Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfírheyrir Kenneth Starr í dag Starr yfírheyrður í beinni útsendingu Demókratar búa sig undir að ganga hart fram gegn saksóknaran- um sem niðurlægði Bandaríkjaforseta frammi fyrir alþjóð fyrr á árinu. Hann mætir hins vegar vel undirbúinn til leiks. KENNETH Starr, sérskipaður sak- sóknari í málum Bill Clintons Banda- ríkjaforseta, verður tæplega tekinn neinum vett- lingatökum, er hann kemur fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeOdar Bandaríkjaþings í dag. Verður þetta í fyrsta sinn sem Starr gefst færi á að verja hina um- deildu rannsókn á hendur forsetanum, ekki síst þann hluta hennar sem tengist kynferðis- sambandi forsetans við lærlinginn Monicu Lewinsky. Á Starr von á því að hart verði gengið að honum við yfirheyrslur nefndarinnar. Yfírheyrslu dómsmálanefndar- innar yfir Starr verður sjónvarpað og segja fréttaskýrendur það vafa- laust munu hafa áhrif á framsetn- inguna. Demókratar muni ganga hart fram gegn Starr í von um að grafa enn frekar undan trúverðug- leika hans en skoðanakannanir benda til þess að fáir menn njóti minni vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir en Starr. „Það væri brjálæði að leggja ekki í hann. Hann nýtur álíka trausts og Saddam Hussein,“ sagði ónefndur starfsmaður Hvíta hússins. Efasemdir um starfs - aðferðir Starrs Demókratar í dómsmálanefndinni hyggjast nýta sér yfírheyrslumar yfír Starr eins og kostur er. Meðal þess sem þeir íhuga, er að láta nefndarkonu taka Starr á beinið fyr- ir framkomu hans við vitnin, og þá einkum konur. Telja demókratar það muni t.d. koma sér einkar illa fyrir Starr ef blökkukonan Maxine Wa- ters krefjist svara við því hvers vegna móðir Lewinsky hafi komið grátandi og örmagna frá yfirheyrsl- unum. Starr er sakaður um að hafa ógnað þeim sem báru vitni fyrir nefndinni, þeirra á meðal móður Monicu Lewinsky, frænku hennar og vinum. Fullyrt er að saksóknarinn hafi hót- að þeim ákæru fyrir „minniháttar“ brot ef þau bæru ekki vitni gegn for- setanum. Þá munu demókratar hafa uppi efasemdir um réttmæti þeirra að- ferða sem beitt var við yfirheyrsl- urnar yfir Lewinsky en henni var bannað að hafa samband við lög- fræðinga sína á meðan á þeim stóð. Hótuðu Starr og menn hans henni því að gerði hún það myndu þeir aft- urkalla tilboð um sakaruppgjöf vegna atriða sem gætu leitt tii fanga- vistar, svo sem þess að bera ljúg- vitni. RÖDDIN sem hvíslaði ástarorð- um í eyra Bandaríkjaforseta fyr- ir fimm árum reynist vera ung- æðisleg, reiðileg, ráðvillt og afar miður sín, þegar hlýtt er á 22 klukkustunda upptökur af sím- tölum Monicu Lewinsky, þá starfsstúlku í varnarmálaráðu- neytinu, við starfssystur sína, Lindu Tripp. Upptökurnar, sem Tripp gerði án vitundar Lewin- sky, voru gerðar opinberar á þriðjudag en umfjöllunarefni þeirra er samband Lewinsky við Bill Ciinton Bandaríkjaforseta. Sjö vikur eru liðnar frá því að dómsmálanefndin fékk upptök- umar í hendur og hafa starfs- menn hennar notað tímann til að þurrka út orð og setningar af böndunum. Mun einkum vera um að ræða blótsyrði og persónuleg ummæli er varða aðra en kon- urnar tvær. Lewinsky er oft í miklu upp- námi er hún ræðir við Tripp, sem ræður henni heilt, kalt og yfir- vegað. Á einum stað segist hún ráðleggja Lewinsky eins og ef væri hún dóttir hennar. Um- ræðuefnið er kjóll Lewinsky, sem er með sáðblettum úr forsetan- um. Tripp segir Lewinsky að 5 mínútur á hvera þingmann Starr verður vafalaust látinn svara fyrir ásakanir um að menn hans hafi lekið út atriðum úr yfir- heyrslunum. Þá segjast demókratar munu koma í veg fyrir að hann reyni að beina yfirheyrslunni inn á nýjar „Hljómur hneyksl- isins“ Tripp Lewinsky senda hann ekki i hreinsun því „hún kunni að þurfa á honum að halda eftir einhver ár“. Orðfæri Lewinsky þykir oft á tiðum bera vott um ungan aldur hennar. Hún er að „fríka út“ og setningarnar eru