Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 52
- 42 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Yígvöllur Guðrúnar Helgadóttur og breið- fylking vinstri manna UNDIRRITAÐUR varð þess (vafasama) heiðurs aðnjótandi að Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi varaþing- j^maður Alþýðubanda- Uagsins, stakk niður penna í Moggann til að svara grein minni um úrsögn hennar og þriggja (nú fjögurra) þingmanna úr Alþýðu- bandalaginu, loks þeg- ar hyllti í samíylkingu vinstri manna í land- inu. Guðrún fjallar um óverðuga persónu mína (við höfum aldrei hist) á þann hátt að furðu sætir af fyrrverandi háttprúðum þingmanni og barnabókahöfundi sem kýs að rakka fyrrverandi stuðningsmann sinn og dyggan r jlíjósanda niður í svaðið. I pistlinum reynir Guðrún að hæðast að sjón- armiðum mínum vegna klofnings- ins í Alþýðubandalaginu í stað þess að svara málefnalega þeirri gagn- rýni sem ég viðhafði. Hér skal reyndar viðurkennt að tilgangur- inn helgaði meðalið, að sálgreina á óhefðbundinn hátt hræringarnar innan Alþýðubandalagsins til þess að reyna að fá viðbrögð. Önnur svargrein við pistli mínum, eftir Steinþór Heiðai'sson, starfsmann ^lngflokks óháðra, var hins vegar málefnalegri og fyrir marga hluti athygliverð. Vitaskuld hefi ég ekkert á móti því að fólk hafi skoðanir á mínum Þorsteinn Gunnarsson skrifum. En líklega hefur Guðrún orðið sannleikanum sárreið úr því hún kaus að ausa úr reiðiskálum sínum með þeim hætti að þar slettist allt út um allt! Ég þakkaði Guði fyrir að 4 ára sonur minn er ekki orðinn læs því þá hefði hann fengið áfall við að uppgötva að uppáhalds barnabóka- höfundur hans ætti til þvílíkt skítkast og raun bar vitni í fyrrnefndri grein. Erum við að missa af gullnu tækifæri? Meirihluti Alþýðubandalagsfólks vill fara samfylkingarleiðina vegna þess að við trúum því að það sé far- sælast til áhrifa og framfara fyrir fólkið í landinu. Guðmn er á annarri skoðun og ég virði hana þrátt fyrir það. I því liggur ef til vill kjarni málsins. Raunvemleika- tengsl Guðrúnar era rofin vegna þess að hún virðir ekki skoðanir annarra heldur kýs að ráðast á fólk með skít og skömm sem krefur hana svara þegar hún einn góðan veðurdag svíkur flokk sinn og stuðningsfólk til margra ára, án þess að hafa haldbær rök á taktein- um. Hún hafði ekki einu sinni séð I pistlinum reynir Guðrún að hæðast að sjónarmiðum mínum, segir Þorsteinn Gunn- arsson, í stað þess að svara málefnalega þeirri gagnrýni sem ég viðhafði. málefnaskrá Samfylkingarinnar þegar hlaupið var undan merkjum. Penna Guðrúnar í fyiTnefndri grein var ekki stjórnað af skyn- semi. Penna hennar var stjórnað af ofsafengnum tilfinningum sem brotna á kletti staðreyndanna. Sem era þær að Guðrún, Hjörleifur, Steingrímur, Ögmundur og nú síð- ast Kristinn, allt sóma þingfólk sem á flest að baki glæsilegan stjórnmálaferil, á það m.a. sam- eiginlegt að eiga ekki samleið með öðrum. Þau hafa tekið þá afdrifa- ríku ákvörðun að yfirgefa skútuna þegar loks hyllir í öfluga vinstri samfylkingu sem vonandi verður verðugur andstæðingur Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum næsta vor. Ég hefði haldið að ansi sterk rök þyrfti til þess að réttlæta þá ákvörðun að yfirgefa flokkinn sinn eftir áratuga fórnfýsi og starf. Ég segi að eiginhagsmunasemi hafi ráðið för, nema að frú Guðrún geti bent mér á annað. Ég sé ekki bet- ur, í ljósi nýjustu tíðinda, en að vinstra fólk í landinu gæti verið að glata gullnu tækifæri til þess að byggja upp öflug regnhlífasamtök. Er sundui-lyndi og snobb vinstri manna enn einu sinni að verða okk- ur að falli? Steinþór bendir réttilega á í grein sinni að mín sannfæring er sú að sterkur foringi og ákveðin fórnfýsi til þess að leggja sitt af mörkum til öflugs vinstra sam- starfs, er ein af megin forsendum þess að fjöldahreyfing á vinstri vængnum fái meðbyr. Ljósmóður- hlutverkið fræga er vandasamt og reyndar