærri en allur prent-
kostnaðurinn við útgáfu
þeirra.
„Þetta eru höft á út-
gáfustarfsemi í landinu," segir
hann. „Enn verra er þó að þetta
gerist á sama tíma og á sér stað
tæknibylting við tölvunotkun í
landinu, þar sem menn tengja allar
upplýsingar við kort. Það stangast
í raun algerlega á við markmið for-
sætisráðuneytisins um að ísland
verði tæknivætt á þessu sviði ef all-
ir eiga að fara til eins aðila og biðja
um leyfi fyrir öllu sem gert er á
þessu sviði,“ segir Haukur.
Hann segir að kostnaður FÍ
vegna gjaldskrárinnar í tengslum
við einstakar útgáfur, t.d. á árbók
FÍ, sem gefin sé út í 9.000 eintök-
um, muni hlaupa á nokkrum hund-
ruðum þúsunda króna fyrir félagið.
„Það er einnig stórfurðulegt að
BÆKISTÖÐVAR Landmælinga Islands.
samkvæmt 5. grein gjaldskrárinn-
ar á að gefa reikninga út við undir-
ritun afnotasamnings. Gjalddagi er
útgáfudagur reiknings og eindagi
30 dögum síðar. Bókaútgáfa getur
hins vegar átt sér eins til tveggja
ára aðdraganda en menn þurfa að
borga gjald strax í upphafi. Þar
með er ekki öll sagan sögð. Um er
að ræða gjaldskrá fyrir notkun, út-
gáfu og birtingu en auk þess þarf
að kaupa sjálf gögnin af Landmæl-
ingum á tölvutæku formi. Þá gjald-
skrá höfum við ekki séð enn en við
vitum að stafræn gögn hafa hingað
til verið seld við geipiverði," sagði
Haukur.
Hann telur einnig að þessi gjald-
heimta verði gífurlega íþyngjandi
fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Það
þuifi ekki mikið hugmyndaflug til
að sjá hvaða kostnaður bætist við
fyrir ferðaþjónustuaðila sem sendi
kynningarbæklinga með kortum út
um allan heim í tugþúsundum ein-
taka þar sem gjöldin eru byggð á
flatamiáls- og einingaverði.
Þoivaldur Bragason, forstöðumað-
ur upplýsinga- og markaðssviðs
Landmælinga, sagði í viðtali, sem
birtist í Morgunblaðinu í gær, að
nánari útfærsla á gjaldskránni
væri á blaði, sem ekki hefði verið
birt í Stjórnartíðindum, þar sem
meðal annars væri kveðið á um nið-
urfellingu birtingargjalda í ákveðn-
um tilvikum.
Haukur segir að þarna sé slegið
úr og í og bætir við að hann hafi
ekki fengið að sjá þetta blað.
„Það eru engin ákvæði í gjald-
skránni um að hægt sé að semja
sig frá henni og engin heimild í lög-
unum til þess,“ segir hann. „Það er
alveg ljóst. Þessi ádráttur um að
hægt sé að semja sig að hluta til
frá gjaldskránni er ekki heimill
samkvæmt henni.“
Forneskjulegt
leyfisveitingakerfi
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar íslands,
gagnrýnir gjaldskrána harðlega.
„Þetta mun hafa verulegan aukinn
kostnað í för með sér varðandi alla
útgáfu á okkar vegum, hvort sem
þar er um að ræða skýrslur, tíma-
rit eða kort,“ segir hann. „Við,
eins og flestar rannsóknarstofnan-
ir, notum út- og hæðarlínui' lands-
hluta þegar við birtum gögn varð-
andi náttúru Islands og notum
fyrst og fremst útlínur landsins.
Áð fjárhagsþættinum frátöldum
tel ég einnig mjög alvarlegt hvað
þarna er verið að setja á þung-
lamalegt leyfisveitingakerfi gagn-
vart allri útgáfustarfsemi hér á
landi. Það er ótrúlegt í þessu upp-
lýsingaþjóðfélagi sem verið er að
koma á að menn þurfi að sækja
um leyfi fyrir allri útgáfu, sem
byggist að einhverju leyti á gögn-
um frá Landmælingum Islands.
Jafnvel þótt aðeins sé um að ræða
útlínur landsins eða loftmynd. Ég
tel að þarna ráði forneskjuleg
sjónarmið ferðinni. Þar fyrir utan
efast ég um að þessi skattheimta
eigi sér lagastoð,“ segir
hann.
Jón Gunnar nefnir
sem dæmi um þýðingu
þessa fyrir Náttúru-
fræðistofnun að stofn-
unin gefi út fjölrit þar
sem sýnd er útbreiðsla á hópum
lífvera á kortum. „Þessi fjölrit
hafa kostað okkur 100-150 þúsund
í útgáfu en þarna komum við til
með að þurfa að borga einhver
hundruð þúsunda í viðbót í skatt
til Landmælinga íslands fyrir
hvert slíkt hefti,“ segir Jón Gunn-
ar.
