Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 61 ASTA EYÞÓRSDÓTTIR + Ásta Eyþórs- dóttir fæddist í Hafnarfírði 10. jan- úar 1934. Ásta varð bráðkvödd við störf sín að Hrafn- istu í Hafnarfírði 10. nóvember síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ey- þór Þórðarson, f. 20.7. 1889, d. 5.5. 1974 og Guðrún Sigurðardóttir, f. 16.11. 1891, d. 14.5. 1967. Ásta var yngst sjö systkina, en elstur þeirra sem upp komust er Bjartmar, sem lifír systkini sín á áttugusta og sjötta aldursári. Ásta var gift Jóni Inga Kristinssyni, f. 19.12. 1936, d. 28.6. 1981. Þeim varð tveggja barna auðið og eni þau: 1) Guðrún, mat- reiðslumeistari, f. 13.11. 1955, sonur hennar er Jón Ingi Þorvaldsson, f. 25.7. 1984. 2) Krist- inn Þór, fram- reiðslumaður, f. 27.6. 1958. Börn hans og Sigríðar Árnýjar Bragadótt- ur eru: Bragi Þór, f. 1.3. 1978, og Donna Ýr, f. 22.12. 1981. Krist- inn og Sigríður slitu samvist- um. Útför Ástu fer fram frá Hafnarljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásta ólst upp í Hafnarfirði á Hraunstíg 4 ásamt systkinum sín- um, hún útskrif'aðist sem gagn- fræðingur frá Flensborg. Á sínum yngri árum vann hún við ýmis verslunarstörf í Hafnarfirði. Við systurnar minnumst hennar sem yngri systur móður okkar, en litum þó frekar á hana sem stóru systur okkar er ávallt var tilbúin að gæta að velferð okkar, eins og við vær- um litlu systur hennar. Þessi hógværa, heimakæra og lítilláta kona var okkur betri en enginn ef við þurfum að leita til hennar, ávallt reiðubúin að aðstoða okkur hvort sem um sauma eða aðrar hannyrðir var að ræða. í eðli sínu var hún gamansöm og eru okkur sérstaklega minnisstæð- ar ferðir sem fjölskyldan fór á ári hverju austur fyrir fjall, ýmist til berja eða að njóta útiveru og Ey- þór afi hafði alltaf fastan punkt í þessum ferðum, og það var að drekka kaffi í Tryggvaskála á Sel- fossi; þá var oft kátt á hjalla og mikið hlegið. Hinn 29.12. 1957 giftist Ásta Jóni Inga Kristinssyni, miklum sómamanni, sem starfaði lengst af sem matsveinn til sjós. Ásta og Jón voru samhent í að búa sér fallegt og hlýlegt heimili og lengstum bjuggu þau að Mávahrauni 5 í Hafnarfirði eða allt þar til Jón féll frá langt um aldur fram árið 1981. Ásta bjó þó áfram þar, eða allt til ársins 1990 að hún flutti að Hjalla- braut 6, Hafnarfirði og hélt þar heimili allt fram til síðasta dags, ásamt syni sínum Kristni Þór; þar voru þau í nábýli við Guðrúnu og Jón Inga son hennar sem búa að Hjallabraut 25 í Hafnarfirði. Við systumar nutum góðs af því eins og áður sagði að eiga svo unga móðursystur og það var ekki ósjaldan sem hún hljóp undir bagga með að aðstoða okkur við uppeldi á sonum okkar og Jón Ingi eiginmaður hennar, sá trausti bak- hjarl, var betri en enginn þegar á þurfti að halda og því er söknuður okkar mikill þegar svo ótímabært og fyrirvaralaust fráfall ber að. Barnabörnin vom henni ákaf- lega kær og er missir þeirra sem og annarra ástvina mikill, þegar svo stórt skarð er höggvið í svo litla fjölskyldu, sem raun ber vitni. Elsku Rúna, Kiddi, Bragi, Donna og Jón Ingi megi góður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Sigrún og Vigdís. í dag er til moldar borin mág- kona mín Ásta Eyþórsdóttir, sem með hógværð sinni og tryggð skil- ur eftir sig ljúfar minningar í hjört- um okkar. Með þeirri sömu hóg- værð kvaddi hún þennan heim, skyndilega og fyrirvaralaust, er hún var að sinna störfum sínum á Hrafnistu í Hafnaifirði. Kynni okkar Ástu hófust, þegar hún giftist Jóni Inga bróður mín- um árið 1957, og alla tíð síðan hef- ur hún sýnt mér og fjölskyldu