virðist formaður Alþýðu- bandalagsins fá afgerandi stuðn- ing til þess ef marka má skoðana- könnun DV. Ég tek undir það að Margi-ét er sterkasti leiðtogi vinstri manna í landinu í dag ásamt borgarstjóranum í Reykja- vík. Steinþór talar um að fólk þurfi að „bæla skoðanir sínar í þágu samstarfsins". Með svona fram- setningu er auðvitað samviskan að naga rödd þeirra sem neita að beygja sig undir leikreglurnar í pólitíkinni, að tilheyra breiðfylk- ingu þar sem lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar. Þeir sem geta ekki sætt sig við leikreglurn- ar, að verða stundum undir og stundum ofan á, eiga auðvitað ekki samleið með stjórnarmálahreyf- ingu og eiga að stofna sína einka- flokka. Við skulum horfast í augu við það að tilgangurinn með sam- eiginlegu vinstra framboði er, eins og Steinþór bendir á, að ná fjölda- fylgi. Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Er það glæpur? Óttuðust fyrrver- Islensk stefnumótun í EES-málum nauðsynleg -þú ert á réttri slóð KRÖFUR Spánverja um að EFTA-löndin haldi áfram að greiða í sérstakan þróunarsjóð Evrópusambandsins vegna samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES) hafa vakið upp nokkuð hörð viðbrögð hér á landi. Sitt sýnist hverjum í þessu máli en reyndum Evrópusérfræðingum kemur þessi krafa Spánverja ekki á óvart. Þær era í samræmi við þær baráttuaðferðir sem era not- aðar í samningaviðræðum, bæði innan Evrópusambandsins og við aðila utan þess. A sama tíma hefur þessi ákvörðun Spánverja hins vegar beint sjónum manna að mik- 2ja og 3ja herbergja íbúðir í Reykjavík óskast Staðgreiðsla í boði Leitum fyrir opinbera stofnun að 2ja og 3ja herbergja íbúðum í Rvík. Öll hverfi koma til greina, bæði í minni sameignarhúsum og fjölbýlum. Allar 2ja og 3ja her- bergja íbúðir koma til greina. Engu máli skiptir um innra ástand íbúðanna, en þær verða staðgreiddar við kaupsamning. Vinsamlegast hafið samband við sölu- menn okkar. Við skoðum eign þína samdægurs. Sölumenn verða við símann til ki. 20 í kvöld. Hringdu núna. Valhöll, fasteignasala, Síóumúla 27, sími 588 4477 ilvægi EES-samnings- ins fyrir íslenskt þjóð- félag. Samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði (EES) er víð- tækasti alþjóðasamn- ingur sem Islendingar hafa tekið þátt í. Þrátt fyrir að einungis tæp- lega fjögur ár séu liðin frá því að samningur- inn gekk i gildi hefur hann haft víðtækari áhrif á íslenskt þjóðlíf en flestir gera sér grein fyrir. Islensk fyr- irtæki í útflutningi hafa hagnast af niður- fellingu tolla af mörgum af helstu útflutningsvörum okkar. Sýningin „Evrópudagar“ sem Rannsóknar- ráð Islands og menntamálaráðu- neytið skipulögðu í Perlunni fyrir skömmu sýndi hluta af því mikla starfi sem farið hefur fram undan- farin ár. Islenskir aðilar hafa sótt af miklum krafti inn í rannsókna- og þróunaráætlanir ESB, íslenskir skólar hafa nýtt sér möguleika samnings til að auka stórauka samstarf við skóla í Evrópu, ís- lenskir lista- og menntamenn hafa notið góðs af evrópsku samstarfi á sviði kvikmyndagerðar, þýðinga og skiptiverkefna ýmiskonar. Síð- an má ekki gleyma því að mörg fé- lagsleg réttindi og lög sem tengj- ast neytendavernd hafa verið lög- fest vegna EES-samningsins. Evrópulönd hafa frá aldaöðli verið helstu viðskiptaríki Islend- inga. Þrátt fyrir að aðrir markaðir, t.d. N-Ameríka og Asía, hafi komið inn, er líklegt að Evrópa verið áfram aðalmarkaðssvæði íslenskra Andrés Pétursson viðskiptaaðila í náinni framtíð. A síðasta ári fór til dæmis 70% af vöraútflutningi Islend- inga til V-Evrópulanda og 72% af vörainn- flutningi kom frá sömu löndum. