Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 68
^8 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR I DAG MORGUNBLAÐIÐ Málþing Félags ábyrgra feðra á Hótel Loftleiðum FÉLAG ábyrgra feðra stendur fyrir málþingi á Hótel Loftleiðum laugar- daginn 21. nóvember kl. 10-12 f.h. undir heitinu Eru pabbar óþarfír? Fundarstjóri verður Súsanna Svavarsdóttir. piafur Ingi Ólafsson, formaður FAF, setur málþingið, Ragnar Ragn- arsson, Félagi íslenskra leikskóla- kennara, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kvenréttindafélagi Islands, og sr. Bragi Skúlason flytja ávörp. A eftir verða umræður. Opið hús hjá Nýrri dögun NY DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með opið hús í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20-22 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Allir velkomnir. Málanefndir Sjálfstæðisflokks um samgöngu-, fjarskipta- og upplýsingamál Málþing Opið málþing verður haldið í Valhöll, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17-19. Yfirskrift málþingsins er: Framtíð fjarskipta á Islandi Hvernig á að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði? Á að selja Landssímann? Ef svo er, hvernig? Framsögumenn gera grein fyrir því hvaða meginmarkmið þeir telja að hafa þurfi að leiðarljósi við ákvörðun um framtíðarskipan fjarskiptamála á Islandi. Stutt framsöguerindi flvtia: Þórarinn V. Þórarinsson, Ármann Kr. Ólafsson, Eyþór Arnalds, stjómarformaður Landssímans. aðstoðarmaður samgönguráðherra. þróunarstjóri OZ. Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri, Radíómiðun. Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, TAL. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður. Umræður verða á eftir framsöguerindum. Fundarstióri: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. ILOYII SKÓR FYRIR KARLMENN Góðir götuskór Litur: Svart • Stærðir: 40-47 Teg. Amarillo • Verð kr. 13.990 Goretex Litur: Svart • Stærðir: 38-47 Teg. Kid • Verð kr. 13.990 Extra vídd Easy going Nýkomin sending DOMUS MEDICA við Snorrabrouf • Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 • Reykjovík Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lúsarlaun öryrkjans í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 13. nóvember vekur Guðlaugur Þ. Þórð- arson athygli á nefndar- launum borgarstjóra í hafnarstjórn. Það setti endanlega punktinn yfír i- ið hjá mér um hversu stór mistök ég gerði með því að kjósa R-listann. Konan sem ég hafði svo mikla trú á að mundi gera eitthvað gott fyrir mig og börnin mín er hreint ekk- ert betri en bankastjórarn- ir sem leika sér á laxveið- um á kostnað skattborgar- anna. Ég hefði ekkert á móti því að tvöfalda árslaunin mín með því að sitja nokkra fundi! A dögunum var haldin ráðstefna um fátækt á Is- landi, sem mig langaði til að sækja, en ég, sem á bara þrennar buxur til skiptanna og hef sömuleið- is börn að sjá fyrir, átti bara ekki 6.000 kr. í svo- leiðis munað. Síðan fréttir maður líka af þessu fína hófi á vegum borgarstjóra með áfengi á boðstólum. Sumt fólk kann ekki að skammast sín! Nú, þegar jólin nálgast, sem að eiga að vera svo gleðileg en eru valdur að botnlausum kvíða um það hvort mér tekst að halda þau með öllu tilheyrandi, kaupa ný föt á mig og börnin og góðan mat, þá hefði ég svo sem ekkert á móti því að hafa þó ekki væri nema smábrot af þessari einu og hálfu millj- ón sem frú