brotnar upp með innskotsorðum á borð við: „ég meina“, „einsog“ og „eða bara eitthvað". Stundum er hún allt að því væmin, á öðrum stund- brautir, „koma fram með nýjar og órökstuddar ásakanir til að reyna að blása lífi í misheppnaða rannsókn" eins og einn nefndarmanna, demókratinn Jim Jordan, orðaði það. Þar sem yfirheyrslunum verður sjónvarpað er viðbúið að nefndar- menn leggi áherslu á stuttar, gríp- um grætur hún svo að erfitt er að greina orðaskil og fer þá stundum heldur ófögrum orðum um forsetann, sem hún kallar m.a. „ógeðið“. Tripp heldur hins vegar ró sinni og stýrir Lewinsky, sem er afar ráðvillt og sveiflast á milli reiði í garð forsetans og trúnað- ar við hann. Hún hlustar og ráð- leggur Lewinsky og fæst greini- lega við sitthvað fleira á meðan. Heyra má hana borða, horfa á sjónvarpið og skipa gæludýrun- um að fara niður úr sófanum. Talsmenn Clintons hafa mót- mælt birtingu upptakanna, segja þær enn eina tilraun andstæðinga forsetans til að koma höggi á hann. „Hljómur kynlífshneykslis- ins“ eins og gárungarair kölluðu upptökurnar, hefúr hljómað á öld- um ljósvakans frá því síðdegis á þriðjudag en talsmenn forsetans spáðu því að almenningur þreytt- ist fljótt á upptökunum. Sagði Paul Begala, ráðgjafi Clintons, að fólk sýndi þeim áhuga líkt og þegar það hægði á sér þegar það keyrði framhjá bflhræi á hraðbraut. „En það þýðir ekki að fólk vilji fleiri bfl- hræ.“ andi og áhrifamiklar spurningar og yfirlýsingar. Alls eiga 37 þingmenn sæti í nefndinni og fær hver þeirra fimm mínútur til að spyrja Starr. Auk dómsmálanefndarinnar fá lög- menn Clintons tækifæri til að yfir- heyra Starr í hálfa klukkustund. Höfðu þeir krafist einnar og hálfrar klukkustundar en meirihluti dóms- málanefndarinnar hafnaði því. Starr verður ekki eina vitnið, því dómsmálanefndin tilkynnti á þriðju- dag að hún myndi kalla til fleiri. Er fastlega búist við að þeirra á meðal séu Lewinsky, Vernon Jordan, vinur Clintons, og Betty Currie, einkarit- ari forsetans. Við öllu búinn Starr hefur ekki setið auðum höndum að undanfömu. Hann hefur ásamt aðstoðarmönnum sínum farið yfir allar hugsanlegar spumingar og aðferðir sem demókratar kunna að beita gegn honum. Meðal þess sem hann mun leggja áherslu á, er „ófrægingarherferð“ Hvíta hússins á hendur honum og „sögulegt mikO- vægi“ rannsóknarinnar. Hafa ber í huga að því fer fjarri að Starr sé nýgræðingur á þessu sviði, þótt hann hafi aldrei komið fyrir dómsmálanefnd þingsins. Var haft eftir honum í síðustu viku að hann myndi „ekki biðja nokkurn mann af- sökunar á því að leita sannleikans". En Starr hefur ekki látið þar við sitja, því á þriðjudag lagði hann fram fimmtán ný ákæruatriði á hendur William Hubbell, einum helsta bandamanni Clintons. Hubbell hefur þegar setið í fangelsi í nokkra mán- uði vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjársvik en málsókn Starrs á hendur Hubbell tengist Whitewater-málinu svokallaða, fasteignaviðskiptum Clinton-hjónanna og fleiri, sem köll- uðu á hina upphaflegu rannsókn á hendur forsetanum. Talið er að með þessu hafi Starr viljað sýna að rannsókn hans væri í fuÚum gangi og fyllilega réttlætan- leg en andstæðingar hans segja ákærumar á hendur Hubbell virðast vera hefndaraðgerð vegna Lewin- sky-málsins sem virðist vera að renna út í sandinn. Demókratar á þingi brugðust hinir verstu við er ákærurnar voru birtar og hótuðu því m.a. að hunsa yfir- heyrslur dómsmálanefndarinnar yfir Starr. Repúblíkananum Henry Hyde, formanni nefndarinnar, tókst hins vegar að róa demókrata. Upptökur Lindu Tripp af samtölunum við Monicu Lewinsky Ráðherrafundur Vestur-Evrópusambandsins í Róm Evrópa leggi meira en ávísanir til lausnar mála Reuters LAMBERTO Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, (í miðju) ásamt José Cutilheiro, framkvæmdastjóra VES, (t.v.) og Dag Jostein Fjærvoll, varnarmálaráðherra Noregs. Vinnutímalöggj öf E SB færð út til