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin áratug. Ekki hefur þó legið fyrir heilsteypt áætlun íslenskra yfirvalda um hvernig við getum sem best nýtt okkur þau sóknarfæri sem gefast með EES-samningn- um. Með þessu er ekki verið að segja að ís- lenskir aðilar hafi ekki nýtt sér marga af þessum möguleikum. Þvert á móti, á mörgum sviðum * Islensk stjórnvöld ættu því sem fyrst að móta sér stefnu, segir Andrés Péturs- son, varðandi nýtingu þeirra möguleika sem gefast með EES- samningnum. hafa opinberir aðilar og einkaaðil- ar náð frábæram árangri á þessu sviði. Það hefur þó einkum verið að þakka elju einstakra starfs- manna ráðuneyta, opinberra stofnana, fyrirtækja og kraft- miklu starfi einstaklinga á hinum ýmsu upplýsingaskrifstofum um Evrópusamstarf hér á landi, en andi þingmenn Alþýðubandalags- ins fjöldafylgi? Jón Oddur og Jón Bjarni Frjálshyggjunni verður ekki gef- ið silkimjúkt félagslegt yfirbragð í Samfylkingunni eins og Steinþór túlkar grein mína. I Samfylking- unni verður frjálshyggjunni hafnað. Markmiðið með samfylkingunni er að sameina þá sem aðhyllast fé- lagshyggju, jafnaðarstefnu og kvenfrelsi í eina breiðfylkingu. Hér höfum við öflugan valkost í íslensk- um stjómmálum sem leggur áherslu á velferðarkerfi sem tryggi þátttöku fólks í samfélaginu óháð félagslegum aðstæðum og efnahag, þar sem samhjálp og félagslegar áherslur era í heiðri hafðar. Ef Guðrán svarar mér á nýjan leik verður það vonandi af yfirveg- un og með stílbrögðum sem ég hef alltaf dáð hana fyrir í bókum sínum. Vonandi fæ ég þá m.a. hreinskilin svör við því hvers vegna hún sveik „flokkinn" þegar hann þurfti hvað mest á henni að halda, hvers vegna hún sveik stóran hluta Alþýðu- bandalagsmanna á landinu sem hefur staðið með henni í gegnum súrt og sætt og hvers vegna hún sagði sig úr Alþýðubandalaginu og gaf Samfylkingunni langt nef áður en hún sá málefnaskrá hennar? Ég bið Guðránu innilega forláts á því að hafa kallað hana tengda- móður Fjárfestingarbankans. Og ég ætla að fyrirgefa Guðránu axar- skaft hennar á ritvellinum í þetta sinnið. Ég mun halda áfram að lesa bækur hennar fyrir börnin mín um ókomna framtíð enda snilldarverk þar á ferð. Og ég get ekki að því gert en Steingrímur J. og Hjörleif- ur minna mig alltaf svolítið á Jón Odd og Jón Bjama. Höfundur er fjölmiðlafræðingvr í Vestmannaeyjum. ekki markvissri stefnu um þessi mál. Evrópusamstarfið er hins vegar ekki staðnað eða óbreytanlegt. Miklar breytingar eiga sér nú stað innan Evrópusambandsins. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill flestra Evrópusambandsríkjanna, ECU, tekur gildi 1. janúar nk. Tíu Mið- og Austur-Evrópuríki hafa fengið grænt ljós frá ESB að hefja aðild- arviðræður við ESB og flest önnur lönd A-Evrópu hafa einnig lýst yf- ir áhuga á að ganga í Evrópusam- bandið. A sama hátt er nauðsyn- legt að við íslendingar skoðum okk- ar gang varðandi Evrópusamstarf nú þegar ný öld fer að ganga í garð. Norðmenn hafa látið fara fram úttekt á EES-samningnum og þar eru lagðar fram tillögur um hvern- ig landið eigi að rækta þetta sam- band á næstu öld. Ekki er líklegt að Norðmenn ætli sér að sækja enn einu sinni um aðild að Evrópu- sambandinu þannig að EES-samn- ingurinn er sá vettvangur sem þeir ætla sér að rækta sitt samstarf við Evrópulönd í náinni framtíð. Engin teikn eru á lofti að Island ætli sér að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu enda varla til þess pólitískur vilji á næstunni. íslensk stjórnvöld ættu því sem fyrst að móta sér stefnu varðandi nýtingu þeirra möguleika sem gefast með EES-samningnum. Að vísu hefur menntamálaráðuneytið látið fara fram úttekt á árangri íslenskra að- ila í rannsókna- og þróunaráætlun Evrópusambandsins og er það vel. En það er ekki nema hluti af þessu Evrópusamstarfi. Fyrsta skrefið væri að gera heildaráttekt á áhrif- um samningsins á íslenskt þjóðlíf. Þegar þvi væri lokið væri næsta skref að skipa nefnd fulltrúa at- vinnulífsins og opinberra aðila sem myndi leggja fram tillögur um hvernig best væri að nýta þau sóknarfæri sem EES-samningur- inn bíður upp á. Höfundur er Evrópuráðgjafí hjá Ráðgarði hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.