borgarstjóri fékk sem „smá“ launaupp- bót! Ég býst ekki við því að frú borgarstjóri þurfí að hafa svo miklar áhyggjur af jólunum því hún lifir ekki á lúsarlaunum öryrkj- ans. Ég vona að hún hugsi til okkai', sem berjumst fyrir steikinni, á næsta nefndar- fundi. Að lokum óska ég henni gleðilegra jóla og vona að hún sofi vel. Margrét Christensen, Dalseli 33. Tapað/fundið Leðurhanski týndist á Laugavegi LEÐURHANSKI, svartur með gráu að ofan, týndist á leiðinni frá Hagkaupi á Laugavegi að Sundhöllinni sl. mánudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 554 5744. Jakki tekinn í misgripum í Þórshöll SL. fóstudagskvöld var svartur tvíhnepptur jakki með ljósgrænu fóðri tek- inn í misgripum úr fata- hengi Þórshallar. Þetta er eina yfirhöfnin mín og í kuldanum er hennar sárt saknað. Sá eða sú sem hef- ur jakkann í fórum sínum vinsamlegast hafi sam- band í síma 567 1917. Sig- rún. Gleraugnahulstur tapaðist TVÖFALT gleraugna- huistur með tvennum gler- augum, öðnim dökkbláum og tvískiptum, hinum venjulegum, tapaðist á leiðinnhi frá Næturgalan- um að Víðihvammi í Kópa- vogi aðfaranótt sl. sunnu- dags. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 554-6084. Svört úlpa týndist á Glaumbar SVÖRT úlpa, Rocky, týnd- ist á skemmtistaðnum Glaumbar aðfaranótt sl. sunnudags. I úlpunni voru bíllyklar. Þeir sem kannast við úlpuna hafi samband í síma 557 3346. Dýrahald Lítill grár köttur týndur í Hlíðunum ATHUGIÐ! Lítill, grár köttur týndist við Bólstað- arhlíð 23. Hann er með græna hálsól sem í stendur Arni, s. 561-8158, en það þýðir ekki að hringja í það símanúmer heldur era þeir sem hafa orðið kattarins vai'ir beðnir að hringja í síma 698 3537. SKAK limsjnn Margeir l'élursson STAÐAN kom upp í ís- landsflugsdeildinni um helg- ina. Stefán Kristjánsson (2.145), Taflfélagi Reykja- víkur, B sveit, var með hvítt, en Ólafur B. Þórsson (2.205), Helli, B sveit, hafði svart og átti leik. 24. - Hxf3+! 25. Dxf3 - Hf8 26. Kg2 - Hxf3 27. Bxf3 - e5 og svartur vann örugglega á liðs- muninum. Atskákmdt öðlinga (35 ára og eldri) hefst í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 20 í félagsheimili Taflfélags Reykjavikur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er öll- um heimil þátttaka sem náð hafa 35 ára aldri. Umhugs- unartími er 30 mín. á skák og verða veittir verðlauna- gripir fyrir þrjú efstu sætin. Keppnin fer fram fimmtu- dagskvöldin 19. og 26. nóv- ember og 3. desember. Þátttökugjald er kr. 1.000. SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... NÚ ERU allir á Netinu. íslending- ar nota Netið flestum þjóðum meira og skyldi engan undra, eins og þessi þjóð er yfirieitt fljót að tileinka sér alla nýja tækni, sem ætiuð er ál- menningi. Til þess að finna þá staði á Netinu, sem notandinn vill sjá, þarf hann að slá inn svokallaða vefslóð, sem sett er saman úr nokkrum liðum, oft skammstöfunum. Þegar á að vísa til þessara slóða í mæltu máii eða rit- uðu getur verið úr vöndu að ráða. A að líta á slóðina sem eina heild og óbeygjanlega í fallakei-fi ísiensks máls? Er t.d. mögulegt að beygja www.mbl.is, sem er vefslóð Morgun- blaðsins á Netinu? Allir sjá, að það er ekki hægt. Þar er ekkert orð til að beygja og sama máli gegnir um fjöida annarra vefslóða. En hvað með slóð- ina www.visir.is? Er rétt að rita og segja: Ég heimsótti visi.is? Að sögn visis.is ...? Víkverji telur það hæpið. í fyrsta