Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
afsláttur
af öllum
vörum til
25. nóvember
SPORTVÖRUVERSLUNINl
SPARTA
Levis
Levi’s dagar í DERES
fimmtudag til sunnudags
Tilboð
(03, 07, 61) .3.900
517....3.900
8....3.900
615....3.900
(65, 07) ...
3.900
bolir .....990
Kringlunni, sími 533 1717
OPIÐ SUNNUDAGA
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAH
@ €P © © © Hl
Bragi Ólafsson
rithöfundur
fjallar um nýja breiðskífu
Julio Iglesias „My life:
The Greatest Iiits“
Hinn brot-
hætti Julio
„JULIO sjarmerar Sigtrygg, Sjón og Braga.
Það tók Braga nokkra daga að ná sér niður á
jörðina," segir um myndina í bók Arna
Matthiassonar um Sykurmolana.
ÞAÐ stóð víst aldrei
til hjá Julio Iglesias að
verða söngvari, ekki til
að byrja með, að
minnsta kosti. Nítján
ára gamall stóð hann í
marki spænska fyrstu
deildar liðsins Real
Madrid - þótti víst
mjög efnilegur - en
lenti þá í slæmu bílslysi
með þeim afleiðingum
að hann næstum því
lamaðist og varð að
eyða þremur árum í að
ná heilsu aftur. Einn
daginn á spítalanum
kom aðstoðarmaður
læknisins inn á stofuna
hjá Julio og gaf honum
gítar til að hann gæti
lyft sér upp og hætt að syrgja ónýt-
an knattspyrnuferil sinn. Og þess-
um velviljaða aðstoðarmanni varð
að ósk sinni; með hjálp gítarsins fór
Julio að semja lög - hann hefur nú
væntanlega eitthvað kannast við
hljóðfærið áður - og líklega hefur
hann farið fram úr björtustu vonum
velgjörðarmanns síns því hann
byrjaði að syngja við gítarundirleik-
inn í rúminu, með þessari líka fínu
rödd. Eftir að hafa náð sér af
meiðslunum og hafíð nám í lögfræði
ákvað Julio svo að snúa sér óskiptur
að tónlist. (Ég geri ráð fyrir að
hann hafí hætt í laganáminu.) Fljót-
lega varð hann einn vinsælasti dæg-
urlagasöngvari Spánar. Síðan sá
vinsælasti. Svo liðu nokkur ár og
hann varð heimsfrægur. Og þegar
nokkur ár í viðbót höfðu bæst við líf
Julios var hann orðinn frægasti
söngvari í heimi, sé miðað við þann
fjölda hljómplatna sem hafa selst
undir hans nafni.
Þetta er ævisaga Julios eins og
ég kann að segja hana, það getur
verið að það vanti nokkur smáatriði.
Á þessum nýja tvöfalda safndiski,
My life: The Greatest Hits, eru
elstu upptökumar frá árinu 1978,
þegar Julio var þrjátíu og þriggja
ára gamall og lítið þekktur utan
Spánar, og þær nýjustu frá þessu
ári, tvö lög sem Julio hefur ekki gef-
ið út áður. Platan er gefín út í sex
mismunandi útgáfum út um allan
heim; ensk/spænski-i (svokölluð al-
þjóðleg útgáfa), alveg spænskri,
franskri, ítalskri, portúgalskri og að
lokum asískri, en ég þori ekki að
ímynda mér hvaða máli Julio bregð-
ur fyrir sig þar. Ég er með þessa al-
þjóðlegu útgáfu. Að vísu er einnig
að fínna á henni eitt lag á frönsku
og setningar á stangli í hinum og
þessum lögum sem eiginlega er
ekki hægt að tala um að séu á öðru
máli en einhvers konar spænskri
ensku.
Platan skiptist svo að segja í
tvennt: fyrri diskurinn er næstum
eingöngu byggður upp af lögum á
ensku sem Julio ýmist syngur einn
eða í einhvers konar samkrulli með
öðrum heimsfrægum listamönnum.
Diskur númer tvö er svo til alveg
sunginn á spænsku. Burtséð frá
tungumálunum tveimur eru þessar
tvær hliðar á söngvaranum mjög
ólíkar, rétt eins og vangar Julios
hljóta að vera ólíkir ef það er rétt
eins og sagt er að hann leyfi aðeins
myndatökur á þeim hægri.
Það er held ég mjög vel við hæfí
að fyrsta lagið á plötunni sé To all
the girls I’ve loved before sem Julio
syngur með Willie Nelson. Þetta er
skilst mér það lag sem gerði hann
alvarlega heimsfrægan og svo er
það líklega ágætis kynning á lista-
manninum sjálfum sem hefur að
eigin sögn sofið hjá fleiri en þúsund
konum. En í meðförum þessara
tveggja ólíku söngvara er þetta lag
alveg sérstaklega vel heppnað,
Willie svona grófur og nefmæltur
og Julio viðkvæmur og næstum
kvenlegur. Þetta er svo til eina lagið
á plötunni þar sem mér finnst Julio
ráða við að syngja á ensku. Ástæð-
an fyrir þvi að lagið virkar svona vel
er kannski sú að rödd Willies gefur
laginu einhvern húmorískan blæ
sem fær mann til að horfa (eða
hlusta, réttara sagt) framhjá því
hversu vandræðalegur Julio er á
ensku. Það er oft þannig með
söngvara sem hafa ekki ensku að
móðurmáli að það tungumál hljóm-
ar sjarmerandi í munni þeirra en sú
er ekki raunin með Julio. Sem er
slæmt vegna þess að honum virðist
vera svo mikilvægt að syngja á
ensku. Spánverjar eiga gjarnan í
mestu brösum með enskan fram-
burð og Julio á mjög erfitt með að
láta enska texta hljóma sannfær-
andi. Maður fær það oft sterklega á
tilfinninguna að honum líði ekki vel
innan um enskuna, eins og honum
hafí verið att út í eitthvað sem hann
veit að hann ræður ekki við. Þetta
er sérstaklega áberandi í laginu
sem hann syngur með Frank
Sinatra, Summer Wind, og það bæt-
ir ekki útkomu þess dúetts að
karakter Franks einhvem veginn
kaffærir gamla markvörð Real Ma-
drid sem þarna er engan veginn á
heimavelli.