minni vináttu og hlýhug. Ásta var vel gefin kona og viðræðugóð, fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í kringum hana og ávallt þægileg í viðmóti. Fyrsta heimili Ástu og Jóns Inga var á Hraunstíg 4, í húsi foreldra Ástu, Guðrúnar og Eyþórs, en hún var yngsta barn þeirra hjóna. Fljótlega eignuðust þau sína eigin íbúð við Öldugötu og síðar komu þau sér upp, af dugnaði og atorkusemi, fallegu einbýlishúsi við Mávahraun, í götu þar sem ósnert hraunið fékk að njóta sín sunnan við húsið og gaf umhverf- inu sérstæðan svip. Frá fyrstu tíð var heimili Ástu og Jóns, sem alla tíð var í Hafnar- firði, einstaklega hlýlegt og bar vott um smekkvísi sem þau hjónin bæði höfðu í ríkum mæli til að bera. Ávallt var rausnarlega á borð borið er þau buðu til veislu og minnisstæð eru jólaboðin þar sem jafnt ungir sem gamlir áttu sínar ánægjustundir. Þar kynntumst við foreldrum Ástu, hressilegri fram- komu Eyþórs fóður hennar og fín- legu viðmóti Guðrúnar móður hennar. Jón Ingi Kristinsson, eiginmað- ur Ástu, stundaði verslunarstörf í Reykjavík fyrstu hjúskaparár þeirra, en sneri sér síðar að sjó- mennsku á skipum frá Hafnarfirði, fyrst sem aðstoðarmatsveinn með mági sínum á togurum Bæjarút- gerðarinnar, en síðar réðst hann til útgerðar Einars Þorgilssonar & co., þar sem hann var matsveinn á aflaskipunum Faxa og Vífli. Oft var langt sótt og fjarvistir frá heimil- inu af þeim sökum óhjákvæmilega langar og þess vegna kom það í hlut Ástu, eins og annarra sjó- mannskvenna, að sjá um daglegan heimilisrekstur og uppeldi barn- anna tveggja, Guðrúnar og Krist- ins Þórs. Hver stund sjómannsins í landi var vel þegin og nýtt til að hlúa að heimilinu og voru þau hjón afar samtaka í þeim efnum. Langt um aldur fram veiktist Jón af sjúkdómi sem á nokkrum mánuðum dró hann til bana, en hann lést aðeins 45 ára gamall í júlímánuði 1981. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni í Máva- hrauni við fráfall heimilisfóðurins og aðstæður allar breyttust hjá Ástu. Hún lagði þó ekki árar í bát, en réð sig til starfa við Dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Hafn- arfirði, Hrafnistu, og þar var hún að sinna skylduverkum sínum, þeg- ar kallið kom. Ásta var góð móðir og amma og var ávallt vakandi yfir velferð barna sinna og barnabarna. Á þessari stundu, þegar Ásta Ey- þórsdóttir er kvödd, þökkum við henni samfylgdina og sendum börnum hennar, barnabörnum og öði-um ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Unnur Kristinsdóttir og fjölskylda. JÓHANNES L. STEFÁNSSON + Jóhannes Líndal Stefánsson fæddist að Kleifum í Gils- fírði 9. júní 1910. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 6. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Garpsdalskirkju 14. nóvember. Það var kominn gestur að Hvítu- hlíð þar sem ég fæddist og ólst upp fyrstu árin. Mér fannst hann hafa hátt og láta illa. Ekki bætti það úr skák að hann kynnti sig sem Gvend vaskafat. Þetta var einum um of fyrir mannafæluna mig. Það gat enginn maður heitið Gvendur vaskafat. Þetta voru fyrstu kynnin sem ég man af Jóhannesi móður- bróður mínum á Kleifum. Næstu kynni voru öllu betri, því nú kom Jói á Land Rover-jeppa, en slíkan grip hafði ég aldrei séð á þeim tíma, ég man hvað mér fannst bíll- inn skrýtinn. Nú var forvitnin feimninni yfirsterkari og ég fékk að skoða ökutækið. Kannske var Jói frændi ágætis karl þótt hann hefði hátt og léti stundum eins og óþekkur strákur. Stundum kom hann ásamt öðrum ríðandi yfir Krossárdal norður í Bitru og þá var jafnan glatt á hjalla. Nokkrum sinnum fór ég gangandi