iagi er visir ekki ísienskt orð, þar sem ekki er hægt að nota sérís- lenska stafi í vefslóðir. I öðru lagi verður r-ið að fylgja með þegar slóðin er slegin inn í vafrann (forritið sem notað er tii að skoða vefinn) - vanti það finnur foiritið ekki vefsíðuna. Því finnst Víkverja hæpið að sleppa því í rituðu máli, vegna þess að sá sem les gæti haft hug á að skoða vefsíðuna, sem vísað er til, en fengi einungis villuboð ef r-ið vantaði í slóðina. Þeim sem finnst að hér sé vegið að beygingakerfi íslenskunnar má benda á aðra lausn en að beygja einstaka slóðarhluta. Flestir vefir heita eitt- hvað og má þá vísa til heitis þeirra í stað slóðar. T.d. heitir vefur Morgun- blaðsins Morgunblaðið á Netinu og vefurinn íjrir enda slóðarinnar www.visir.is heitir einfaldlega Vísir. Því er nærtækt að segja t.d.: Ég sá þetta í Morgunblaðinu á Netinu eða ég heimsótti Vlsi. Allir hljóta að geta verið sammála um að þetta láti betur í eyrum og fari betur á prenti en ef vefslóðirnar væru notaðar í stað nafnanna. Þui'fi hins vegar að vísa til vefslóðar af einhverj- um ástæðum, er eðlilegt að rita hana með þeim stöfum sem nauðsynlegir eru til að finna vefsíðuna. Ef svona er farið að, telur Víkverji ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af óæskilegum áhrifum vefslóðanna á beygingakerfi íslenskunnar. XXX DÓTTIR kunningja Víkverja var greind ofvirk og misþroska fyrir um það bii níu mánuðum. Foreldrana hafði lengi grunað að ekki væri allt með felldu, en það tók langan tíma að komast að hinu sanna, þrátt fyrir margar ferðir tii lækna og sáiíræð- inga. Þegar loksins sérfræðingur kvað upp sinn dóm létti foreldrunum mikið, ekki vegna niðurstöðunnar sem slíkrar, heldur að vita eitthvað og geta í framhaldi af því gripið til við- eigandi ráðstafana. Að geta loks veitt barni sínu þá hjáip sem það þarf. Fljótiega eftir að niðurstaða lá fyr- ir var ákveðið að reyna að koma barn- inu og foreldrunum að hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þar sem meðferð og fræðsla er veitt. Barnið var sett á biðlista og er þar enn. í vor var talið að barnið kæmist að seinni hluta sumars en nýjustu upplýsingar eru þær að það komist vonandi að fljótlega eftir ára- mót. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru vel þekktir og allir jafn mikið áhyggjuefni; hvort sem um ræðir fóik sem bíður eftir hjartaaðgerð eða öðru. Oft er það nú svo að fullorðnir geta sýnt biðlund, og í einhverjum til- fellum hægt að fara fram á að þeir bíði, að minnsta kosti ef veikindin eru þess eðlis að aðgerð þoli bið. Eiga að minnsta kosti auðveldara með það en biessuð börnin. En að börn þurfi að bíða mánuðum saman eftir að fá hjálp, ekki síst þegar um andlega vanlíðan er að ræða eins og í um- ræddu tilfelli, er sorglegra en tárum taki. Kunningjanum finnst það heldur aumt þjóðfélag sem ekki getur búið börnum sínum betri aðstæður en þetta. XXX OG í lokin örstutt „getraun". Úr hvaða fréttabréfi skyldi eftirfar- andi texti vera? „Frést hefur af vand- ræðum vélaverktaka á Hágöngu- svæðinu vegna mikilla snjóa. Er þetta vonandi byrjunin á snjóamiklum vetri og gleður það menn eftir óvenju lé- legan vetur á suðursvæðinu í fyrra.“ Svo mikið er víst að ekki eru það sam- tök vélaverktaka sem gefa blaðið út(!), heldur er tilvitnunin í Sleða- fréttir, fréttabréf Landssambands ís- lenskra véisleðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.