Heimavöllur Julios er hins vegar
spænska og spænskættuð tónlist.
Þess vegna er seinni diskurinn í
þessum pakka mun skemmtilegri
þótt sá fyrri skarti heilum helling af
frægum söngvurum sem hjálpa
Julio í gegnum lögin. Reyndar er
ég ekki frá því að sá félagsskapur
(t.d. Dolly Parton, Stevie Wonder,
Diana Ross og Paul Anka) sé
einmitt ástæðan fyrir lítilli hrifn-
ingu minni með fyrrnefndan fyrri
disk; Julio tekur sig óskaplega illa
út í útblásnum amerískum dægur-
lögum sem stundum reyna um of á
fremur veika rödd hans. Það er að-
eins eitt lag á þessum ensk/amer-
íska diski, fyrir utan lagið með
Willie, sem hentar rödd og karakt-
er Julios mjög vel. Það er lagið
Fragile eftir Sting, fallegt og inni-
legt lag án þess að vera væmið eða
yfirkeyrt eins og raunin er með
flest þau lög sem Julio syngur með
öðrum. (Undirrituðum er mjög í
mun að láta lesendur vita að hann
hafi ekki gaman af Sting en það
verður að viðurkennast að þetta lag
hans er frábært popplag og engu
líkara en að það hafi orðið til bara
fyrir Julio.)
Á diski númer tvö eru elstu lögin
frá þeim tíma þegar Julio nægði að
syngja á móðurmáli sínu. Sum
þeirra eru algerar perlur, lög eins
og Hey, Momentos, Manuela og
Abrázame, og hafa örugglega öðlast
sess sem klassísk dægurlög í hug-
um milljóna spænskumælandi ein-
staklinga. Svo eru nýrri lög, ýmist
ættuð frá Spáni eða Suður-Ámer-
íku, t.d. lög af Tango, frekar daufri
plötu með lögum m.a. úr söngbók
Carlos Gardel, og tvö lög af plötu
sem ber nafnið La Carratera og
kom út fyrir þremur árum. Sú plata
geymir einhverja albestu tónlist
sem ég hef heyrt innan þeirrar
mjúku rómantísku dægurlagadeild-
ar sem Julio tilheyrir. Ef það er
leyfílegt að tala um meistaraverk á
þessu tónlistarsviði, þá er La
Carratera eitt slíkt.
My life: The Greatest Hits er lík-
lega stærsti skammtur sem ég hef
fengið af Julio í einu. Kannski over-
dosis. En núna þegar ég hef hlustað
á eins konar þverskurð af ferli
Spánverjans fræga, og hef sett mig
í þá stöðu að þurfa að fínna einhver
orð yfír hann, dettur mér fyrst í hug
orðið brothætt. Ekki í tengslum við
lagið með Sting sem heitir nákvæm-
lega Brothætt heldur vegna þess að
eitt af mest áberandi söngtrixum
Julios, þótt ekki sé það mjög áber-
andi á þessum diskum, er að láta
röddina „brotna" á mjög sérstakan
hátt. I mörgum af hægari lögum
Julios, sér í lagi framan af ferlinum,
er honum svo mikið í mun að tjá ást
sína til yrkisefnisins að röddin ein-
faldlega kiknar undan álaginu og
brestur. Og hann gerir það mjög
smart og sannfærandi. Hin ástæðan
fyrir því að mér datt í hug orðið
brothætt er sú að Julio, jafn „valda-
mikill“ skemmtikraftur og hann er,
skortir oft tilfinnanlega sjálfstæði
sem listamaður eða skemmtikraft-
ur. Hann virðist oft taka svolítið
brothættar ákvarðanir, eða lætur
einhverja aðra um að taka þær fyrir
sig. Það að hann skuli velja að
syngja lög eins og My Way og
Smoke Gets in Your Eyes (lög sem
tengjast svo órjúfanlega öðrum
söngvurum og sem hann ræður
engan veginn við) bendir að mínu
mati til þess að hann beri sáralítið
skynbragð á eigin takmarkanir. Og
það skringilega er að það gerist í öf-
ugu hlutfalli við vaxandi frægð
hans.
En hvað er maður að gagnrýna
herra Iglesias? Maðurinn er náttúr-
lega með yndislega söngrödd og það
sem hann gerir vel verður ekki gert
betur. Gallinn er bara sá að hann er
alltaf að hætta sér út á hálara svell,
jafnbrothættur og hann er, og það
óþarfí fyrir mann sem þegar hefur
lent í einu alvarlegu slysi.