Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ REYNDU að þreyja þorrann og góuna, elskan. Gerðu Framsóknareymdinni það ekki til geðs að hrökkva upp af fyrir kosningar ... Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við sjúkrahúsið Vog í vikunni. Gert er ráð fyrir að taka tvær nýjar deildir í notkun þar í september á næsta ári. Tvær nýjar álmur á Vogi FYRSTA skóflustunga nýrra áfanga við sjúkrahúsið Vog var tekin síðastliðinn þriðjudag og gerði það Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Byggð verður álma við austur- enda núverandi sjúkrahúss sem hýsa á göngudeild og önnur við vesturendann, en þar verður sér- stök meðferðardeild fyrir ungt fólk. Er hvort tveggja nýjung í rekstri Vogs. í frétt frá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann, SÁÁ, segir að við- byggingarnar séu skipulagðar í samráði við Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra, enda hafi hún hvatt SÁÁ til að flýta fram- kvæmdum og heitið stuðningi rík- isvaldsins við þær að liluta. Áætlað er að taka nýju deildirnar í notkun í september á næsta ári en þær eru alls um 1.400 fermetr- ar að stærð. Með göngudeild verður hægt að bjóða íjölbreyttari og ódýrari með- ferðarúrræði en áður og segir í frétt SÁÁ að slá megi því föstu að biðlistar verði úr sögunni. Þá segir að brýnt sé að fá sérhæfða með- ferðardeild fyrir ungt fólk vegna þess vaxandi fjölda ungs fólks sem komi í meðferð. Byggingarkostnaður nýju ál- manna er áætlaður um 200 millj- ónir króna. Afla á um 40 milljóna meðal almennings, 100 milljónir koma frá ríki og sveitarfélögum, fyrirtæk: og verkalýðsfélög leggja til um 40 milljónir _og 20 milljónir eru af eigin fé SÁÁ. Ráðstefna um kvótakerfið Rætt um reynsluna af kvótakerfínu Tryggvi Þór Herbertsson MORGUN, fóstu- daginn 20. nóvem- ber, verður haldin ráðstefna á vegum Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands og sjávarútvegs- ráðuneytisins. Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar, hefur ásamt prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni séð um skipulagningu ráðstefnunnar. „Hagfræðistofnun hef- ur verið að skoða fisk- veiðistjórnunarkerfið og ýmislegt sem tengist því. I framhaldi fórum við þess á leit við sjávarút- vegsráðuneytið að það styrkti okkur í að halda ráðstefnu um kvótakerfið. Ráðstefnunni er ætlað að fræða almenning um kvótakerfið, for- sendurnar fyrir því og reynsl- una sem af því hefur hlotist. Ekki síður gefst þá tækifæri til að leiðrétta þann misskilning sem hefur loðað við kvótakerfið. í opinberri umræðu hefur það oft viljað brenna við að því sé haldið fram að þjóðin geti inn- heimt veiðigjald, þurfi að af- nema eignarhald á auðlindinni og þar með núverandi kvóta- kerfi. Þetta er einn gi-undvall- armisskilningur. Veiðigjald og kvótakerfi geta farið saman og það er hægt að taka upp veiðigjald með því kvótakerfí sem við höfum í dag.“ Frá fræðilegu sjónarmiði þýðir kvótakeifið einfaldlega að sóknin minnkar í fiskistofnana, færri skip eru notuð og þar af leiðandi minna fjármagn til að veiða sama magn af fiski. Of- fjárfestingin hverfur og til verð- ur fiskveiðirenta. Síðan má skattleggja fyrirtækin ef menn kjósa svo og ná þannig fisk- veiðirentunni til þjóðarinnar. Menn þurfa því ekki að vera mótfallnir kvótakerfinu þó þeir séu með veiðigjaldi og jafnvel öfugt. Reynsla okkar íslendinga hefur sýnt að kvótakerfið hefur orðið útgerðinni mjög til fram- dráttar. Það er því góð reynsla af kvótakerfinu.“ -Hvaða erlendu fyi-irlesara fáið þið til liðs við ykkur? „A ráðstefnunni verða ýmsir fyrirlesarar sem era þekktir innan greinarinnar og einnig ís- lendingar sem hafa látið sig málið varða. Anthony Scott, sem var lengi prófessor í hagfræði við Uni- versity of British Columbia, flytur fyrirlestur á ráðstefn- unni. Hann skrifaði eina af þeim ritgerð- um sem taldar era hornsteinar fiskihag- fræðinnar. Það er oft vitnað í hana í um- ræðum íslenskra hagfræðinga um fiskveiðimál. Þá verður Lee Anderson, pró- fessor í hagfræði við University of Delaware, með fyrirlestur. Hann er mjög þekktur í þessari grein og hefur m.a. samið eina þekktustu kennslubók í fiski- hagfræði sem heitir The Economics of Fisheries Mana- gement. Phil Major flytur fyrirlestur en hann var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Nýja- ►Tryggvi Þór Herbertsson er fæddur í Neskaupstað árið 1963. Hann lauk prófi í iðnrekstrar- fræði frá Tækniskóla Islands árið 1992 og lauk síðan MS-prófi í hagfræði frá Háskóla Islands árið 1995. Tryggvi lauk doktor- sprófi í hagfræði frá Háskólan- um í Árósum árið 1998. Hann er lektor við Háskóla ís- lands og forstöðumaður Hag- fræðistofnunar. Eiginkona hans er Sigurveig María Ingvadóttir og eiga þau samtals 4 börn. Sjálands meðan kvótakerfið þar var í mótun og rætt var og deilt um veiðigjald. Þar hefur verið góð reynsla af kerfinu og það náð að festast í sessi. Phil Major sinnir nú alþjóðlegri ráðgjöf um skipulag fiskveiða." - Verða ekki íslenskir fyrir- lesarar líka? „Jú, og þar má til dæmis nefna þá Þórólf Matthíasson, dósent í hagfræði við Háskóla íslands, og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Islands. Ragnar mun fjalla um hvernig kvótakerfið getur bætt nýtingu fiskistofna og varðveitt þá og Þórólfur talar um veiðigjald en hann hefur skrifað nokkrar ritgerðir um kvótakerfið og veiðigjald í er- lendum fræðiritum." - Hverjum er ráðstefnan ætluð? „Öllum sem vilja setja sig verulega vel inn í kvótakerfið, hvemig það virkar fræðilega og hver reynslan hefur verið af því í löndum eins og t.d. Nýja- Sjálandi og á íslandi. Það er mikilvægt að ráðstefna um þessi málefni sé haldin á Is- landi, sérstaklega núna, þegar ýmsar hliðarverkanir kvótakerfisins eru farnar að koma fram. Mikils misskilnings hefur gætt og ég er þess fullviss að ráð- stefna eins og þessi getur hjálpað til við að leiðrétta hann. Þessvegna er það gott framtak hjá sjávarútvegsráðu- neytinu að styðja við ráðstefnu sem þessa.“ Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum og hefst hún á hádegi. Tryggvi segir að allir fyrirlestrarnir fari fram á ensku en verði jafnóðum túlkaðir á ís- lensku. Sjávarútvegsráðuneytið hefur með skráningu á ráðstefn- una að gera. Veiðileyfi og kvótakerfi geta farið saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.