„Það er alveg ljóst að við stönd-
um frammi fyrir því að þurfa ann-
aðhvort að fá fjárveitingu til að
standa straum af auknum kostnaði,
eða þá að draga úr og endurskoða
reksturinn og endurskoða alla okk-
ar útgáfustarfsemi," segir Jón
Gunnar, aðspurður hvernig stofn-
unin muni bregðast við.
Hann segist hafa átt í viðræðum
við umhverfisráðuneytið og Land-
mælingar undanfarin tvö ár og
kveðst hafa varað mjög við að þessi
leið yt’ði farin. „Ég hef margoft
varað við því að þetta hefði veru-
legar hömlur í för með sér á alla
útgáfustarfsemi og alla möguleika
á kortanotkun í þjóðfélaginu," seg-
ir hann.
Jón Gunnar bendii' einnig á að
þessar gjaldaálögur leggist ekki
aðeins á útgáfustarfsemi heldur
einnig á birtingu allra rannsókn-
arniðurstaðna vísindamanna þai'
sem kort eru notuð. „Ef vísinda-
maður ætlar að birta niðurstöður
á kortaformi í vísindariti þarf
hann að sækja um leyfi og gi'eiða
gjald. Þetta eru því einnig hömlur
á rannsóknarstarfsemi," segir
hann.
Of frek gjaldtaka getur snúist
upp í andhverfu sína
„Mér sýnist að þetta geti íþyngt
bókaútgáfu í landinu allverulega og
verði farið grimmt eftir þessari
gjaldskrá gæti útgáfa náttúrufars-
bóka horfið nokkra áratugi aftur í
tímann," segir Sigurður Svavars-
son, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda. „Áður voni undan-
þáguákvæði fyrir birtingu korta í
bókum en nú er það ekki lengur.
Við erum að horfa upp á að tollur-
inn til Landmælinga á til dæmis
stórum myndskreyttum verkum,
sem krefjast korta, geti numið
hundruðum þúsunda og hreinlega
komið í veg fyrir að þau verði gerð
úr garði eins og talið er heppileg-
ast. Þetta er einnig furðulegt í því
ljósi að annars staðar í heiminum
era upplýsingar af þessu tagi að
verða almenningseign. Mér sýnist
ljóst að umhverfisráðuneytið sæki
fyrirmynd að gjaldskrá sinni til
þeirra landa, sem lengst ganga í
gjaldtöku, og í þeim löndum hafa
stærri korta- og bókaútgefendur
einfaldlega brugðist við með því að
leita annað eftir gi-unngögnum fyr-
ir kort sín. Það hefur til dæmis
gerst í Bretlandi. Þannig að of frek
gjaldtaka getur einfaldlega snúist
upp í andhverfu sína. Þar að auki
er þetta furðulegt út frá sam-
keppnissjónarmiðum. Landmæl-
ingar eru jafnframt útgefandi og
þá vaknar sú spurning hvort ætlast
sé til þess að starfsemi Landmæl-
inga verði á einhvern hátt klofin
upp, þannig að framleiðsla og sala
verði aðskilin frá þessu innheimtu-
apparati.
Hann telur að þótt erfitt sé að
átta sig á einstökum gjaldflokkum
gjaldskrárinnar sé ljóst að þarna
geti í mörgum tilfellum verið um
óhemju háar upphæðir að^ ræða
við útgáfu einstakra rita. „Ég get
ekki ímyndað mér að menn hafi
skoðað þetta mál til enda. Ég veit
að þetta snertir mjög marga aðila.
Þetta snertir meðal annars fyrir-
tæki sem eru í samkeppni við
Landmælingar við kortagerð,“
segir hann.
„Við erum að láta lögmann fé-
lagsins skoða þetta mál
og á hvern hátt við get-
um brugðist við. Hann
mun væntanlega leita
einhverra skýringa á
þessu. Okkur hefur ekki
unnist tími til að funda
um málið en það var sent út til
stjórnarmanna [á þriðjudag].“
Sigurður gagnrýndi einnig að
þegar væri farið að tala um niður-
fellingu gjalda fyrir einföld skýr-
ingarkort og minni kort.
„Það sem maður er hræddur við
er að þegar farið er að tala um
undanþágur og sérsamninga, sem
gætu orðið reglan, en gjaldskráin í
raun frávik, skapist hætta á mis-
munun og að jafnræðissjónarmið
verði fyrir borð borið. Þá er í raun
verr af stað farið en heima setið.“
Hann sagði að viðbrögð sín
hlytu að byggjast á því hvernig
gjaldskráin lægi fyrir, en ekki því
hvernig menn hefðu hugsað sér að
útfæra hana eða víkja frá henni.
Setur einnig
hömlur á
rannsókna-
starfsemi
Gjald hærra
en allur
prentkostnað-
ur bæklinga?