bíl- stjóra og unglækna Brussel. Reuters. Rúra. Reuters. RÁÐHERRAR aðildarríkja Vestur- Evrópusambandsins (VES) sam- þykktu í lokaályktun tveggja daga fundar í Róm á þriðjudag að Evrópa yrði að hafa yfir sínum eigin varnar- málaarmi að ráða sem væri fær um að styðja af afli við umleitanir til að finna friðsamlegar lausnir á deilu- málum á borð við þau sem hæst hef- ur borið á Balkanskaga á undanförn- um árum. Utanríkis- og vamarmálaráðherr- ar allra landanna 28, sem taka þátt í starfi VES, viðurkenndu að tog- streita milli hinna ýmsu (fjölþjóð- legu) stofnana truflaði markmið Evr- ópuríkjanna um að leggja meira en ávísanahefti til heimsmálanna. Tími væri kominn til endurskoðunar á þessu. „Ráðherramir óskuðu eftir því að komið væri af stað ferli innan VES sem tækist á við spurninguna um framtfð öryggis- og varnarmála Evr- ópu,“ segir í mjög langorðri lokaá- lyktun ráðherrafundarins. Ekki í samkeppni við NATO „Sérstök áherzla var lögð á að koma auga á hvemig hægt væri að bæta hemaðarlega möguleika Evr- ópuríkjanna á að fást við lausn alvar- legra deilumála (...), þar á meðal auk- ið gegnsæi og samhæfni fjölþjóðlegra herdeilda," segir í ályktuninni. Eng- inn lagði til stofnun sjálfstæðs evr- ópsks hers eða að farið yrði út í sam- keppni við Atlantshafsbandalagið (NATO), sem Bandaríkin eru burða- rásinn í. En Evrópuríkin ættu að geta gripið til herstyrks sem væri fær um að stilla til fríðar með skilvirkum hætti ef slíkar aðstæður koma upp „í eigin bakgarði“ álfunnar. VES var stofnað fyrir 44 árum, en hefur aldrei stigið út úr skugga NATO. ísland á sem NATO-ríki aukaaðild að VES. Sum ríki álfunnar hafa á undanförn- um áram litið til samtakanna sem þess hernaðartækis sem þau vora að leita að til að svara meintri þörf á slíku tæki óháðu Banda- ríkjunum, en þegar stríð brauzt út á Balkanskaga reyndist NATO vera eina stofnunin sem var fær um að grípa inn í. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) lagði í gær fram tillögu þess efnis, að ákvæði vinnutímalöggjafar ESB um 48 stunda hámark á vikulegan vinnu- tíma yrðu færð út til ungiækna, vörubifreiðastjóra og verkamanna við járnbrautir og á sjó. í ESB- löndunum snertir tillagan um fímm milljónir manna. Þetta frumvarp framkvæmda- stjórnarinnar snertir fyrst og fremst flutningageirann, en í störfúm honum tengdum vinnur flest það launafólk, sem var und- anskilið gildissviði vinnutímalag- anna, sem sett voru árið 1993 og hafa einnig tekið gildi á íslandi í gegnum EES-samninginn. Tillag- an nú fylgir í kjölfar harkalegra verkfallsaðgerða vörubifreiða- stjóra vegna slakra vinnuað- stæðna. Neil Kinnock, sem fer með sam- göngumál í fram- kvæmdastjórn- inni, sagði að lagabreytingin ætti að geta gert mikið til að lækka tíðni slysa og dauðsfalla sem rekja má til of- þreytu bflstjóra. „Vörubflar og rútur lenda í 18% allra umferðarslysa; þetta þýðir um 18.100 dauðsfóll [í ESB á ári], en um fimmtungur þeirra or- sakast beint eða óbeint af of- þreytu bflstjóra," tjáði Kinnock fréttamönnum. „Þreyttir bflstjór- ar eru ekki aðeins hættulegir sjálfúm sér, heldur ekki sizt öllum öðrum í umferðinni," sagði hann. Kinnock og Padraig Flynn, sem fer með félagsmál í framkvæmda- stjórninni, sögðust báðir vænta þess að ríkisstjórnir aðildarríkj- anna myndu samþykkja tillöguna fyrir lok næsta árs. Aðlögunartími fyrir unglækna Flynn sagði að ákvæðunum um unglækna yrði hrint í fram- kvæmd í þrepum á sjö árum, í því skyni að gefa heilbrigðiskerfun- um í Bretlandi og Irlandi sérstak- lega svigrúm til að laga sig að hinum nýju reglum. Á aðlögunar- tímanum yrði hámarksvinnuvika unglækna, að meðaltali yfir fjög- urra mánaða tímabil, takmörkuð við 54 tíma. Áætlað er að um 15% sjúkrahússlækna í Bretlandi vinni meira en þetta, og að meðal- vinnuvika írskra unglækna í þjálfun sé um 65 tímar, að sögn Flynns. ;*★**★, EVROPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.