suður að Kleifum og tvisvar sinn- um var ég þar í vikutíma í girð- ingarvinnu og þá var gaman að vera til. Þótt ég sé ekki mikið gef- inn fyi'ir hesta var gaman að skreppa á bak, því alltaf var eitt- hvað um að vera í hestamennsk- unnij sem Jói hafði mikið gaman af. Á árum áður stundaði hann það líka að temja fjárhunda og varð vel ágengt. Vísnagerð var stundum nokkurs konar tóm- stundagaman á Kleifum, til að mynda kom Jói með fyrrirpart en einhver sonurinn botnaði og eins hafði Jói unun af að fara með vís- ur. Fyrsta vísan sem ég veit um eftir Jóa varð til er hann var á sundnámskeiði á Laugum í Sæl- ingsdal og get ég ekki stillt mig um að leyfa henni að fljóta með þótt hún teljist sjálfsagt til bernskubreka hans. Vísan er svona: „Bráðum kemur Fríða fram / að færa upp hrossakétið. / Gott, gott, gott, gott, namm, namm, namm, / nú skal verða ét- ið“. Þau hjónin, Jói og Unnur, voru einstaklega gestrisin og var gestagangur mikill, enda var ávallt gaman að koma að Kleifum. Alltaf hafði Unnur til nóg með kaff- inu og var ótrúlega fljót að útbúa mat þegar þannig stóð á. Einhvern tíma vorum við nokkur á ferðalagi og ætluðum rétt að koma við á Kleifum, en það endaði eins og mamma sagði, að það væri ekki hægt að stoppa stutt á Kleifum. Nú hefur Jóhannes kvatt hið jarðneska líf en minningin lifir. Unni, Guðjóni, Stefáni, Hermanni og fjölskyldum þeirra færi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hallgrímur Gíslason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup, Lækjasmára 2, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Arnfríður Arnmundsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, mágur, föður- bróðir og barnabarn, ÓLAFUR ELDJÁRN, sem lést 13. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstu- daginn 20. nóvember kl. 13.30. Unnur Ólafsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Kristján Eldjárn, Eyrún María Rúnarsdóttir, Unnur Sara Eldjárn, Úlfur Eldjárn, Ari Eldjárn, Halldór Eldjárn, Anna Sigriður Björnsdóttir, Ólafur Pálsson, Halldóra Eldjárn. Milvi Link Gröndal, Heiða og Benedikt Gröndal, Jón Gröndal, Einar Gröndal og fjölskyldan. Eiginmaður minn, sonur okkar og bróðir, TÓMAS GRÖNDAL fjölmiðlafræðingur, Skattkár 2, Sávedalen 43370, Sviþjóð, andaðist á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg aðfaranótt mánudagsins 16. nóvember sl. Hann verður jarðsunginn eftir kveðjuathöfn í Kvastekulla-kapellunni í Partille föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Islands. + Okkar hjartkæri, ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN, múrari og tamningamaður, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 20. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja heiðra minningu hans, er vin- samlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Minningarkort fást hjá hjúkrunarforstjóra Landspítalans, sími 560 1300, eða í lyfja- búðum. Freyja Hilmarsdóttir, Guðrún K. Jörgensen, Bent Bjarni Jörgensen, Agnar Bjarni Jörgensen, Sigrún Ólafsdóttir, Per S. Jörgensen, Kristín Halldórsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir og mágur, ÓSKAR GÍSLASON vaktstjóri, Smáratúni 39, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Kristín Grétarsdóttir, Grétar Óskarsson, Gísli Óskarsson, Gísli Jónsson, Ásdís Bjarney Óskarsdóttir, Grétar Hinriksson, Sjöfn Georgsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Auður Sigurðardóttir, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Ágúst Þór Guðbergsson, Gfsli Gísiason, Ingibjörg F. Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.